Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Ekki er af/t gull sem glóir: Engin lög til um skartgripi —áíslandi „Því miður er það svo hér á landi að ekki eru til neinar reglur um skartgripi,” sagði Oskar Kjartans- son gullsmiður. „Víöa um lönd eru strangar reglur um þetta. Til dæmis í Dan- mörku. Þar er til dæmis ekki leyfilegt að selja 8 karata gull sem gull. En hér á landi hafa gullsmiðir veriö svolítiö ósammála og því reglur ekki komist á. Margir benda á það að 8 karata skartgripir endast lengur en tU dæmis 14 karata. Það er líka vandamál að alls konar aöilar sem ekkert vit hafa á skartgripum eru að flytja þá inn. Ef fólk kaupir skartgrip hjá guUsmið segir hann því hversu mikið guU er í honum og hvers virði steinninn er. En þessar upplýsingar liggja hins vegar ekki á lausu þegar töskuheUdsalar eru aö selja í litlar búöir hér og þar. Eg hef margoft bent á það að einhverjar reglur þurfi en þær hafa ekki komlst á ennþá,”sagði Öskar. I grein í nýjasta hefti norska neytendablaðsins er sagt frá nýjum lögum sem sett hafa verið um guU og silfur í Noregi. Þar er kveðið strangt á um hversu mikið hlutfaU þessara efna má vera í hlutnum tU þess að selja megi hann sem gull- eða sUfur- hlut. Þar sem fermingar eru í nánd hér og mikiö er keypt af skart- gripumtUfermingargjafa lékokkur forvitni á að vita hvernig þessi mál væru hér. Af svörum Oskars sem hér á undan eru rakin er ástæöa tU þess að hvetja menn tU þess að athuga sinn gang áður en þeir kaupa skart- gripi. Aldrei skyldu menn kaupa skart sem ekki er stimplað á einhvem hátt. Nema þeim sé sama um það hvort um ekta eða óekta skart er að ræða. Ekta skart er ýmist stimplaö meö tölustöfum eða ef um guU er að ræða með einhverri tölu og Utlu k-i fyrir aftan. En hvað tákna þessar tölur á skartinu? Gull Hreint guU er náttúrulegt efni. Það er táknað með tölunum 1000/1000. Það er of Unt til þess að hægt sé að smíða hluti úr því hreinu. Því er það blandaö meö silfri og kopar. Hlutfall efnanna verður að fara eftir ná- kvæmum formúlum svo gulUð fái „réttan” lit. Of mikill kopar gerir gulUö rauðleitt og of mikiö silfur guUið of ljóst. Karat-tölurnar eru gamlar í máUnu og líklega það sem flestir tala um þegar þeir ræða um hversu ekta gull sé. Tölumar frá 333 og upp í 750 eru hins vegar hlutfallstölur, hversu mikið gull er í grip sem er 1000 einingar. 750 er 18 karöt eftir gamla mælikvarðanum og 333 eru 8 karöt. Algengust er talan 585 sem eru 14 karöt. I Noregi, Danmörku og eflaust kopar, tin, járn og jafnvel aðrir málmar. Alpakka eöa nýsUfur er blanda af kopar, sinki og nikkel. Erlendir skartgripir Nýju lögin í Noregi vora sett vegna mikils flóös af erlendum skart- gripum þangað. Eins og kom fram í máli Oskars i upphafi þessarar greinar höfum við heldur ekki farið varahluta af þessari þróun. Hir.gað kemur mikiö af skarti frá öllum löndum heims, meðal annars mikið frá þróunarlöndum. Ef þetta skart er keypt í snyrtivöruverslunum, lyfja- verslunum eða á öðrum slíkum stöðum má ganga út frá því sem nokkurn veginn vísu að þeir eru ekki úr ekta málmum. Það er ekkert að því að kaupa slíkt ef menn gera sér grein fjrir því að þarna er ekki um ekta hluti að ræða. Verðið segir líka oft sína sögu því það er mun lægra á þessum óekta hlutum en raunverulegum gull- eða silfurhlutum. Ef menn vilja vera alveg vissir um að fá ekta hluti og góða skal þeim hins vegar eindregið ráðlagt að leita til gullsmiða. Þeir selja aöeins hluti sem þeir vita hvað innihalda og í flestum tilfellum eru stimplar á þeim sem skýra málið enn. Þeir sem fara á suölægar slóöir mega þó vara sig á þvi að taka of mikið mark á stimplunum einum. Þeir sem eru að selja óekta skart koma sér einfaldlega upp slíkum stimplum. Víst má telja að skart sem verið er að selja á götuhornum í sólarlöndum sé óekta eða stolið, jafnvel hvort tveggja. Oft má þekkja óekta skartið á því að á því er far eftir stóran og mikinn stimpil. Á ekta skartgripunum er stimpilfarið hins vegar oftast það lítið að erfitt er að koma auga á það. -DS. Skartið er ekki endilega allt úr ekta málmum. Betra er að athuga slíkt fyrirfram því engin lög á Islandi kveða á um hversu mikið hlutfall góðmálma verður að vera í skartinu til að telja megi það ekta. víðar má ekki selja sem gullhlut sem er með lægri tölu en 585. Gull-dublé er hlutur úr öðrum málmi en gulli en með gullhúð. Ymist er gullið lagt utan á hlutinn í þráðum og síðan hitað eða þá það er sett ámeðefnafræðilegumhætti. Silfur Hreint silfur er eins og gull, linur málmur. Því verður að blanda það kopar til þess að hægt sé að smíða úr því. Það er yfirleitt stimplað með tölu og oft stafnum S á eftir. Algengir stimplar eru 830 og 925. Er það eins og með gullið hlutfall hreins silfur af hlutnum! Silfurplett er hlutur úr öðrum málmi en silfri en með silfurhúð. Algengast er aö nota ljósa (nýsilfur) málma því dökkur málmur sést þeg- ar hluturinn fer aö slitna. Ef stimplað er á hluti úr silfupletti er þaö oftast til að segja til um þykkt silfurhúðarinnar. Þannig þýðir til dæmis 90 g aö notað hafi verið 90 grömm af hreinu silfri í hlutinn. Ef um borðbúnað er að ræða þýðir talan að 90 grömm hafi verið notuö á 12 hluti. Nær allir hlutir úr silfurpletti eru húðaðir á efnafræöilegan hátt. Málmurinn undir silfrinu getur verið alpakka (eöa nýsilfur), messing, 1 fljótu bragði geta menn ruglast á venjulegum demöntum og gervi- stcinunum zirconiu. Gerviefni í stað demanta: VERIÐ VEL Á VERÐIERLENDIS „Að segja að zirconia sé eins og demantur er svipaö því að segja að messing sé eins og gull,” sagöi Oskar Kjartansson gullsmiður. Þegar ég ræddi við hann um gull og silfur sagði hann mér frá greinum sem hann átti í fórum sínum um demanta. Sendi hann mér síöan afrit af þeim. Þar kemur fram að búið er að framleiða efni sem heitir fullu nafni zirconiumoksyd. I fljótu bragði getur fólki sýnst þegar það skoðar skart með þessu efni ígreyptu að um sé að ræða demant. Menn kaupa jafnvel skartiö dýrum dómum í þeirri trú aö það sé prýtt demanti eða demöntum. En Oskar sló á þaö að demantar að sambærilegri stærð og zirconia væru 100—200 sinnum dýrari eftir gerö demantanna. Verðmunur ætti því aö vera mjög verulegur. Hann benti jafnframt á að raunverulegir demantar væru auðvitað misjafnir að gæö- um. Hann sagöi íslenska gullsmiöí selja skart meö zirconiu en þá alltaf geta þess aö um þetta efni væri að ræða en ekki demant. I útlöndum mættu menn hins veg- ar vara sig á því. Það hefur líka komíð fyrir að fólk sem sett hefur demantsskartgripi í viðgerðir i sumum löndum heims hefur fengið þá til baka með zirconiu. Margir íslenskir gullsmiðir hafa í búðum sínum lítið tæki sem sýnir hvort um demant er aö ræða eða zirconiu. Vilji menn vera alveg vissir um að þeir séu að kaupa ekta stein ættu þeir aö biðja um að fá aö setja hann í þetta tæki. Islenskir gullsmiðir gefa líka oft út ábyrgðarskú-teini og leggja heiður sinn að veöi fyrir því að demanturinn sé raun- verulegur. Þeir hafa nokkrir stofnað meö sér samtök sem heita Demantur. Sjái menn í glugga gullsmíðaverslunar á- letrunina Demantur ’83 ætti þaö aö vera nokkur trygging fyrír því að þarna sé verið að selja raunverulega og góða demanta. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.