Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Page 14
14 DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. Öllum þeim, er sýndu mér vináttuvott og sóma á sjötugsafmœlinu, fœri ég bestu þakkir. Ölafur Jóhannesson. Hjartanlegar kveðjur og þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með keimsóknum, skeyt- um og margvíslegum góðum gjöfum í tilefm af 80 ára afmæli mínu 1. mars síðastliðinn. Kvöld- stundin í Vesturhópsskóla 5. mars verður mér ógleymanleg. Guð blessiykkur öll. FR['ÐA E. LEVY, ÖSUM. Rafmagnsveitur ríkisíns 5ska að ráða skrifstofumann til afleysingastarfa í 5—6 mánuöi. Reynsla í skráningu á diskettuvél nauösynieg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opínberra starfs- manna (lausráðning). Umsoknír sendist starfsmannastjora fyrir 21. mars 1983. RAFMAGNSVEITUR RIKISINS, Laugavegi 118 Reykjavík. Innflytjendur Samtök sykursjúkra Reykjavík óska eftir aö komast í sam- band viö innflytjendur á sérvörum fyrir sykursjúka. SAMTÖK SYKURSJUKRA REYKJAVIK, pósthólf 5292, 125 Reykjavík. Vogar — Vatnsleysuströnd Til sölu eldra timburhús á tveimur hæöum með kjallara. Húsið er bárujámsklætt, meö steyptum sökkli og er í mjög góöu ástandi. Stendur á skemmtilegum stað, með góðu útsýni. Getur verið laust strax. Verðkr. 650.000. Uppi. í síma 92-6637. Aöalfundur Landvara verður haldinn aö Hótel Esju, Reykjavík, laugardaginn 19. mars nk. og hefst kl. 13.30. Dagskrá fundarins er samkvæmt félagslögum. Félagar eru hvattir til þess að mæta á fundinn og á árshátiö félagsins að Hótel Esju að kvöldí aöalfundardags. STJORN LANDVARA ÁRSHÁTÍÐ SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni. Arshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 19. mars í Artúni Vagnhöfða 11. Matur, skemmtiatriði og dans. Boröa- og miðapantanir á skrifstofu félagsíns Hátúni 12, sími 17868, fyrir föstudaginn 18. mars. Húsið opnað kl. 18.30. EIÐANEMAR 1969-1973 Rifjum upp gömul kynni frá skólavistinni og eflum sambönd- in. Hér með er blásið til meiriháttar fagnaöar uppí í Sigtúni (ath. austurdyr) föstudagskvöldið 18. mars kl. 22. Miðaverð er kr. 200 og er í því matarverð. Skólasystkin, makar og kennarar. VERIÐ VELK0MIN. Þátttaka tilkynnist tii Bjarna H., sími 53650 ailan sólarhringinn, og til Halldórs, sími 79913. HINIR SJÁLFVÖLDU. 55 EUtft oq ef ftðt — , („,nðf,rrír»W.nram«*-«"’ húsmóðurstarMVr ^ „g erfiðara en þehhnst nu Margt hefur breyst á heilli öld, flest mannanna störf eru orðin auð- veldari og léttari en þau voru fyrr ó timum, sum hafa umbylst hvað erfiði og tíma snertir. Þar á meðal er húsmóðurstarfið. Samanborið við heimilisverkin fyrir einni öld eru störf húsmæðra nú á dögum nánast dans á rósum, og er þá vægt að orði komist. „Þrælavinna sem ekki er boðleg nútímakonunni" „Heimlisstörfin eru ekki aðeins oröin iéttari heldur taka þau ekki síst minní tíma og eru ekki eins krefjandi og þreytandi og þau voru áður. Fyrir einni öld var starf húsmóöurinnar þrælavinna frá morgni til kvölds — jafnvel einnig um nætur. Aldrei mátti slaka á eöa taka sér frí ef óunn- in verk áttu ekki aö hlaðast upp. Og áreynslan og hiö líkamlega erfiði var svo mikíö aö ekki væri bjóöandi Þvottadagur fyrir öld krafðist þess að tugir vatnslitra væru hitaðir á seinvirkum kolaeldavólum eða iversta falli einföldum viðarhióðum. Uppvaskið var mikið tiitökumál fyrir hundrað árum. Það var innt af hendi minnst þrisvar á dag, og tii þess þurfti að hita tvo fulla bala af vatni. sterkustu nútímakonum. ’ ’ Þetta segir bandaríski sagnfræö- ingurinn Susan Strasser, en hún hefur nýlokiö viö gerö bókar sem hún nefnir „Never done — A History of American Housework”. I þessari bók sinni, sem viö getum nefnt á íslensku ,Eilíft stúss”. rekur Strasser sögu húsmóöurstarfsins í heimalandi sínu allt frá fy rstu tíö til dagsins í dag. Þungar byrðar Fyrir utan venjubundin dagsverk þurftu húsmæöur fýrir öld aö höggva allan eldiviö sjálfar og bera hann heim, einnig þungar vatnsfötur frá næsta vatnsbóli, auk þess aö tæma hlandkoppa heimilismanna í stórt ílát og bera langar leiöir aö heiman, svo og strauja allan fatnað meö forn- aldar og klunnalegu strokjámi sem var allt að sjö kílóum að þyngd. Og síöast en ekki síst var þaö hlutverk húsmóöurinnar aö vinna og undirbúa allt hráefni til matargeröarinnar. I nútímaeldhúsi þarf lítiö annaö en að snúa tökkum til aö fullgera matinn (í flestum tilvikum er hann orðinn tilbúinn og eina verkiö aö taka umbúöirnar af og stinga honum inn í örbylgjuofn sem hitar matinn í fáeinar mínútur uns hann er tilbúinn til framreiöslu). Fyrir öld var ekki um annan aö ræða en viðarhlóðir eða kolaeldavélar. Þó var fariö að nota gas og rafmagn til eldamennsku áriö 1880, en aðeins efnuðustu fjölskyld- uraar gátu nýtt sér þau miklu þægindi. Eldiviður eða kol var hlut- skipti langflestra húsmæöra langt fram á tuttugustu öldma. Dýrmætt vatn Hvorki heitt né kalt vatn rann úr krönum húsmæðra fyrir hundraö árum. Engir kranar voru raunar í íbúðarhúsum þá. Lausnin á þessu var aö sækja vatnið í stórum fötum í næsta vatnsból, sem í sumum tilvikum gat veriö í nokkur hundruö metra f jarlægö frá heimilum. Vatns- burðurinn var í verkahring kvenna. Þegar heim var komið þurfti svo aö hita vatnið, hvort heldur sem þaö átti aö notast heitt eða kalt, því sjóða þurfti allar bakteríur úr vatninu fyrirnotkun. „Brýn nauösyn var aö ekkert vatn færi til spillis. Til margs var aö nota þaö. Mikill hluti fór til matreiöslu, uppvasks og til baða. Einnig til fataþvotta og svo til hreingerninga,” segir Strasser. ,,Og vatnsnotkunin j gamla daga var mikil,” heldur Strasser áfram. „Það eitt aö þvo upp eftir matinn — og þess þurfti minnst þrisvar á dag — þýddi í hvert sinn tvo fulla bala af heitu vatni, annan til að sápuþvo leirtauið, hinn til að skola þaö. Og fataþvotturinn kraföist minnst fimm fullra bala af heitu vatni, einn til aö sjóöa þvottinn i, tvo til aö sápuþvo hann, einn til aö skola og loks þann fimmta til aö klórþvo þvottinn svo hann yröi sem hvítastur. Sjö kílóa strokjárn Þaö var mikið tiltökumál aö strauja þvottinn fyrir hundraö árum. Til þess voru notuð voldug straujárn, sem vógu um sjö kíló, mörg í einu, því aðeins var hægt aö nota eitt stuttan tima sakir þess aö það kólnaöi fljótt, önnur voru því hituð á meðan á hlóöunum. Húsmæöur vöröu yfirleitt heilum degi í hverri viku til aö strjúka þvott heimilis- manna. Af því sést hversu seinlegt þetta verk hefur veriö.” Fyrir hundrað árum gengu húsmæöur ekki út í verslun og keyptu föt á fjölskyldur sínar. Allan fatnað saumuðu þær sjálfar í hönd- unum, allt frá einföldustu náttserkj- um og skyrtum til flóknustu karl- mannaklæöa og veislukjóla. I sumum tilvikum unnu þær einnig klæðin í sjálf fötin. Álnavörur voru of dýrar fyrir flestar almúgafjöl- skyldur. Sóthreinsunin Einna erfiðasta verkið innanhúss var að hreinsa sótiö af ílátum, innan- stokksmunum, gólfum og veggjum, sem safnaðist þar á vegna opinna eldunarhlóða eöa einfaldra kola- maskína. Til þess voru notaöir skrúbbar. Þetta verk tók um klukkutíma á degi hverjum, og þarf engan aö undra aö það hafi veriö bæöi leiöigjamt og þreytandi. Hvaö sem því leiö þurfti aö inna þaö af hendi. Sótið fann sér leið inn í öll skúmaskot og sá óþrifnaður þurfti aö hverfa jafnóðum. Þaö þótti töluveröur munaður fyrir öld aö geta gengiö út í bakgarð og gripiö kjúkling til matargerðar um kvöldiö. En þaö var ekki nóg að ná aðeins í kjúklinginn þann, einnig þurfti aö aflífa hann. Og eftir þaö miöur skemmtilega verk þurftu hús- mæöumar aö reyta fuglinn, sem var bæöi seinlegt og hvimleitt. Þá fyrst var hægt aö matreiða fuglinn. Nú á dögum göngum við hins vegar út í næstu búð og kaupum kjúklinginn grillaðan úr ofni kaupmannsins. ... allt sem nú f æst í pökkum eða dósum Árið 1880 þurftu húsmæöur aö búa til allan barnamat sjálfar. Þess utan þurftu þær aö mala kaffið ofan í feðurna, skera og mylja sykurinn, mjólka kýmar, strokka smjöriö, sigta hveitið og mylja það, þurrka vínber og yfirleitt tilreiða allt sem fáanlegt er í pökkum og dósum hjá kaupmönnum dagsins í dag. Og ímyndið ykkur húsmæöurnar fyrir öld síðan vinna öll þessi kref jandi verk meö börnin hangandi utan í sér, grátandi og biðjandi um athygli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.