Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 8
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjdmarformaourog utgafustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjönogútgáfustjón: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstooarritstjórí: HAUKUR HELGASON. Fréttastiðrar: JÓNAS HARALDSSON ogOSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Rítstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SfÐUMÚLA 33. SÍMI27022. AfgreMsla, áskriftir, smaauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogptötugerð: HILMIR HF., SfÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarveroá mánuOi 180 kr. Verðí lausasölu 15 kr. HelgarblaðlSkr. Velferð án velferöar Islendingar geta meö réttu verið stoltir af þeirri al- mennu velsæld sem hér ríkir. Stéttaskipting yfirstéttar og almúga er nánast óþekkt og hér lifa og búa saman menn úr ólíkum starfsgreinum viö eðlilegt jafnræöi. Jöfn- uður í efnum og hógum er meiri en annars staðar þekkist. Við getum einnig hreykt okkur af því, aö allur fjöldinn býr við félagslegt öryggi, samhjálp er almenn og heil- brigðis- og menntakerfi stendur öllum opið án persónu- legra útgjalda eða byrði. Velferðarríkiö er til fyrirmyndar að þessu leyti. I ljósi þessara staðreynda er þaö óhugnanleg staö- reynd, að stór hópur þjóðfélagsþegna býr víð sult og seyru, ógæfu fátæktar og angistar. Auðvitað getur ekkert kerfi, hversu fullkomið sem það er, komiö í veg fyrir óhamingju eða sjálfskaparvíti. Eigin vesöld, slæpings- skap, veikindum eða auðnuleysi getur enginn utanað- komandi bægt frá. I þeim efnum er hver sinnar gæfu smiður. Þjóðfélagið á heldur ekki að hossa þeim eða hampa, sem enga bjórg vilja veita sér sjálfir. Við eigum ekki aö ala aumingjaskap upp í fólki eða koma því upp á að lifa á kerfinu og velf erðinni. En þjóðfélagið á að hjálpa fólki til sjálfsbjargar, rétta lítilmagnanum hjálparhönd án þess að hann glati sjálfs- virðingu sinni og manndómi. Samtök áhugamanna um áfengismál hafa lyft grettis- taki í þeim efnum, að styðja alkóhóUsta til endurhæfingar og betra lífs. Þeim sem oröið hafa Bakkusi aö bráö er rétt hjálparhö'nd en síðan er ætlast til þess að þeir hjálpi sér sjálfir. SÁA er nú af stórhug að ráðast í byggingu nýrra húsa- kynna fyrir starfsemi sína og það framtak á allt gott skil- ið. Fréttirnar frá kvennaathvarfinu eru sömu ættar. Þar er verið að veita aðstoð bágstöddum konum, sem hvergi eiga höfði sínu að aö halla í stundarörvinglan. I ljós kemur að slíkt athvarf gerir gagn, eignast fleiri skjólstæðinga en nokkurn óraði fyrir. Alvarlegust voru þó tíðindin frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Þangað leita hundruð fólks, sem nánast er komið á guð og gaddinn, og verður að ganga í gegnum þá auömýkt að biðja sér ölmusu. Shkt gerir enginn að gamni sínu. Það hlýtur að vera illa komið fyrir því fólki, sem þarf að leita sér bónbjargar hjá hjálparstofnunum. Ekki vegna atvinnuleysis eða veíkinda, ekki vegna aumingjaskapar eða til að hafa fé af öðrum að óþórfu. Fátæktin hefur knúið dyra og þegar fokið er í öll skjól, rekur neyöin þetta sama fólk til örþrifaráða. Og hvað með alla hina, sem ekki hafa stolts síns vegna eða sjálfsviröingar leitað á náðir SÁÁ, kvennaathvarfs eða hjálparstofnunar? Hvað með þær þúsundir Islend- inga sem heyja sitt fátæktar- og sálarstríð afskiptir og einangraðir og bera neyð sína í hljóði? t Hversu illa sem efnahagsmálum þjóðarinnar er kom- ið, hversu langt sem erlendu skuldirnar og viðskiptahall- inn f ærast til hins verra, þá er það skylda íslenskrar þjóð- ar að rétta lítilmagnanum hjálparhönd. Aldrei verður unnt að bægja frá hvers konar óhamingju, en hlutverk þjóðfélagsins er að styðja bágstadda til sjálfsbjargar og búa svo um hnútana, aö enginn þurfi að líða skort vegna ómegðar, sjúkdóma eða einstæöingsskapar. Velferöin rís ekki undir nafni, ef hún kemur þeim ein- um að notum, sem minnst þurfa á henni að halda. ebs Y?Yt WBTY lltltHICIW NOKKURS VIRM? Mér létti stórum, þegar ég horfði á þann ágæta sjónvarpsþátt, Á hraö- bergi nú í vikunni. Eftir japl og jaml og fuöur; eftir stríðsfyrirsagnir á forsíöum blaðanna; eftir nöldur og nagg í leiðurum og eftir æsingaræður á þingi og framboðsfundum; eftir allt þetta kemur í ljós, að það er akkúrat ekkert athugavert við rekst- ur Framkvæmdastofnunar. Hafið þið haft áhyggjur af fjár- austri i Þórshafnartogara? Látið það ógert, elskulegu vinir. Velviljaðir þingmenn í stjórn hinnar háu stofn- unar vaka yfir ávöxtun skattf járins, eins og ernir yfir laxi. Hafið þið hrokkið upp af værum svefni, kófsveitt og með hjartslátt, vegna Skagastrandartogara? Legg- ist á hitt eyrað, (það græna) ogfallið mjúklega í faðm Morfeusar. Verð- tryggingin lánanna ver okkur áföll- um, og enn hafa þingmenn í stjórn- inniekkiblundað. Hafið þið setið agndofa yfir hundr- aðmilljónkróna togaranumHólmvík- inga? (Þeim, sem sökk áður en hann komst á flot. Þeim, sem fór á fjör- ur?) Látið ykkur ekki bregða. Ef þingmennirnir þola þaö, er ykkur engin vorkunn. Þetta var stórkostlegur þáttur. Sverrir Hermannsson sat stólinn vel, brosti breitt, og hélt nú ekki að það væri nokkuð aö athuga við þetta. Allt í himnalagi, og við verðum ein- faldlega að gera okkur grein fyrir því, að þaö kostar nokk, að halda landiíbyggð! Það kom mér reyndar á óvart, hversu rétt það reyndist, hjá Lao Tse karlinum, þegar hann sagði: „Aö stjórna stóru ríki, er eins og að sjóða litla fiska". Sverrir Hermannsson og félagar hans í stjórn Framkvæmdastofnun- arinnar, þurfa nefnilega fleira að starfa, en að lána fé til traustra út- gerðarfyrirtækja, (ef slíkt er þá til. Það er að skilja á ráöamönnum að ðll útgerðarfyrirtæki landsins séu á hausnum, og eru það vondar fréttir). Þeir fjölhæfu stjórnarmenn þurfa að líta í fleiri horn en pokahornin út- gerðarmannanna. Þannig kom i ljós, að á ári hverju um páska mun áður fyrr hafa skapast vandræðaástand á Húsavík, þar sem foreldrar ferming- arbarna urðu að eyöa peningum og dýrmætum tíma til þess að keyra með fermdu börnin til Akureyrar, svo hægt væri að taka lögboðna fermingarmynd af þeim. Þetta er auðvitað hið alvarlegasta mál. Burt- séð frá vinnutapi foreldra og kostn- aði við bensín og slit á bfl, kostar þessi árstiðarbundni umferðarþungi auðvitað lika mikið slit á vegum. En stjórnarmennirnir brugðust hart við, og ljáöu áhugamönnum nokkurt fé, svo mætti setja upp ljósmyndastofu ÓlafurB.Guðnason á Húsavík, og þannig spara foreldr- um fé og tíina, og vegavinnuflokkum vinnu og vegamálastjóra útgjöld. 1 augum þeirra, sem fjarri sitja þungamiðju valdsins og ekki vita það, að ekkert atkvæði er svo smátt að það endurgreiöi ekki ástúð, um- hyggju og hóflegan áburð, kann aö virðast, sem þarna hafi stjórnar- menn lotið að litlu. En hver veit? Það er erfitt að spá, og sérlega um fram- tíðina, en þó má fullyrða, að flest fermingarbörn á Húsavik muni, fyrr eða siðar fá kosningarétt, og hann drjúgum meiri en fermingarbörn flest í Reykjavík. Þannig eru stjórn- armennirnir, alltaf með annað augað á framtíðinni. Það fór þó ekki hjá því, aö Sverrir Hermannsson viðurkenndi, að sumt hefði ekki farið sem skyldi, og að víða væri rúm fyrir endurbætur. Hann hafði alls ekki verið sannfærð- ur um gagnsemi Skagastrandartog- arans. En hann var borinn ráðum. Það er nefnilega þannig, að í svona litlu þjóðf élagi, verða menn að semja um hlutina. Það er f yrir öllu, að sam- komulagið sé gott. Og ef það tryggir gott samkomulag, að lána smápen- inga til togarakaupa, jafnvel þó mað- ur sé ekki með öllu sannfærður um „rekstrargrundvöllinn", enda erfitt að skoða það, sem ekki finnst, og hef- ur ekki fundist svo árum skiptir, ef marka má orð forsvarsmanna út- gerðarinnar. Það er hins vegar athyglisverð sú skoðun Sverris Hermannssonar, að ekki einasta sé samkomulag gott, í sjálfu sér, lieldur hafi það sinn prís. Ef Hólmvikingar vilja ekki halda friðinn, er það hundrað milljón króna virði, að friöa þá! Það fylgir þessari röksemdafærslu, að væri Byggöa- sjóður aðeins nógu fjársterkur, ríkti hér á landi alger friður, svo mikill friður, að ekki væri þörf nema á svo sem einum stjórnmálaflokki. Og Byggðasjóður styrkti alla til alls. Eru Bolvíkingar fótasárir? Byggðasjóður veitir fé til byggingar fótsnyrtistofu. Eru Eskfirðingar leiðir hver á öðr- um? Byggðasjóður veitir fé til upp- setning ar vídeókerf is. Eru Islendingar leiðir á lífinu? Byggðasjóður veitir fé til þess að stytta þeim aldur. Það er reyndar einkennilegt, að þar sem byggðastefnu er mest þörf, þar er hún ekki leyfð. Það er degin- um ljósara, að byggð í Þingholtunum og á svæðum í vesturbænum er að veslast upp, vegna þess að það er svo dýrt að búa þar. Þingholtin og vest- urbærinn eru þeir staðir, þar sem ís- lensk borgarmenning varð til. Eig- um við að láta síðustu menjar þessa merka menningararfs hverfa, þegar byggðastefnan er til, og Byggðasjóð- ur er til? Er ekki löngu kominn tími til að styrkja það stórhuga unga fólk íReykjavík, semvillfylgjaí fótspor feðranna, og halda hinni öldnu menn- ingarhefð lifandi? Er hér ekki komið enn eitt verðugt verkefni fyrir Byggðasjóð? Þarf ekki að greiða nið- ur kaupverð húsa, lána fé á vildar- kjörum til húsakaupa og greiða niður fasteignagjöld, fyrir þá sem búa á svæðinu? Jú, eins og Sverrir sagði, réttilega, þá er margt sem betur mætti fara í rekstri Framkvæmdastofnunar. Sumt nefndi hann, annað ekki, en lykilatriðið er það þó, að eftir þennan merkilega þátt er engin þörf fyrir samviskusama islendinga að hafa áhyggjur af stofnuninni góðu. Hún er í góðum höndum, og engin hætta á því, að þær ágætu hendur sleppi af henni tökunum í bili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.