Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR9. MARS1983. Andlát Herbert Jósefsson Pietsch lést 25. febrúar. Hann fæddist 12. mars 1910. Herbert réöist sem gleraugna- fræöingur til Islands áriö 1933. Eftirlif- andi eiginkona hans er Fríöur Guðmundsdóttir. Þau eignuöust tvo syni. Utför Herberts veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Lára Guðmundsdóttir frá Vesturhóps- hólum lést 6. mars. Sigurður Stefán Bjarnason pípulagningameistari er látinn. Guðjón Jóhannesson, Furugerði 1, lést 28. febrúar 1983. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinslátna. Isak ísaksson er látinn. Útför verður gerð frá Innri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 9. mars kl. 14. Bálfö'r Guðrúnar Marinar Guðjóns- dóttur frá Framnesi, Vestmannaeyj- um, Sporðagrunni 2 Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. mars kl. 15. Sérð þú < það sem égsé? Börn skynja hraða og fjarlægðir á annan hátt en fullorðnir. SMÁ- AUGLÝSING í ER ENGIN SMÁ- AUGLÝSING SÍMINN ER 27022 Tilkynníngar Byggingarhappdrætti Fram 1982/1983 Dregiö var hjá Borgarfógeta 15.2. síðastlið- inn. 1. vinningur: nr. 1116 2. vinningur: nr. 1052 3. vinningur: nr. 1565 4.vinningur: nr. 1307 5. vinningur: nr. 3753 6.vinningur: nr. 2011 7.vinningur:nr. 2270 Vinningshafar eru beðnir að hafa samband við Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 28, sími 34792, virka daga milli kl. 13 og 15. Þökkum veittan stuðning, FRAM. Hallgrímskirkja Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Einleikur á klarinett: Einar Jóhannesson. Kvöldbænir á föstu eru alla virka daga kl. 18.15 nema mið- vikudaga og laugardaga. KarlSigurbjörnsson. Hallgrímskirkja Opið hús fyrir aldraða verður í norðurálmu á morgun fimmtudag kl. 15. Gestir Þórarínn Þórarinsson frá Eiðum og Hermann Ragnar Stefánsson. Safnaðarsystir. Digranesprestakall Kirkjufélagið heldur fund í safnaðarheimilinu við lijarnholusl.il! fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30. Séra Pétur Þ. Ingjaldsson verður gestur fundarins. Kaffiveitingar. Talía, leiklistarsvið Menntaskólans við Sund sýnir leikritið Galdra-Loft eftirfarandi kvöld kl. 20.30 miðvikudagskvöldið 9. mars, fimmtudagskvöldið 10. mars, laugardags- kvöldið 12. mars, sunnudagskvöídið 13. mars og mánudagskvöldið 14. mars. Sýningarnar fara fram í húsnæði skólans og er hægt að panta miða klukkutíma fyrir sýningu í síma 37441. Skrif stofa FR deildar 4 er opin að Síðumúla 2, sími 34200, pósthólf 4344. Þriðjudaga kl. 17—19, miövikudaga kl. 18—19. Formaður til viðtals fimmtudaga kl. 20—22, föstudaga kl. 17—19, og laugardaga kl. 14-16." Samtök um kvennaathvarf Skrifstofa okkar að Gnoðarvogi 44, 2 hæð, er opin alla virka daga frá kl. 14—16, sími 31575. Póstgírónúmer samtakanna er 4442—1. í gærkvöldi í gærkvöldi Heimsþekktur trompetleikari hjá Sinfóníunni Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands, sem PáU Pampicler Pálsson stjórnar á fimmtudaginn kemur í Háskólabíói kl. 20.30, verður einn fremsti trompetleikari heimsins, Rolf Smedvig, einleikari. Hann er nú fyrsti trompetleikari hjá Sinfónfuhljómsveitinni í Boston (Boston Symphony) en á sér langan frægðarferil sem einleikari með hljómsveitum og þátttakandi í kammermúsík. Hann fæddist í Seattle á vesturstrónd Bandaríkjanna og hóf fimm ára gamall að læra á trompet. Fyrsti kennari hans var faðir hans og brátt tóku þeir að leika opinberlega saman feðgarnir við mikinn fögn- uð áheyrenda. Sem einleikari með hljómsveit kom Rolf Smedvig fyrst fram þrettán ára gamall og lék hann þá einleikskonsert með sinfóníuhljómsveit Seattleborgar. Bauðst honum þá hár styrkur til að stunda nám við Juilliard, merkasta hljóðfæraskóla í New York en þáði hann ekki því honum bauðst að stunda nám hjá Armando Ghitalla sem þá var fyrsti tropettleikari í Boston. Eftir að hann lék trompetteinleik í Messu eftir Leonard Bernstein, þegar hún var frumflutt undir stjórn höfundar við opnun Kennedy Center í Washington, hefur hann varið talinn meðal allra bestu trompetleikara austanhafs og vestan. Á tónleikunum hér mun Smedvig leika Trompettkonsertinn eftir Haydn en sá er af flestum talinn einn fegursti konsert sem saminn hefur verið fyrir þetta hljóðfæri. 1 upphafi tónleikanna mun Páll P. Pálsson stjórna „Snúningi' eftir landa sinn frá Graz, Werner Schulze, en þetta verk er tileinkað Sinfóníuhljómsveit Islands í tilefni Austur- ríkisfarar hennar veturinn 1981. Lokaverk tónleikanna verður svo önnur sinfónía Síbelíusar, eitt glæsilegasta tónverk þjóðlegr- ar róman'íkur og fyrir utan Finnlandíu vin- sælasta verk þessa mikla norræna snillings. Smiley kominn aftur! Þriðjudagskvöld sjónvarpsins haf a verið frekar hornreka í vetur og ég er viss um að aðsókn í leikhús og kvikmyndahús hefur verið góð á þessum kvöldum. En nú er ég hrædd- ur um að breyting verði á, því að í gærkvöldi hóf göngu sína nýr bresk- bandariskur framhaldsmyndaflokk- ur í sex þáttum — Endatafl — eftir njósnasögu Johns le Carré, Smiley's People. I aðalhlutverki er hinn frá- bæri breski leikari Alec Guinnes sem einnig lék í þáttunum Blindskák sem sýndir voru 1980. Það er óhætt að segja að þeir sem sáu þá þætti hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir þessum þáttum. Fyrsti þátturinn lof- ar svo sannarlega góðu og er leikur Alec Guinnes hreint frábær og allra þeirra leikara sem fram komu í hon- um. Það var gaman að sjá hinn gamalkunna leikara Curt Jiirgens í hlutverki gagnnjósnarans Vladimir en Curt er nýlega látinn og hefur þetta verið eitt af hans síðustu hlut- verkum. Leikstjórinn Simon Langton hefur svo sannarlega fundið rétta leikara í hvert hlutverk. Þegar þætt- irnir Blindskák voru sýndir þá fannst mörgum þeir vera bæði lang- dregnir, tormeltir og jafnvel leiðin- legir. En staðréyndin er sú að þeir sem ætla á annað borð að fylgjast með þessum þáttum veröa að vera með hugann við það og ekki missa af einni einustu setningu því að at- burðarásin er flókin og spennandi. Það ber að þakka sjónvarpinu þessa þætti og vonandi verður Lista- og skemmtideildin vakandi fyrir fleiri slíkum þáttum ef þeir verða gerðir. Þættirnir hafa verið nefndir Enda- tafl á íslénsku og taka 50 mínútur. Mér fannst þegar upp var staöið aö þetta væru bara hálftíma þættir og hefði viljað sitja áfram og horfa á hina f imm sem eftir eru. Þátturinn Á hraðbergi einkenndist af því að Sverrir Hermannsson lék á als oddi og var mjög skemmtilegur. Spyrjendurnir Halldór og Ingvi komu Sverri aldrei í neina klípu enda hefur hann hingað til getað komið fyrir sig orði. Þó svo að Sverrir hafi sagt að hann væri ekkert viss um það að hann væri réttur maður á réttum stað þá held ég að eftir þennan þátt þurfi hann ekkert að efast, hann er á réttum stað. Magnús Ólafsson. Alec Guinnes er hreint frábær i hlutverki Smileys. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir í kvöld og á morgun kl. 20.30 í E-sal Regnbogans Morðingi á ferð (Un Assassin qui passe). Þetta er sakamálakvikmynd sem gerð var árið 1981 af Michel Vianney. i aðalhlutverkum eru Carol Laure, Jean-Louis Trinitignant og Richard Berry. Kvikmyndin er með enskum texta. Allar uppiýsingar um K.A.F. og aðild að Alliance Francaise er að fá í síma 23870 eða 17621 og 17622. Hjálpræðisherinn Flóamarkaður verður á morgun, fimmtudag, og föstudag frá kl. 10—17. Breiðfirðingafélagið heldur sina árlegu árshátíð í félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 12. mars kl. 19. Veislustjóri er Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur. Heiðursgestir verða hjónin Siguröur' Markússon framkvæmdastjóri og Inga Arna- dóttir. Dagskrá hátíðarinnar: Ávarp for- manns, Eggerts Kristmundssonar, ræða, Sig- urður Markússon. Söngur Karlakórs Reykja- víkur. Gamanmál, Dóra Valdimarsdóttir. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi. Breiðfirðing- ar fjölmennið. Tilkynning Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise endur- sýnir, miðvikudaginn 9. og fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30 (í E-sal Regnbogans), Morðlngja á ferli (UN ASSASSIN QUI PASSE), sakamálamynd sem gerð var árið 1981 af Michel Vianney. I aðalhlutverkum eru: Carole Laure, Jean-Louis Trintignant og Richard Berry. Allar myndir kvikmynda- klúbbsins eru sýndar með enskum texta. Allar upplýsingar um KAF og aðild að Alli- ance Francaise er að fá í síma 23870 eða 17621/22. Kvenfélag Langholtssóknar Kvenfélag Langholtssóknar er 30 ára 12. mars og verður afmælisins minnst með hófi í safnaðarheimili Langholtskirkju að kvöldi af- mælisdagsins. Afmælisveislan hefst með borðhaldi klukkan 19. Skemmtidagskrá verður og lýkur hófinu með helgistund. Allar upplýsingar í síma 35314. Stjórnin. Aðalfundir Aðalfundur Ferðaf élags íslands verður haldinn þriðjudginn 15. mars kl. 20.30, stundvíslega, á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar þurfa að sýna ársskírteini 1982 við innganginn. Aö fundi loknum sýnir Björn Rúriksson myndir frá Islandi. Árshátíðir Árshátíð Útivistar Utivistarferðir, Lækjargötu 6, sími 14606, simsvari utan skrifstofutíma. Arshátíð Uti- vistar verður haldin í Garðaholti 12. mars kl. 19.30. Takið nú fram spariskapið, látið ekkert aftra ykkur og munið eftir dansskónum, rútu- ferð frá BSl kl. 18.30. Takið miða sem fyrst á skrifstofunni. Sunnudagur 13. mars kl. 13. Innsti dalur — heiti lækurinn (bað). Þeir sem hafa ekki komið á Hengilssvæðið ættu að nota tækifærið núna. Verð kr. 150. Brottför frá BSI, bensín- stölu, stoppað hjá barnaskólanum neðra Breiðholti og Shell bensínstöðinni Árbæjar- hverfi. Sjáumst. Fundir Kvennadeild f lug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 9. mars kl. 20.30. Ostakynning frá Osta- og smjörsölunni. Stjórnin. Kvenfélag Bústaðasóknar 30 ára Afmælisfundur félagsins verður haldinn 14. mars í safnaðarheimilinu kl. 20. Kalt borð. Skemmtiatriði. Þátttaka tilkynnist í síma 36212 (Dagmar), 33439 (Björg) og 35575 (Lára) í síðasta lagi miðvikudag 9. mars. Ath. breyttan fundartíma. Samhygð Kynningarfundur verður hjá Samhygð alla fimmtudaga kl. 20.00 að Ármúla 36, 3. hæð (gengið inn frá Selmúla). Stofnfundur áhugamanna um ferðalög og búnað fjórhjóladrifsbfla Fimmtudaginn 10. mars kl. 20 verður haldinn stofnfundur áhugamanna um ferðalög og búnað fjórhjóladrifsbíla í sal mötuneytis Sjómannaskólans í Reykjavík. Allir áhugamenn velkomnir. BELLA Leikf élag Akureyrar allra síðasta sýning á Bréfberanum frá Arles verður fimmtudaginn 10. mars kl. 20.30. Bréf- berinn frá Arles er eftir Ernst Bruun Olsen, leikstjóri er Haukur Gunnarsson. Leikritið sem gerist á síðustu æviárum listmálarans van Gough sem kom til porpsins Arles til að mála í litadýrðinní við Miðjarðahafið. Bæ.iar- búar litu hann tortryggingsaugum en bréf- berahjónin Roulin reyndust honum betri en enginn einsog fjöldamörg málverk af þeim bera vitni um. Með aðalhlutverk fara: Roulin hjónin leika þau Þráinn Karlsson og Sunna Borg en listmálarann van Gough leikur Viðar Eggertsson. v Hér er ég að reyna að megra mig Hjálmars vegna og svo býður hann Jytte út að borða í minn stað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.