Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Síða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 9. MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ól/ fékk fa/legan blómvönd frá stjórn og starfsfólki DV á afmælisdaginn. Á myndinni sjáum við hvar Þráinn Þorleifsson, innheimtustjóri DV, afhe/ dir Ola blómvöndinn. DV-mynd: Einar Ólason. Óli blaðasali sextugur: „Mikil sala á stríðsárunum” „Eg byrjaöl aö selja blöö a afmælisdaginn minn 3. mars 1937 og enn sel ég blööin á hverjum degi,” sagöí Oli Þorvaldsson, sem betur er þekktur sem Oli blaöasali í spjalli viö DV, en hann varö sextugur á fimmtudag í síöustu viku. Oli er fyrir löngu öllum Reykvíkingum aö góöu kunnur fyrir dugnað sinn viö blaöasöluna. Og fáir eru þeir sem ekki vita aö aðalsölustaö- ur Ola er a horninu við Reykjavikur- apótek. Hann setur líka óneitanlega svip sínn á hornið. „Ætli ég sé ekki búinn aö vera um tuttugu ár á þessum staö en frá upphafi hef ég ætiö veriö í miðbænum,” sagöí Oli. En hvaöa blaö skyldi hann hafa selt lengst? „Eg hef selt öli blööin jú, en þó hef ég selt Vísi lengst,” svaraöi Oli og bættí síöan viö aö metiö hjá sér í f jölda seldra blaöa heföi einmitt verið sala á Vísi. „Eg seldi 1500 blöö af Vísí einn daginn á stríösárunum en þaö met jafnaði ég nú síðar er ég seldi sama fjölda af Alþýöublaðinu. Þeir gáfu þa út aukaútgáfu sem rokseldist.” A 46 ára ferli sínum sem blaðasali man Oli tímana tvenna eins og sagt er. Stundum hefur auövítaö veriö meirí hasar í sölunni en á öörum tímum. Þaö er þegar eitthvað sérstakt er um aö vera. „Jú, skemmtilegasta tímabiliö hjá mér í blaöasölunni var á stríösárun- um. Þá var oft líf í tuskunum og í raun ótrúlega mikill hasar í blaðasölunni.” Viö óskum Ola til hamingju méö sextugsafmælið og vonumst eftir aö sjá hann á horninu viö Reykjavíkur- apótekiö sem lengst. JGH ET giftist Leikstjórinn viðurkenndi, Steven ,,ET” Spielberg, er sagður ætla aðgift- ast Kathleen Carey í haust. Þau Kathleen hafa verið saman í mörg ár en ætla nú sumsé aö ganga upp aö altarinu. Auðunn klyfjaður DV. Blaðasalan hefur veitt honum mikla ánægju. Myndin er tekin þegar hann var að hefja sölu fyrir stuttu. DV-mynd: Bjarnleifur Bjarnleifsson. Auðunn Gestsson 45 ára: Til hamingju með afmælið, félagi! Auöunn Gestsson heitir hann og er fyrir löngu oröinn einn þekktasti blaösölumaöurmn í bænum. Þann 27. febrúar síöastliöinn átti hann afmæli, varö 45 ára. DV óskar honum til hamingju meö afmæliö og þakkar þá tryggö sem hann sýnir blaðinu. Fyrir um fjórtán árum byrjaði Auöunn aö selja Vísi og hann varö fljótt einn af þeim dugleg- ustu viö söluna. Og eftir sameiningu Dagblaösins og Vísis er þaö aöeins DV sem kemur til greina hjá honum. „Eg hef eingöngu selt Vísi og DV,” sagöi Auöunn er viö ræddum viö hann um blaöasölu hans nýlega. Auöunn er afkastamikill blaöasali og hann selur flest blööin sín í miöbænum enda á hann fasta viðskiptavini þar. Blaöasalan hefur veitt Auðuni mikla ánægju. „Jú, ég hef haft mjög gaman af því aö selja blööin og þau hafa veitt mér margar góöar stundir,” sagöi Auöunn aöspuröur. Þeir sem þekkja til Auöuns vita aö hér er ekki ýkt. Þeir segja reyndar aö hann lifi hreinlega fyrirblaöa- söluna. Viö þökkuö Auöuni enn og aftur fyrir vel unnin störf og óskum honum til hamingju meö þann 27. febrúar síöastliöinn. Til hamingju meö afmæliö, félagi. -JGH Hreinar línur Við ætluöum bara að minna ykkur á aö góan er gengin í garö meö árshátíö- um og látum. Þaö sýnir okkur aö senn styttist í sumariö sem er tími hins létta „Já, nú er allt i lagi að koma inn. Þú skilur, elskan, að við verðum að vera svolitið strangir á klæðaburð- inum. fílú og svo hefur verið bindisskylda hér í mörg ár." klæðnaöar eöa jafnvel einskis klæðnaðar. Hver kannast ekki viö aö ganga léttklæddur um götur borgarinnar, lalla á knattspyrnuvöll- inn, spranga um í sundlaugunum og láta sér bara líöa vel? Já, vel á minnst, sundlaugarnar. Þangaö er alltaf skemmtilegt aö fara á góðviðris- dögum. Segir sagan aö maöur veröi mun brúnni ef sólin er látin þurrka kroppinn. Meö von um aö sumariö færi okkur birtu og yl birtum viö mynd af þessari léttklæddu snót. Viö vitum meö vissu aö hún bíður meö óþreyju eftir sumrinu eins og viö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.