Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 12
DV. MIÐVIKUDAGUR9. MARS1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustjöri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjárí: HÖRÐUR EINARSSON. Rítstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. RHsljdrn: SÍDUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33. SÍMI27022. Afgreiosla,áskríftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI27022. Sími ritstjðrnar: 86611. Setning, umbrot, myiKÍa-ogplötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verðílausasölu 15 kr. HelgarblaölB kr. Þeirmega fara Vonandi mannar meirihluti þings sig upp í aö láta á reyna, hvort alþýðubandalagsmenn fara úr ríkisstjórn, verði vantraust á Hjörleif Guttormsson samþykkt. Sama gildir um vísitölumáMð. Alþýðubandalagsmenn væru bet- ur löngu farnir úr stjórn. Fyrir þinginu liggur tillaga í álmálinu, sem felur í sér vantraust á Hjörleif fyrir viðskipti hans við Alusuisse. Allir þingflokkar, nema þingflokkur Alþýðubandalags, viröast styðja, aö ný viðræðunefnd verði skipuð í málið, nefndin kjósi sér sjálf formann og verði álvíðræðurnar með því teknar af iðnaðarráðherra. Meirihluti þingsins virðist þeirrar skoðunar, að iðnaðarráðherra hafi blind- azt af hatri í garð Alusuisse-manna og því ekki reynt nægilega það, sem mestu skiptir, að ná samningum um stórhækkun raforkuverðs til ísals. Alþýðubandalagsmenn láta að því liggja, aö þeir gætu ekki setið í ríkisstjórn, eftir að samstarfsmenn þeirra, framsóknar- og sjálfstæöismenn í ríkisstjórn, hefðu staðið að vantrausti á einn ráðherra Alþýðubandalags. Sætu þeir eftir slíkt, yröi það þeim mikil háðung. Svipað gildir um vísitólumálið, nema hvað afstaða stjórnarandstöðunnar er þar nokkuð hulin. Ríkisstjórnin hafði lengi haft á prjónum að breyta vísi- tölukerfinu, taka upp nýjan grundvöll, lengja vísitölu- tímabilin og gera frekari breytingar, flestar til hins betra. Þegar á leið, tók Alþýöubandalagiö að tefja málið. Svo fór, að forsætisráðherra flutti frumvarp um þaö með stuðningi Framsóknar en í harðri andstöðu Alþýðubanda- lags. Stuðning stjórnarandstöðunnar þurfti, ætti frumvarpiö að ganga fram 1. marz, þannig að vísitölutímabilin yrðu þá strax lengd. Slíkt hef ði hamlað gegn verðbólgu. Stjórn- arandstæðingar fengust þó ekki til skjótra viðbragöa, heldur drápu málinu á dreif. Skammt er eftir af þinginu. Stjórnarandstæðingar sýndu mesta ábyrgð, ef þeir færu sem snöggvast upp úr skotgröfunum og stæðu að lagfæringu á vísitölukerfinu. Alþýðubandalagsmenn höfðu í heitingum, þegar for- sætisráðherra flutti þetta frumvarp sitt. Fyrst töluðu þeir um að fara tafarlaust úr stjórn. Síðar breyttist oröalagið í, að þeir færu úr stjórn, yrði vísitölufrumvarpið sam- þykkt. Stjórnarandstaðan tók þann kaleik frá þeim, að minnsta kosti að sinni. Alþýðubandalagð stendur einnig einangrað í flugstöðv- armálinu, sem þingmenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks hafa nú flutt inn í þingið að nýju. Samþykki við byggingu nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli hefur lengi strandað á því einu, að Alþýðu- bandalagið hefur setið í ríkisstjórn. Það skilyrði stendur í sáttmála stjórnarinnar, að ekki skuli ráðizt í byggingu flugstöðvar, nema allir aðilar stjórnarinnar samþykki. Með þeim hætti hefur Alþýðu- bandalagfíThaft neitunarvald, þótt yfirgnæfandi þing- meirihluti hafi greinilega verið fylgjandi flugstöðvar- byggingu. Pálmi Jónsson ráðherra telur, aö ríkisstjórnin eigi að fara frá strax eftir kosningar, hvernig sem þær fara. Ráð- herrar Alþýöubandalagsins mega vel fara fyrr. Meiri- hluti þingsins á ekki að láta hótanir þeirra hindra fram- gang þeirra nauðsynjamála, sem kostur er aö koma fram. Forseti gæti, ef verkast vill, beðið Gunnar Thorodd- sen að stýra ríkisstjórn fram yfir kosningar og fá embætt- ismenn í stað alþýðubandalagsmanna. HaukurHelgason. Verktakastarfsemin á Keflavíkurflugvelli: MISMUNUN Verktakastarfsemi á Keflavíkur- flugvelli er mikið rædd í nágrenni flug- vallarins. Fullyrt er aö þar viðgangist spilling af verstu gerð, ásamt hvers konarpólitísku braski. Á Suðurnesjum er og rædd sú mis- munun sem á sér stað gagnvart heima- fólki. Öllum má ljóst vera að ótrúlegir fjármunir streyma um hendur verk- taka og þá einkum tslenskra aðal- verktaka sem sitja einir aö nýfram- kvæmdum þar. I krafti einokunar skammta þeir sér f jármuni, en aðrir og þá á ég við þá sem búa í nágranna- byggðarlögunum, sitja hjá. Eru í þeirri aðstöðu aö þiggja mola af borðum þeirra fjármálafursta er gína yf ir aðstööunni á Keflavíkurflugvelli. Engin svör Fyrir nokkru ritaði ég kjallaragrein í DV. Þá spurði ég um ýmsa þætti í rekstri Islenskra aðalverktaka. Eink- um spurði ég um samsetningu fyrir- tækisins, heimildir til að flytja allan gróöa til Reykjavíkur og benti á hallirnar á Höfðabakka. Þá spurði ég um huldufyrirtækið Regin hf., sem okkur samvinnumönn- um er sagt að sé í eigu SIS. Enginn ut- an lítillar klíku fær að sjá reikninga Regins, hvað þá upplýsingar um hvernig gróða þessa hermangsfyrir- tækis er varið. Engin svör hafa fengist við þessum spurningum. Gefur það vissulega til kynna að þar sé óhreint mjöl í pokanum. Það f er þó vissulega í taugarnar á mér og fleirum þegar fréttir berast af því að Regin hf. hafi mokað f jármunum í hin ýmsu hallæris- fyrirtæki úti á landi á meöan frystihús Kaupfélags Suðurnesja er á brauöfót- um, fær ekki neitt þegar erfiðleikar steðja að og f jö'ldi f ólks er atvinnulaus. Það er nefnilega skoöun okkar hér syðra að fjármunir fengnir af þessari starfsemi eigi aö fara til atvinnu- uppbyggingar í byggöarlögunum um- hverfis Keflavíkurflugvöll. Svartur blettur En það eru fleiri fyrirtæki þarna sem ástæða er til að spyrja um þótt mér þætti eðlilegast að spyrja um Regin hf., því að ef það er í eigu SlS hlýt ég Kjallarinn Karl Steinar Guðnason Það hefur verið mjög gagnrýnt að iðnaðarmenn á Suðurnesjum hafa ekki rétt á borð viö þessa erfingja. Þeir fá ekki að bjóða í verk. Þeir eru settir til hliðar, verktaka er þeim bönnuð. Þetta gamla fyrirtæki, Félag vatnsvirkja, hefur einkarétt á þessum málum. Þangað skulu fjármunirnir renna. A meðan fjöldi pípulagningarmanna í byggðarlögunum á Suðurnesjum skortir verkefni sækir Félag vatns- virkja pípulagningarmenn um langan veg utan Reykjaness til að vinna verkin. Suðurnesjaverktakar Fyrir nokkrum árum stofnuöu um 100 meistarar í hinum ýmsu iðngrein- um sérstakt félag, Suðurnesjaverk- taka. Var það ætlun þeirra að móta traust félag er gæti séð um verktöku á • „Það hefur rajög verið gagnrýnt að iðnaðarmenn á Suðurnesjum hafa ekki rétt á borð við þessa erfingja. Þeir fái ekki að bjóðaíverk....." sem félagsmaöur að vera einn af meö- eigendum þess fyrirtækis. Það er hins- vegar Ijóst að ekki er til þess ætlast að almennir félagsmenn kaupfélaganna fái neitt aö vita um gróðabrask SIS á Keflavíkurflugvelli. Það er svartur blettur á samvinnuhreyfingunni, hreyfingu sem ég vissulega ber hlýjar tilf inningar til. Verktökueinokun Islenskir aðalverktakar hafa ýmis hliöarfyrirtæki sem taka að sér sérstök verkefni. Má þar nefna Félag vatns- virkja. Það fyrirtæki sér um pípulagnir o. fl. fyrir varnarliðið. Upprunalegir „eigendur" þess, sem voru 17 pípulagningarmenn, munu nú flestir dánir og því stjórna erfingjar því fyrirtæki að mestu. Meistarar í pípulögnum eru því ekki nema að hluta til eigendur þess f yrirtækis, heldur allt aörir. Keflavíkurflugvelli og almennt á Suðurnesjum. Þessi félagsskapur hefur hinsvegar mætt ýmsum hindrunum. Suðurnesjaverktakar hafa harðlega gagnrýnt það fyrirkomulag er nú tíðkast í verktöku á vellinum. Þeim sem fleirum þykir eðlilegt aö heima- menn sitji við sama borð í þeim efnum og t .d. Félag vatnsvirk ja. Framkvæmdasjóður Suðurnesja Lengi hefur Suðurnesjamönnum sviðið sú staðreynd að þeir skuli settir til hliöar á meðan gróðapungar Fram- sóknar- og Sjálfstæöisflokks í helmingaskiptastjórn þeirra flokka síöan árin 1952—56 mata krókinn. Mikið hafa menn rætt þá ósvinnu aö byggðar eru hallir á Höfðabakka og allt fjármagn þessara fyrirtækja IAV er geymt til útlána utan svæöisins. PROFKJÖR OG LÝÐRÆÐI Flestum k jósendum hefir þótt horfa í lýðræðisátt með upptöku prófkjara til uppröðunar frambjóðenda á framboðslista til alþingis- og sveitar- stjómakosninga. 1 stað þess, sem áður var, að flokksbroddar í héruðum og/eða miðstjórnir flokkanna í Reykjavík, skömmtuðu kjósendum frambjóðendur til að kjósa um, velur fólkiö sér sjálft frambjóðendur meö forvali og skipar þannig á framboðs- lista að eigin vild. Hefir þaö reynst svo að flokkarnir haf a í verki fallist á hinn nýja hátt við val frambjóðenda til kosninga, þó á mismunandi hátt. Ekki hefir þetta þó verið gert að öllu og er augljóst, að mér virðist, að lögbinda þurfi reglur um forkosningar og fram- kvæmd þeirra. — Allt annað skapar sundrung innan flokkanna og ósætti flokksmanna við forustu þeirra, einkum þar sem forustan í hinum einstöku kjördæmum, með stuöningi miðstjórnar, sviptir kjósendum þessum, að ég tel, lýðræðislegum réttindum. Forkosningar verði samtímis Ég tel nauösynlegt að forkosningar fari fram samtímis hjá öllum flokkum í hverju kjördæmi og helst samtímis í öllum kjördæmum. — Kæmi það í veg fyrir tortryggni, stundum ekki að ástæðulausu, um að kjósendur annarra flokka, jafnvel flokksbundnir menn, hafi áhrif á val frambjóðenda þeim andstæðra flokka. Þessi háttur var hafður á viö forkosningu frambjóðenda til bæjarstjórnar Akra- ness við síðustu bæjarstjórnar- kosningar og reyndist vel. Kjörstjórnir við forval ættu að vera þær sömu og til alþingis- og sveita- stjórnarkosnmga^jörstaðirhinirsómuog

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.