Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Side 16
16 DV. MIÐVKUDAGUR 9. MARS1983. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvað finnst þér um franska raliið á hálendinu næsta sum-i ar? Loftur Jóhannsson vélstjóri: Ég er nú! á báöum áttum, þaö þyrfti aö veraj undir góðu eftirliti. Þaö má ekki hleypa þeim of langt. Þórður Kristjánsson, hjá Fræöslu- i skrifstofu Reykjavíkur: Eg held aö þaö ætti ekki aö hafa nein áhrif á gróður. Svo framarlega sem farið er eftir settum reglum, ætti þaö ekki aö vera til skaða. Þorkell Guömundsson, starfsmaður Hagkaups: Ég er nú ekki beint smeyk- ur við það. Það hlýtur að mega þetta, | alveg eins og ferðamönnum og alls-| kyns farartækjum er hleypt inn í land- ( ið. Þó þyrfti að veita aöhald. Jóna Þórðardóttir, starfsstúlka Land-j spítalans: Ég er alveg á móti því. Égi vil ekki láta eyðileggja landiö. i Anna Antonsdóttir, starfsmaður Haf-| skips: Mér líst mjög illa á það, svonaj keppni gæti orðið til mikils skaða. Rúnar Reynisson nemi: Mér list ekki j vel á rallið, ég er hræddur um að það: gætiorðiðtilskaða. Móðirskrifar: Tókum tillit til blaðberanna Blaðberar vinna mikið og oft vanþakklátt starf. Veljum sjálf tískuna í vor 4717-6530 skrifar: „Gott fólk, mér finnst, persónu- lega, alveg hreint skömm hvemig. tískan er í dag. Við látum einhverja karla ráða tískunni í dag og á morgun. Erum við ekki sjálfstæð þjóð, eða hvað? Mér finnst að þjóðin öll sömul, þ.e. landsins þjónar, eigi að ráða tískunni. En ekki einhverjir karlar sem gera það bara í þeim tilgangi að græöa. . . Þess vegna skora ég á ykkur, þjóöina, að velja sjálf tískuna í vor. Ég veit um marga sem eru hálfreiöir út af tísk- unni í ár og vilja að við sjálf veljum tískuna. Og það skulum við gera öll, ekki bara nokkrir. Við skulum jafn- framt sýna þeim sem ráða tískunni hvað í okkur býr, vera dálitið sjálf- stæðari en við höfum verið hingað til. Með kveðju og von um að þessi orð min beri einhvem árangur.... 4717—6530 vill að við „sýnum þeim sem ráða tískunni hvað í okkur býr” og séum „dálítið sjálfstæðari en við höfum veriðhingaðtil.” Alexander Stefánsson alþingismaöur. Sama fæðing aroríof fyrir allar konur 5784-5619 hringdi: Alexander Stefánsson mun um þess- ar mundir vera að leggja fram frumvarp um að allar konur njóti jafns fæðingarorlofs hvort sem þær eru úti- vinnandi eða húsmæöur. Hann á áreiöanlega eftir að fá mörg atkvæði út á þaö. Þetta er jafnréttismál sem átti að vera komið í gegn fyrir löngu. Mér finnst alveg óþarfi að vera að refsa konum fyrir að vera heima hjá sér og hugsa um bömin. Sigurlaug Karlsdóttir hringdi: Dóttir mín ber út DV. Þaö er undantekning ef kvartanir berast. 1 veðri eins og verið hefur í vetur hefur ekki verið skemmtilegt að bera út. í miklu vatnsveðri geta blöðin blotnað og einnig geta þröngar bréfalúgur valdið því að blöðin smárifna. Þá er oft ekki mokaö í kringum hús. Ég rukkaði fyrir hana í desember og fór í um það bil fjörutíu hús.Þaö hafði ekki verið mokað frá einu einasta. Þetta gerir blaöburðarbörnum erfitt fyrir. Reynum aö taka meira tillit til þeirra. Konur og fóstureyðingar: Hafið þið sjálfar þurft að taka slíka ákvörðun? Margra bama móðir skrifar: Nú get ég ekki lengur orða bundist eftir öll þau skrif um það viðkvæma efni sem fóstureyðing er. Margar konur hafa fundið sig knúnar til að grípa pennann og svívirðingarnar og fullyrðingarnar hafa gengið á víxl, hvorugum hópnum, með eða á móti fóstureyðingum, til mikils sóma. Af hverju ætli konur séu alltaf grimmari, ofstækisfyllri og and- styggilegri en karlar þegar þær dæma hver aðra? Þær jafnvel ganga svo langt að kalla kynsystur sínar morðingja. Mig langar til að spyrja þessar konur, úr báðum hópunum, með eða á móti sjálfsákvörðunar- rétti konunnar til fóstureyðingar: hafa þær sjálfar þurft að taka slíka ákvörðun, eða einhver þeim nákominn, t.d. systir, dóttir, eða tengdadóttir? Sjálf hef ég orðið að horfa framan í þá bláköldu staðreynd að verða aö taka þessa ákvörðun fyrir sjálfa mig, eftir að hafa í fjöldamörg ár verið einn harðasti andstæðingur fóstureyðinga yfirleitt. Ég dæmdi óvægilega konur og kæruleysi og hneykslaðist yfir því virðingarleysi sem þessar konur sýndu í hvívetna. En það var á meðan ég var sjálf að eiga fyrstu börnin mín, ung og hraust og fjárhagslega örugg og góð með mig og mina og hafði allt á hreinu að því er ég hélt þá. En svo kom að sjálfri mér, ég lá á eigin fyrri for- dómum, langar mig til að segja. Ég gat alls ekki gengið með 6. barnið, farin að nálgast fertugt, ekki lengur hraust, langt frá því, og allt félags- legt öryggi að mestu leyti í molum, íbúðin seld ofan af okkur o.fl. Hver treystir sér til að segja við konu, gakktu með þetta bam, þú ert ekkert of góð til þess, þú hlýtur að hafa hugsað eitthvað, 5 bama móöir orðin þetta gömul. Ég bara varð að taka þessa ákvörðun, hún var erfið, kannski sú erfiðasta sem ég hef tekiö í lífinu, en þaö voru engin úrræði þá. Hvað svo kona hugsar á eftir er auðvitað einstaklingsbundið, en þetta gerir engin kona að gamni sínu eða í „kæruleysi”, ekki fullorðin kona. Viljið þið svo ekki gjöra svo vel að láta það vera að kalla okkur hinar morðingja. Dæmið ekki svona vægðarlaust kynsystur ykkar, hvort sem um er að ræöa ungar stúlkur, giftar konur eða hverja sem er. Og hver gengur meö bam til þess að gefa það? Mér er spum. Hvers slags miskunnarleysi gagnvart konum er þetta? Þetta er mikið til þekkingar- leysi, reynsluleysi og dómharka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.