Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1983, Side 23
DV. LAUGARDAGUR12. MARS1983. 23 borö viö Laurence Olivier, Will Rogers, Danny Kaye, Eddie Cantor og DavidNiven. Samuel Goldwyn lést níutíu og eins árs gamall árið 1974. Síðasti stórlaxinn Jack Wamer hóf afskipti sín af kvik- myndabransanum ásamt bræðrum sínum, Albert, Sam og Harry. Og stofnkostnaöur fyrirtækis þeirra var ekki meiri en eitt þúsund dollarar. Áriö 1966, þegar Jack seldi einn þriðja hlut sinn í kvikmyndafyrirtækinu.hljóðaði sú upphæð upp á þrjátíu og tvær milljónir dollara. Jack Warner fæddist 1892, sonur pólsks innflytjanda í Ohio-fylki, sem þar starfaði sem slátrari. Strax á tán- ingsaldri gafst þeim bræðrum tækifæri til að kaupa eigið kvikmyndafyrirtæki, þó litið væri í sniöum. Þeir slógu til, reiddu af hendi þessa þúsund dollara sína sem þeir áttu í reiðufé og hófu starfsemi. Fyrsta kvikmynd þeirra bræðra hlaut nafnið „The Great Train Robbery”. Hún mistókst og fyrirtæki þeirra bræðra var gert upp. Þeir gáf- ust þó ekki upp og héldu ótrauðir áfram, næsta fyrirtæki þeirra hlaut það glæsta nafn Warner Brothers Corp., sem síðar fékk styttinguna Wamer Bros. Það gekk brösótt í fyrstu, en tókst smám saman að vinna sig í gegnum byrjunarörðugleik- ana og verða eitt umfangsmesta fyrir- tæki sinnar tegundar. Jack uppgötvaði margar frægustu perlur hvíta tjaldsins. Hann lagði gmnninn að leikferli ekki ómerkilegri leikara en Gary Cooper, Humphrey Bogart, James Cagney, Bette Davis og Rock Hudson. Siðasti stóHaxinn. Jack Warner býður hór veikominn til Hollywood kappann Ceorgie Jessel og konu hans. Stóriaxasvipurinn leynir sér ekki i svip kvik- myndaforstjórans, enda myndin tekin á gullaldarár- um kvikmyndafram- leiðslunnar i Hollywood, skömmu eftir siðara heims- stríð. Gable, Joan Crawford, Judy Garland, Mickey Rooney, Jean Harlow og ótelj- andi aðrar stjörnur hvíta tjaldsins. Louis B. Mayer lést árið 1957. Framleiðandi án fyrirtækis Samuel Goldwyn lagði upp frá selja hanska. Þar með jukust tekjur hans að mun. Hann lagði drjúgt af þeim til hliðar. Og áriö 1914 taldi hann sig eiga nóg til að láta gamlan draum sinn rætast, að setja á stofn kvik- myndafyrirtæki. Tveimur árum eftir stofnun þess sameinaðist þetta fyrir- tæki hans fyrirtæki Adolphs Zukors, Famous Players. Samvinnan gekk Samuel Goldwyn flengst tii hægri) horfir stoltur i uppsetningu nafnskittis fyrirtækis sins fyrir utan kvik- myndaverið sem hann starfrækti. heimalandi sínu, Póllandi, með and- virði tuttugu dollara í vasanum. Hann var þá aðeins f jórtán ára að aldri og hugðist freista gæfunnar í landi tæki- færanna. Þegar hann lést lét hann eftir sig tuttugu milljónir Bandaríkjadoll- ara. Fyrstu ár sín í Bandaríkjunum, en hann settist í byrjun að í New York, þvoöi hann gólf í verksmiðju er fram- leiddi þá ágætu vöru, hanska. Þetta var skömmu fyrir aldamótin síðustu. Fáum árum eftir að hann hóf störf í nefndri verksmiöju hafði hann af dugn- aði unnið sig upp í sölumann innan fyrirtækisins. Hann tók sem sagt að ekki og Goldwyn stofnaði aftur sitt eigið fyrirtæki, Goldwyn Pictures Corp. En árið 1922 seldi Goldwyn þetta firma sitt Mayer og fleiri aöilum innan kvikmyndaiðnaðarins. ÞannigerGold- wyn nafnið komiö inn í Metro-Goldwyn- Mayer-heitið. Goldwyn sagði þó ekki skilið við kvikmyndaiðnaðinn. Næstu þrjátíu og sjö árin starfaði hann sem óháður kvikmyndaframleiðandi, án nokkurs fyrirtækis. Hann framleiddi meistarastykki eins og „Wuthering Heights”, „Guys and Dolls”, „The Best Years bf Our Lives” og „Dead End”. Goldwyn uppgötvaöi hæfileikafólk á Á meðan starfskrafta hans naut við framleiddi fyrirtæki hans yflr átján hundruð kvikmyndir í fullri lengd, þar á meðal stórvirkið frá árinu 1943, „Casablanca”, og fleiri eftirminnileg- ar myndir áratugarins 1930 til ’40 með stirnum eins og Bogart, Cagney og Ed- ward G. Robinson í aðalhlutverkum. Jack Warner lifði lengst þessara fimm frumherja Hollywood-ævintýris- ins, sem nú hafa verið nefndir. Hann lést háaldraður árið 1978. Þar féll frá „síðasti stórlaxinn”, eins og Jack Warner var oftlega nefndur í lifanda lífi. -SER tók saman. VEkvLÆKKUN A UTVAKPIMBÐ KASSETTUTÆKI STERÍO UTVARP MEÐ KASSETTUT/EKI ® Tandu RAFMAGNS- ■ OG RAFEINDAT/EKI ÁÐUR KR. 6.295,- NÚ KR. 3.980,- VERSLUN LAUGAVEG1168 RVÍK. S. 18055 Félagsmálastofnun Vistheimili óskast á Reykjavíkursvæðinu fyrir 10 ára gamlan dreng 5 sólarhringa vikunnar. Nánari upplýsingar gefnar á Félagsmálastofnun, Asparfelli 12, sími 74544 á skrifstofutíma. Vélskóli Islands Skrúfudagurinn kynningardagur Vélskólans er í dag, laugardag- inn 12. mars, og hefst kl. 14 í Sjómannaskólanum. SKOLASTJORI. Sænskir listmunir til fenningagjafa Gott úrval ~ Takmarkaðar birgðir lóm. niynair LAUGAVEGI 53 SÍMI20266^ Til fermingargjafa SKRIF- BORÐ MEÐ HILLU OG LJÓSI 2 GERÐIR Kaupið það besta fyrir ferm- ingorbarnið. npm & ,ausarda9 kl-10-4. Urltl sunnudag kl. 2-4. Reykjavíkurvegi 68 sími 54343.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.