Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 15
DV.MANUDAGUR14. MARS1983. 15 Öruggt leiguhúsnæði er góður kostur Hér á landi hafa menn ekki um all- langt skeið, vanist leiguíbúð nema sem neyðarkosti. Leiguhúsnæði hér- lendis er fyrst og fremstkjallaraíbúð eða súöarherbergi sem eigandi ekki notar sjálfur, íbúðin fólksins sem flutti út á land eða til útlanda, oftast um takmarkaðan tíma, eða íbúðin sem verið er að byggja og er kannski ekki fullfrágengin, en verður að leigjast samt því eigandinn ræöur ekki við kostnaöinn hjálparlaust. Leigjandi þessarar íbúðar verður aö vera loðinn um lófana og helst laghentur líka. Leigan á þessum íbúöum er eins misjöfn og eigendumir. Leigjendur hafa í reynd engan viðsemjanda. Þótt Húseigendafélag Reykjavíkur reyni stundum að koma fram í þessu hlutverki, er það fyrst og fremst hagsmunafélag eigenda eigin ibúða. Það hefur því með núverandi skipu- lagi sínu mjög takmarkaða mögu- leika á að vera hreinn samningsaðili þótt vilji kunni að vera til þess. Þau samskipti sem Leigjendasamtökin hafa átt við Húseigendafélagið hafa yfirleitt veriö með ágætumog hér má koma fram að samskipti leigjenda og leigutaka hafa tvímælalaust batnað verulega með tilkomu Leigjendasamtakanna. Segja má að eina örugga leiguhús- næðið sem talandi er um hér á landi sé húsnæði öryrkja og félagsmála- stofnana. Ekki veit ég þess dæmi annars staðar frá aö félagsmála- stofnanir séu sjálfar látnar annast rekstur á leiguhúsnæði og hópa þar sínum skjólstæöingum saman í hús og aðgreina þannig frá öðru fólki. 1 öðrum löndum tíðkast opinberar leigumiðlanir eða einkamiðlanir sem sinna slíku einnig fyrir stofnanirnar og dreifa skjólstæðingunum vítt og breitt innan um aðra leigjendur. Enginn í umhverfinu veit hvaðan leigjendurkomu. Okkar fyrirkomulag skapar ýmis vandamál sem bitna oft illa á fólki og m.a. setur oft á það vissan stimpil í augum annarra og fordómar hrúgast upp eins og múr. Sérstaklega kemur þetta oft illa niður á börnum. Þau einangrast í skólanum og hópa sig þá saman og verða algerlega sér. Þegar við bætist getuleysi forráðamanna og sinnuleysi samfélagsins, koma fram ýmis hegðunarvandkvæði sem ýta enn meir undir einangrun og stimpla íbúana enn frekar. Þarna myndast þá vítahringur sem getur verið erfitt aö komast út úr og ekki er auðvelt fyrir starfsfólk félagsmála- stofnana eða aðra að ráða við, aö ööru óbreyttu. Leiguíbúðir með búseturétti Um miðjan febrúar var hér á landi staddur Björn Eklund ritari alþjóðasambands leigjenda og starfsmaður sænsku leigjendasam- takanna. Hann ræddi viö stjórn Leigjendasamtakanna um ástand mála auk þess að flytja opinbert erindi og tala við fjölmiöla. Meöal þess sem hann ræddi um var byggingakerfi landssambands sænsku leigjendafélaganna. Þetta er mjög sterkt samband og hefur um langt skeiö beitt sér fyrir mikilli uppbyggingu þar í landi svo Svíar eru nú í fremstu röð í húsnæðis- málum. Það sem notið hefur einna mestra vinsælda meðal sænsks almennings og okkur hjá Leigjendasamtökunum þótti einn vænlegastur kostur hér, er bygging leiguibúða með svonefndum búseturétti. Þennan rétt kaupir leigj- andinn sér með því einu að leggja fram 1% af kostnaðarveröi íbúð- arinnar. Eins og mál eru nú myndi þaö svara til einna mánaðarlauna hér á landi. Hér á landi hafa bankar ekki lánaö til langs tíma vegna íbúðabygginga og meöferð þeirra á almennafé og áhrif þeirra á nýtingu þess er trúlega efni í doktorsritgerð. í Svíþjóö taka bankan hinsvegar beinan þátt í fjár- mögnun leiguíbúða og lána 70% af kostnaðarverði til langs tíma, þrjátíu til fimmtíu ára og geta verið nokkur mismunandi lán á sama húsinu. 29% kostnaöar er svo það sem kallast „Statligt bostadslán” og getur svarað til húsnæðisstjómar- lána hér. Alls gerir þetta 99% kostnaðar sem er langtímalán. 1% leggur svo leigjandi fram sjálfur sem áður segir. Búseturétturinn sem hann kaupir sér með þessu veitir honum fullan umráðarétt yfir íbúð- inni til dauðadags, eða svo lengi sem leigjandi vill eiga réttinn. Eins og um eign væri að ræða erfist þessi búseturéttur og getur fólk þannig tryggt barni sínu eða bömum ömggt húsnæði eftir sinn dag án þess aö þurfa nokkru sinni að kaupa það. Leigjandi getur breytt íbúð sinni og búið um sig í henni að vild, innan þeirra marka sem lög og reglur leyfa og greiðir aldrei annað en mánaðar- lega leigu sem tekur miö af kostnaði. Ibúðina sér hann sjálfur um að öllu leyti en byggingarfélagiö annast viöhald sameignar og umhirðu umhverfis. Húsnæðisstyrkur kemur til eftir vissum reglum, veröi leigan of há miðað við tek jur og annað. Það yrði mikil hagsbót fyrir almenning á Islandi, ætti hann kost á að komast í ömggt leiguhúsnæði með því aö greiða út sem svarar aöeins einum til tvennum mánaðarlaunum JónfráPálmholti og síðan jafna leigu sem ekki hækkaði umfram laun. Eg tel reyndar aö ekki ætti að vera meira mál að greiða leiguna niður svo hún fari ekki upp fyrir eðlilegt hlutfaU af tekjum en láta verðbólguna eyöa óverðtryggðum lánum eins og gert var til skamms tíma og einkahús- næði með því niðurgreitt stórlega. Þetta húsnæðiskerfi ætti einnig aö hafa það fram yfir önnur hérlend að það ætti að geta staðið undir sér því fjármagnið færi ekki út úr kerfinu til einstaklinga eins og nú er. Það þyrfti þá ekki sífellt að dæla inn nýju fjármagni. Stjórn Leigjendasamtakanna hefur tekiö upp viðræður við forystu- menn hagsmunasamtaka og stjóm- málamenn um þessi mál en vita- skuld er fjármögnunin stærsta atriöið í byrjun. Það er ljóst að núverandi ástand húsnæðismálanna er gersamlega óviðunandi og gengur ekki lengur. Um það held ég að alUr séu sammála. Hér þarf eitthvaö eitthvað nýtt að koma til sem er fólkinu viðráðanlegt og gefur því færi á manneskjulegu lífi og virkari þátttöku í samfélaginu. Jón frá Pálmholti. áfc „Það yrði mikil hagsbót fyrir almenning á islandi, ætti hann kost á að komast í öruggt leiguhúsnæði með því að greiða út sem svarar aðeins einum til tvennum mánaðar- launum.. ein af þeim allra bestu Rimini á Ítalíu er einhver vinsœlasti sumarleyfisstaður sem völ er á. Þangað flykkjast íslendingar í stórum stíl, slaka á í langþráðu sumarleyíi við hreina og íallega ströndina og njóta þess á milli fjölbreytts skemmtanalífs, fróðlegra skoðunarferða og stuttra verslunarleiðangra um nágrennið. ^rir íjölskyldufólk er Rimini hrein gullnáma. Börn og fullorðnir íinna þar endalaus viðíangsefni við sitt hœfi og auðvitað sameinast fjölskyldan í leikjum, skemmtun- um og fjörlegum uppátœkjum sem einmitt einkenna svo mjög mannlíí þessara hressilegu sólarstrandar. Og nú býður Samvinnuíerðir- Landsýn að auki upp á sérstakan barnafar- arstjóra sem sér um að yngstu íerðalang- arnir haíi alltaf nóg við að vera. Rimini Riccione Cattolica Cesenatico Adriatic Riviera of Emilia - Romagna (Italy ) Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Bellaria - Igea Marina Cervia - Milano Marittima Ravenna e le Sue Maríne skoouncui«~“ Bóm - hi" ,°'n“Skk«nS borg o.W.- • veitingahus • skemmtistaðir • næturklúbbar • diskótek • leikvellir • sundlaugar • hjólaskautavellir • minigolfvellir • skemmtigarðar • Tívolí • útimarkaður • stórmarkaðir • þúsundir verslana • o.fl. o.fl. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 it

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.