Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1983, Blaðsíða 36
44 DV. MÁNUDAGUR 14.MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið „Nagaö og nöldrað yfir bókstaflega öliu. Þannig eru sumar konur og þær ættu að athuga sinn gang vel. Ekki nokkur maður sem þolir þetta,” svaraði Jack Lemmon. „Hugsaðu þér. Þessum konum er aldrei hægt að geðjast. Þú kaupir steik og þá vilja þær fisk. Þú kaupir dýrindis vín og þá vilja þær kampavin. Svo er nöldraö fyrir því hvað þær hafi haft mikið að gera yfir daginn. Hún gerir nánast alit, en þú ekkert. Allar áhyggjur hvila á henni. Má ég þá biðja um eitthvað annaö eftir daginn en hiusta á leiöinlegar sögur um það, hvað þetta var allt erfitt hjá hárgreiðslukonunni.” Það sem okkur geðjast ekki „Eg þoli óheiðarlegar konur alls ekki. Þær eru þær alviðsjárverðustu. Má ég þá frekar biðja um konu sem stelur einhverju frá manni og tilkynnir manni það en þá sem scgist elska mann upp fyrir haus en meinar svo ekkert með því.” Þetta er það sem fer mest í taugarnar á leikaranum kunna, Anthony Quinn. Richard Burton hafði líka sínar skoðanir: „Eg hreinlega hugsa um það eitt að koma méri burtu þegar ég hitti konu sem er svo ieiðinleg að maður þarf alltaf að gera eitthvað til að samræður geti farið fram. Hún fitjar nær aldrei upp á umræðuefni og hefur kannski aðeins áhuga á einhverju einu sérstöku. Síðan framkvæmir hún ailt á sinn venjulega hátt. Nei takk.” — hjá konum Hvað er það sem þér fellur illa í fari kvenna? Nokkrir kunnir Hollywoodar voru nýlega spurðir þessarar spum- ingar og eins og vænta mátti stóð ekki á svörunum. Þannig má nefna að Robert Wagner finnst ákafiega leiðinlegt, þegar vinkonan spyr: „Hversu mikiö gafstu í „tip” í þetta skiptið, vinur?” Og þá má nefna að Jack Lemmon finnst nöldurskjóður ákaflega hvimleiðar. Hvað um þaö, við birtum hér nokkrar myndir í tali og tónum, og sjáumhverju hetjumar svara. „Blessaður vertu. Þessar sem standa fljótiega upp frá borðinu á veitingahúsum þegar búið er að snæða fara ákaflega í taugarnar á mér,” svaraði gamli sjarmörinn Frank Sinatra. „Sjáðu tii. Þið sitjið við borð og hafið fengið ykkur góöa steik. Og þá þarf konan endilega að rjúka í burtu sem fyrst. Þetta er nánast eins og maður fái eggjagusu í andlitið. Svona flýtir er óþolandi.” „Oh, þetta áttirðu ekki að gera. Þetta er leiðinlegur ávani. Og hvað léstu hann svo fá mikið í þetta skiptið?” Konur sem þurfa alltaf að spyrja hve mikið maður lætur þjónana fá eru ægilega hvimleiðar,” segir Robert Wagner. „Og svo eru það þessar sem biðja um að aka „karlmannsbílum”. Þær byrja á því, að setja sætið fram, en hvaö svo? Auðvitað geta þær aldrei sett sætið aftur í fyrri stöðu, þegar þær hafa notað bíiinn. Þetta fer óskaplega í taugarnar á mér.” Og þá er það Sean Connery. „Konur, sem ganga með krullað hár opinberlega fara í taugarnar á mér. Nú, og þessar, sem þola ekki hávaða í samkvæmum eða mikinn hlátur, ættu að passa sig. Og ekki má gleyma konum, sem iðka lé- lega borðsiði. Kunna sig ekki við matborðið. Maður getur tæplega skálað fyrir þeim eða með þeim.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.