Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. LAUG ARDAGUR12. MARS1983. ákveðnir og vita nákvæmlega um hvaö þetta snýst. Þetta er mjög sársaukafullt meðan á þessu stendur. Það eru settar eins konar spelkur á fótleggina, svo eru nokkurs konar prjónar reknir í gegn um beiniö á nokkrum stööum, sem þvinga beinið eða teygja á lengdina.” „Sá afdrei að nokkuraðgerð hefði misheppnast" — Hvernig leið dagurinn hjá þér? „Eg bjó á „pensjónati” úti í bæ. Eg var yfirleitt kominn á sjúkrahúsið til Helga um 9 á morgnana. Þá haföi ég náð í mat handa okkur, sem ég fékk að útbúa á spítalanum. Eg fékk tilsögn í nuddi og þjálfun til aö geta hjálpað Helga og tekið þátt í meöferöinni. Þaö er mjög mikilvægt að sjúklingamir hreyfi sig sem mest og gönguferöir era nauðsynlegar. Við feðgamir gengum því mikið um nágrenni sjúkrahússins, að meðaltali 3—4 kílómetra á dag. Þannig eyddum við dögunum við gönguferðir og nudd. Um níuleytið á kvöldin fór Helgi aö sofa og þá fór ég heim á „pensjónatið”. — Nú skilst mér að það sé langur biðlisti eftir að komast aö hjá Ilizarov, en þið fenguð sk jóta fyrirgreiðslu. ,,Já, þaö var í nóvember ’81, að ég skrifaði út með aðstoð rússneska sendiráðsins hér, eftir að viö höfðum séð grein í norsku blaöi um Dizarov. I marsbyrjun ’82 fengum viö svo svar um að við mættum koma strax út. Þetta var óvenju skammur biðtími, en hvers vegna veit ég ekki. ” — Var Ilizarov ánægður með hvernig til tókst meö Helga? „Já, mjög. Helgi var í miklu uppá- haldi hjá honum og öðrum læknum viö sjúkrahúsiö. Dizarov sýndi læknum frá öðrum löndum Helga, sem dæmi um dæmalaust vel heppnaöa aögerö.” — Hvernig var með önnur tilfelli? Tókst honum alltaf jafnvel upp? „Eg sá aldrei að nokkur aðgerð hefði misheppnast. Ef eitthvað var að, þá var það vegna þess að viðkomandi hafði ekki verið nógu duglegur að þjálfa sig.” — Starfa margir læknar við sjúkrahúsið? „Já, þeir eru margir sem þaraa starfa. Eg held það sé að meðaltali einn læknir á hverja sex sjúklinga. Þarna koma mikið læknastúdentar sem aöstoða Ilizarov og læra af honum.” „Ótrúlegustu verk eru unnin í Kurgan " „Þaö voru ótrúlegustu aðgerðir sem Ilizarov gerði og tókst vel. Þama var ungur maður um þrítugt, sem alltaf hafði verið í hjólastól. Hann fæddist þannig að fýrir neðan hné voru aðeins um 20 sentímetra stúfar og því var maðurinn gersamlega ófær til gangs. Ilizarov var búinn að lengja stúfana og beygja þá, þannig að maðurinn var kominn með fætur og farinn að ganga við hækjur. Eftir ár á svo að lengja lærleggina. Annar piltur var þarna, sem átti viö spastíska lömun aö stríða. Ilizarov var búinn aö ná lömuninni upp og pilturinn var farinn að ganga eðlilega. Tækin sem Ilizarov notar við aögerðírnar eru algerlega hönnuö af honum sjálfum og búin til í vistarver- um sjúkrahússins. Þetta starf sem þama er unnið byggist á þrotlausri vinnu, en Dizarov hefur í gegnum tíðina meö tilraunastarfsemi á hundum náð svona langt.” „Ilizarov styttir líka" — Hvemig er með risavaxið fólk? Getur það komið til Ilizarov og látið stytta sig? „Já, hann gerir þaö líka. Þarna var Ungverji, 2,50 metrar á hæð. Hann hafði verið styttur um 20 sentímetra og átti eftir að stytta hann enn meira. I slíkum tilfellum er tekið úr legg junum, þeir látnir gróa saman og tækin sett á til aö halda í horfinu. En hvort sem verið er að stytta eða lengja er eitt sammerkt með öllu þessu fólki: Það er gleðin, sem skín út úr svip þess. Andrúmsloftið á sjúkrahúsinu er svo jákvætt, hvort heldur eiga í hlut starfsfólk eða sjúklingar. Allir eru svo lífsglaðir. Og af því getum við, sem eigum að heita „normal”, lært mikið,” sagðiOskarEinarsson. -KÞ' „Þjtining vertiur til þess aú fólh metur lifió meira99 — segir prófessor Ilizarov sem hefur med frumlegum tækjum sínum og nýjum aðferðum lengt útlimi manna um meira en 50sentímetra. Sá hinn sami lengdi Helga Óskarsson Hver er Ilizarov? Það er maður, sem hefur gert byltingu í að laga lík- amslýti og áverka. Hann er yfirmað- ur vísindastofnunar, vísindadoktor og prófessor. Þessi læknir hefur meö frumleg- um tækjum sínum og nýjum aðferð- um lengt útlimi manna um meira en 50 sentímetra. Án þess að nota skurðhníf lagar hann bogna fætur og handleggi og aðra útlimi og „mótar” hreinlega upp á nýtt. Aðferö Ilizar- ovs hefur hlotið almenna viðurkenn- ingu og farið er að nota hana í næst- um öllum borgum Sovétríkjanna, einnig erlendis. Næstum 200.000 manns hafa hlotið lækningu meö þessari aöferö. Einnig hefur eftir- meðferðin orðið miklu styttri en áð- ur. Til borgarinnar Kurgan í Síberíu kemur fólk frá öllum landshornum — fólk með hækjur, með aflagaða út- limi, fólk sem örvæntir. Hingaö kemur það fólk, sem ekki hefir verið hægt að hjálpa á öörum sjúkrahús- um. Fólk, sem leggst inn á þetta sjúkrahús, sem er einstakt í sinni röö,nærgleðisinni. „Hvað á maður að gera ef ekki vinna?" Hvernig maður er Dizarov? Þar eru sjúklingar hans og starfsbræður ekki sammála. Þeir fyrmefndu lýsa honum sem mildum, óaðfinnanleg- um og mjög góðum lækni. Hinir síð- amefndu töluðu um hæfileika hans, snilligáfu, mann sem teldi starf og líf eitt og hiö sama. „Hann er þurr á manninn.. . Hann vill ekki tala um sjálfansig.” Ilizarov tók á móti mér og sagði, þar sem hann hallaöi sér aftur á bak í stólnum: „Nú, við skulum byrja.. . Eg vil ekki þurfa að flýta mér.” — Gavríl Abramovits. Mér var sagt, að þú tækir enga frídaga og far- ir aldrei í sumarfrí. Það lítur út fyrir að þú lifir aðeins fyrir aöra og gleymir sjálfum þér? „Eg skil ekki . . Hvað á maður að gera ef ekki vinna? Sofa? Drekka? Leika sér? Tilgangur lífsins er fólginn í því aö vinna. Já, ég hvíli mig en fer ekki í frí, en er það eitt- hvert afrek? Eg fór einu sinni á heilsuhæli og fór þaöan eftir viku.” Taliö berst aö starfsvalinu. Iliz- arov segir að eitt sinn er hann var drengur hafi hann oröið svo heppinn aö veikjast. „Ég segi svo heppinn,” heldur hann áfram, „vegna þess að þá byrjaði þetta allt saman hjá mér. Við bjuggum í fjallaþorpi og ég var elsta bamið í stórri fjölskyldu. Eg hafði aldrei oröið veikur og fram að níu ára aldri hafði ég ekki séð lækni. Þá borðaði ég yfir mig af perum, sem höfðu verið úðaðar með eitri og var að deyja. Mamma kallaöi á lækni. Ég man enn eftir honum: Traustur maöur að sjá með horn- spangargleraugu og virðulegt útlit. Hann lét mig drekka fimm boila af sjóðandi vatni, gaf mér sprautu og sársaukinn hvarf. Ég lifði þetta af, varð furðu lostinn og ákvað að verða læknir. Ég hafðifundiðmértakmark tilaðstefnaaö. Öll mín skólaár var ég ákveðinn í að verða læknir. Eftir að ég hafði lok- ið námi við skóla fyrir verkamenn fór ég til náms við Simferopolsk- læknaháskólann. Svo kom stríðið og allt breyttist. Viö vildum komast til vígstöövanna, en var synjaö. Far- sóttir gengu á heimavígstöðvunum og það varð að bjarga fólkinu þar. Eftir að ég hafði lokið námi við læknaskólann, var ég sendur til Dol- govku, sem er 150 km frá Kurgan. Þar varð ég „héraðslæknir” — stundaöi bæöi börn og fullorðna. Ég tók á móti bömum, dró úr tennur og gerði plastískar aðgerðir.. . Þar skildi ég aö það sem ég hafði mestan áhuga á var að laga líkamslýti og áverka.” Líkamslýti og áverkar í öðru sæti — Var mikið um tilviljanir í lífi þínu? , ,Hvað skal seg ja ? Það var tilvilj- un að ég fór frá suðri til norðurs. Það var aftur á móti engin tilviljun að ég valdi líkamslýtafræði. Mig furðaði á því, hversu mikiö var af óleystum vandamálum á því sviði. Líkamslýti og áverkar eru hvað tíðni snertir í öðru sæti á eftir hjarta- og æðasjúk- dómum og helstu lækningaaðferðirn- ar þar þær sömu og á síöustu öld. Skurölækningar með meiru taka ör- um framförum, en hér hafði ailt stöövast. Þetta heillaði mig. Svo að ég snúi mér aftur að starfs- vali, þá er ekki hægt aö vera alhæfur á 20. öldinni og þess vegna er ekki að- eins mikilvægt að velja sér starf, heldur líka að finna sér stað í því. Það er erfitt. Lífið í dag býður upp á of margar freistingar. Fara í leik- hús, bíó, lesa skemmtilega bók, það er að segja að neyta einhvers, sem aðrir hafa skapað er auðvitað auð- veldara en að gera þetta sjálfur. Auðveldara.. . Og loks breytir þetta „auðveldara” lífinu í tilviljanakeöju og maðurinn týnir sjálfum sér smátt ogsmátt.” — Afsakaðu, Gavríl Abramovits, en að mínu mati hefur þú undarlegar hugmyndir um freistingar og neyslu. Þú telur upp leikhús, bíó, bæk- ur. .. Þetta eru ekki einhverjar vör- ur, heldur andleg fæða. Hvernig getur nútímamaðurinn lifað án þessa ? Er hægt að hugsa sér f ulltrúa í menntamannastétt, sem ekki hefur tengsl við menninguna? „Hvað skai gera? Eg hef til dæmis stundum ekki tíma til að sinna menn- ingarlífi. Eg hef til dæmis heyrt að „Meistarinn og Margrét” eftir Bulgakov sé mjög gott verk, en hef alls ekki komist til að lesa bókina. Ég hef oft ætlað að drífa mig í það og jafnvel byrjað, en ég hef alltaf þurft að lesa eitthvaö, sem lýtur að starf- inu, sem ekki hefur mátt bíða. Eg er búinn að sætta mig við þaö. Og ég tel, aö aöeins meö því að hafna ýmsu fyr- ir annað, sem er mikilvægara, megi ná því marki sem maður óskar.” „Efsköpunarstarf er unnið erþreytan ekki óbærileg " — Það er leitt að þú skulir ekki hafa haft tíma til að lesa verk Bulga- kovs. En þaö er skiljanlegt. 1 viðtali við ítalska leikstjórann Fellini rakst ég á þá staðreynd að á síöustu árum hafði hann ekki lesiö neitt, ekkert utanaðkomandi til að trufla ekki eig- in lífsskynjun. Þetta er meðvituð sjálfstakmörkun. Hjá þér er það af því að þið neyðist til þess. Þú lest mikið um læknisfræðilegt efni og hef- ur ekki tíma til að lesa annað. Bæði þú og Fellini hafið valið annað af tvennu: Þið hafnið slikum unaöi sem lestur er til þess að. .. En ef fyrir hendi er ekki slík köllun hjá manni, á þá að vera að sannfæra hann til að fá hann til að takmarka líf sitt? Ég tel að það sé hollara fyrir mann að hlusta á góða tónlist heldur en að skrifa sjálfur léleg kvæði og svo framvegis. „Ég tel mig ekki geta talað um list. Ég er líka illa að mér í því, hvert gagn er aö hinum ýmsu tómstunda- iðkunum. Samt hef ég sjálfur teiknað, spilaðá mandólín, balalaiku og harmóníku og fiðlan er enn til heima hjá mér. Nú er steina- og kór- allasafnið mitt þaö eina, sem ég leyfi mér að setjast niöur við. En þaö kemur sjaldan fyrir. Stundum segi ég aö sjálfstakmörkun sé hverjum 1 Gavril Abramovits llizarov iæknir. Læknisaðferð hans hefur hiotið almenna viðurkenningu i Sovétr rikjunum og víðar. Næstum 200. OOO manns hafa hlot- ið lækningu með þessari aðferð. manni nauðsynleg. Einnig er mikil- vægt að búa yfir starfsgleði í lífinu. Þá er nauösynlegt að hugsa ekki eingöngu um gleðina, heldur starfið — eyða ekki tímanum til ónýtis. Ef sköpunarstarf er unniö, þá er þreyt- an ekki óbærilegjieldur gefur hún þér þvert á móti nýja krafta. Eg er þess fullviss að þörf er á dirfsku og hugmyndaflugi í hvaða starfi sem er. Ég tel hugmyndaflug vera leit að einhverju nýju. Þaö er ekki hver jum og einum gef ið að finna upp nýja hluti. En hver veit fýrir-i fram hverjum það er gefið og hverj- um ekki? Það er gremjulegt hve fáir reyna en telja að slíkt sé aöeins fyrir óvenjulegt fólk. En allir þeir, sem skarað hafa fram úr, hafa einhvern- tíma verið venjulegt fólk. .. ” „Aðferðin okkar varð til„allt í einu"!" — Ertusammálaþvíaðmargarupp- götvanir í lífi okkar séu ekki full- komnaöar vegna þess að flest okkar láta skeika að sköpuöu og vantar þolinmæði? „Eg harma oft, hve fullorðna fólk- ið hættir fljótt að vera böm. Barniö hefur áhuga á öllu og spyr alltaf: „Hvers vegna? Það óttast ekki að vera talið heimskt. Það má alltaf uppgötva eitthvað óvænt í hinu dag- lega. Við skulum taka dæmi sem er nærtækt mér. Aðferðin okkar. Hún varðtil „alltíeinu”. Frá tímum Hyppokratesar hefur verið talið, að beinbrot greru mjög hægt vegna þess að í beininu er harð- ur vefur andstætt viö aðra vefi lík- amans. Maður sem fótbrotnaöi var settur í gifs og upp í rúm í marga mánuöi í óþægUega stellingu og sagt að hreyfa sig ekki. En maðurinn er lifandi. Hann hreyfir sig og samsetn- ing brotsins fór úr skorðum. Aftur þurfti að gera aðgerð og líða allar kvalir upp á nýtt.Orsökin var talin sú, að beinið var lengi að gróa. Nú þegar okkur hefur tekist að sanna meö þúsundum aögerða aö bein er einn þeirra vefja, sem eru hvað mest lifandi, og endurnýjar sig vel ef aðstæður eru góðar, virðist undarlegt að við skyldum álita að slikir möguleikar væru ekki fyrir hendi. Getur verið eitthvað í manns- likamanum sem er passíft? Á sínum tima lagði ég þessar spurningar fyrir mig og ég skynjaði með innsæi mínu að læknisaðferðir á sviði beinbrota voru úreltar. Og síðan fékk ég ekki frið fyrir þeirri hugsun, að það hlyti að vera hægt að finna eitthvað nýtt og gjörólíkt.” „Árið 1950reyndi ég í fyrsta skipti tækið m'itt” „Ég ferðaðist um, hugsaði, flaug í flugvél, hugsaði, lagöist til svefns, hugsaði. .. Og las auövitaö mikið. Eg gerðist áskrifandi að öllu sem hægt var að fá í Dolgovku. Las dag og nótt. Fékk mér leyfi frá störfum á eigin kostnað og fór til Moskvu og settist að á bókasöfnum. Ég varð að ná valdi á vísindum, sem ég hafði ekki vitað áður að voru til.Þegar ég vann að því að hanna tækið varö ég aðlærasmíði.. . Tækið sem við notum er tiltölu- lega einfalt. Naglar eru reknir inn í beinin og teygt á. Utlimurinn vex um 1—2 millimetra á sólarhring. En það má ekki ætla, að þetta sé svona ein- falt. Það má ekki nota tækið eins og eitthvað sem hentar hverjum og ein- um. Við notum eina grundvallarað- ferð, en yfir 400 aðferðir eru til og stöðugt er unnið að tilraunum og nýj- ungum.” — Manstu eftir einhverjum af þeim fyrstu sem gengust undir þessa aðgerðhjáþér? „Ég man eftir andliti allra sjúkl- inga minna gegnum árin. I fyrsta skipti reyndi ég tækið mitt árið 1950. Það var fullorðin kona sem gekkst undir aðgerðina — ég man enn ættar- nafn hennar — Kroshokova. Hún hafði notað hækjur í 15 ár. Eftir meðferð okkar uxu bein hennar sex sinnum hraðar en vanalega. Hún sneri aftur heim og sendi okkur bréf, þar sem hún sagði að enginn hefði komið til að taka á moti sér einhverra hluta vegna og hún hefði þurft að fara fótgangandi níu kíló- metra leið, og fóturinn hefði staðið sigmeð prýði.” ,,Sjúklingarnir okkar fara að ganga daginn eftir aðgerðina" — Eg sá í gestabók þinni að prófessor nokkur hefur skrifað: „Það lítur út fyrir að við stöndum ekki aöeins við upptök nýrrar stefnu í læknavísindunum, heldur líka við upptök nýrrar afstööu til líffæra- kerfisins í heild, nýrra aðferða til virkrar fullkomnunar þess.” Hvað viltu segja um þetta? , Jlyppokrates bauð að í leit að sannleikanum ætti að snúa sér til náttúrunnar sjálfrar. Við reynum að líkja eftir náttúrunni sjáífri. Við hjálpum likamanum til að koma aft- ur á töpuðu samræmi. Og líkaminn er reiðubúinn til þess. Eins og ég sagði áðan var hér áður fyrr höfð sú aðferð að setja sjúkling- inn í gifs og láta hann liggja nokkra mánuði í rúminu. En þetta er óeðli- legt. Náttúran sjálf kemur læknum til hjálpar. Til þess að lengja beiniö borum við í gegnum það, en síðan byrjum við að teygja á því með að- stoö tækisins og teygjum á því um einn millimetra á dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.