Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Qupperneq 11
DV. MIÐVKUDAGUR 9. MARS1983. 11 Fyrsta skipti sem ég fæst við svona verkefni Rætt við Þóri Baldursson um tónlistina í kvikmyndinni Húsið „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæst viö svona verkefni,” sagöi Þórir Baldursson um tónlistina sem hann hefur gert viö kvikmyndina Húsið sem bráðlega veröur frumsýnd. „Tónlistin er eiginlega sniöin aö myndinni. Hún er samin fyrir myndina og þá strauma sem í henni eru. Hún er drungaleg þar sem hún á aö vera drungaleg og öfugt. Músíkin varö mikið til í kringum þéma sem Egill Eövarösson hafði sam- ið. Þemað er notaö í ákveðnum atrið- um í sambandi við ástina. Svo samdi ég önnur stef sem eru notuð í sambandi viö aðrar tilfinningar. Þegar komiö var að máli við mig og ég beðinn um að semja tónlist við myndina var það ljóst að tónlist var ákveöinn þáttur í myndinni því að ein persónan er tónlistarmaður og það er fluttur hluti úr verki eftir hann í mynd- inni. önnur tónlist er mest effekt- ar. Músíkin á að vera þannig aö ekki sé tekiö eftir því aö hún er hluti af stemmningunni.” — Hvemig var vinnslu tónlistarinn- ar háttað? „Það þurfti að taka konsertinn upp áður en kvikmyndun var lokið því að hann er hluti myndarinnar. Afgangur- inn af tónlistinni varð til eftir að klipp- ingu myndarinnar lauk. Þaö var eins og venjulega. Maður gerir of mikið fyrst, svo er tekið úr þangað til kjarn- inn er kominn. Þetta var tekið upp hér í Keflavík. Eg leik alla tónlistina sjálfur nema konserthlutann sem er leikinn „live” í Þórir Baldursson tónlistarmaður. D V-m ynd Einar Olason. myndinni og er hluti hennar. Ég fór síðan til Svíþjóðar með Agli Eðvarðs- syni, Snorra Þórissyni og Sigfúsi Guð- mundssyni til þess meðal annars að sníða tónlistina að myndinni. Þá þurfti lika að hugsa um hljóðblöndun því að þó að hlutimir hljómi á ákveðinn hátt í stúdíóinu hér suðurfrá þá gera þeir það öðruvísi þegar þeir em komnir inn í kvikmynd. Þá þarf að hugsa um tíma- setningu, hljóöstyrk og taka tillit til tals og umhverfishávaða. Við vomm hálfan mánuö að þessu. Leikið á kókflöskur Það em ýmsar skemmtilegar til- viljanir sem hafa orðið við gerð mynd- arinnar. Eg get nefnt þér sem dæmi að Helgi Skúlason syngur sálminn Ástar- faðir himinhæða í myndinni. Eg vissi að hann söng sálminn og valdi þrjá fyrstu tónana sem hluta af tónlistinni. Ég spilaði það í tóntegund sem að ég taldi ólíklegt að Helgi myndi syngja í. Það kom mér mjög á óvart þegar ég heyrði að hann söng það í sömu tón- tegund í myndinni. Ég spilaði þetta sama stef líka á kókflöskur meö vatni í og hugsaði ekkert um það í hvaða tón- tegund þaö yröi heldur einungis um innbyrðis hlutföll milli flasknanna. Út- komuna hægði ég síðan niöur hér í stúdíóinu. Það lenti líka fyrir tilviljun í sömutóntegund.” — Hvað ertu að fást við núna? „Eins og er erum viö aö rífa hér í sundur og yfirfara. Við erum búin að nota þetta stúdíó gífurlega mikið undanfarið ár. Það var kominn tími til að líta undir teppið. Eftir helgi förum við svo að taka upp lög eftir Gylfa Ægisson.” — Hvað kallið þið stúdíóiö aftur? „Ja, Geimstein, svo tölum við líka oft um upptökuheimilið.” -SGV ENN FREKARI VERÐLÆKKUN Versiunin hættir í núverandi mynd, þess vegna bjóðum við enn frekari verðiækkanir út marsmánuð. Allt á að seljast. Notið þetta einstaka tækifæri til að gera góð kaup. Herraúlpur: 1/erðáður: 1.395,- Verðnú: 699, - Stærðir: 48—54 Margir litir. Barnaúlpur: Verð áður: 749,- Verð nú: 399,- Stærðir: 4—14 Margirlitir. Sendum ípóstkröfu um landallt. Auk þessa bjóðum við: Háskólaboli: Verð áður kr. 99,- nú kr. 49,- Barnaskyrtur: Verð áður kr. 170,-nú 149,- Náttkjóla: Verðáðurkr. 99,-, núkr. 49,-. Blússur, ýmsar gerðir, aðeins kr. 10,- og margt fleira. Aukningsf., / Jl! /A a a a a a EPCBÍI MSjS#æír :_c: Ljuurjuj i-J *!? iuaariKiauHiiiil'Knn; Hringbraut 121, R. sími 22500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.