Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Síða 18
18 DV. MIÐVHÍUDAGUR 9. MARS1983. Menning Menning Menning Menning Kvennasögur og ritarí þeirra Þjóðsögur eru alþjóðleg, alþýðleg og ævintýrarík bókmenntagrem..— segir Björn Þorsteinsson. Teikning: Haukur Halldórsson. (Myndin er í bók- inni Trolls in Icelandic Folklore.) íslenskar þjóðsögur og sagnir I —IV. Safnað hofur og skráð Sigfús Sigfússon, ný útgáfa óskar Halldórsson bjó til prentunar. Bókaútgófan Þjóðsaga 1982. Hér er um að ræða mesta safn islenskra þjóösagna og sagnaþátta, sem einstaklingur hefur skráð eftir sögumönnum. Fyrir jól komu út 4 bindi, um 1500 síður, en 5 bindi eru óútgefin og væntanleg á næstu árum. Á árunum 1954 til 1961 gaf Bókaút- gáfan Þjóðsaga út Þjóðsögur Jóns Ámasonar í 6 bindum og vandaði til hennar í hvívetna. Þá óskuöu margir að haldiö yrði áfram á sömu braut og önnur þjóðsagnasöfn gefin út með sama myndarbrag. Fyrir 4 árum gaf sama fyrirtæki út Þjóðsögur Olafs Davíðssonar í 4 bindum, og fleira hefur það gefiö út, og nú er ýtt úr vör að nýju. Kjarni þjóðsagna- og þátta- safn Sigfúsar var gefinn út í heftum á árunum 1922 til 1958, en sú útgáfa gufaöi upp án þess að gerð væri grein fyrir safnanda þess og allar skrár skorti, og talsvert efni var auk þess látið óbirt. Sigfús Sigfússon var fæddur á Miöhúsum í Eiðaþinghá 1855, en andaðist á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 1935. Á Miöhúsum fannst á sl. ári mesti silfursjóður, sem kom- iö hefur úr jörð hér á landi. Það var síðasta verk fyrrverandi forseta vors sem fornleifafræðings, hans Kristjáns Eldjárns aö kanna þann fjársjóð og koma í höfn. Hins vegar var það ævistarf Sigfúsar Sigfús- sonar að skrá sögur og sagnir úr munnlegri geymd alþýöu manna, bjarga frá glötun ómetanlegum f jársjóði sagna og minna. Hann var alinn upp meðal fólks, sem sá í gegn- um holt og hæðir og bjó í nábýli við vofur og drauga. Hann var einrænn, sérvitur, hjátrúarfullur og löngum h'tilsvirtur af mörgum, en hann átti trúnað almúgans. Sögumenn hans voru einkum almúgakonur, sem aldrei heföu látið sjá eftir sig skrifað blað, en þær sögöu Sigfúsi fræði sín, af því að hann trúði þeim og stóð í stríöi við raunsæi og trúleysi nýrrar aldar. Þjóðsögur Jóns Árnasonar voru skráðar af alls konar fólki, bændum, húsfreyjum, prestum, alþingismönn- um, prófessorum og bókavörðum, — mig minnir að sýslumenn og amt- menn hafi skort í hópinn, — en Sigfús skrifaöi meginhlutann af safni sínu sjálfur eftir sögumönnum og fylgdi eflaust betur mæltu máli sinnar tíðar en flestir aörir. Safn hans geymir mikinn auð íslenskrar tungu eins og hún var töluð fyrir iön- byltinguna miklu. Þá „kepptust menn við í und og æð aö þurrka heyið”, segir í Guö annast sína í I. bindi, bls. 5. Þannig heilsar þetta safn lifandi máls lesendum sínum. Sigfús drakk í sig gamla tímann með móðurmjólkinni og fórnaði sér fyrir það eitt að bjarga með penna sínum því sem hann gat af fomum fræðum, lífsstíl og minningum. Hann Bókmenntir Björn Þorsteinsson var kappsamur verkmaður að hverju sem hann gekk, en reyndi aldrei að safna öörum gæðum en sögum og sögnum. Hann var við nám á Möðruvöllum og stundaði barna- fræöslu, en var öllum frjálsum stundum við skriftir og hefur látið eftir sig ómælisauð. Kveikja að óendanleg- um auði listsköpunar Þjóðsögur eru alþjóöleg, alþýöleg og ævintýrarík bókmenntagrein, sem hefur verið kveikjan að óendanlegum auði listsköpunar allt frá Eddu og Grettlu til Gullna hhösins og Hvarfs séra Odds á Miklabæ, einhvers ágætasta kvæðLs eftir Einar Benediktsson. Listamenn hafa á öllum öldum sótt efnivið í þjóösögur, bæöi í ljóð, leikrit, listdansa, málverk og tónverk, og á þessari öld hafa þær verið kvikmyndamönnum ótæmandi námur allt frá Walt Disney til Rósku. Menn skynja aldrei fegurðina til fulls eftir stærðfræðilegum formúlum og mannlifið eftir handbókum í heimspeki, félagsfræöi og sálar- fræði. Raunsæisstefur koma og hverfa, en rómantíkin blifur ásamt þjóðsögunni. Staðreyndir greina aö grjót sé í klettum, fóður í grasi og H2O í vatni, en þessi fyrirbrigði nátt- úrunnar búa einnig yfir fegurð og afh. I þjóðsögunni birtist hinn tærasti skáldskapur og dýpsta raunsæi. Þessi hluti sagnasafnsins hans Sigfúsar hefst á sögum um guö og kölska, og eilíföarvistina í paradis og helvíti, og því lýkur með sæbúa- sögum og kreddum um merkisdaga, en síöasta sögnin segir frá ástar- drykknum, tíkarblóði, sem stúlkur gáfu piltum. „Urðu þeir þá ósjálf- ráðir af lostgimd” og fjörugt frá- sagnarefni. Að baki dauðans dyrum Kölski er heldur umgengilegur í íslenskum sögnum, auðginntur og orðheldinn, en efahyggjumenn fá harðan dóm hjá drottni í sögum Sig- fúsar. Þegar þetta er ritað er sýnd í Bíóbæ í Kópavogi kvikmyndin Aö baki dauðans dyrum, og fjallar um leiðslur í heima framliöinna. Myndin virðist gerð eftir forskrift íslenskra þjóðsagna, og er efni hennar best sett fram hjá Sigfúsi í þætti af Eiríki í Snæhvammi, en hann var í leiðslu sinni um riki dauðra í fjögur dægur. Ekkert er nýtt undir sóhnni, og hug- myndir bandarískra kvikmynda- framleiðenda um lífið fyrir handan og hans Sigfúsar Sigfússonar eru hinar sömu. Annars eru fá ævintýri og leiðslu- sagnir í þeim hluta af sagnasafni Sig- fúsar, sem birtist aö þessu sinni. Þar segir mest af fyrirburðum, fjar- skyggni, draugum og forynjum og hggja sumar frásagnirnar á mörkum glæpa- og hryllings- sögunnar. Menn virðast hafa drýgt verstu glæpi í blóra við hjátrúna. I III. b. (227—34) segir frá Gunnlaugi og Sólveigu, heimasætu á Brú í Jökuldal. Hann varö óvættinni Gunnlaugsbana að bráð frammi á fjöllum, en þar mun hafa verið að verki annar vonbiðih Sólveigar. — Bóndi drepur smala sinn í reiðikasti, og til verður draugurinn Tungu- Brestur (II. 323—29). Fræg er sagan um Bjama-Dísu, konuna, sem leitar- menn drápu, er þeir fundu hana á fjöllunum inn af Seyðisfirði eftir mannskaðabyl. Hún hafði legið í fönn en haft brennivínskút og hangiket í nestið. Hún var víst við skál, en björgunarliðið hélt að hún væri gengin aftur, og óttinn við drauginn Bjama-Dísu varð margra manna bani (H, 164—81). Enginn nema Sig- fús hefði komið mörgum sögunum á blað á þann hátt eins og hér er gert. Viömælendur Sigfúsar vom ekki nærri allir þjáðir af draugatrú, þótt margt bæri fyrir sjónir. Ein af söguhetjum hans var Ingunn Davíðs- dóttir fjarsýna. Um hana og Mekk- ínu, systur hennar, eru merkilegir þættir, m.a. Hrakningasaga Þor- steins í Götu. Hann hraktist í fárviðri í 11 dægur um Fljótsheiði eftir hrein- dýraveiöi, en Ingunn gat fylgst með honum og sagt tíðindi í byggð. Þaö vildi svo til, þegar ég las þetta, barst mér bréf frá vini mínum sem stund- ar hreindýrabúskap í Alaska. Hann var þá að kynna sér þá tækni Eskimóa að sjá hreindýrin á bak við fjöllin, en kvaðst ekki vera kominn langt í fræöunum. Þótt stílhnn á safninu hans Sig- fúsar liggi nærri töluðu máli, bregður þar stundum út af, og annarra „áraslög rjúfa kyrrðina” og hlátur vofunnar verður „líkastur hljómi í spmnginni klukku” (II. b. 65). Sagan Blendin heimsókn er höfð eftir Jóhanni stúdent Jónssyni kennara á Djúpavogi 1921, en er klukkan hljómaði í eyrum hans sat um stund annar snihingur suður í Hornafirði, HaUdór Guðjónsson frá Laxnesi, en spurningin er: Barst hljómurinn á milli? Oskar HaUdórsson cand. mag. frá Kóreksstaðagerði í Hjaltastaða- þinghá hefur búið bækur Sigfúsar til prentunar og annast útgáfuna af stakri vandvirkni. Gunnar Harðarson: FRÁSÖGUR LJÓO UÓDIUTLU KVERI Utg.: Svart á hvitu, Rvík., 1982. 30 bls. Kápa: Eggert Pétursson. Örþunnt kver í svarthvítri kápu. Litlir stafir, vart sjáanlegir í hring- iðu ósýnUegra lita, heiti bókar: FRASOGUR, UOÐ - og handan iðunnar, neðar, höfundamafniö: Gunnar Harðarson. A baksiöu stimpillinn: Bókaútgáfan Svart á hvítu. Bókin útgefin í 300 tölusettum eintökum. Á innsíðu titUblaðs sést að höfundur hefur áður gefið út bókina „15 smárar” (1980). Ljóðin, hvert öðru fegurra, eins og prinsessur, þrettán aö tölu, raöa sér á síðurnar í langri röö. Flest eru margar ljóðlín- ur, þau lengstu allt að 60 línum, en styttri ljóð á milli sem hægurinn er að hafa eftir í umsögn sem þessari: LÝSING. Morgunkyrrd. Kuldi. Gardarnir hvítir. Við grindverkin öskutunnur í hnapp með nýja hatla. Isólgeisla, undir húsvegg leikur ung kona við hörn sín tvo rauðklœdda hnoðra. Himinninn skýlaus, birtan svo hrein og fersk. Litlar, lifandi stjörnur þyrlast í loflnetin, trén og flétta skínandi slóðir í dúnmjúkan snjóinn. (14). Gunnar Harðarson hefur vaUð vandlega, ekkert orð er umfram og þeim raöað á hstilegan hátt sem einungis þeim er fært sem hafa hárnæma málskynjun. Gunnari tekst að kveikja á lýsingum sínum svo aö lesanda finnst hann staddur inni i ljóðinu — inni í veröld ljóðsins — hver svo sem þessi veröld er, sjálfsagt mismunandi hverjum og eínum lesanda. Að þeirri hugsun víkur höfundur m.a. í ljóöinu I STILLUM VETRARINS: Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir Þú minnist er sastu i matsalnum síðla hausts. Umlukin öðrum laust þig hin lukta veröld sem greypt var í ásýnd hvers andlits er fyrirþig bar og ^ breytti þér sjálfum íglervegg sem röddþín fékk hvergi rofið. Þá leiðþér í huga horfin stund. ( Þér varð litið til gluggans:...(21) f Heimur ljóðanna er borgin, borgin 4 í morgunsárið, um náttmál eða í önn 1 dagsins. Sérkennilegar lýsingar á vetri eru eins og ástaróður tU vetrar- 1 ins, tU birtu í köldu skini. 1 Það er einhver heillandi fögnuður í I ljóöunum. Það er sagt t.d.: „fegurð Utanna þennan glampandi dag” 1 (Nútímaljóð bls. 15). Eöa upphafið á 1 Lýsingum II: „Þennan morgun, I þegar kalt sólskin” o.s.frv. og síðar: * „Gálaust sólskinið kveikir á ofni ' strætisins — skuggamir brenna...” ' (18) ' Ljóðskáldið Gunnar málar heim f sinn með orðum á hvíta örk og kveikir um leið ljós inni í okkur. Ljóð ( hans minna á knöpp kvæði atóm- f skáldanna, formfögur, vandlát, um ' leið alveg fersk, sett saman á ' óvæntan hátt með myndum sem opna nýjan heim í hinum gamla. Það er ekki í þeim neinn rembingur til að vera öðru vísi eða fyndinn þegar það á ekki við, þau eru eins og varfæmis- lega ný án þess aö ofbjóöa, forvitin glettin. Svona er t.d. ljóðið NÁTTMAL:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.