Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR14. MARS1983. Forsetaheimsóknin í Árnessýslu: „ER KOMIN TIL AÐ SJA SEM FLESTA” „Ég er komin til aö sjá sem flesta,” sagöi forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, er hún skoðaði minjasafniö Egilsbúö í Þorlákshöfn á laugardags- morgun. En Þorlákshöfn var einmitt fyrsti viðkomustaður forsetans í heimsókn í Ámessýslu um helgina. Feröaáætlun forsetans var nokkuð ströng. Hún lagöi af staö frá Bessa- stööum laust eftir klukkan níu á laugardagsmorgun. Við Þrenglsaveg tóku sýslumaöur Árnessýslu, Andrés Valdimarsson, og kona hans, Katrín H. Karlsdóttir, á móti forsetanum og fylgdarliði. Og voru þau síðan meö for- setanum á meöan á heimsókninni stóö. Eftir aö forsetinn haföi skoðað Þorlákshöfn var haldiö af staö til Selfoss, þar sem hún snæddi hádegis- verö. Þaöan lá leiðin til Eyrarbakka, en þar heimsótti forsetinn meöal annars Litla-Hraun. Frá Eyrarbakka fór forsetinn til Stokkseyrar en þaöan var ekið aö Flúöum og þar snæddur kvöldverður í boöi sýslunefndar Árnes- sýslu. Forsetinn gisti svo í Eystra- Geldingaholti. Forsetinn og fylgdarliö óku aö Skál- holti laust fyrir hádegiö í gær. Snæddu hádegisverð í lýöháskólanum og hlýddu að honum loknum á guðsþjónustu í Skálholtskirkju, þar sem séra Guðmundur Óli Olafsson þjónaöi fyrir altari. Forsetinn heim- sótti síðan Aratungu en fór þaöan aö Laugarvatni þar sem snæddur var kvöldverður. I gærkvöldi var forsetinn viöstaddur leiksýningu hjá mennt- skælingum á Laugarvatni. Heimsókn- inni lauk síðan seint í gærkvöldi. Heimsókn forsetans í Ámessýslu var vel heppnuð. Áberandi var hvaö margir krakkar voru alls staöar til aö taka á móti honum. Vakti mikla athygli aö nær öll bömin vom meö heimatilbúna fána, sem þau veifuöu á- kaft þegar forsetinn kom. Þá fékk for- setinn mikiö af blómum frá krökkum. -JGH. % X íhé 1 11 l|ir? 1 j VbB jí j 'i i -4 y\ '1 ; J/1 mm w jj \ ttv# f mSm . II \ ■Z'l V % „Ég vil byrja á að þakka ykkur fyrir Rimiarokkið. Sú plata hefur vakið mikla athygli. Ég hugsa ákaflega oft tii ykkar hér. Ég er fegin því að þið skuluð fá tækifæri hér til að vera i námi, en menntunin er mikils virði. Veit að þið hafið staðið ykkur vel við að undirbúa betri tíð. Liðið er liðið og þið ættuð að huga að framtíðinni. Ég er bjartsýniskona og trúi á framtiðina." Þetta eru nokkrar setningar úr ávarpi forset- ans til fanga á Litla-Hrauni. „Lifi forsetinn," sagði einn fanganna og þeir klöppuðu Vigdísi !of ilófa. «1 Alls staðar þar sem forsetinn kom tóku á móti henni hressir krakkar, sem voru nær undantekningarlaust með heimatilbúna fána. Hér kemur forsetinn að barnaskólanum á Éyrarbakka. Eftirvæntingin skín úr augum krakkanna. Með Vigdisi er Magnús Karel Hannesson, oddviti á Eyrarbakka. D V-m yndir Bj. Bj. Svo mælir Svarthöfði______, Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði I skálaglaumi og vindlareyk Þjóöviljinn minnnist ekki 100 ára ártíöar Karls Marx nema i stuttri1 grein eftir Árna Bergmann. Hins vegar er í tiiefni hátiöarinnar heil- siðugrein eftir helsta forustumann marxiskrar sagnfræði á Islandi, Gunnar Karlsson, prófessor í sagn- fræði viö Háskóla íslands. Hann hefur nýveriö gist Kúbu í boði ein- ræðisherrans þar og veriö teymdur um eyna aö sjá fyrirfram ákveðna staði, þar sem brosandi fólk fagnar einum hópnum enn frá Vesturlönd- um, sem heldur aö ástandið sé eitt- hvað betra hjá Castro en kollega hans á Haiti, bara vegna þess, aö sá fyrrnefndi kennir sig við Karl Marx. Fyrir nokkrum áratugum voru menn í svipuöum heimsóknum til Sovétríkjanna, einn þeirra, Artur Köstler, lést i fyrri viku og lýsir í rit- gerö hvernig þeir fengu svör við öllu. Þeir sáu sveltandi fólk og tötr- um klætt við brautarstöðvar, þetta var á tímum hungursneyðarinnar 1930 og þegar spurt var um þetta fólk, var þeim svarað, að hér væru kúlakkar á ferð, en þeir neituðu að vinna að framgangi sósíaiismans og vildu frekar svelta. Þessu ákváðu mennaðtrúa. Gunnar Karlsson fetar í sömu fót- spor og Köstler og fer um alla Kúbu og trúir því, að þama sé hið nýja sæluríki marxista, sem geti breytt yfir „mistök” Sovétmanna. Prófess- ornum flökrar ekkert við því að kalla morð á milljónum manna mistök, rétt eins og hann væri að senda leið- réttindarmiða til Skattstofunnar. Og hann gengur meira að segja svo langt í ofstæki sínu, að bera saman kosningakerfi Vesturlanda, þar sem m.a. hans likar mega bjóða fram óáreyttir og em þar á ofan skipaðir í embætti, við sýndarkosningakerfi Kúbumanna. Ef Castró félli í kjördæmi sínu, yrði hann að hætta sem leiðtogi, segir prófessorinn í barasiegri gleði sinni. Þessi fullyrðing minnir á fræga sögu um, aö þvottakonan í Kreml hafi verið selluforingi yfir Jósef Stalin og áminnt hann, ef hann kom of seint á sellufundi! Svo hugfanginn, sem prófessorinn er af hinu marxíska einræði, þá situr þó enn í honum íslenskt uppeldi, sú litla barnatrú, að menn eigi að fá að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi án þess aö eiga á hættu að verða settir í fangelsi. Hann virðist hafa borið þessa spuraingu varfæraislega fram við gcstgjafa sína, og þegar i stað verið bent á, að pólitískir fangar vsru vitanlcga á Kúbu, en slikir menn væra hættulegir byltingunni og það yrði að stöðva starfssemi þeirra. Þess vegna hefði andbyltingarleg starfsemi verið lýst refsiverð og af þeim sökum sætu nú 3000 manns í fangelsi dæmdir eftir þessum para- gröfum. Og það er þungu fargi létt af prófessoraum, að vita, að enginn er í fangelsi á Kúbu nema hann hafi brot- iðlög. Karl Marx er talinn hafa verið þröngsýnn og ofstækisfullur. Hann bar í brjósti fordóma gagnvart gyðingum, svertingjum og Norður- landabúum, og hann var óvandur að meðölum. En áhrif hans hafa verið mikil og þeirra sér stað í stærri fang- elsum og meiri kúgun en heimurinn hefur þekkt. En hann færði kenningar sínar í fræðilegan búning og það virðist eins og lsrðir menn falli frekar fyrir lærðum Iygakenningum en einföld- um sannleika. Þess vegna hafa menn eins og Gunnar Karlsson geð í sér að heim- sækja einræðisherra og flytja þar ræður um að útbreiða þurfi kúgun þeirra sem víðast, en kveinstafir fanga og blóðlykt hverfur í skála- glaumi og vindlareyk. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.