Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR9. MARS1983. ,37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ævintýrið hjá Tomma byrjaði fyrír tæpum tveimur árum. Hér sjáum við hann steikja einn hamborgarann með tilþrifum. Hendir honum upp og lætur hann snúast i loftinu. „Hef veríð samþykktur í lögfræði- deildina" — segir Tommi, sem nú íhugar hvort hann eigi að standa við „lof orðið" Tómas Tómasson, áöur þekktur sem Tommi í Festi, en nú sem Tommi í Tommaborgurum, seldi milljón- asta hamborgarann sinn á sunnudag- inn var. Þar sem Tommi lýsti því einu sinni yfir aö hann ætlaöi aö selja milljón hamborgara og hætta síöan veitingarekstri og snúa sér aö lögfræö- inni, leit Sviösljósiö inn hjá honum inni á Grensásvegi og ræddi um framtíðarhorfur kappans um þessar mundir. , ,Tommaborgarar eruég..." „Jú, þaö er eðUlegt aö þú skulir spyrja þessarar spurningar, því aö ég lýsti þessu yfir á sínum tíma," sagöi Tommi. „En þaö er ákaflega erfitt fyrir mig aö svara þessari spurningu, því aö eins og þú getur rétt ímyndaö þér er erfitt aö slíta sig frá þessu." „Tommaborgarar eru ég og ég Tommaborgarar," bætti hann síöan viö. Hann sagöi, aö frá því hann opnaöi fyrir tæpum tveimur árum hef öi verio mikiö aö gera hjá sér og þetta væri búið að vera mjög erfitt, en þó umfram allt ánægjulegt. „Anægjan sem maður fær af þessu er að vera innan um kúnn- ana og það er líka mikils virði"fyrir þá að vita að maður skuli enn vera á kafi í „þessusjálfur". Lögfræðin nánast hugsjón En hvað um lögfræðina hjá Tomma? Eg er enn harðákveðinn í því að verða lögfræðingur. Það er nánast hugsjón hjá mér. Og auk þess hef ég nú verið samþykktur í lögfræðideild Háskóla Islands og get byrjað þar strax í haust." Þessu til staðfestingar sýndi Tommi okkur þar að lútandi bréf frá Háskólanum. Hann hefur þó ekki tekið ákvörðun á þessari stundu hvenær hann hefur lögfræðinámið. Þann 14. mars eiga Tommaborgarar tveggja ára afmæli og þann 20. mars veröur haldiö upp á það. Páskaegg og karamellur Vegna afmælisins er Tommi með eins konar getraun í gangi. Hefur hann látið gera í þessu sambandi sex risa- stór páskaegg sem sett veröa upp á stööum hans í Reykjavík, Hafnarfiröi, Keflavík og Akureyri. Spurningin er hve margar Freyju- karamellur eru í páskaegginu. En jafnmargar karamellur eru í páska- eggjunum. Og sá sem kemst næst því, eða getur rétt, fær páskaeggiö með innihaldinu. Keppnin er í gildi á öllum stöðum, þannig að sigurvegararnir verða sex, hver staður með sinn sigur- vegara. Þá verða veitt hundrað Tommi á skrífstofu sinni við Grensásveg. „Þetta hefur verið mikil vinna, en þó mjög ánægjuleg." Tommi bjó þar sem skrifstofan er nú ásamt unnustu sinni, Helgu Bjamadóttur, fyrstu tiu mánuðina eftir að hann opnaði staðinn sem allir aðrir en hann töldu dauðadæmdan. „Og það kemur enn oft fyrir að við Helga sofum hór niður frá þegar mikið hefur verið að gera. Tekur þvi þá hreinlega ekki að fara heim,"segir Tommi. aukaverölaun sem eru boðsmiðar á hamborgara og f ranskar. Þá má geta þess að Tommaborgarar gefa fjörutíu þúsund karamellur fram aöpáskum. „SJaðii, það era svona margar karamellur í páskaogginu," sagði Toinmi, en hann er meO getraun sem snýst um það hve margar Freyju- karameUur eru i páska- egginu. DV-myndir: GVA. Hvað gerir Tommi? Eins og sést af þessu er Tommi enn sprækur og lætur ekki deigan síga viö hamborgarasöluna. Það þarf því engan að undra þótt það vef jist fyrir Tomma þessa stundina hvort hann eigi að standa við „loforðið" sem hann gaf á sínum tíma vegna milljónasta hamborgarans. Tommi er orðinn þjóösagnapersóna hér á iandi fyrir hamborgara sína og mjög umræddur á meðal fólks. Það kemur því ekki á óvart þótt fólk bíði eftir næstu leikjum hjájionum, og þá helst auðvitað hvort hann hef ji nám við Háskólann í haust. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.