Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. 13 Fæöst hafa ýmsar hugmyndir til vamar þessu. Fyrir 9 árum flutti Gunnar Sveinsson tillögu á Alþingi um framkvæmdasjóö Suðurnesja. Hún fjallaöi um aö skattleggja vallarfyrir- tækin sérstaklega. Sá skattur rynni síðan í framkvæmdasjóð. Þessi hug- mynd er góðra gjalda verð. Hinsvegar hef ég heyrt virta lögfræðinga halda því fram að í frumvarpinu fælist tví- sköttun. Það er óheimilt að tvískatta fyrirtæki eða einstaklinga. Þetta frumvarp var ekki samþykkt, en vísað til ríkisstjórnarinnar. Þá sat ríkis- stjóm Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks. Hún geröi ekkert í málinu. Bendir það til þess að frumvarpið hafi þótt ótækt í framkvæmd eða þá að þessir flokkar hafi ekki viljað styggja gróðapungana á Keflavíkurflugvelli. Nú hefur þetta frumvarp verið endur- flutt, án þess aö breyta stafkrók. Er þetta gert nú í þinglok rétt fyrir kosningar. Það er því ólíklegt að frum- varpið fái afgreiöslu. Nauðsyn breytinga Ekki er vafi á því að nauðsynlegt er að breyta fyrirkomulagi verktaka- starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Það þarf líka að tryggja það að Suðumesja- menn fái réttláta hlutdeild í þessari starfsemi. Verktaka má ekki vera einkaréttur örfárra einstaklinga. Tryggja verður atvinnustigið á árs- gmndvelli. Það er líka ömggt að hægt er að greiöa verkafólkinu hjá IAV mun hærri laun en nú tíökast. Það þarf einnig að búa þannig um hnútana að fyrirtækin flytji ekki allan af- raksturinn til óaröbærra hluta langt frá vettvangi starfseminnar. Ekki skattur, heldur leyfisgjöld Þegar fyrirkomulagi verktakastarf- seminnar verður breytt eru til ýnsar leiðir til að ná fjármagni frá þessari starfsemi til aðstoðar við uppbygging- arstarf á Suðumesjum. Tvísköttun fyrirtækja er bönnuð. Sú leið er því ófær. Hinsvegar má taka upp leyfis- gjöld fyrir verktöku, sem verktakar greiddu í tiltekinn sjóð, t.d. Iðn- þróunarsjóð Suðumesja. Sú leið er fær og líka skynsamleg. Þaö er hinsvegar ömggt að ekkert verður í þessum mál- um gert ef Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur hafa meö þessi mál að gera. Alþýöuflokkurinn mun beita sér fyrir breytingum í þessum efnum. Hreinsa til, sópa spillingunni og misréttinu burt. Þegar það verður gert mun hugsunin um jafnrétti látin ráða ásamt því aö verkafólkið og sveit- arfélögin njóti góös af breytingunni. Karl Steinar Guðnason, alþingismaður. talning atkvæða fari fram á sama hátt. Eg tel og nauðsyn bera til aö reglur verði settar um frambjóðendur til forvals, allt annað getur leitt til öngþveitis þannig að jafnvel tugir frambjóöenda verði í kjöri hjá hverjum flokki ef sá háttur veröur á hafður að það eitt nægi að flokksmenn segi aðeins: „Ég hefi ákveðið að gefa kost á mér,” og segi svo á eftir: „Ég stóö einn aö framboði mínu”. Tel ég að sá sem gefur kost á sér til forvals, þurfi að hafa yfirlýstan stuðning tiltekins fjölda kjósenda í viðkomandi kjördæmi, samkv. nánari reglum þar um. Um úrslit flokksmanna í framboð samkv. niðurstöðum forvals þarf að setja reglur því að núgildandi reglur þurfa ekki endilega aö vera hinar réttu. Hugsa mætti sér að atkvæðamagn hvers frambjóöanda yröi þannig reiknaö, að atkvæði í 1. sæti gilti eitt at- kvæði, atkv. í 2. sæti gilti 4/5 (miðað við 5 þingm. kjördæmi), í 3. sæti 3/5, í 4. sæti 2/5 og í 5. sæti 1/5. Ég geröi þaö að gamni mínu að reikna sætaröð 5 fyrstu frambjóöenda Sjálfstæðisflokksins viö forval í Reykjaneskjördæmi þannig út og niöurstaöan varð sú að í 1. sæti hafnaði Gunnar G. Schram meö 4751,1 atkv. 2. sæti hlaut Matthías Á Mathiesen 4618,8 atkv., þannig heföi 1. og 2. maður skipt um sæti, en röö að öðru orðið óbreytt. Ég tel aö allar niðurstöður forvals eigi aö vera bindandi, þar megi flokks- forystur ekki „krukka í” hvemig svo semúrslitverða. Að sjálfsögöu þyrftu lög og þar Kjallarinn sæti sem kjósendur flokksins völdu hann í. Gjörræði Hitt má heita furðulegt að flokksfor- usta Sjálfstæðisfl. í landinu skuli, að mig minnir einróma, undir forsæti flokksformanns, samþykkja gjörræði það sem kjördæmisráð flokksins í Vestfjarðakjördæmi beitti kjósendur þá það sveik kjósendur flokksins um forval, sem það haföi þó lofað við síð- ustukosningaraðframskyldi faranú, og á þann hátt ræna sjálfstæðismenn í kjördæminu, eina af kjósendumflokks- ins á landinu, þeim lýðréttindum, sem forval hefur skapað. — Lá flokksfor- ustunni svo á að samþykkja þetta gjör- ræði að sá aöili, einn af varaþing- mönnum flokksins sem setið hefir á Stefán Sigurðsson • „Hugsa mætti sér að atkvæðamagn hvers frambjóðanda yrði þannig reiknað, að atkvæði í 1. sæti gilti eitt atkvæði, atkvæði í 2. sæti gilti 4/5 (miðað við 5 þingmenn í kjördæmi), í 3. sæti 3/5, í 4. sæti 2/5 og í 5. sæti 1/5. ”... settar leik- og framkvæmdarreglur varðandi forval að vera innfelldar í - kosningalögumtil Alþingis. Viö forval Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til væntanlegra Alþingis- kosninga hafnaöi formaður flokksins að ég tel óverðskuldað, í 7. sæti listans, Haföi hann þann pólitíska þroska að sætta sig við þá niðurstöðu og taka það Alþingi að undanfömu, fékk ekki að skýra sjónarmiö sín fyrir flokksstjórn, en hann var veðurtepptur á Vestfjörö- um, en á honum bitnaði uppröðun kjör- dæmisráðs framar öðrum. Spyrja má hvort forusta Sjálfstæðisflokksins ætlar stuðningsmönnum sínum á Vest- fjörðum minni lýðréttindi en í öðrum landshlutum. Fáar konur Að vonum harma flestir hugsandi menn það hversu fáar konur eiga sæti á Alþingi. I orði þykist forusta flokkanna gera þetta líka, en á borði er raunin önnur. I Vestfjarðarkjördæmi bolaði kjör- dæmaráö Sjálfstæðisflokksins mikil- hæfri konu, einum af varaþingmönn- um flokksins úr 3. sæti og er fyrsta kona á listanum nú í 5. sæti. — Slíkur er áhugi forustusveitar Sjálfstæöis- manna á Vestfjörðum fyrir jafnrétti kynjanna. Reynsla af forvali hefir því miður gert hlut kvenna minni en æskilegt má teljast. Hitt er það aö konur hafa þar oft brugðist kynsystrum sínum enda þótt mikilhæfar konur, jafnokar og stundum fremri kjörnum körlum, hafi gefið kost á sér. — Þó hafa þær konur sem hafa átt sæti á Alþingi náö sætum sínum á lista í forvali, aö mig minnir. — Rannsókn hæfra tölfræðinga hefir leitt í ljós að alþingismaður hefur að öllu jöfnu meiri möguleika á endur- kjöri í forvali en nýr frambjóðandi. — Þetta er auðvitaö ekki alhæft svo sem reynslan sýnir. I samræmi við framangreinda rann- sókn hefði kona sú, sem var í 3. sæti Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, átt aö eiga góöa möguleika í forvali þar. — Vaknar því sú spuming, hvort forustu flokksbræðra hennar vestra hafi verið svo í mun að bola henni frá möguleika til þingsætis að af þeim sökum hafi hún svikið lof orð sitt um f orval? Nú hafa óánægðir sjálfstæðismenn á Vestfjörðum ákveðið sérframboð að undangengnu forvali, þar sem þeir telja sig og hafa sýnt að þeir eru ekki verri sjálfstæðismenn en aðrir flokks- menn, áformuðu þeir aö merkja framboðslista sinn DD, samkv. ákvæðum 41. gr. kosningalaga. Af ofstæki hafnaöi flokksforustan þessari ætlun. — Er það svo að forusta Sjálfstæöisflokksins vilji hrekja alla þá stuöningsmenn flokksins úr honum, sem ekki eru sammála gerðum hennar í öllu? — Gerir hún sér grein fyrir því hvað fyrrgreind ákvörðun getur haft í för með sér? Eg fullyrði að hún getur haft þær afleiöingar að flokkurinn kann að fá einum þingmanni færra vegna þessara glapa. Því að nái sér- framboðiö ekki að fá þingmann kjör- inn, falla öll atkvæði til þess dauð, án þess að komi flokknum til góða við út- hlutun uppbótarsæta, en sé listinn merktur DD koma öll atkvæði flokkn- um tilgóða. E nd? þótt ég sé ekki kjósandi í Vest- fjarðakjördæmi, tel ég mig og alla fylgjendur Sjálfstæðisflokksins varða mál þetta. Ég harma flokksins vegna hversu óhrjálega hefir verið tekið á máli þessu, stefnu okkar til ófamaöar. Tel ég eins og vinkona mín, frú Sigríður Auöuns gerði í grein í Morgun- blaðinu að hér hafi verið illa að staðiö um leið og ég óska sérframboöi sjálfstæðismanna á Vestfjörðum góös gengis. Stefán Sigurðsson héraðsdómslögmaður Akranesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.