Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Blaðsíða 22
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. Framkvöðlar Hollywood- ævintýrisins — þeir §em s kópu stjörnnr hvfta tjaldsins Pólskur sölumaour, utháenskur verslunareigandi, ungverskur feldskeri, siingvari frá New York og sonur pólsks slátrara. Þessir voru litríkir frumkvöðlar, kapps- fullir ævintýramenn sem lögðu grunninn að bandaríska kvik- myndaiðnaðinum og skópu pen- ingaveldið og draumaheiminn Hollywood. ... Adolph Zukor.. .Luis B. Mayer___Samuel... Goldwyn— Harry Chon___Jack Warncr— Eftir að hafa unnið sig upp úr fáfræði og fátæk t urðu þessir fágætu snillingar þeir sem skópu ógleymanlegar stjörn- ur hvíta tjaldsins, þeir sem gerðu óþekkt andlit að hvers manns eign, hefðbundin nöfn að þekktum, svo sem Pickford, Chaplin, Garbo, Gable, Foncia, Hayworth og Bogart. „Flöktandi myndir" Þetta hófst allt saman rneö starf i Ad- olph Zukor, sem nefndur hefur verið faðir kvikinyndarinnar. Fimmtán ára gamall fluttist hann frá Ungverjalandi tfl New York. I fyrstu hafði hann at- vinnu af að þvo gólf bjá feldskera i borginni og launin voru tveir doHarar á í-WSS3£3í3t\Si Lóðaúthlutun á Kjalarnesi Hér með eru auglýstar til umsóknar í Grundarhverfi Kjalar- nesi einbýlishusalóöir og raöhúsalóðir. Ennfremur er vakin athygli á lóðum fyrir iðnaðarhúsnæði. Nánari upplýsingar á skrifstofu hreppsins í síma 66076. REKSTRARSTJORI. Utboð Rafmagnsveitur ríkisins, Kröfluvirkjun, óska eftir tilboðum í flutning á sementi, stalpipum og borholuhljóödeyfum frá Húsavík og Reykjavík að Kröfluvirkjun. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu VST hf., Armúla 4 Reykjavík, og Glerárgotu 36 Akureyri, gegn 1.000 kr. skila- tryggíngu frá og með mánudeginum 14. mars 1983. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Kröfluvírkjunar, Strandgötu 1 Akureyri, mánudaginn 21. mars 1983 kl. 11.00 að viðstöddum peim bjóðendum sem þess kunna að óska. Reykjavik 10. mars 1983. RAFMAGNSVEITUR RIKISINS. Harry Cohn, stofnandi Columbia Pictures, ásamt stærstu uppgötvun sinni, fíitu Hayworth. viku. Fjórum árum síðar, árið 1892, stofnaöi hann sitt eigið feldskerafyrir- tæki, sem dafnaöi ágætlega þegar framísótti. A þessumárum festist hugur Zukors við kvikmyndina og þá möguleika sem hann sá í f ramtíð hennar. A þeim árum voru kvikmyndir harla lítilfjörlegar, reyndar ekki kallaoar því nafni þá heldur „fiöktandi myndir", og fáir gerðu sér grein fyrir því, að þessi tækni heföi eitthvert notagildi. En Zukor stóð fastur á þvi að hægt værí að segja samfellda sögu með kvikmynd- um, hægt væri að búa til nýja tegund afþreyingar fyrir almenning. Einungis þyrfti að yfirvinna nokkra tækniörðug- leika til þess aö framleiösla „kvik"- mynda gæti hafist. Hann setti á stofn lítið fyrirtæki sem vann að framgangi kvikmyndunarinnar. Það var árið 1912 og fyrirtækið hlaut nafnið „Famous Players". Þar með má segja að vísir- inn að síöari tíma stjörnudýrkun hafi orðið til, því strax á þessu ári tók Zukor að ráða til sín unga leikara í hlutverk í stuttum leiknum kvikmynd- um, eða atriðum, því varla er hægt að nefna fyrstu verk Zukors kvikmynda- verk í þess orðs fyllstu merkingu. Zukor var strax i upphafi fullviss um að hann gæti gert langar myndír. Draumur hans var að geta sagt heila sögu með kvikmyndavélinni. Og sá draumur hans rættist nokkrum árum síðar þegar ný og þá fullkomin kvik- Luis B. Mayer, forsetí Metro-Gatdwyn-Mayer-samsteypunnar, é tali við eítt stirnið sitt, Jean Harlow. myndavél kom til sögunnar sem hrinti öllum efasemdum manna um mögu- leika kvikmyndanna til bliðar. Fyrirtæki Zukors, Famous Players, færði smám saman út kviamar. Það breytti um nafn og varð að samsleyp- unni Pararnount Pielures, sem kom á framfæri jafnvinsælum stirnum og Ru- dolph Valentino, John Barrymore, Bob Hope, Jack Benny, Bing Crosby, Henry Fonda, Heten Hayes, Gary Grant, Dean Martin, Jerry Lewis, svo fáeinir leikarar þessa fyrirtækis séu nefndir. Adolph Zukor seldi Paramount-kvik- myndafy rirtækiö sitt árið 1966. Eignir þess voru þá að upphæð hundrað og þrjár milljónir Bandaríkjadollara. Saddur lífdaga lést hann hundrað og þríggja ára gamall. Columbia Pictures Harry Chon var fæddur og uppalinn New York-búi. Hann teit þennan heim áríð 1891. Hann hætti skólanámi fjórt- án ára gamall og hugðist gerast söngv- ari. Aldrei náði hann þó langt á þvi sviði. Það lengsta var aö starfa sem bakraddarí í hljóðupptökuverí. Nafns hans er þó hvergi getið á plötuumslög- umþessaraára. Árið 1924 stofnaði Harry lítið kvik- myndafyrirtæki að nafni Columbia Pictures. Hann þurfti ekki að ganga í gegnum eins mikla tækniöröugleika og Zukor hafði þurft rúmum áratug áður, og því óx fyrirtæki hans aö umfangi mun fljótar en Zukors. Menn voru líka mun örari á hlutabréfakaup i slíku fyrirtæki þá en á uppgangstimum Zuk- ors þegar enginn hafði trú á k vikmy nd- um. Meðal kvikmyndastjarna sem Chon uppgðtvaði voru Rita Hayworth og Wiliiam Holden. Og bann gaf leikara- efninu Frank Sinatra einnig Uf. Þegar bann lést, seztúi og sjö ára að aldri lét hann eftir sig eignir sem námu f jórtán milljónum doliara. Misheppnaðist algjörlega___ Louis B. Mayer fæddist í Litháen ár- ið 1885. Aðeins þriggja ára að aldri fluttist hann ásamt f jölskyldu sínni til New York. Nítján ára gamall hafði bann opnað sína eigin gjafavöruversl- un í borginni. Nokkrum mánuðum síðar varð þessi verslun hans gjald- þrota. Þá fluttist Mayer til Boston og gerðist miðasölumaður í leikliúsi þar í borg. Eftir að hafa lagt f jármuni til hliðar í mðrg ár og ávaxtað peninga sína af eljusemi, gerði hann sér lítið fyrir og keypti allstórt leikhús í Bost- on, New England Theater. Asamt nokkrum vinum sinum stofnaði hann svo Metro Pictures og sína fyrstu kvik- mynd tóku þeir upp í Brooklyn. Hún misheppnaðíst alg j öriega. Þá flutti flrmað sig til Hollywood, og eftir samruna þess við nokkur önnur kvikmyndafyrirtæki varð Mayer for- seti Metro-Goldwyn-Mayer-sam- steypunnar. Undir hans f orsæti urðu til stjörnur á borð við Gretu Garbo, Clark Sam Goldwyn (lengst tíl hægrí) ésamt nokkrum leikurum sem hann skaut upp á stíörnuhimininn; Douglas Fairbanks, Mary Pickford, Eddie Cantor og fíonald Colman. ALDA: þvottavél og þurrkari Tekur heitt og kalt vatn. Vindur 800 snúninga. Fullkomin þvottakerf i. Verðið er ótrúlega hagstætt, kr. 13.200. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1a, sími 86117.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.