Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 14
14 DV. MANUDAGUR14. MARS1983. .... VIDEO ............ \ OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 KVIKMYNDAMARKAÐURINN VIDEOKLUBBURINN Skólavörðustíg 19 Rvík. Stórholtil. S. 15480. S. 35450. Kirkjuvegi 19 Vestm. í Vestmeyjum er opið kl. 14—20 en um helgar kl. 14—18. vnFO Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli soluskattsgreiöenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir febrúarmánuð er 15. mars. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. FJARMALARAÐUNEYTIÐ10. mars 1983. EIÐANEMAR 1969-1973 Rifjum upp gömul kynni frá skólavistinni og eflum sambönd- in. Hér með er blásiö til meiriháttar fagnaðar uppi í Sigtúni (ath. austurdyr) föstudagskvöldið 18. mars kl. 22. Miðaverð er kr. 200 og er í því matarverð. Skólasystkin, makar og kennarar. VERIÐ VELK0MIN. Þátttaka tilkynnist til Bjama H., sími 53650 allan sólarhringinn, - og til Halidórs, simi 79913. HINIR SJÁLFVÖLDU. --.r ■K ....... / .:v"' ' ,, -3sí»»«s^ SENDUM í PÓSTKÖRFU ÚtgMi og dr»ifmg V 9raiDm UHl 91-12040 UIU eR komín «T TtY tditlt ÞÚ FÆRÐ PERMANENTIÐ HJÁ OKKUR HÁRGREIÐSLUSTOFAN Sími 22138, ÓÐINSGÖTU 2 Sundlaug fyrir fjölfatlaða Það er staðreynd, sem allir þekkja, hversu miklu auðveldara er að hreyfa sig í heitu vatni en viö venjulegar aðstæöur. Af þessu leiðir að þeim, sem fatlaðir eru, er mun auöveldara að gera hverskonar likamsæfingar í sundlaugum heldur en í venjulegum leikfimisal. Þrátt fyrir stærð Kópavogs- hælisins hefir enn ekki verið hægt að sjá af opinberu fjármagni til þess að gera sundlaug við hælið. Gera þó allir sem að málum standa sér fulla grein fyrir því hve nauðsynleg hún er iyrir þjálfun þeirra, er þar dveljast. Er þar ekki aðeins átt við stöðuga þjálfun þeirra, er á hælinu dveljast, heldur einnig við þá þjálfun sem framkvæmd er á vegum Þjálfunar- skóla ríkisins, en hann verður nú að senda nemendur sína í sundþjálfun í tvo staði í Reykjavík, þ.e. í laugar, sem samtök fatlaðra eiga við byggingar sinar þar. Þannig er því málum háttað að félagasamtök fatlaöra hafa barist hinni góðu bar- áttu til að koma upp slíkri nauösyn, sem sundlaug er, við sem flestar þær byggingar, þar sem þjálfun fatlaðra ferfram. Nú hefir hinsvegar Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis skorið upp herör til sööiunar fjár til þessarar sundlaugarbyggingar við Kópavogs- hælið. Hafa að undanförnu birst hvatningarorð í sumum dagblöðun- um til þeirra, er málið varðar, og þeirra er eitthvað vildu leggja af mörkum, um að gefa til framkvæmd- arinnar, sem þegar er komin nokkuð á veg. Þó vantaði um 600.000 kr. til að ljúka henni áður en þessi söfnun fór af stað. Það er skemmst frá að segja að viðbrögð hafa verið með slíkum ágætum að þegar hafa borist loforð um fjárstyrk, er svara til nær helmings þessarar upphæðar. Munar þar mest um ein félaga- samtök. En betur má ef duga skal. Því er hægt að senda framlög til þessa nauðsynjamáls inn á gíróreikning Foreldra- og vinafélagsins, nr. 72700—8. Er heitið á alla þá er máliö vilja styrkja að koma framlögum sínumþangað. Sigurður H. Þorsteinsson Við sem teljum okkur heilbrigð og eðlileg ættum stundum að spyrja okkur sjálf, hvort við skuldum ekki hinum, sem við köllum fötluð, það að gera þeim lífið eins bærilegt og kostur er. Hér er þvi tækifæriö. Al- menningur hér í landi hefir svo oft brugöist myndarlega viö, er svona hefir staðiö á, að til fyrirmyndar er. Nægir þar að nefna sundlaugina við Hátún og hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, kannski einnig núna um þessarmundir: söfnunSÁ.Á. Því er nú heitið á velviljaða einstaklinga og félög að láta fé af hendi rakna til þessa málefnis, svo að íbúamir á Kópavogshæli fái notið þeirra einföldu mannréttinda, að geta komist í sundþjálfun á lóð hælisins, en þurfa ekki aö ferðast langar leiðir til þess. Nú vantar aöeins ríflega þá upphæð er þarf til aö koma upp laug við einbýlishús og hversu margar eru þær ekki orðnar, sem betur fer, því að sund er öllum hollt. Munið því gíróreikning 72700—8 ef þiðviljiðlátagott af ykkur leiða. Sigurður H. Þorsteinsson, skólastjóri. Ef nahagslegt öngþveiti Uppgjör í aðsigi I ljósi dýrkeyptrar reynslu af störfum þessarar ríkisstjómar virðist full ástæða fyrir kjósendur að endurmeta afstööu sína til hennar og þeirra flokka er að henni standa. Olafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra lét eftir sér hafa þau um- mæli um núverandi ríkisstjóm, sem hann á sjálfur sæti í, að hjá henni hafi hann aldrei búist viö rniklum árangri. Öllum er Ijóst að þetta hefur gengið eftir. Olafur reyndist sannspár en situr þó sem fastast. Sjá menn árangur af niðurtalningu Tómasar? Framsóknarflokkurinn hefur setiö óslitið í ríkisstjórn á annan áratug með þeim forkast- anlega árangri sem raun ber vitni. Kemur svoekki Jóhann Einvarðsson á sjónvarpsskerminn og fullyrðir að Framsóknarflokknum einum sé trúandi til að kippa hiutunum i lag! Hvaðmeinarmaöurinn? Er ekki fullkomin ástæöa til þess að losa þá undan ábyrgð, þessa veg- móðu heiðursmenn, og gefa öðmm mönnum og markmiðum byr? Albert Guðmundsson segir í viðtali við Morgunblaðið: „Forysta Sjálfstæðisflokksins er samhentur hópur.” Á sama tíma hefur Gunnari Thoroddsen og félögum tekist aö setja þá báða, flokksformann Geir Hallgrimsson og þingflokksformann Olaf G. Einarsson, í skammarkrók- inn i prófkjörum flokksins. Gott væri nú fyrir kjósendur að vita hvorum megin Albert Guömundsson, sá er leiða á baráttu flokksins í íhöndfar- andi kosningum, hefur staðiö í þeim hjaöningavígum. Allt tal um stjóm- arandstöðu Sjálfstæðisflokksins er loðið og ómerkt. 1 þeirri óstjóm, sem nú herjar á þjóðina, er hlutur Sjálfstæðisflokksins verstur. Hvar annars staðar en áls- landi gæti það skeð að stærsti stjórnmálaflokkurinn væri bæði utan Kjallarinn Amljótur Sigurjónsson og innan ríkisstjórnar, báðum megin án ábyrgðar? Þaö má furðulegt telja ef flokkur, sem þannig hagar störfum, heldur tiltrú manna. Margur hefði haldið að slík vinnubrögö heföu í för með sér fylgishrun og kann svo að fara í þessu tilfelli. Eitt er víst að ekki er samstööunni fyrir að fara þessa daganaáþeimbæ! Staða Alþýöuflokksins Eftir stendur að Alþýðuflokkurinn er eini stjórnarandstöðuflokkurinn. Alþýðuflokkurinn einnflokka hefur lagt fram heildartillögur í baráttu gegn verðbólgu en hefur ekki náð sambandi við aðra flokka til þess aö hrinda þeim í framkvæmd. Ráðið virðist aðeins eitt, að stórefla Alþýðuflokkinn. Segja má að í stjómarsam- starfinu 1978 hafi afbrýði í garð Alþýðuflokksins verið nær alls- ráðandi í afstöðu flokkana til hans, einkum þá Alþýðubandalagsins, sem hugsaöi um þaö eitt að koma höggi á Alþýðuflokkinn. Ráðist var með of- forsi að Alþýöuflokksmönnum, sem komu til starfa eftir kosningar 1978, og komið var í veg fyrir aö þeir kæmu baráttumálum flokksins fram. Þar áttu allir hinir flokkarnir hlutaðmáli. Ráðherrar Alþýðuflokksins einir höfðu dug og þor til þess að rísa úr stólum, í stað þess að sitja sem fast- ast og dragast meö í þeirri úrræða- leysishringiðu. Alþýðuflokkurinn er ekki flokkur upphlaupamanna. Hann er ábyrgur og óhvikull. Vill fólk ekki kynna sér þau mál sem Alþýðu- flokkurinn hefur barist fyrir og leitt til sigurs? Alþýöuflokkurinn verður aldrei gerður aö óábyrgum flokki hann er og veröur hinn eini sanni málsvari alþýöunnar í landinu. Alþýðuflokkurinn verður á hinn bóginn að sýna eólilegan sveigjanleika í framvindu tímans. Hann má ekki bíta sig í staðnaðar kennisetningar. Honum ber aö tileinka sér ný vinnubrögð og viöhorf og laða til sín unga fólkið í landinu, en allt án skrums og yfirboða. Þannig ber að haga baráttunni, og umfram allt að vinna vel, og verða síðan dæmdur af veikum sínum. Al- þýöuflokkinn verður að efla ef koma á fram nauðsynlegum efnahagsum- bótum í þjóðfélaginu. Eg vil því að lokum biöja þig, sem hugleiðir þessi mál, að kynna þér efnahagstillögur Alþýðuflokksins og vita hvort þær eru ekki aö þinum dómi líklegastar til þess að koma þjóðinni út úr því efnahagsöngþveiti, sem hún nú býr við. Sé það skoðun þín ber þér skylda til þess að veita Alþýðuflokknum brautargengi. Arnljótur Sigurjónsson, Húsavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.