Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983.' 13 NEI, ÞAÐ Á EKKI AÐ SÆKJA VATN- IÐ YFIR LÆKINN Samþykkt SSA á Vopnafirði 1980 Mig langar að rif ja hér upp „sögu- legt” atriði: Aöalfundur SSA (Sambands sveitarfélaga í Austur- lands kjördæmi) var haldinn á Vopnafirði 21. og 22. ágúst 1980. Þar voru orku- og atvinnumál aðal- viöfangsefnið. Daginn eftir, 23. ágúst, var svo haldinn sérfundur um orkumál. Mjög margir tóku til máls á fundinum þeim, m.a. allir þing- menn Austurlands. Eftirfarandi ályktun var einróma samþykkt (skv. gerðabók). 1. Virkjunarmál: Til að nálgast þau markmið SSA aö í fjórðungum sé til staðar nægileg orka, við sem mest öryggi og viö sem lægstu verði er virkjun í fjórðungnum grundvallaratriði. Leturbr.mín. J.P. 2. Orkufrekur iönaður: Fundurinn telur nauðsynlegt að nú þegar verði hafinn undirbúningur að orkufrekum iðnaði í fjórðungnum. 3. Verðlagsmál: Fundurinn leggur áherslu á að fullur jöfnuður náist sem fyrst í verð- lagningu orku í landinu og skorar á þingmenn að halda vöku sinni í þessum efnum. Það var sólskinsdagur mikill á Austurlandi þegar þessi samþykkt fæddist. Þess vegna hefði mátt felast í henni einarðari bjartsýni og afdráttarlaust heit um virkjun í f jóröungnum, sem þó er sagt grund- vallaratriði öryggis og hagkvæmni! Þó þaö nú væri! Fundur fulltrúa sveitarfélaganna og allra þing- manna Austurlands! „Hressileg rödd að austan" Sunnud. 5. okt 1980 birtist í Mbl. rammagrein eftir Birgi Isleif Gunnarsson með ofanskráðri fyrir- sögn. Mér þótti hún þá strax mjög athyglisverð og ánægjuleg, en því miður fórst fyrir hjá mér að vekja athygli á henni þá þegar, en hér talaði þingmaður Reykjavíkur, sjálf- stæðismaður og stjórnarmaður Landsvirkjunar. Greinin hefst þannig: „Hún var vissulega hressileg, ályktunin, sem sveitarstjómarmenn á Austfjörðum geröu einróma um stórvirkjun og orkufrekan iðnað þar í fjórðungi. Þaö var eindreginn vilji sveitar- stjómarmanna á Austf jörðum að þar yrði byggð stórvirkjun og aö í tengslum við hana yrði stóriðju komið á fót. Er helst talað um Reyðarfjörð í því sambandi”.Síöar segir svo: „Það má einnig rninna á Jónas Pétursson það að iðnaðarráðherra á þá hugsjón æðsta í orku- og virkjunarmálum að flytja alla stjórn þessara mála í Landsvirkjun og taka þar með úr höndum heimamanna alla möguleika til áhrifa og stjórnunar. Enginn vafi er á því að Austfirðingar verða sjálfir að hafa meira frum- kvæði en að senda fundarályktanir suður til ráðherra.” (Leturbreyting mín. J.P.) Svo heldur Birgir áfram: „Aust- firðingar eiga nú að beita sér fyrir því að stofnað verði virkjunarfyrir- tæki á Austurlandi, þar sem heima- menn fengju veruleg stjórnunarítök. Líkt fyrirtæki gæti verið sameign sveitarfélaganna í fjórðungnum, — 3. grein— ríkisins og hugsanlega gæti Lands- virkjun átt þarna eignaraðild til að tryggja að tækniþekking og reynsla Landsvirkjunar í virkjunarmálum gæti nýst þessu nýja Austf jarðafyrir- tæki. Virkjanirnar, sem fyrir eru á Austfjörðum, myndu verða hluti af hinu nýja fyrirtæki.” Og meira skrifar Birgir Isleifur: „I þessu sambandi má minna á að á sl. vori lögðu allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þ.á m. Egill Jónsson, þ.m. Austurlands, fram þingsályktunartillögu þess efnis að rétt væri aö stofna hið allra fyrsta tvö virkjunarfyrirtæki í þeim lands- hlutum þar sem ný orkuver eru í undirbúningi, þ.e. á Norðurlandi og Austurlandi.” Nokkru nánar er svo vikið að því hvaða aðilar stæðu að virkjunar- fyrirtæki á Austurlandi. Birgir lýk- ur greininni þannig: „Með því að stofna slíkt virkjunarfyrirtæki á Austurlandi, með samstarfi og þátt- töku þessara aðila, mætti tryggja allt sem æskilegt væri talið í slíku fyrirtæki, þ.e. fjármagn, tækniþekk- ingu og reynslu, staðarþekkingu og stjómunaraöild heimamanna. Ef fylgja á hugmynd iðnaðarráðherra um að setja öll virkjunarmál undir Landsvirkjun, er hætt við að Aust- firðingar þurfi enn um sinn að láta sér nægja að senda bréf suður.” Mér fannst þetta dálítið hressileg rödd að sunnan! En því miður: liðin eru tvö og hálft ár án þess aö frekar hafi heyrst frá Birgi. Meira að segja hefur iðnaðarráðherra orðiö nokkuð ágengt að setja virkjunarmálin undir Landsvirkjun, án þess að þess hafi orðið vart að tregða væri í þessum stjórnarmanni Landsvirkj- unar. Má vera aö undir niðri bragðist þeim öllum vel sætleiki valdanna og þá er létt að svæfa hugsjónimar! Hví ekki gaman að fá bréf að sunnan? Uppruni íslendinga og erfðir Þegar Island byggðist, aö mestu frá Noregi á 9. öld og byrjun 10., er talið að fyrir hafi verið í landi fólk af írsku bergi brotið. íslendingar eiga því að líkindum ættir að rekja a.m.k. til tveggja höfuðkvísla, Norsku landnemamir eru taldir hafa verið menn mikillar sjálfstæðiskenndar, yfirgáfu land og óðul frekar en lúta ráðríkum konungi, Haraldi hár- fagra. Ekki er vafi á að fjöldi nútímamanna sver sig í þann uppmna og misjafnlega mikið þó. Mjög er það athyglisvert að fljótlega eftir að land er talið albyggt gera þeir sér ljóst að þjóðfélagsramma veröi að setja, því að óheft frelsi stefni sambýli hér í ógöngur! Norsku frumbyggjarnir bera því lýöræðis- lega sinnuðu fólki vitni og jafnframt andstæðu við ræði. Þannig held ég líka að sé í aðalatriðum enn í dag mótuð sú manngerð sem Islendingar em. Frelsiskenndin er rík, en einstaklingshyggjan, þótt einnig sé eins og þung undiralda — sjái takmörkin sem sambúðarhættir í þjóðfélagi setja. Átthagakennd bernsku og æskutöfrar em eigindir sem sjálfur höfundur lífsins hefur lagt í erfðarvísa mannkyns, af því aö maðurinn er ein af furðum náttúr- unnar, samofinn allsherjar lögmáli sem ótruflað felur í sér farsæld lífsins. Með þessu er ég aö bregða upp nokkurri mynd úr huga mér af Islendingasögu. Bakgrunnur lífs- skoöunar. Samtök sjálfstæðismanna Sjálfstæðisflokkurinn er samtök sjálfstætt hugsandi manna meö sundurleitar skoðanir í ýmsum efnum, vonandi þó aö gmnnbirtan í vitund þeirra sé freisi einstakling- anna til hugsunar, máls og athafna innan ramma þess íslenska þjóðfélags, sem hlýtur að lúta þeim lögum sem tryggja þaö best: Það er nýting allra náttúrugæða landsins, sem er undirstaða mannlífs. Afleiðingin er að íslensk hugsun, íslenskur samrunni fólks og lands, veröur undirstaðan og þjóðfélags- ramminn veröur að tryggja þetta. Þess vegna er nauðsyn með svæða- skiptingu að tryggja fólkinu fullkom- in yfirráð og nýtingu náttúrugæð- anna í umhverfinu. Þannig vex fólkið upp til sjálfstæðrar ákvöröunar og framkvæmda sem skapa farsælt mannlíf. Svokallaður atgervisflótti verður ekki heldur sameinast hugvit og framkvæmdasemi á heimaslóðum í sem stærstum mæli. Ohætt má full- yrða að hvergi sæist yfir möguleik- ana þar sem orkan er grundvöllur- inn. „Hagkvæmni stæröarinnar” er tölvusmíðuð ómennska, brella „bisness” mennskunnar þar sem maðurinn skal vera hluti vélarinnar, sbr. mannár, mannkílómetrar, nýyrði sem tröllriðin tölvumennska hefur ungað út. Ég vil ekki hugsa að íslenskt þjóðfélag líði undir lok — þess vegna er barátta mín í orku- málum! Sjálfstæð fyrirtæki hæfi- legra landsvæða að dómi íbúanna. Snilli er um ailt land! Frelsi og skylda kallar þá auðlegð fram þegar þessu fólki er veitt og falin forsjá heimabyggða. Það er Island sjálf- stæðismannsins, samvinnumanns- ins, jafnaðarmannsins. Ég hef vænst stuönings við þessar skoðanir mínar, alveg sérstaklega frá sjálf- stæðismönnum. Þess vegna er yfir- skrift og upphaf þessa kafla. Oft sjást frelsi einstaklinganna svarnir eiðar í skrifum. En hvers konar frelsi er það? Eitt sinn ræddi ég um frelsið við Ölaf Thors. Ég sagði honumaðéglíktifrelsinuviðD víta- mínið. Það er lífsnauðsyn en á þó dauðann í sér — ef neytt er í óhófi. Skilja þeir frelsi til fulls, allir þeir sem bera sér það mjög í munn? Eða leynist stundum á bak við þetta: Frelsi fyrir mig, fjandinn hirði þig! ? Gjör rétt, þoleiórétt! Jónas Pétursson. ATHUGASEMD VIÐ LEIÐARA- SKRIF ÞINGMANNSEFNIS Hr. ritstjóri. Dagblaðið-Vísir hefur gefið sig út fyrir að vera „frjálst og óháö” dagblaö. Svo var auðvitað meðan blööin voru tvö, kepptu innbyrðis og bötnuðu með því að læra af mistökum hvort annars. Það má hins vegar leiða að því gild rök að það hafi verið ógæfa fyrir frjálsa skoöanamyndun í landinu þegar þessi blöð voru sameinuð. Fjölmiðlamarkaðurinn hefur þ~engst; heimspekin hefur í vaxandi mæli orðið heimspeki „ópólitískra sjálfstæðismanna”. Til dæmis verður vart séö hvernig það má vera óháö og frjálst að annar helsti leiðarahöfundur blaðsins er frambjóöandi Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosningum, skipar hugsanlega baráttusæti á lista þess flokks og berst fyrir kjöri sínu í leiðurum blaðsins með þeim aðferðum sem baráttuglaðir en rislitlir menn nota. Því er þetta sagt að í forustugrein fyrir skömmu skrifar þessi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins langt mál um þá staðreynd aö sem þingmaður fékk ég prentuð fimm þúsund eintök af þingmáli sem ég flutti í nóvembermánuði sl., um aðgreiningu löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds, beina kosningu for- sætisráðherra og óbreytta kjördæmaskipan. Býsnast fram- bjóöandinn mikiö á þessum vinnu- brögðum sem hann telur misnotkun á almannafé. Flokksblöðin, með Morgunblaðiö og Tímann í broddi fylkingar, hafa hvert um annað þvert flutt þessa f rétt í hneykslunartón. Nú er það svo að þingmaður, sem ekki á sjálfvirkan aðgang að fjöl- miðlum, verður að kynna mál sín. Slíkt ætti að vera liður í sjálfsögðum leikreglum lýðræðis. Þaö er út af fyrir sig engin furða þó Ellert Sehram, frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins, telji það vera hneyksli að þingmál sé prentað í 5000 eintökum; sent einstaklingum sem um það biöja, öðrum einstaklingum og inn á vinnustaði til kynninga. Hann minnist ekki á hitt, að þingmenn hafa frían síma, þeir ferðast í kjördæmi á kostnað þingsins, svo sem ofureðlilegt er, og almanna- sjóðir greiða árlegar þingveislur, sem hins vegar er gersamlega óeðli- legt. En hitt — að þingmaður vilji kynna gagngerar breytingartillögur við stjómarskrá lýðveldisins fyrír fólkinu í landinu , fái prentuð 5000 eintök af þingmáli, sem þegar hefur verið sett og unniö að öðru leyti, kynni þingmálið — það þykir þing- mannsefninu vera hneyksli. Sannleikurinn er sá að ég hef unnið með þessum hætti síðan ég kom á Alþingi og hef í hyggju að gera áfram. Ég hef freistað þess að kynna fyrir fólki þau verk sem ég hef verið aö vinna og sem mér hafa fundist fá litla og vitlausa umfjöllun í fjölmiölum. Þetta mál er annað af nokkrum stærstu málum er ég hef flutt. Annað mál er um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur, þar sem lagt er til að fólki sé heimilað að semja á vinnustöðum. Það frumvarp hef ég sent nokkuð víða til kynningar. Þetta er þáttur í lýðræði; að fólk fái að vita um tillögur sem fluttar eru á Alþingi annars staðar en í blöðum sem ritstýrt er af Styrmi Gunnarssyni og Ellert Schram. Það er von að þeim félögum mislíki. Vilmundur Gylfason I hneysklan sinni bi'-tir frambjóð- andi Sjálfstæöisflokksins , leiðara- höfundur Dagblaðsins-Vísis, tölur sem auövitað eru rangar og úr lagi færðar. En það er ekki aðalatriði málsins. Hitt skiptir heldur engu meginmáli að hér er ekki um neina nýjung að ræða heldur senda þing- menn gjama út til dæmis fjárlaga- frumvörp, meiri háttar nefndarálit og þvíumh'kt. Látum líka liggja milli hluta að þingmannsefnið kallar tillögur sem ég flyt „áróður” en er væntanlega þeirrar skoðunar að hin litlausu frumvörp flokksbræðra sinna í Sjálfstæðisflokknum séu bara „tillögur”. Aðalátriði málsins er að þing- maður hlýtur aö hafa rétt til þess að kynna mál sín fyrir f ólkinu í landinu. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins, leiðarahöfundur Dagblaðs- ins-Vísis, gerir enga athugasemd viö aö mál séu kynnt. Hann gerir at- hugasemd viö að það skuli vera mál á vegum Bandalags jafnaðarmanna semerkynnt. Þetta er auðvitað heidur lágkúru- legur kosningaskjálfti hjá þessum frambjóðanda, sem skrifar forustu- greinar í „fr jálst og óháð” dagblað. Virðingarfyllst, Vilmundur Gylfason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.