Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt: Framboð íathugun Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt íhuga nú aö bjóða fram í næstu alþingiskosningum til aö knýja á um aö atkvæöisréttur veröi jafnaður til samræmis við þann vilja sem kom fram í skoöanakönnun samtakanna í síðasta mánuði. Mun líklega verða haldinn fundur í næstu viku þar sem áhugamönnum veröur gefinn kostur á aö ganga til liðs viö samtökin. „Viö erun ákaflega óhressir með að sú skipan sem flokkarnir eru nú að koma sér saman um muni standa næsta aldarf jórðunginn," sagði Valdi- mar Kristinsson, fonnaöur samtak- anna, í samtali viö DV. „Hún gerir ekki annað en að færa klukkuna 25 ár aftur í tímann. Okkur hefur því dottið það alvarlega í hug aö bjóöa fram til að fylgja eftir þeim vilja sem kom fram í skoðanakönnuninni að meirihlutinn vildi f ulla jöfnun atkvæðisréttar. "-ÓEF Árnessýsla: Heimsókn forseta byrjaði ímorgun Forseti tslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hélt í morgun til Þorlákshafnar sem er fyrsti viðkomustaður hennar á f erð um Árnessýslu nú um helgina. Forsetinn mun heimsækja staði vítt og breitt um sýsluna þessa tvo daga sem heimsóknin stendur y fir. Til Reykjavíkur verður komið aftur annaö kvöld. I fylgd með Vigdísi verða Halldór Reynisson forsetaritari og kona hans, Guðrún Þ. Björnsdóttir. -SÞS Listi Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi Framboðslisti Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi hefur verið ákveðinn og er hann þannig skipaður: 1. Helgi Seljan alþingismaður, 2. Hjörleifur Guttormsson ráðherra, 3. Sveinn Jónsson verkfræðingur, Egils- stöðum, 4. Þorbjörg Arnórsdóttir kennari, Suðursveit, 5. Guðrún Gunnlaugsdóttir húsmóðir, Eskifirði, 6. Guðmundur Wium. bóndi, Vopna- firöi, 7. Guðrún Kristjánsdóttir læknir, Djúpavogi, 8. Anna Þóra Pétursdóttir póstafgreiðslumaður, Fáskrúðsfirði, 9. Jóhanna Gísladóttir húsmóðir, Seyðis- firði, og 10. Magni Kristjánsson skip- stjóri, Neskaupstað. ÓEF Ef þú heldur að það sé óskaplega dýrt að breyta yf ir í IBM System/34, þá er kominn tími til að þú fáir réttar upplýsingar Það er staðreynd að System/34 frá IBM er ein hagkvæmasta tölvan sem hægt er að fá fyrir íslenskar að- stæður. IBM System/34 kom fyrst til fslands 1978 og hefur allar götur síðan reynstfrábær starfskraftur hjá íslenskum fyrirtækjum. System/34 hefur verið í stöðugri þróun frá því að hún kom á markað- inn og er því enn í dag í fullu gildi. Nú býður IBM þér meðal annars tvær nýjar gerðir af skermum. Annar þeirra er litaskermur sem skilar 7 litum. Hann opnar þér nýja mögu- leika í framsetningu á upplýsingum, meðal annars á myndrænan hátt. IBM System/34 getur verið komín í fulla vinnu fyrir starfsemi þína nokkrum vikum eftir að þú ákveður kaup á henni. Uppsetning og undirbúningur er ódýrari en þú heldur og þjónustan fyrsta flokks. IBM System/34 krefst ekki sérnáms í tölvufræðum enda er hún notuð í flestum greinum atvinnulífsins, ekki síður hjá litlum fyrirtækjum en stórum. Þegar þú kaupir IBM System/34 ertu því að fjárfesta í öruggu kerfi sem hefur verið aðlagað íslenskum verkháttum. Það er staðreynd að kaupverð System/34 hefur nýverið lækkað um 40% hérlendis vegna hagstæðrar framleiðsluþróunar hjá IBM. Þú gerir því góð kaup í IBM System/34. Skaftahlíð 24 • 105 Reykjavík • Sírni 27700 ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI FURUHÚSGÖGN Koja kr. 3.670. Rúmkr. 2.425. Erum að taka upp úrval furuhúsgagna, tilvaldar fermingargjafir, t.d. einstaklingsrúm með skúffu, kr. 2.425, hlaðrúm m/skúffu, kr. 3.670, skrifborð, kr. 2.866, kommóður frá kr. 1.896, bókaskápa frá kr. 1.710. Einnig eigum við sófaborð, matborð og fataskápa á mjög góðu verði. Opid laugardag til kl. 5. Húsgagnasýning sunnudag kl. 2—5. Hamraborg 12, Kópavogi Sími 46460 Sendum í póstkröfu áletrið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.