Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 20
20 | Manfred Mann’s Earth Band — Somewhere in Africa: | Nýtt hljóð úrgömlu horni Ný tíska er ef til vill aö veröa í tón- list á Vesturlöndum; Afríkutíska. Ef svo er, þá kemur þaö ekki á óvart, því aö alltaf er verið aö leita aö einhverju nýju til aö lífga þaö sem fyrir er, eöa bara til aö selja. — En hvers vegna Afríka? A hippatímanum var þaö Indland, sem allir dáöu, og sítarar og dabbla- trommur hljómuðu vestur um lönd. Um svipað leyti eöa nokkru fyrr var grafinn upp gamli blúsinn, sett í hann smá-rokk og hann seldur. Stutt er síöan raggae-tónlist þótti merkilegri en önn- ur og má því segja aö nú fari rööin aö koma að Afríku þótt ekki væri annaö. Merki þessara Afríkuáhrifa eru þegar farin aö heyrast á enska plötu- markaðnum. Ýmsar hljómsveitir hafa laumað inn einu og einu „afrísku” lagi undanfarin ár og menn eins og Peter Gabriel hafa verið aö smitast hægt og bítandi og tekiö sífellt meira af afrísk- um áhrifum inn í tónlist sína. Sú tónlist sem fyllir upp okkar dag- lega umhverfi er í raun næsta fábreytt. Viö heyrum mest þaö sem vinsælt hef- ur orðið síðustu ár í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver apar eftir öör- um, sömu lögin heyrast aftur og aftur lítiö breytt og eru kölluö ný og okkur hættir til aö gleyma aö nokkuð annaö sé til.Það er því gott að leitað sé út fyrir þennan þrönga hring og áhrif frá öörum heimsálfumtekin inn. En menn veröa aö vanda sig ef vel á aö vera. Þaö kemur asnalega út þegar Evrópubúi fer úr allsnægtunum í sum- IMÝJAR PLÖTUR arfrí til Afríku og þykir þar allt svo gasalega skemmtilegt og „interess- ant”. Hann semur síðan heima hjá sér lag meö glás af trommum og afriskum hópsöng af segulbandinu sínu og bætir viö texta um baráttu í þróunarlöndun- um, gerðum af þvældum slagoröum. Somewhere in Africa er ein af þess- um nýju Afríkuplötum og er allgóð. Þaö er nokkuð langt síöan Manfred Mann’s Eart Band hefur sent frá sér plötu og ekki virðist hafa verið kastað höndum til þessarar. Oft er grunnur laganna upptökur af afrískri tónlist en þar ofan á kemur kraftmikill söngur og hljóðfæraleikur bandsins. Flest viröist vera undir afrískum áhrifum eöa tengjast Afríku á einhvem hátt, en þó em nokkur lög á fyrri hliðinni úr stíl hvaö þetta varðar og minna ekkert á Afriku. Á fyrri hlið plötunnar em lögin flest grípandi og meö rokktöktum en seinni hliöin myndar eina heild og nefnist African Suite. Þar er margt vel gert, einkum hvemig evrópskri tónlist er blandað saman viö afrískan söng. Textamir fara hins vegar svolítið í taugamar á mér. Þaö er leiöinlegt þeg- ar brýningarorðum um baráttu í þriöja heiminum er sullað saman. Hluti af African Suite er ágæt útsetning á lagi eftir Bob Marley, The Redemption song. Somewhere in Africa er skemmtileg plata og vel unnin hvaö varöar spila- mennsku og upptökuvinnu en nokkuö sundurlaus efnislega. Hún vinnurmjög á viö hlustun. -Jára Journey— Frontier: | ChristopherCross—AnotherPage: | Meðalmennskan uppmáluð KROSSTRÉÐ BREGSTEKKI Fyrir fáum árum þótti Journey meö betri rokkhljómsveitum Bandaríkj- anna. léku þeir þungarokk eins og þaö gerist best í Ameríku, en meö auknum vinsældum og mikilli plötusölu hefur tónlist þeirra breyst á undanfömum árum. Piltamir hafa róast og farið meira út í þaö aö fylgja þeirri rólegu rokktónlist sem svo vinsæl virðist vera í Bandaríkjunum í dag. Þar sem áöur var þung rokksveifla er nú rólegur taktur, þar sem mest áhersla er lögö í raddsetningu lag- anna. Joumey er ekki ein bandarískra hljómsveita um aö breytast á þennan veg, fleiri og fleiri hljómsveitir hafa fallið í sömu gryfju, má þar nefna meöal annarra Foreigner, Styx og REO-Speedwagon. En svo hlýtur þaö aö vera persónu- legt álit manna hvort þeim líki betur eöa verr þessi breyting. Salan er meiri á plötunum og aurar safnast fyrir og um leið hafa miklar vinsældir hjá unglingum fylgt í kjölfarið hjá þeim rokkhljómsveitum sem hafa valið þessa leiö. En að mínum dómi verður þetta ró- lega rokk yfirleitt flatt og einhæft hjá þeim hljómsveitum sem áður hafa ver- ið þekktar fyrir þyngra rokk. Hinn al- menni hlustandi á aö vísu auðveldara meö aö meðtaka þessi einföldu lög, en kraftinn vantar sem áöur einkenndi hljómsveitir eins og Journey. Nýjasta plata Journey, Frontier er engin undantekning frá þessu. Hún er greinilega gerð fyrir þann hlustenda- hóp sem vill ekki hafa mikið fyrir því aö pæla í tónlistinni, heldur lætur iðn- vædda rokkíö nægja. Krafturinn er horfinn og meöalmennskan tekin viö. Og þótt undirritaður sé ekki mikill að- dáandi þungrar rokksveiflu, þá skynj- ar maður muninn á þeim krafti sem einkenndi Joumey hér áöur fyrr og þeirri lægö sem hljómsveitin er greini- lega í tónlistarlega séö þessa dagana, ef miöaö er viö Frontier. Platan byrjar aö vísu nokkuð vel. Fyrsta lagiö Separate Ways (Worlds Apart) er nokkuð gott og vel flutt af þeim félögum í Joumey, en þegar meira er hlustaö á plötuna kemur í ljós að leikslokum aö þetta er langbesta lag plötunnar og í rauninni þaö eina sem kemur manni til aö taka hljómsveitina alvarlega. Restin er meðalmennskan uppmáluö. Lögin em keimlík, söngur og hljóðfæraleikur einhæfur og þótt maöur efist ekki um hæfileika piltana í Joumey, þá hafa þeir fallið í þá gryfju sem hættulegust erskapandi tónlist, aö veröa fómardýr alþjóða sölumennsku, þar sem lítið er gefiö fyrir frumlegheit, en þess meira fyrir einhæfni í laga- gerö. Christopher Cross sópaöi til sín Grammy-verðlaunum fyrir tveimur árum; hann hirti þau ekki færri en fimm. Þessi tónlistarverðlaun eru eins og flestir vita sögð sambærileg viö óskarinn nafntogaða sem veittur er kvikmyndafólki. Nema hvað: Kristófer þessi haföi aðeins nokkmm mánuöum áður gefiö út sína fyrstu sólóplötu, sem viö fyrstu hlustun virt- ist alls ekkert sérstök. En þegar á leiö og bæöi hann og platan uröu þekktari kom auðvitað í ljós aö þau voru hvomg veralega galin; þess vegna fékk hann líka þessi mörgu verölaun! Skömmu eftir aö hann fékk margum- töluö verölaun tróö hann upp í Lundún- um í fyrsta sinn og einhverra hluta vegna hittist þannig á aö undirritaöur sat á tólfta bekk í salnum. Tónleikarnir voru f jarska lítiö spennandi; til þess var Kristófer okkar alltof daufur í dálkinn (alltof bandarískur var ég næstum búinn aö skrifa) og víst er aö hann hefur ekki útlitiö meö sér: þybbinn Texasbúi meö hamborgara- rass. Þaö erallténd ekki samkvæmt forskriftinni aö poppstjömu, enda passaöi hann sig á því aö hafa enga my nd af sér á fy rstu plötunni! Og nú hefur mannkynið beöiö í hartnær þrjú ár eftir framhaldi. I millitíðinni samdi Kristófer þó lag sem geröi feiknalukku, „Arthur’s Theme” úr myndinni um Túra, sem jók enn á spenninginn eftir nýrri sólóplötu. Hér er hún komin: Another Page og ekki ber á ööru en valinkunnir menn hafi verið fengnir til íhlaupa. Ég nefndi fáein nöfn: Art Garfunkel, Michael McDonald, Tom Scott, Carl Wilson, Don Henley, J.D. Souther og Steve Lukather. Þó tónlist Christophers Cross hafi yfir sér létt yfirbragö er hún samt afar seintekin. Hún virkar bragðdauf fyrsta kastiö, þannig var fyrri platan meö allar sínar perlur sem flestir kannast við í dag, — og þannig er þessi plata einnegin. Hún þarf mikla hlustun áöur en hlustandinn og hljómlistarmaö- urinn slá sama taktinn. Ég yröi ekkert hissa þó að einhverjir heföu ekki í sér þolinmæði til þess, röddin mjóa og silkimjúka áferðin er ekki öllum aö skapi, en sú þolinmæði skilar sér í æ áhrifameiri tónlist. Þaö er mín reynsla. Samt dreg ég ekki dul á það að mér finnst herslumuninn vanta til þess aö kalla þetta afburðaplötu; hvorki létt grípandi rokklag á borö viö „Ride Like The Wind” né ballaða á borö við „Sailing” er aö finna á nýju plötunni. Aö minnsta kosti em þau ekki komin í ljós ennþá! Textarnir eru hræðilegir, nánast andleg eyöimörk og ætti Kristófer skiliö aö £á bágt fyrir þá. En hann er lipur lagasmiöur og platan í heildina tekið býsna lagleg. HK. NYR VÖRULISTI 860blaðsíöna glæsilegur vor- ogsumarlisti! I þessum vandaöa pöntunarlista frá Grattan International er aö finna á 860 blaðsíðum næstum allt sem hugurinn gírnist, og H margt á frábæru veröi. HRAÐPÖNTUNARÞJONUSTA: Afgreiöslufrestur pantana er aöeins 3 vikur. * Glœsilegur tískufatnadur * barnafatnadur * dömu- og herra- fatnadur * skór * búsáhöld * vefnaðarvörur * sportvörur * hús- gögn, heimilistœki, * úr, klukkur og skartgripir * hljóm- flutningstœki og hljóðfœri * teppi og dúkar * tjöld, viðlegubún- aður, garðáhöld og margt, margt fleira. Allar vörur á einumstad og á gódu verdi! r Pantanasími 43766 -Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.