Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Qupperneq 16
16 DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. ; ,. ■ Rætt við Helga Óskarsson og foreldra hans um einstæða læknisaðgerð á íslenskum dreng á erlendri grund „Það er með ólíkindum, starfið sem þama er unnið. Þangað kemur fólk, hræði- lega bæklað, bundið við hjólastól og oft á tíðum hafa læknar dæmt þetta fólk hreinlega úr leik. En eftir svona, ja, fimm ára meðferð undir stjórn Hizarov hefur það náð fullkominni likamsbyggingu.” Það er Öskar Einarsson, faðir Helga Óskarssonar, 13 ára gamals Reykvíkings sem Iengdur var um 18 sentímetra í Síberíu, sem segir svo. Eins og kunnugt er og sagt var frá í DV fyrir skömmu fóru þeir feðgar til Kurgan í Síberíu fyrir tæpum ellefu mánuðum. Þar gekk Helgi undir aðgerð, sem lengdi fótleggi hans um 18 sentímetra. Aðgerðina framkvæmdi rússneskur læknir og prófessor Gavríl Abramovits Hizarov að nafni. Strax við fæðingu Helga kom í ljós að vaxtarhormónarnir störfuðu ekki eðli- lega. Þegar hann lagði upp til Síberíu var hann 1,14 metrar á hæð og Ijóst þótti að hann myndi ekki stækka meira. í dag er hann 1,32 metrar, en við meðferð þá er hann hlaut fara og vaxtarhormónamir af stað, í stuttan tima aö visu. Gert er ráð fyrir, að hann hækki eitthvað á einu ári eftir að aðgerðin hefur verið gerð. Aðgerð- in, sem Helgi hefur þegar gengið undir, er sú fyrsta af þremur sem hann þarf að gangast undir. Sú næsta verður að 1—2 ámm liðnum og sú síðasta að jafnlöngum tima liðnum þar frá. „Gleðin, sem skín út úr þessu fólki..." Þegar við hittum Helga og f jölskyldu hans að máli á dögunum var létt yfir þeim, rétt eins og þau hefðu unnið stóra vinninginn í happdrættinu, enda má kannski líkja þessari vel heppnuöu læknisaðgerð við eitthvað slíkt. Þeir feðgar yrtu hvor á annan á rússnesku og svo hlógu þeir dátt. Við hin skildum auðvitað ekki bofs, svo að þeir þýddu fyrir okkur það sem þeim fór á milli, svo að við gætum hlegið líka. „Það hefur orðiö alveg geysileg breyting á Helga,” segir móðir hans, Ingveldur Höskuldsdóttir. „Hann er farinn að hlæja og gera aö gamni sínu, sem var næstum óþekkt fyrirbrigði áöur en hann fór út. Honum var svo oft strítt á því, hvaö hann væri lítill. Nú hefur hann hækkað um 18 sentímetra og það er ekki svo lítið. Helgi er farinn að líta svo miklu bjartari augum á lífið og tilveruna því að nú veit hann að hann getur orðið alveg eins og við hin. Hann er harður við sjálfan sig og ákveðinn í að ná sér fulikomlega og það hefur ekki svo lítið að segja í þessu tilfelli.” Og nú skýtur Oskar inn í: „Það er einmitt þetta, sem vakti einna mesta athygli mína á sjúkrahús- inu í Kurgan. Þessi gleði, sem skein út úr fólkinu, er var að koma úr aðgerðunum. Allt í einu fannst því lífið brosa við sér. Ég held nefnilega aö þegar allt er slétt og fellt í lífinu þá gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum það gott. ” Enn sem komiö er gengur Helgi við hækjur enda ekki nema réttar tvær vikur síðan hann kom heim. Á næstu dögum á hann að losna við þær og fá stafi í þeirra stað. En hann mun líka losna við þá áður en varir. Helgi var í þrotlausum æfingum ytra og heldur þeim áfram eftir að heim er komiö. En það eru einmitt þær, sem gera gæfu- muninn um fullkominn bata. „Ilizarov varð fyrst þekktur fyrir um 12árum" I Kurgan búa 350 þúsund manns. Á sjúkrahúsinu, þar sem Helgi dvaldi, eru 300 rúm og allt fullt. Spítalinn sinnir eingöngu tilfellum á borð við þetta undir stjórn Ilizarovs og er sá eini sinnar tegundar í heiminum. „Það eru um 30 ár síðan Ilizarov hóf þessar tilraunir,” segir Oskar. „En það var fyrst fyrir um 12 árum að hann hlaut almenna viðurkenningu í Sovétrikjunum. Þannig var að rúss- neskur heimsmethafi í hástökki, Valeri Brumel, hann varð meðal annars ólympíumeistari í Tokýó ’64, lenti í bílslysi. Það var í kringum 70. Brumel varð illa úti í slysinu og hlaut mjög slæm beinbrot. Hizarov tók hann Óskar Einarsson, faðir Helga, hlaut tilsögn i nuddi og þjálfun til að gota hjálpað Helga og tekið þátt i meðferðinni. Hér þjálfar hann italska drengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.