Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. Öllum þeim, er sýndu mér vináttuvott og sóma á sjötugsafmœlinu, fœri ég bestuþakkir. Ölafur Jóhannesson. Hjartanlegar kveðjur og þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, skeyt- um og margvíslegum góðum gjöfum t tilefni af 80 ára afmæli mínu 1. mars síðastliðinn. Kvöld- stundin í Vesturhópsskóla J>. mars verður mér ógleymanleg. Guðblesstykkuröll. ^^ R ^^ ÖSUM. Rafmagnsveitur ríkisins 5§ka að ráða skrifstofumann til afleysingastarfa í 5—6 mánuöi. Reynsla í skráningu á diskettuvél nauösynieg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opínberra starfs- manna (lausráöning). Umsoknir sendist starfsmannastjora fyrir 21. mars 1983. RAFMAGNSVEITUR RIKISINS, Laugavegi 118 Reykjavík. Innflytjendur Samtök sykursjúkra Reykjavík óska eftir aö komast í sam- band við innflytjendur á sérvörum fyrir sykursjúka. SAMTÖK S YKURSJUKRA RE YKJAVIK, pósthólf 5292, 125 Reykjavík. Vogar — Vatnsíey sustr Önd Til sölu eldra timburhús á tveimur hæöum með kjallara. Húsið er bárujárnsklætt, með steyptum sökkli og er í mjög góðu ástandi. Stendur á skemmtilegum stað, með góðu útsýni. Getur verið laust strax. Verðkr. 650.000. UppLísíma 92-6637. Aöalfundur Landvara verður haldinn að Hótel Esju, Reykjavík, laugardaginn 19. mars nk. og hefst kl. 13.30. Dagskrá fundarins er samkvæmt félagslögum. Félagar eru hvattir til þess að mæta á fundinn og á árshátíð félagsins að Hótel Esju að kvöldí aðalfundardags. STJORN LANDVARA Arshátið sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni. Arshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 19. mars í Artúni Vagnhöfða 11. Matur, skemmtiatriði og dans. Borða- og miðapantanir á skrifstofu félagsins Hátúni 12, sími 17868, fyrir föstudaginn 18. mars. Húsiðopnaðkl. 18.30. EIÐANEMAR 1969-1973 Rifjum upp gömul kynni frá skólavistinni og eflum sambönd- in. Hér með er blásið til meiriháttar fagnaðar uppi í Sigtúni (ath. austurdyr) föstudagskvöldið 18. mars kl. 22. Miðaverð er kr. 200 og er í því matarverð. Skólasystkin, makar og kennarar. VERIÐ VELKOMIN. Þátttaka tilkynnist til Bjarna H., sími 53650 alian sólarhringinn, ogtilHalldórs,sími 79913. HINIR SJÁLFVÖLDU. og erfiðara en þeHK*** »» öMvaraUtannuð Margt hefur breyst á lieilli öld, flest mannanna störf eru orðin auð- veldari og léttari en þau voru fyrr á timum, sum hafa umbylst hvað erf iði og tima snertir. Þar á meðal er húsmóðurstarfið. Samanborið við heimilisverkin fyrir einni iild eru störf húsmæðra nú á dögum nánast dans á rósum, og er þá vægt að orði komist. „Þrælavinna sem ekki er boðleg nútímakonunni" „Heimlisstörfin eru ekki aðeins orðin léttari heldur taka þau ekki síst minni tíma og eru ekki eins krefjandi og þreytandi og þau voru áður. Fyrir einni öld var starf húsmóöurinnar þrælavinna frá morgni til kvölds — jafnvel einnig um nætur. Aldrei mátti slaka á eða taka sér f rí ef óunn- in verk áttu ekki að hlaðast upp. Og áreynslan og hið líkamlega erfiði var svo mikið að ekki væri bjóðandi sterkustu nútímakonum.'' Þetta segir bandariski sagnfræð- ingurínn Susan Strasser, en hún hefur nýlokið við gerð bókar sem hún nefnir „Neverdone — A History of American Housework". I þessari bók sinni, sem við getum nefnt á islensku „Kilíft stúss". rekur Strasser sögu húsrnóðurslarfsin.s í heimalandi sínu allt frá fy rstu tiö til dagsins í dag. Þungar byrðar Fyrir utan venjubundin dagsverk þurftu húsmæður fyrir öld að höggva allan eldivið sjálfar og bera hann heim, einnig þungar vatnsfötur frá næsta vatnsbóli, auk þess að tæma hlandkoppa heimilismanna í stórt ílát og bera langar leiðir að heiman, svo og strauja allan fatnað með forn- aldar og klunnalegu strokjámi sem var allt að sjö kílóum að þyngd. Og síðast en ekki síst var það hlutverk húsmóðurinnar að vinna og undirbúa allt hráefni til matargerðarinnar. I nútímaeldhúsi þarf lítið annað en að snúa tökkum til aö fullgera matinn (í flestum tilvikum er hann orðinn tilbúinn og eina verkið að taka umbúðirnar af og stinga honum inn í örbylgjuofn sem hitar matinn í fáeinar mínútur uns hann er tilbúinn til framreiðslu). Fyrir öld var ekki um annan að ræða en viðarhlóðir eða kolaeldavélar. Þó var farið að nota gas og rafmagn til eldamennsku árið 1880, en aðeins efnuðustu fjölskyld- urnar gátu nýtt sér þau miklu þægindi. Eldiviður eöa kol var hlut- skipti langflestra húsmæðra langt fram á tuttugustu öldina. Dýrmætt vatn Hvorki heitt né kalt vatn rann úr krönum húsmæðra fyrir hundrað árum. Engir kranar voru raunar i ibúðarhúsum þá. Lausnin á þessu var að sækja vatnið í stórum fötum í næsta vatnsból, sem í sumum tilvikum gat verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum. Vatns- burðurinn var í verkahring kvenna. Þegar heim var komið þurfti svo aö hita vatnið, hvort heldur sem þaö átti að notast heitt eða kalt, því sjóða þurfti allar bakteríur úr vatninu fyrir notkun. , J3rýn nauðsyn var að ekkert vatn færi til spillis. Til margs var að nota það. Mikill hluti fór til matreiðslu, uppvasks og til baða. Einnig til fataþvotta og svo til hreingerninga," segir Strasser. „Og vatnsnotkunin í gamla daga var mikil," heldur Strasser áfram. „Það eitt að þvo upp eftir matinn — og þess þurfti minnst þrisvar á dag — þýddi í hvort sinn tvo f ulla bala af heitu vatni, annan til að sápuþvo leirtauiö, hinn til að skola þaö. Og fataþvotturinn kraföist minnst f imm Þvottadagur fyrir öld krafðist þess að tugfr vatnslítra væru hítaðir á seinvirkum kofaefdavólum eða i versta falli einfötdum viðarhlóðum. Uppvaskið var mikið tíltðkumél fyrir hundrað árum. Það var innt af hendi minnst þrisvar á dag, og til þess þurfti að hita tvo fulla bala af vatni. fullra bala af heitu vatni, einn til að sjóða þvottinn í, tvo til að sápuþvo hann, einn til aö skola og loks þann fimmta til að klórþvo þvottinn svo hann yrði sem hvítastur. Sjö kflóa strokjárn Það var mikið tiltökumál að strauja þvottinn fyrir hundrað árum. Til þess voru notuð voldug straujárn, sem vógu um sjö kíló, m'örg: í einu, því aðeins var hægt að nota eitt stuttan tima sakir þess að það kólnaði fljótt, önnur voru því hituð á meðan á hlóðunum. Húsmæður vörðu yfirleitt heilum degi í hverri viku til aö strjúka þvott heimilis- manna. Af því sést hversu seinlegt þetta verk hef ur verið." Fyrir hundrað árum gengu húsmæður ekki út í verslun og keyptu föt á fjölskyldur sínar. Allan fatnaö saumuðu þær sjálfar í hönd- unum, allt frá einföldustu náttserkj- um og skyrtum til flóknustu karl- mannaklæða og veislukjóla. f sumum tilvikum unnu þær einnig klæðin í sjálf f ötin. Álnavörur voru of dýrar fyrir flestar almúgafjöl- skyldur. Sóthreinsunin Einna erfiðasta verkið innanhúss var að hreinsa sótið af ílátum, innan- stokksmunum, gólfum og veggjum, sem safnaðist þar á vegna opinna eldunarhlóða eða einfaldra kola- maskina. Til þess voru notaðir skrúbbar. Þetta verk tók um klukkutima á degi hverjum, og þarf engan að undra að það hafi verið bæöi leiðigjarnt og þreytandi. Hvað sem því leið þurfti að inna það af hendi. Sótið fann sér leið inn í öll skúmaskot og sá óþrifnaður þurfti að hverfa jafnóðum. Það þótti töluverður munaður fyrir ö'ld að geta gengið út í bakgarð og gripið kjúkling til matargerðar um kvöldið. En þaö var ekki nóg að ná aðeins i kjúklinginn þann, einnig þurfti að aflífa hann. Og eftir það miður skemmtilega verk þurftu hús- mæðurnar að reyta fuglinn, sem var bæði seinlegt og hvimleitt. Þá fyrst var hægt að matreiða fuglinn. Nú á dögum göngum við hins vegar út í næstu búð og kaupum kjúklinginn grillaðan úr ofni kaupmannsins. ... allt sem nú f æst í pökkum eða dósum Arið 1880 þurf tu húsmæður að búa til allan barnamat sjálfar. Þess utan þurftu þær að mala kaffið ofan i feðurna, skera og mylja sykurinn, mjólka kýrnar, strokka smjörið, sigta hveitið og mylja það, þurrka vínber og yfirleitt tilreiöa allt sem fáanlegt er í pökkum og dósum hjá kaupmönnum dagsins í dag. Og ímyndið ykkur húsmæðurnar fyrir öld síðan vinna öll þessi krefjandi verk með börnin hangandi utan í sér, grátandi og biðjandi um athygli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.