Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR9. MARS1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL 1927 ¦ ¦ . ,>-¦ "¦¦'Is*. X „Þessi stíll kemur dálítið kunnuglega fyrir sjónir, " sagði Rúna, ,,enda kemur á daginn að hann á sér skemmtilega hliðstœðu eða jafnvel fyrirmynd frá árinu 1927. Skoðum báðar myndirnar og sjáum hve áþekkir búningarnir eru; það er sama mjúka háls- málið, víð blússa sem hvíl- ir á mjöðmunum og vasaklúta- pils, sem svo er stundum kallað. Jafnvel sand- alarnir sem stúlkurnar bera eru alls ekki ólíkir. Þetta er bœði laglegur fatnaður og þægilegur og sýnir á Ijósan hátt og skemmtilegan hvernig sömu línurnar koma aftur og aftur, en œvinlega með einhverjum smábreyting- um þó og nýjum út- fœrslum." s3 ¦mn.MM 1983 -<i *&0;y ,,Síð blússa og laust pils sem eflaust œtti vel við hér heima við ýmis tækifœri. Þegar sólin fer að hœkka á lofti, birtir yfir veðráttunni og mannlífinu og þá fara líka pilsin að styttast til muna. Þetta pils er komið alla leið upp undir hné, en lengra fer það ekki að sinni. Þetta er indœlis flík með svipmót sjómennskunnar, ,,Sailor-Look,\ eins ogþað heitir á ensku." Ekki rœddi Rúna Guðmundsdóttir þessa hatta sérstaklega, enda gerðum vio hattatískunni nokkur skil í þessari opnu fyrir mánuði og við skulum láta það duga í bili. En snotrir eru þeir, hattarnir hennar Ninu Ricci fyrir vorið og sumarið, off við látum myndirnar fljóta með án athugasemda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.