Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MIOVIKUDAGUR 9. MARS 1983. Þingrofi frestad til þriðjudags Nýjavegagjaldið meðal mála sem vef jast fyrir Þingrof á Alþingi veröur ekki fyrr en á þriðjudag, nema gerbreyting veröi á meðferö mála í þinginu i dag og á morgun frá því sem verið hefur síðustu daga. Ýmis mál eru enn óafgreidd og sum þeirra vefjast fyrir þingheimi. Eldhúsdagsumræður eru eftir og taka heilt kvöld. Ekki er hægt að ljúka þing- haldi á laugardag vegna stórs flokks- fundarsjálfstæðisrrianna. 1 gær voru þingstörf mest í neðri deild og stjómarskrármálið til um- ræðu með litlum hléum frá klukkan 14 og fram til klukkan eitt í nótt. Málið verður afgreitt til efri deildar í dag og síöan rætt þar fram aö kvöldmat, nema þingmenn í þeirri deild stytti mjög mál sitt. Þá eru lánsfjárlög óafgreidd. Vega- áætlun er strand vegna tafa í nefnd á afgreiðslu nýja vegagjaldsins. Kosn- ing álviðræðunefndar kemur væntan- lega fyrir í sameinuðu þingi á morgun, en um þaö stendur hávaði. Og fleiri stór og smá mál eru ófrágengin. Ef þingrof dregst til þriðjudags verða eldhúsdagsumræður ekki annað kvöld heldur á mánudagskvöld HERB Vantar 18 þús. tonn af þorski Þorskafli báta og togara lands- manna var um 29 af hundraði minni fyrstu tvo mánuði þessa árs en að meðaltali undanfarin f jögur ár. 61.700 lestir hafa að jafnaði borist á land í janúar og febrúar síðustu f jögur ár. I ár bárust 43.700 lestir. Það vantar því átján þúsund tonn af þorski í þjóðarbúiö til að ná meóalveið- inni í janúar og febrúar árin 1979 til 1982, samkvæmt bráöabirgðatölum Fiskifélagslslands. -KMU. Prófkjör krata á Vestfjörðum: Talningá laugardag Talningu í prófkjöri Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi hefur verið frest- að fram á laugardag. Erfiðlega hefur gengið að koma prófkjörsgögnum til ísafjarðar. Þau eru enn ekki komin frá Suðureyri, Suðurfjörðunum, Reykja- víkogBaröaströnd. JBH LOKI Það er ekki festa í fjár- málum í Grindavík. Bruninn á vélbátnum Svam Þór: Grunur um vá tryggingasvik Tryggingafélag vélbátsins Svans Þórs, sem brann og sökk á Faxaflóa í desember síðastliðnum, hefur farið fram á frekari rannsókn á málinu vegna gruns um vátryggingasvik. Grunur lék á að um íkveikju hefði verið að ræða en í sjóprófum, sem lauk í síöasta mánuöi, kom ekkert það fram er sannaöi það. Málinu var hins vegar vísað til ríkissaksóknara samkvæmt venju til úrskurðar. En áður en saksóknari kvaö upp úrskurö sinn lagði tryggingafélagið fram ný gögn í málinu er bentu til vá- tryggingasvika. I sjóprófum hafði komið fram að færarúllur hefðu verið í bátnum en síðar staöfestist að þær hefðu verið í Noregi í viðgerð. Búist er við að ríkissaksóknari taki ákvörðun um framhald málsins í lok þessarar viku, hvort málið verður kært áfram til Rannsóknar- lögreglu ríkisins á grundvelli þeirra gagna sem nú liggja fyrir eða látið niður falla. -ÓEF. Undirskriftasöfnun: Gunnar gef i ekki kost á sér í framboð „Við undirrituð skorum ádr.Gunnar Thoroddsen að gefa ekki kost á sér í væntanlegum alþingiskosningum.” Svo segir í texta undirskriftalista sem hófu göngu sína innan Rafmagns- veitu Reykjavíkur í gærmorgun. „Undirtektir hafa verið furðulega góðar. Sextíu prósent þeirra sem leitað hefur verið til hafa skrifað undir,” segir Garðar Lárusson, einn for- göngumanna söfnunarinnar. „Við ætlum að athuga það eftir dag- inn í dag hvort við förum út fyrir stofnunina með undirskrifta- söfnunina,” sagði Garðar í morgun. -KMU. Frumvarp um af nám einka- réttar RUV Jón Baldvin Hannibalsson, þing- maður Alþýöuflokksins, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis að einkaréttur Ríkisútvarpsins verði af- numinn. Frumvarpið byggir á til- lögum útvarpslaganefndar en þær „hafa rykfallið mánuðum saman í skrifborði menntamálaráöherra,” eins og Jón Baldvin hefur orðað það. Frumvarpið gerir ráð fyrir aö sér- stök útvarpsréttamefnd geti veitt sveitarfélögum og félögum sem til þess eru stofnuð tímabundið leyfi til hljóðvarps- eða sjónvarpsreksturs gegn því að ákveðnum skilyrðum sé fullnægt. Stöðvar, sem sendi þráölaust, hafi leyfi til að afla fjár meö auglýsingum. Kapalstöðvar hafi ekki slíktleyfi. -KMU. Fyrsti vorboðinn: Nú geta menn fengið rauð- maga í soðið Fyrsti vorboðinn er kominn. Hrognkelsin em farin aö veiðast. Það er Gústaf Adólf Guðmundsson á Sæbjörgu ST 7 sem heldur þarna á vænum rauömaga. Sæbjörgin er á þorskanetum og gerir út frá Reykja- vík. Fyrstu hrognkelsin koma oft í þroskanetin, áður en menn byrja sjálfar veiðarnar. DV-mynd S Endurgreiðslukerfi tannviðgerða: Allar tegundir innifaldar? „Það er ekki endanlega frágengið,” segir Svavar Gestsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, þegar hann er spurður hvort allar tegundir tannviðgerða verða innifaldar í því endurgreiðslukerfi sem komið skal á og tilkynnt var í síðustu viku. Framvegis munu almanna- tryggingar endurgreiða 20 af hundraöi tannlækningakostnaöar og telur Svavar aö endurgreiðslurnar geti hafist einhvern tímann í apríl eða maí. Endurgreiðslumar verða fjár- magnaðar með fé úr ríkissjóði eins og aðraralmannatryggingar. Gunnar Þormar, formaður Tannlæknafélags Islands, segir í samtali við DV að félaginu hafi ekki gefist tími til að f jalla um þetta mál enda séu upplýsingar af mjög skom- um skammti. Ekki sé vitað hvernig eigi að framkvæma þessar endur- greiðslur og bíði félagið eftir upp- lýsingum um það. Fyrr en þær berist geti hann ekki tjáð sig um málið. -SþS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.