Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Side 21
20 DV. MDÐVIKUDAGUR9. MARS1983. DV. MIÐVDCUDAGUR 9. MARS1983. 21 íþróttir íþróttir (þróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Keppni heimsbikarsins íalpagreinum: Phil Mahre sigurvegari 3ja árið í röð — sigraði í stórsvigi í Aspen, USA Phil Mahre, USA, tryggði sér sigur samanlagt í alpagreinum heimsbik- arsins, þegar hann sigraði í stórsvigi á mánudag í Aspen í Colorado, USA. Hann hefur nú 250 stig og aðrir kepp- endur geta ekki náð þeirri stigatölu. Þriðja árið í röð, sém Phil sigrar saman- lagt. Tími hans í gær í stórsviginu var 2:31,49 mín. Marc Girardelli, Luxem- borg, varð annar á 2:31,73 mín. og Ingemar Stenmark, Svíþjóð, þriöji á 2:32,09 mín. Bætti stigatölu sína ekki nema um 10 stig og er annar með 207 stig. Girardelli þriðji meö 168 stig. Andreas Wenzel, Lichtenstein, fjórði með 166 stig. Phil Mahre náöi bestum brautar- tíma í báöum umferðum í Aspen. Fyrsti sigur hans í stórsvigi á keppnis- tímabili. Þrjú svigmót eftir og þó Sten- mark sigri í þeim öllum fengi hann ekki nema 41 stig yfir þaö. Aðeins fimm bestu mótin telja í hverri grein hjá skíðamönnum. -hsím. ÍR-ingar borguðu dómaranum Það hefur komið alltof oft fyrir í vet- ur að leikir í yngri flokkunum hafa taf- ist um lengri tíma eða hreinlega verið frestað vegna þess aö dómarar hafa ekki verið tii staðar. Jim Dooley, þjálfari ÍR, er orðinn mjög þreyttur á þessum kúnstum og fyrir úrslitaleikinn í Reykjavíkurmót- inu i 3. flokki um daginn slógu ÍR-ingar saman í púkk og greiddu úrvalsdeild- ardómara 200 krónur fyrir að mæta og dæma umræddan leik. Er nú ástandið orðið vægast sagt bágborið þegar hafa þarf slíkar aðferöir í frammi. -SK. DAHL GETUR r Mahre sigr-1 aði aftur Phil Mahre er kominn í mik- inn ham. I Vail í Colorado í | Bandaríkjunum í gær sigraði ■ hann aftur í stórsvigi heimsbik- | arsins eins og í Aspen. Þetta . eru fyrstu sigrar hans í stór- | svigi heimsbikarsins í vetur. Phil Mahre keyröi í gær á ■ 3:03,00 mínútum. Ingemar I Stenmark varö annar á 3:03,14 mín. og Max Julen, Sviss, þriðj i | á3:03,14mín. hsím Anders-Dahl Nielsen á veldisdögum sinum sem fyr- irliði danska iandsliðsins í handknattleik. VALIÐ MILLIFELAGA — hann mun enga ákvörðun taka fyrr en keppnistímabilinu er lokið hér á landi „Ég hef enn ekki ákveðið hvort ég verö þjálfari eða leik- maður næsta leiktímabil. Ég hef mikla löngun til að verða eingöngu leikmaður eftir keppnistímabil þar sem ég hef ekki haft „yfirfrakka” í hverj- um ieik. Þjálfari get ég síðan alltaf orðið. Én við skulum ljúka þessu leiktimabili fyrst. Síöan mun ég hringja til þess félags sem ég vel,” segir Anders Dahl Nielsen, fyrrum landsliðsfyrirliði Dana í hand- knattleiknum, sem leikið hefur með KR og þjálfað KR-inga við góðan orðstír í vetur. Dönsku blööin skrifa nú mik- ið um þennan snjalla leikmann og segja aö hann geti valið úr félögum í Danmörku, hvort heldur sem leikmaður eða þjálfari, þegar hann kemur heim frá Islandi hinn 1. maí næstkomandi. Mörg félög hafa hringt til hans — til Reykjavíkur, segja dönsku blöðin og Ribe HK, sem hann yfirgaf til að verða spil- andi þjálfari á eldfjallaeyjunni, getur ekki verið öruggt að fá hann til sín næsta keppnistíma- bil. Kolding HK vill fá hann til aö taka við af Jörgen Heide- mann og þýska Bundeslígufé- lagiö TSB Flensburg hefur sýnt áhuga á að fá Anders-Dahl til sín. hsim Reykjavíkur- mótið verður öllum opið! Reykjavikurmótið í badminton fer fram um næstu helgi i TBR-húsinu við Gnoðarvog. Reykjavíkurmótið er annað stærsta badmintonmót landsins — á eftir sjálfu íslandsmótinu — og hefur nú verið ákveðið að hafa það opið. Fá utanbæjarmenn þar með að taka þátt í því, en keppa þar sem gestir. Getur utanbæjarmaður að sjálfsögöu ekki orðið Reykjavíkurmeistari, en ef svo skyldi fara að utanbæjarmaður sigraði í meistaraflokki yrði sá Reyk- víkingur sem kæmi næst honum meistari. -klp- Knattspyrnufélagið Fram 75 ára 1. maí: Stórkarlar á fjölskyldu- hátíð í Laugardalshöll — verður á fimmtudagskvöld en afmælishóf að Hótel Sögu 22. apríl Knattspymufélagið Fram, eitt merkasta íþróttafélag Iandsins, verður 75 ára hinn 1. maí næstkomandi. Vegna af- mælisársins verður ýmislegt gert til hátíðabrigða og þegar hefur eitt mót verið háð. Innan- húss-knattspyraumót, sem háð var í Laugardalshöll í janúar. Á fimmtudagskvöld, 10. mars, gengst Fram fyrir fjöl- skylduhátíð í Laugardalshöll. Þar verður viðamikil dagskrá. Stjómarmenn KSÍ, sem fengið hafa Albert Guðmunds- son, fyrrum formann KSI, til liös við sig, munu leika við stjömuliö Omars Ragnarsson- ar. Dómari verður Jörundur Guðmundsson, fv. formaður KDI. Þá leika „gullaldarlið” Fram og FH í handbolta, sem á ámnum 1958—1972, eða 14 ár- um, unnu sjö Islandsmeistara- titla hvort félag. Þar veröa kunnir kappar eins og Björgvin Björgvinsson, Fram, og Geir Hallsteinsson, FH. Urvalslið úr yngri flokkum Fram leika knattspyrnu og kvennalið Fram og Vals leika í handbolta. Skemmtunin hefst kl. 20 meö tónlist fyrsta hálf- tímann meðan fólk er að koma sér fyrir og mun Pétur W. Kristjánsson, hinn kunni söng- vari og hljómlistarmaður, sjá umhana. Afmælisfagnaöur Fram verður haldinn í Súlnasal föstu- daginn 22. april og afmælisdag- inn 1. maí verður opið hús í Átt- hagasal Hótels Sögu milli kl. 16 og 18. hsím. Hamborg efst Hamburger SV komst í efsta sætið í l.deildinni þýsku í gærkvöld meö 2—0 sigri á Fortuna Dusseldorf. Thomas van Heesen og Holger Hieronymus skoruðu. Hamborg hefur nú 34 stig, tveimur stigum meira en Bayem og Dortmund. í 8—liða úrslitum bikarkeppninnar sigraði Fortuna Köln úr 2. deild, liðið, sem Janus Guðlaugsson lék með, Borussia Mönchengladbach 2—1 í Köln. Borussia Dortmund vann Bochum 2—1. hsím. Stórsigur KA á Þór KA vann stórsigur á Þór, 31—51, í síð- ari leik liðanna í meistaraflokki á Akureyrarmótinu í gærkvöldi. Staðan í hálfleik 18—6. Flest mörk KA skoruðu Kjell Mauritsen og Jakob Jónsson 6 hvor, Guðmundur Guðmundsson 5, Er- lendur Hermannsson 4 og Þorleifur Annaníasson 4. Flest mörk Þórs skor- uðu Gunnar Gunnarsson 5, Sigtryggur Guðlaugsson og Éinar Arason 3 hvor. AB/Akureyri. Dagskrá: Fram —FH 1960 — 70 — handbolti old boys. Stjörnulið Ömars Ragnarssonar — Stjórn KSÍ + Albert Guðmundsson. Ironheads í fyrsta sinn á íslandi. old girls í handbolta. Vítakeppni áhorfenda, Val Brazy og Kristinn Jörundsson. Hljómlist: Pétur Kristjánsson. Flokkakeppnin í borðtennis: KR-ingar meistarar í áttunda skiptið! KR-ingar unnu sigur i 1. deildinni í flokkakeppni karla í borðtennis í gær þegar þeir sigruðu A-lið Amarins 6—4 í Körfuknattleiksmenn Þórs á Akur- eyri fá heldur betur að reyna á sig nú í lok vikunnar. Þeir eiga að leika við Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á Akureyri á fimmtudaginn og svo tvo leiki í 1. deildinni við Borgames á föstudag og laugardag. Þetta gerir þrjá leiki hjá þeim á þrem dögum. Verður það erfitt og ekki bætir úr skák að þeir verða án Banda- ríkjamannsins sem lék með þeim í vet- ur, Robert McField, sem stakk þá af í síðustu viku eins og við sögðum frá og leikur því ekki meira með þeim. mjög spennandi leik. KR-ingarair höfðu sigrað í 1. deild karla 7 sinnum í röð og var þetta því Leikirnir í 1. deildinni skipta Þór litlu máli, þar hafa Haukar þegar tryggt sér sigur og útlit er fyrir að Skallagrímur falli í 2. deild. Staðan í 1. deildinni er nú þessi: Haukar 15 13 2 1444-1082 26 IS 16 11 5 1408-1132 22 ÞórAk. 12 8 4 999-945 16 Grindav. 14 3 11 966-1181 6 Borgarnes 13 0 13 807—1284 0 Leikirnir sem eftir eru í deildinni eru þessir: Þór—Borgames og Þór—Borg- ames, Borgames—Grindavík, Grinda- I vík—Þór og Haukar—Þór. -klp þeirra 8. sigur á 8 árum. Einn leikur er enn eftir í karlakeppninni. Vikingur A og Örninn A. Skiptir sá leikur máli um annað sætið en til þess að Vikingamir nái því verða þeir að sigra í leiknum 6—2 eða meir. I keppni kvenfólksins stendur slag- urinn á milli A-liðs Amarins og A-liðs UMSB. Er staðan hjá Erainum betri en bæði liðin eiga eftir eitthvað af leikj- um. -klp- HMíBrasilíu? Giulite Coutinho, formaður knatt- spymusambands Brasiliu, vann stór- an sigur i gær í baráttu sinni að Brasilía fái að halda heimsmeistara- keppnina í knattspymu 1986. Brasiiiska þingið samþykkti með yfir- gnæfandi meirihluta tillögu Coutinho að leggja til við rikisstjórnina að hún veiti ábyrgð fyrir fjárhagsstuðningi við HM. Rikisstjórnin mun taka ákvörðun nk. föstudag. Coutinho telur að ágóöi af HM gæti orðið 197 milljónir dollara. Samt er ríkisstjómin á báðum áttum vegna hinnar siæmu fjárhags- stöðu ríkissjóðs Brasilíu. hsím. Nóg að gera hjá Þórsurum — leika þrjá leiki á þrem dögum Islandsmeistarar Breiðabliks Breiðablik varð á sunnudag Islandsmeistari í innanhússknattspyrnu annað árið i röð, þegar liðið sigraði Þrótt, Reykjavík, í úrslitaleik. Hér eru meistararair. Efri röð frá vinstri: Magnús Jónatansson þjálfari, Jón Ingi Ragnarsson, formaður knattspyraudeildar, Þorsteinn Hilmarsson, Hákon Gunnarsson, Sigurður Grét- arsson, Bjöm Þór Egilsson, Helgi Helgason og Pétur Omar Agústsson. Fremri röð frá vinstri: Þorsteinn Geirsson, Trausti Omarsson, Vignir Baldursson fyrir- liði, Sigurjón Kristjánsson og Ingvaldur Gústafsson. DV-mynd G. Svansson. Peter Withe — skoraði fyrir Aston Villa á 28. mín. í gær. Fylkir í efsta sæti — stigataflan leiðrétt — vantaði leik Fylkis og Skallagríms Strákamir úr Reyni í Sandgerði fengu ekki að halda lengi efsta sætinu í 3. deild íslandsmótsins í handknattleik karla. Samkvæmt töflunni sem birtist í blaðinu á mánudaginn voru þeir i efsta sæti — einu stigi á undan Fylki. Við höfum nú fengið fregnir af því að á töfluna hafi vantað leik Fylkis og Skaliagrims, sem var settur á án þess að tilkynna neinum nema liðunum nú fyrir nokkrum dögum. I þeim leik sigraði Fylkir 33—6,17— 2 yfir í hálfleik. Þar með er Fylkir efst- ur og verður varla breyting á því fram að mótslokum. Staðan í 3. deild er þessi: Fylkir Reynir S Akranes Þór Ak. Týr Ve Keflavík Dalvík Skaliagrímur ögri 12 11 0 14 10 1 1 268-171 22 3 360-281 21 3 305-208 15 3 284-213 14 4 225-192 11 7 294-269 11 6 207—215 6 2 0 11 208-328 4 0 0 11 111-325 0 Um 20 leikir eru enn eftir í 3. deild, þar af fjöldi frestaðra leikja frá í vetur. Fara þeir fram á næstunni en síðasti leikurinn í deildinni á sam- kvæmt skrá að vera um miðjan næsta mánuö. -klp- Nicklaus og Millerað komast íform Kappamir frægu Johny Miller og Jack Nicklaus röðuðu sér í tvö efstu sætin í Honda Inverary Classic golf- keppni atvinnumanna, sem haldin var í Lauger HUl í Florida og lauk um helg- ina. Johny Miller, sem litiö hefur farið fyrir í golfkeppni meðal hinna bestu að undanfömu, varð sigurvegari í keppn- inni. Lék hann á samtals 278 höggum, sem er 10 höggum undir pari. Nicklaus varð annar á 280 höggum, en hann lék síðustu 18 holumar á 66 höggum, eða 6 undir pari. Nicklaus fékk um 40 þúsund dollara fyrir annaö sætið en Miller 72 þúsund dollara — eða um 1,4 milljónir ís- lenskra króna fyrir fyrsta sætið. Þriðja til fimmta sætiö í keppninni skiptist á milli Fred Couples, Mike Sullivan og Mike Holland, en þeir voru allir á 281 höggi. Aftur á móti varð sigurvegarinn í atvinnumannakeppn- inni þar á undan, Gary Koch, í 10. sæti. Hann hafði þó forustu í þessari keppni eftir 54 holur — var þá á 209 höggum. Lék hann síðasta hringinn á 76 höggum á meðan þeir Miller og Nicklaus léku sama hring á 69 og 66 höggum. klp McKinney efst Roswitha Steiner, Austurriki, vann sinn fyrsta sigur i keppni heimsbikars kvenna í alpagreinum í Waterville Valley í USA i gær. Það var í svigi og tími hennar var 1:33,84 mín. Tamara McKinney, USA, varð önnur á 1:34;21 mín. og náði við það forustu saman- lagt. Hefur 182 stig. Þeir keppa a Evropumotinu 1 judo. Fremri roð t.v. Kolbeinn Gislason, Bjami Asg. Friðriksson. Aftari röð t.v.: Sigurður Hauksson, Kristján Valdimarsson og Hall- dór Guðbjörnsson. DV-mynd Friðþjófur. FIMM A EVRÓPU' MÓTIÐ í JÚDÓ Júdósamband íslands hefur valið fimm menn til æfinga og keppni fyrir Evrópumeistaramótið í júdó, sem haldið verður i Paris Frakklandi um miðjan apríl nk. Þeir sem keppa fyrir tslands hönd em þeir Kolbeinn Gíslason, Ármanni, Bjami Ásg. Friðriksson, Ármanni, Kristján Valdimarsson, Ármanni, Sigurður Hauksson, Keflavík, og Hall- dór Guðbjömsson, JFR. Eftir keppnina er þeim öllum boðið að vera í æfingabúðum á vegum ólympíunefndarinnar í júdó og verða þæríParís. Munu þeir allir ætla aö fara í þær, enda fá þeir þar gullið tækifæri til æf- inga með þeim bestu í íþróttinni í Evrópu. -klp- 75 ára 1983 FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ í LAUGARDALSHÖLL FIMMTUDAG 10. MARS KL.20 Aston Villa í fjórða sætið — vann Notts County í gærkvöld Evrópumeistarar Aston Villa skut- ust upp í fjórða sætið í 1. deildinni ensku í gærkvöld, þegar þeir sigruðu Notts County 2—0 á Villa Park. Áhorf- endur vora aðeins 17.452 og er það minnsta aðsókn hjá Aston Villa á leik- tímabilinu. Fyrirliði Villa, Dennis Mortimer, slasaðist í leiknum og vafa- samt er að hann geti leikið i bikarleikn- um gegn Arsenal á laugardag. Leikmenn Villa höfðu gífurlega yfir- buröi í leiknum gærkvöldi og hefðu átt að skora miklu fleiri mörk. Til dæmis misnotaði Gordon Cowans vítaspyrnu, þriðja vítaspyman í röð hjá honum sem ekki ratar rétta leið. Peter Withe skoraöi fyrir Villa í fyrri hálfleiknum. Gary Shaw bætti við öðru marki í þeim síðari. Villa hefur nú 48 stig. Tveimur meira en Nottingham Forest, sem er í fimmta sæti en 18 stig- um á eftir efsta liöinu, Liverpool. Hef- ur leikiö 30 leiki eða einum leik meira en efstuliðin þrjú. Þetta var eini leikurinn í 1. deild. Þá var líka einn leikur í 2. deild. Middles- brough sigraði Shrewsbury 2—1 á heimavelli og komst við sigurinn úr næstneðsta sætinu í þaö fjórða neðsta. Það er að segja úr fallsæti. Þeir Kennedy og Hankin skoruðu mörk Middlesbrough í gær. Ross MacLaren fyrir Shrewsbury. John Lukic, ungi markvörðurinn snjalli hjá Leeds, fór fram á það í gær að vera settur á sölulista. Vill komast til liðsins í 1. deild. Vel yfir 1,90 m á hæð og í hópi bestu markvarða Englands. Þá eru Ulfamir að reyna að fá Gary Owens til sín frá West Bromwich Albion. hsím Ömar Albert Geir Þórhallur Ragnarsson, Guðmundsson, Hallsteinsson, (Laddi) Sigurðsson, Hermann Gunnarsson, Magnús Ólafsson, Ellert Schram. KNATTSPYRINIUFÉLAGIÐ FRAM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.