Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. leysi þau meö henni eins vel og ég get. Þá er um trúnaðarmál okkar að ræða. Þannig finnst mér að yfirflugfreyja þurfi að vera. Að það sé hægt að leita til hennar. Það getur verið erfitt að bera áhyggjur sínar með sér í starfi semflugfreyja. Það geta líka komiö upp leiðindamál sem geta haft óþægilegan endi fyrir viðkomandi og mig sjálfa. Til dæmis þegar þarf aö vísa flugfreyju úr starfi en það er hluti af mínu starfi,” segir Ema ennfremur. — Nú þarfu að fara eftirlitsferðir með flugvélunum. Hefur þú fundið fyrir að flugfreyjumar séu hræddar við þig? „Já, ég þarf að fara eftirlitsferðir og það án þess að þær viti að ég verði um borð. Sem betur fer hefur mér fundist að flugfreyjumar taki mig sem eina úr hópnum. Eg vinn yfirleitt alltaf með þeim í vélunum. Oneitanlega hefur þó myndast bil milli mín og þeirra sem ég átti ekki von á. En ég er þakklát þeim sem lita á mig sem eina út hópnum þegar ég finn það.” Kenndi flugfreyjum í Nígeríu Ema Hrólfsdóttir hefur í gegnum starf sitt fengið tækifæri til að ferðast vítt og breitt um heiminn. Þó ekki nóg að eigin sögn. Ema hefur alla tíð haft mikinn áhuga fyrir ferðalögum og ekki bara utanlands því hún hefur einnig ferðast heilmikiö innanlands. „Eg veit ekkert betra en að sofa í tjaldi í rign- ingu og heyra rigninguna lemja tjald- ið. Helst vil ég þó að það sé stytt upp þegar ég vakna, ” segir hún og hlær. í gegnum starf sitt hefur hún kynnst ýmsu og upplifað. Meðal þess er að kenna Nígeríufólki að verða flugfreyj- ur og flugþjónar. „Ég fór til Nígeríu ásamt kennara okkar í neyðarútbúnaði, Þorkeli Jóhannessyni, til að kenna þarlendu fólki flugfreyjustörf. Þetta fólk hefur nú starfað um tíma, en ekki gengið nógu vel, þar sem allt viðhorf til vinnu er allt öðmvísi en hér á landi. Afrískt fólk er vant að sofna þegar það er syf j- að eða þreytt, sama hvað það er að gera eða hvar. Eg féll í þá gryf ju þegar ég kom út að ætla að breyta þessu f ólki eftir mínu höfði. Eg hafði vissan metn- að að kenna þeim þá þjónustu sem þykir sjálfsögð um borð í flugvélum á Vesturlöndum. Ég var fljót að sjá að nefnt dæmi þegar við komum einu sinni til Saudi-Arabiu. Starfsmaður Flugleiða þar hafði bíl til umráða til að keyra okkur frá vélinni að flugstöðinni, en það var töluverður spotti. Þegar við vorum komin miðja vegu stoppaði lög- reglan okkur, tók bílstjórann afsíðis og rak okkur kvenmennina út úr bílnum. Þeir töluðu nokkra stund yfir bílstjór- anum sem sagði okkur síðan að þama hefði hann naumlega sloppið fyrir hom. Það var nefnilega stranglega bannað að aka með konur. Eftir þetta þurftum við að ganga og reyndum þetta ekki aftur,” segir Erna brosandi. „Einnig kemur mér það alltaf tölu- vert á óvart í sambandi við múham- eðstrúna að flestir eiga þeir fleiri en eina konu. Eg hitti tvær innfæddar flugfreyjur sem báðar ætluðu að gift- ast sama manninum. Karlamir geta lika skilað konunum aftur, ef þeim líkar ekki við þær, en það þykir mjög niðurlægjandi fyrir konuna. Þó ég sé kvenréttindakona get ég ekki annaö en þakkað fyrir að vera Vesturlanda- búi og þá sérstaklega íslensk þó við konur á Islandi eigum enn langt i land. Þrátt fyrir allt myndi ég ekki vilja missa þau forréttindi að vera kona.” Fær bréf til Nígeríu Eftir stutt spjall um nígerísku kon- una minnist Erna á bréf sem henni eru oft að berast frá Nígeríu. „Nígeríu- búar em oft frekir og ýtnir. Eg fæ þó oft hlýleg og einlæg bréf sem hlýja manni um hjartaræturnar. Iðulega em þau þó að segja mér að koma með eitt- hvað handa sér, allt frá úrum, fatnaöi, skóm eða heilu tölvumar. Þau hika ekki við að biöja mann enda mjög sníkin. Segja gjaman: „Þú átt að gefa mér. . .” Svo biðja þau Guð að blessa mann, sem ég veit stundum ekki hvort er okkar Guð eða Allah, sem skiptir auðvitað engu máli,” segir Erna og brosir. Garðrækt á sumrin Erna er gift Jóni Emi Ámundasyni. Þau byggðu sér hús í Fossvoginum fyrir einum tíu ámm og hefur eitt aöal- áhugamál þeirra yfir sumartímann verið að gróðursetja í garðinum. Reyndar er garðurinn þegar orðinn yfirfullur af gróðri en þau létu ekki þar við sitja heldur eignuðu sér gamalt tún i Laugardalnum við Laugarvatn, þar sem þau eru þegar byrjuð að gróður- setja. Áhugamálin virðast ótæmandi en við beinum þeirri spumingu til Texti: Elín Albertsdóttir Ljósm.: Gunnar V. Andrésson „í mínu starfi þarf ég lika stundum að leysa per- sónuieg vanda- mál." )Sfg»SÍ. •eyjnr islu í háloftunuin það var misskilningur að ætla að breyta Afríku. Enda breyttust skoðan- ir mínar mikið eftir dvölina í Afriku. Þjónustan í Nígeríu er í engu sambæri- leg við okkar þjónustu enda menning þeirra allt öðmvísi. Þetta fólk var fljótt að læra, enda allt skólagengið fólk. Kennslan fór fram á ensku — einfaldri ensku — eiginlega á bamamáli. Nígeríubúar eru nefnilega eins og stór börn, þeir eru fljótir að gleðjast og fljótir að reiðast. Þeir höfðu líka sérstaka þörf fyrir að tjá sig. Hér heima er það eitt stærsta vandamáliö að fá nýjar flugfeyjur til að tala í hátalara, en í Nígeríu var rif- ist um að fá að tala. Þeim fannst það spennandi að fá að tala í hátalara og feimni þekkja þeir ekki. Kennslan í Nígeríu var ai^vitað ekki jafnvíðtæk og hér heima enda verður ein íslensk flugfreyja alltaf að vera með í hverri flugferð í Nígeríu öryggisins vegna,” sagðiErna. — Er ekki eitthvað sem hefur komið þér sérstaklega á óvart í Afríku? „Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hve konan er lítils metin. Eg get Ernu hvort það sé ekki erfitt að vera flugfreyja í h jónabandi. ,d<ei, nei, alls ekki, ég er sannfærö um að öll hjónabönd eigi sér sina gráu daga. Þá er einmitt gott og hollt að komast aðeins burtu og finna þegar maður kemur heim aftur að einhver hefur saknað manns. Annars eiga flug- freyjur oft meiri og betri frí en margar aðrar konur og ég persónulega tel að það sé auðveldara að vera gift flug- freyju en konum í mörgum öðrum stéttum. Annars er það auövitaö ekki mitt að svara fyrir eiginmennina,” segir hún. Hræðsla______? Er ég hitti Emu fyrst vissi ég eigin- lega ekki hverju ég ætti von á. Ég hafði rætt við hana í síma og hún leyfði mér að koma í heimsókn þar sem hún var að kenna nýliðum í flugfreyjustéttinni. Hún tók jafnframt fram við mig í símanum að hún væri hrædd við blaða- menn sem ég var fljót að segja að væri óþarfi. Ekki veit ég hvort hræðslan hafi horfið af sjálfdáðum er hún hitti mig en svo mikið er víst að enga hræðslu var að merkja hjá henni. Erna er einmitt, að manni sýnist, hugrökk. Og skemmtileg er hún. Enda kemur fljótlega í ljós við nánari kynni að hún hefði ekki gengiö í gegnum allt þaö sem hún hefur gert án k jarks. Hræðsla við blaðamenn hefur því bara verið uppgerð.. . En fyrst Ema segist vera hrædd við . .blaðamenn, hefur hún þá aldrei verið ; hrædd að fljúga? ,JMei, éghef aldrei veriðflughrædd,” er hún fljót að svara. „Ætli ég sé ekki hræddari að aka miíli Reykjavikur og Keflavíkur en að fljúga,” heldur hún áfram og segir siöan: ,JSitt sinn skal hver deyja,” segir Ema alvarleg á svip og bætir við —, ,Ég tek því.” Innanlandsflugið sæluvika — Hvað með innanlandsflugið. Em sömu flugfreyjur í því og utanlands- flugi? „Já, og það köllum við sæluvikuna okkar. Flugfreyjumar skipta innan- landsfluginu með sér og er það vika í einu. Eg held að flestum flugfreyjum þyki sæluvikan skemmtileg til- breyting. Innanlandsflugið gefur okkur tækifæri tfl að kynnast okkar þjóð betur. Mér finnst til dæmis mikill munur á hve fólk utan af landsbyggð- inní er óstressaðra en fólk á höfuð- borgarsvæðinu. Það er jafnvel vina- legra og opnara. Það er t.d. hægt að finna mun á fólki frá Húsavík og Isa- firði,”segirErna. Nljúk lending í lokin — Við höfum nú spjallað lengi vel, bæði á skrifstofu Emu og afla leið til London og heim aftur. Það má því með sanni segja að spjall okkar hafi verið langt og ekki síður skemmtilegt. Ema er fús að veita aflar upplýsingar um flugfreyjustarfið og það er ekki síst henni að þakka að lesendur geta fræðst um þetta vinsæla starf í helgarblaði DV í dag. Að lokum, áður en við lendum á Keflavíkurflugvelli, spyrjum við hana hvort einhver munur sé á ráðningum í dag og var fyrir átján árum er hún byrjaði. „Það er ekki mflrill munur,” svarar Ema. „Við þurftmn að taka samskonar próf og fórum í viðtal. Mig minnir að það hafi verið þrjár þétt- setnar skólastofur þegar ég var á námskeiðinu. Áhuginn var jafhmikill oghannerídag.” — Hvað með umsóknir frá karl- mönnum? „Það vom tveir flugþjónar starfandi þegar ég byrjaði og annar starfar ennþá. Annars er ég hissa á hvað fáir karlmenn sækja um þetta starf þó það sé alltaf að aukast. Syo virðist vera að stelpumar séu með betri málakunn- áttu en strákar. Þeir em hins vegar betri að sér í almennum málum, virðast lesa blöðin meira. Það er greinilegt að krakkar sem sækja um núna hafa haft fleiri tækifæri til mála- náms erlendis heldur en við höfðum. Þeir em líka miklu opnari og ófeimnari,” segir Ema og þar með lendir elsta flugvél Flugleiða mjúklega á vellinum og blaðamannamöppunni er lokað enda klukkan langt gengin í þrjúaönóttu. -ELA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.