Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 34
DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. DÆGRADVOL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL ,,Þessir glœsilegu kjólar gefa mjög glögga mgnd af tískunni og hvert hún stefnir um þessar mundir, " sagdi Rúna Gudmundsdóttir. „Kjólarnir verða stödugt síðari, kven legri og íburðarmeiri og það er greinilegt að tískan leitar nú mjög í sitt upprunalega jafnvœgi. Gleði- konurnar í Róm urðu fgrstar til þess að klœðast þessum nœfurþunnu og allt að því gagnsœju Siffon-efnum sem hér má líta, en það er skemmst frá að segja að þau breiddust út um heimsbgggðina eins og eldur í sinu ogþgkja ákaflega eftirsóknarverð." ,,Ng vídd og ng sída einkenna þennan klœðnað. Buxurnar eru beinar og dálítið stutt- ar og bœði þœgilegar og frjálslegar. Mgnstrið í jakkanum er smágert og áferðin tweed-kennd. Efni hans dregur nafn afprinsinum af Wales og veitir búningnum á- kveðna kjölfestu." ¦s Vonð er komið í kventískunni — Hvítt, bleikt og Ijósblátt ríkjandi litir í ár, segir Runa Guðmunds- dóttir í Parísartískunni Enn grúfir mjöllin yfir landinu, ökumennirnir baksa reiðir viö bíla sína á morgnana og gnísta tönnum yfir frostinu sem teygir sig langt inn í læsingarnar, seinþreyttir vegfarendur keifa gegnum aurugt krapið þungir á brún — og þó, eitthvaðhefur gerst; það er farið að stafa glaðlegri birtu af Esjunni, sólin er f arin að voga sér hátt yfir Sveifluhálsinn og skirnar með vel- þóknun yfir byggðina við Faxaflóann. Þótt ótrúlegt megi virðast er aðeins hálfur mánuður fram að jafndægri á vori. Kannski er fiðringur vorsins þeg- ar farinn að hreiöra um sig í yngstu hjartabroddunum, því að vorið er tími frelsis og nýjunga og þá fyllist kven- þjóðin óumræðilegri löngun til þess að fitja upp á nýstárlegri og frjálslegri tísku en vera þó jafnframt glæsilega til fara. Tískan f rá París Einn hugulsamur lesandi DV sem lifir og hrærist í loftsölum tískunnar sendi okkur nýlega skenimtileg sýnishorn af kvenfatatískunni, eins og Nina Ricci suður í Parisarborg hefur teiknað hana fyrir vorið og sumarið. París er háborg kventískunnar og myndirnar sýna gullfagran tilhalds- klæönað eins og hver má sjá sem rennir augum yfir opnuna. Myndi nokkur vera svo forhertur eftir frost- hörkur vetrarins að hann hefji ekki «* *mí brúnir andspænis dætrum Austur- strætis svona klæddum? Við fórum í' skyndi með þessar snotru myndir til hennar Rúnu Guðmundsdóttur í Parísartískuuni og báðum hana að fjalla um þær eilítið nánar. Rúna hefur ævinlega vakandi auga á bylgjum tískunnar úti í heimi, en það er allsendis óþarft að kynna hana sérstaklega, svo mjög sem hún hefur starfað hér að framgangi tískunnar á liðnum árum. Frekar hef ðbundið „Ég er ákaflega hrifn af Ninu Ricci," sagði Rúna, „og mér finnst alltaf gamah að fara á sýningar í salarkynnum hennar í París. Hún er óvenju djörf, bæöi hvað snertir sniö og liti, en föt hennar eru jafnframt stór- kostlega glæsileg. Hönnunin er alltaf mjög vönduð, hún leggur sig fram um að nota alfallegustu efni sem völ er á og það liggur geysileg vinna að baki þessumfötum." — Það er verst að litirnir koma ekki fram á myndunum. „I sumar verða pastellitirnir ríkjandi, hvítt, bleikt og ljósblátt og svo er einnig um þennan klæðnað. En auk tiskulita sumarsins ber alltaf mikið á hinum árvissu litum vorsins, enþaðerrautt.hvítt ogdökkblátt." — Hvað finnst þér helst einkenna sumarf öt Ninu Ricci árið 1983 ? „Þetta er frekar heföbundinn stíll að þessu sinni, einfaldur og látlaus en þó er ýmislegt smálegt gert til þess að ljá honum nútímalegt yfirbragð. Eg get nú ekki sagt að ég falli beinlinis í stafi, en auðvitað er þetta afskaplega fallegurfatnaðuralltsaman." -BH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.