Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. 19 Menning Menning Menning Menning Turninn á heimsenda. 1982. Málverk. Jóhanna Boga sýnir í Norræna húsinu fjölda nýlegra grafík- og málverka. Sýningin ber yfirskriftina „Tum-myndir og fleira”. málverk. En þvi miöur tekst henni ekki aö endurlífga myndefnið og þennan ævintýralega myndheim. Þetta þyngdarleysi og andrúmsloft- kennda ástand sem viö finnum í grafíkinni er vart annað en ,Jita- nudd” á léreftinu. I raun heföi liturínn og efniö átt aö leiða inn dyna- mískari sýn í myndverkið. Þannig heföu þessar „óljósu sprengingar” í —Jóhama íNorrænahúsi A ystu nöf. III. 1982-’83. Málverk. Ljósm. GBK. grafíkmyndunum átt aö fá dýpri og kraftmeiri sögn í málverkinu. Nei, það er vart til neins að mála upp eldri grafíkmyndir ef ekki fylgir á- kveöin endurný jun í ef ni og formi. Jóhanna Boga kemur of fljótt meö þessa sýningu. Hún hefur litlu bætt viö í grafíkinni og oh'umálverkið virðistekkienn „fullþroska”. -GBK. Ævintýraheimur Viö erum farin að þekkja grafík- myndir Jóhönnu Boga sem með hálftilviljunar- og risskenndri teikningu leiöir áhorfandann inn í fullkomlega ævintýralegan heim. Algert þyngdarleysi ríkir í þessum verkum og gegnsætt myndefnið virkar sem endurskin frá f jarlægum menningarheimum. Myndheimur listakonunnar er í raun furðuleg blanda eöa víxlverkun ólíkra menningarfyrirbæra þar sem ævin- týrið, goðsögnin og kristindómurinn renna saman í eitt. Megintemað í þessari sköpun er þó „tuminn”, sem Ustakonan skýtur nánast inn í hverja mynd. Eins og flestum er kunnugt þá er „tuminn” fjölmenningarlegt tákn. En fyrir kristið fólk, minnir það einna helst á Babelsturninn sem synir Nóa reistu til að komast til himna. En eins og menn muna þá sá Guð við þeim. Frá og með miðöldum hefur „turninn” í kristinni hefð tvíþætt eintak. Hann er tákn fyrir ár- vekni og uppstigningu. Tuminn í verkum Jóhönnu virðist bera með sér hið síðarnefnda í bókstaflegri merkingu því tuminn í verkum Usta- konunnar hefur slitiö öll jarðnesk tengsl og í ákveðnum myndum hefur hann jafnvel umskapast í eldflaug! Myndlist Gunnar B. Kvaran Þó hefur listakonan aðeins umbreytt inntaki „tum-táknsins” sem hún segir vera „tákn fyrir leitina að hinu stórfenglega”. Goðverur Umhverfis tuminn dansa svo gjarnan goðneskar vemr, eins og Minótáms og miöaldapersónurnar Tristan og Isold, (ekki er þó alveg ljóst af hverju hún Isold er vængjuö). öll þessl goðfræði- og ævintýralegu tákn em fremur óljós og virðast þau oft notuð aðeins í ljóðrænum tilgangi. Þannig horfum við gjarnan á þessar myndir sem ljóðræn ævintýri, án þess að velta því fyrir okkur hversu hinar menningarlegu tilvísanir rista djúpt. Þessi frásögn nýtur sín á- gætlega í hinum grafísku verkum og hefur listakonan greinilega gott vald yfir miðlinum. Málverk Hér á sýningunni kynnumst við einnig nýrri hlið á listsköpun Jó- hönnu. Hún sýnir ein 32 oiiumálverk. 1 stuttu máli, þá er myndefnið hiö sama og í grafíkverkunum. Og getum jafnvel sagt að listakonan reyni aðeins að yfirfæra grafíkina í I sýningarsal okkar í Miðbæjarmark- aðnum í Aðalstræti 9 má sjá fjölbreytt úrval af gullfallegum STAR-innrétt- ingum í eldhús, svefnherbergi, stofur, baðherbergi, þvottahús og jafnvel í bilskúrinn. Vönduð vara Stöðug gæðaprófun tryggir vandaða vöru. Vönduð vara við vægu verði. 7 kg lóð eru sett i skúffuna og hún síðan dregin 20.000 sinnum rösklega út og inn með vélarafli. Aðrar vandlegar prófanir beinast t.d. að skúffusigi (sem ekki mó vera meira en 1% af skúffulengd), svo og áhrifum vatns, fitu, alkóhóls, kaffis, hita, hvassra hluta og kemiskra efna ó skópafloti og borðplötur o.s.frv. o.s.frv. Þessi vól ,,opnar" og „lokar" eldhússkóp, til að reyna lamim- ar. Hurðinni er skellt upp 20.000 sinnum og siðan 50 sinnum með 20 kg þyngdarlóðum. Enginn afslátturi Við þurfum ekki að auglýsa sérstakan kynning- arafslátt né timabundinn afslátt. BUSTOFN hefur haft forystu um að lœkka byggingar- kostnað húseigenda með sölu á innréttingum og hurðum á viðráðanlegu verði og kemur nú tvíefldur inn á markaðinn á krepputima með lægra verði en nokkru sinni áður. Magnsamn- ingar okkar við stærstu verksmiðjusamsteypu i Evrópu i smíði hurða og innréttinga tryggja kaupendum ætið lægsta fáanlegt verð. HSfar -eldhús er fallegur og þægilegur vinnustaður. GSíar -eldhús- og fataskápar eru hagkvæmasta lausn húsbyggjenda. 'öStar -skápar eru afar auðveldir í uppsetningu. Sparast því stórfé, hvort sem uppsetning er aðkeypt eða menn skemmta sér við verkefnið sjálfir. Við seljum einnig Rafha-heimilistæki með eldhúsinnréttingum. Ódýrar, en vandaðar inni- og útihurðir fást á sama stað. Litmyndabæklingar sendir um allt land eftir beiðni. Bústofn Aðalstræti 9, II. hæð — Símar 17215/29977 Iðnbúð 6, Garðabæ — Símar 45670/45267 )

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.