Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 21
20 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. 21 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Forskot Lodz mun ekki duga gegn okkur” — segir Bob Paisley, framkvæmdastjóri Liverpool Leikmenn pólska liðsins Widzew Lodz, sem mæta Liverpool á Anfield Road í Evrópukeppni meistara- liða á morgun, hafa verið í æfingabúðum frá því að liðin léku fyrri leikinn í Evrópukeppninni en þann leik vann Lodz 2—0. Sigur pólska liðsins kom mjög á óvart og eftir leik- inn sagði Bob Paisley, framkvæmdastjóri Liver- pool, að sínir menn gætu ekki verið óheppnir tvo leiki í röð gegn Lodz. — Við áttum að vinna sigur í Pól- landi, cftir gangi leiksins. Okkur tókst það ekki en' annað verður uppi á teningnum á Anfield — tveggja marka forskot Pólverjanna mun ekki duga gegn okkur, sagði Paisley. -SOS Lárus ekki með gegn Parísarliðinu? — Uppselt á Evrópuleikinn íWaterschei Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni DV í Belgíu: — Það er nú óvíst hvort Lárus Guðmunds- son getur leikið meö Waterschei í Evrópukeppni bikarmeistara gagn París St. Germain í Waterschei á morgun. Lárus var tekinn út af í leikhléí í deildar- leik gegn Beerschot á sunnudaginn. — Ég fann til smávægilegra verkja í hnénu og það var ákveðiö að ég myndi ekki leika seinni hálfleik- inn. Ég vona að ég verði orðinn góður fyrir Evrópu- leikinn. Það mun ekki koma í ljós fyrr en rétt fyrir leikinn hvort ég verð með, sagði Lárus. Mikill áhugi er fyrir leik Waterschei og París St. Germain og er fyrir löngu uppselt á Ieikinn. KB/-SOS Aðeins ein V-Evrópu- þjóð í Los Angeles — þegar keppt verður um OL-gullið íhandknattleik Aöeins ein V-Evrópuþjóð tekur þátt í handknatt- leikskeppninni á ólympíuleikunum í Los Angeles. Þaö eru Danir. Sjö þjóðir frá A-Evrópu keppa þar — Tékkar, Pólverjar, Rússar, Ungverjar, A-Þjóð- verjar, Júgóslavar og Rúmenar. Sex af þessum þjóðum tryggja sér farseðilinn á A- keppnina, sem verður í Sviss 1986, en tvær af þeim verða að vinna sér farseðil þangað með því að taka þátt í B-keppninni í Noregi 1985. Nú þegar er ljóst að sex þjóðir keppa í Noregi — íslendingar, V-Þjóð- verjar, Spánverjar, Frakkar, Svíar og Norðmenn, sem eru gestgjafar. Svisslendingar eru þegar búnir að tryggja sér rétt tíl að keppa í A-keppninni í Sviss, þar sem keppt er í heimalandi þeirra. í Noregi verður keppt um fimm sæti sem verða laus í A-keppninni i Sviss og aö sjálfsögðu hafa islendingar sett sér það takmark að verða í einu af fimm efstu sætunum í Noregi, þannig að farseðillinn til Svíss 1986 náist. -SOS Þórdís Gísladóttir Met Þórdísar í Michigan — þar sem hún stökk 1,88 m íhástökki. Þórdís hef ur tryggt sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Helsinki Þórdís Gísladóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, setti glæsilegt islandsmet í hástökki innanhúss um helgina á frjálsíþróttamóti í Michigan í Bandaríkjunum. Þórdís stökk 1,88 m og varö sigurvegari í mótinu. Íslands- met Þórdísar utanhúss er 1,86 m. Meö þessum árangri Þórdísar hefur hún tryggt sér farseðilinn á heims- meistarakeppnina í frjálsum íþróttum, sem veröur í Helsinki í Finnlandi 7,— 14. ágúst í sumar. Þrír aðrir frjáls- íþróttamenn hafa náð árangri, sem á að tryggja þeim rétt til aö fara til Hels- Valur- Keflavík í Laugardalshöll Leikur Vals og Keflavíkur í undan- úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta verður í Laugardalshöll í kvöld. Hefst hann kl. 20.30. Ferðir verða á leikinn frá íþróttahúsinu í Keflavík kl. 19.15. inki. Það eru þeir Oskar Jakobsson, kúluvarp, Einar Vilhjálmsson, spjót- kast, og Oddur Sigurðsson, sprett- hlaup. Þórdís er í mjög góðri æfingu um þessar mundir og má fastlega búast við því að hún bæti árangur sinn fljót- lega. Óskar í Norður- landaúrval Fyrir heimsmeistaramótið í Helsinki keppir Norðurlandaúrvaliö gegn Bandaríkjunum í Stokkhólmi 26.-28. júlí. Oskar Jakobsson er nokkuð öruggur í Norðurlandaúrvalið, þar sem hann er einn besti kúluvarpari Norðurlanda. Oddur Sigurðsson gæti keppt í boðhlaupum. Þórdís hefur náð fjórða besta árangrinum í hástökki kvenna á Norðurlöndum og ef hún heldur áfram að bæta sig þá gæti farið svo að hún yrði valin í Norðurlandaúr- valið. -SOS Útdráttur í ensku bikarkeppninni: Sterkustu liðin lentu saman í undanúrslitum Það mátti heyra þungar stunur þeirra sem voru viðstaddir, þegar dregið var í undanúrslitin í ensku bikarkeppninni á skrifstofu enska knattspyrnusambandsins kl. 12.30 í gær. Hálfgeröur ódráttur því bestu liðin, sem eftir eru í keppninni, Man. Utd. og Arsenal, lentu þar saman. Dregið var fyrst um töfluröð og var hún þannig. 1. Burnley eða Sheff. Wed. 2. Arsenal3. Man. Utd. og 4. Brighton. Síðan hófst drátturinn og miði nr. fjögur kom fyrst úr hattinum, Brighton og menn stundu, þegar næst kom nr. eitt, Burnley eða Sheffield Wednesday. Brighton mætir því annað hvort Burnley eða Sheff. Wed. í undanúrslitum. Þriðji miðinn var nr. 3, Man. Utd. og þá aðeins Arsenal eftir. Draumaúrslitin því fyrir bí, þar sem Man. Utd. og Arsenal lentu saman í undanúrslit- um. Ekki hefur enn veriö ákveðið á hvaöa völlum undanúrslitaleikirnir verða háðir en þeir fara fram 16. apríl. Hlutlausir vellir aö venju. Arsenal og Man. Utd. léku til úrslita í bik- arkeppninni á Wembley 1979. Arsenal sigraði 3—2 og þrjú af mörkunum skoruö rétt undir lokin. Arsenal komst í 2—0 en United jafnaði í 2—2. Árinu áður hafði Arsenal tapað 1—0 fyrir Ipswich í úrslitum. Leikurinn við Arsenal var hins vegar þriðji úrslitaleikur Man. Utd. á f jórum árum. Tap- aði fyrir Southampton 1—0 í úrslitum 1976 en vann Liverpool2—1 árið eftir, 1977. Brighton hefur aldrei leikið til úrslita í bikarkeppninnl Hefur reyndar aidrei komist í undanúrslit fyrr en nú .17 ár eru síðan Sheff. Wed, eitt þekktasta knattspymufélag Englands þó það leiki nú í 2. deild, komst í úrslit. Það var 1965 og Everton sigraði Wednesday 3—2 í stórskemmtilegum leik. 21 ár er síðan Bumley komst í úrslit. Tapaði 1962 fyrir Tottenham 3—1 en Burnley á merka sögu í ensku knattspymunni þó gengi félagsinshafi verið lítiðsíðustuárin. Þegar Arsenal og Man. Utd. ieika 16. apríl veröur sextándi leikur hvors félags í undanúrslitum. Arsenal hefur 11 sinnum leikið til úrslita og á þar met með New- castle. Fimm sinnum sigrað. Man. Utd. hefur átta sinnum leikið til úrslita. Sigrað fjórum sinnum. Sheff. Wed. hefur fimm sinnum leikið til úrslita, þrisvar sigrað og Bumley hefur þrisvar leikið til úrslita, einu sinni sigraö. Sheff. Wed. 13 sinnum leikið í undanúrslitum, Bumley átta sinnum. Hins vegar fyrsti leikur Brighton í undanúrslitum 16. apríl. hsím. Víkineur vann upp fimm marka forskot FH-inga og sigraði — skoraði þrjú síðustu mörkin í bikarleiknum og vann 27-26 „Það var frábært að vinna upp mun- inn og sigra. Við lékum vel í síðari hálf- leiknum. Ég bjóst alls ekki við sigri fyrir leikinn, því sterka leikmenn vantaði, auk þess sem við höfum æft heldur illa að undanförnu,” sagði Páll Björgvinsson, eftir aö Víkingur sigraöi FH i bikarleiknum í handknattleik 1 Laugardalshöll í gærkvöld, 27—26. Páll lék sinn 404. leik í meistaraflokki og fékk blómvönd frá Víking fyrir leikinn. Það voru miklar sveiflur í leik lið- anna í gærkvöld. FH, sem var án Þor- gils Ottars Mathiesen, var mun betra liðiö í fyrri hálfleik og náði þá fjögurra marka forustu. Víkingur, án Arna Indriðasonar, Kristjáns Sigmunds- sonar og Þorbergs Aöalsteinssonar, náöi sér hins vegar vel á strik í síðari hálfleiknum. Viggó Sigurðsson var hreint óstöðvandi. Þeim tókst að vinna upp muninn. Jafna í 22—22 en FH komst aftur tveimur mörkum yfir, 26— 24 og aðeins þrjár mínútur eftir. Gífur- leg spenna lokakaflann. Víkingum tókst að jafna í 26—26, náðu svo knettinum aftur og 10 sek. fyrir leiks- lok innsiglaði Hilmar Sigurgíslason sigurinn með marki af línunni eftir glæsisendingu Sigurðar Gunnars- Mansf ield vann Aðeins einn leikur var í ensku knattspyrnunni í gærkvöld. Mansfield sigraði Hartlepool 3—0 á heimavelli, vellinum við Skírisskóg hans Hróa Hattar. hsím. Kristján var algjör yfirburðamaður í FH-liðinu og Víkingum gekk illa að stöðva hann þó hann væri með yfir- frakka á sér allan leikinn. Um tíma Viggó Sigurðsson var í miklum ham i síðari hálfleiknum og stórleikur hans þá lagði grunn að Víkingssigrinum. Viggó skoraði 10 mörk í leiknum, átta þeirra í síðari hálfleik. DV-mynd Friðþjófur. tóku Víkingar einnig Hans Guðmunds- son úr umferð en það gaf ekki góða raun. Jafnt framan af Jafnt var á öllum tölum upp í 4—4 en síðan náðu Víkingar tvívegis tveggja marka forustu, 6—4, 8—6 og 9—7. FH jafnaði í 6—6 og 9—9 og skoruðu fimm mörk í röð. Breyttu stöðunni úr 9—7 í 12—9 og léku Víkinga grátt lokakafla fyrri hálfleiksins. Víkingar bættu ekki úr með því að misnota tvö vítaköst. Staðan 15—11 í hálfleik. Framan af síðari hálfleiknum breyttist munurinn lítið. FH yfir 20—15 en síðan fór munurinn að minnka. FH- ingar voru um tíma tveimur færri. Víkingur jafnaði í 22—22 á 48. mír. Síðan jafnt 23—23 og 24—24 þar sem FH skoraði á undan. Ellert varði þá víti frá Kristjáni. Síðan komst FH tveimur mörkum yfir en það nægði Hafnfirðingum ekki eins og áður segir. Mörk Víkings skoruðu: Viggó 10/2, I Sigurður Gunnarsson, semhéltVíkingi á floti í fyrri hálfleiknum, 9/3. Hilmar 2, Olafur Jónsson 2, Steinar Birgisson 2, Guömundur Guömundsson og Páll eitt hvor. Mörk FH: Kristján 13/6, Pálmi Jónsson 4, Guðmundur Magnús- son 3, Hans 2, Guðjón Árnason 2, Sveinn Bragason og Valgarð Valgarðs- son eitt hvor. Dómarar Grétar Vilmundarson og Ævar Sigurðsson. Bæði lið fengu sjö vítaköst og þremur leikmönnum úr hvoru liði var vikið af veHi. hsím. Alfreð sat á bekknum — þegar KR-ingar lögðu Ármann að velli 31-21 KR-ingar Ieyfðu sér þann munað að láta landsliðsmanninn Alfreð Gislason sitja á varamannabekknum þegar þeir mættu Ármenningum í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik i gær- kvöldi. Það kom ekki að sök — þeir náðu strax góðri forustu 11—3 og voru yfir 21—10 í leikhléi. Seinni hálfleikur- inn var sannkaUaður delluleikur og þegar upp var staðið var munurinn tín mörk — 31—21 fyrir KR. Þegar staðan var 24—13 fyrir KR- inga tóku þeir Anders-Dahl Nielsen og Gunnar Gíslason sér hvíld og upp frá því var ekki heil brú í Ieik KR-liðsins. DeUan var í hámarki þegar Jens Ein- arsson markvörður fór í sókn og reyndi langskot frá punktalínu. Ekki tókst honum að skora en Ármenningar sendu knöttinn yfir vöUinn og í markið hjá KR-ingum. Stefán HaUdórsson skoraði flest mörk KR-inga,. eða 10. Gunnar Gísla- son skoraði 7. Bragi Sigurðsson skor- Juventus óstöðvandi Stjörnulið Juventus er nú óstöðvandi á ítalíu — félagið vann öruggan sigur 4—1 yfir AveUino á sunnudaginn. Gaetano Scirea skoraði fyrst fyrir Juventus og síðan bætti Pólverjinn Boniek marki við. Það var svo Frakk- inn Michel Platini sem skoraði tvö síðustu mörk Juventus. Roma vann sigur 2—1 yfir Pisa og hefur félagið nú þriggja stiga forskot á ítalíu — hefur fengið 33 stig úr 23 leikj- um. Juventus er með 30 stig og síðan kemur Verona með 28 stig. aði 5 mörk fyrir Ármann en varð síðan að yfirgefa völhnn, meiddur. Haukur Haraldsson skoraði einnig fimm mörk fyrirKR. -SOS Sigurvegarinn í fyrsta billjardmótinu á nýja biUjardstaðnum að Hverfisgötu 46, Kjartan Kári Friðþjófsson. DV-mynd Friðþjófur. Kjartan Kári fékk Amsterdamferðina Kjartan Kári Friðþjófsson vann sér inn flugferö til Amsterdam með Arnar- flugi með því að bera sigur úr býtum i kynningarmótinu mikla á nýju bUljardstofunni að Hverfisgötu 46 í Reykjavík. í mótinu var mikU þátttaka og hörð keppni. Kjartan Kári lék tU úrslita í mótinu við Stefán Aðalsteinsson. Náöi hann forustu strax í fyrstu lotu en Stefán saumaði að honum undir lokin. Hafði Kjartan Kári sigur í þessu fyrsta biUjardmóti á þessum stað með síð- ustu kúlunum. -klp- PáU Björgvinsson, fyrirUði íslandsmeistara Víkings mörg undanfarin ár, lék sinn 404. leik með félaginu í meist- araflokki í gær. Á DV-mynd Friðþjófs sést Rósmundur Jónsson afhenda PáU fagran blómvönd, fyrir leikinn, sem hann átti að fá þegar hann lék sinn 400. leik. Kristinn landsliðs- þjálfari í sundi Kristinn Kolbeinsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í sundi. Guð- mundur Ólafsson, þjálfari SH, verður aðstoðarmaður Kristins. Næsta verkefni landsUðsins í sundi er Kalott-mótið, sem verður í Kirkenes í Noregi 16. og 17. apríl. íslandsmótið í sundi innanhúss verður í SundhöU Reykjavíkur 25.-27. mars og verður landsliöshópurinn sem fer til Noregs valinneftir mótið. _S0S Ómar Egilsson íVíking Ómar Egilsson, sem verið hefur einn besti leikmaður Fylkis undanfarin ár, tilkynnti sl. föstudag félagaskipti úr Fylki í Víking. Ömar er hávaxinn, sterkur leikmaður, sem leikið hefur sem miðvörður eða miðherji. hsim. Celtic mætir Aberdeen í gær var dregið í undanúrsUt skosku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Rangers leikur við St. Mirren á Parkhead, leikveUi Celtic, en Celtic og Aberdeen leika á Hampden Park. Leikirnir vcrða laugardaginn 16. april. -hsim Maradona með á ný hjá Barcelona — en liðið náði samt ekki nema jaf ntef li Argentínski knattspyrnumaðurinn Diego Maradona lék sinn fyrsta leik með Barcelona i þrjá mánuði á laug- ardag eftir erfið veikindi. Strax á þriðju min. fékk hann sendingu frá þýska landsUðsmanninum Bernd Schiister. lék á tvo mótherja og gaf síðan á Francisco Carrasco, sem skor- aði auðveldlega. En ekki nægði þetta mark Barcelona til sigurs á Real Betis frá Sevilla. Francisco Parra jafnaði á 25. min. og fleiri urðu mörkin ekki í leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn sem Cesar Luis Menotti, fyrrum lands- liðsþjálfari Argentínu, stjórnaði hjá Barcelona. Barcelona hefur nú litla sem enga möguleika á spánska meistaratitlin- um. Þar er um einvígi Real Madrid og Atletico BUbao að ræða. Bæði liðin hafa 42 stig, fjórum meira en Bar- celona og aðeins sex umferðir eftir. Á sunnudag vann BUbao-Uðið Salamanca á heimaveUi 4—0 og Real Madrid vann Celta 3—OíMadrid. Staða efstu Uða er nú þannig: Real Madrid BUbao Barcelona Zaragoza Atl. Madrid Sevilla 28 17 8 3 49-21 42 28 18 6 4 56-26 42 28 14 10 4 45-21 38 28 14 6 8 49-29 34 28 14 6 8 41-34 34 28 12 9 7 33-25 33 -hsím. Þjálfari U.M.F. Víkingur Olafsvík óskar aö ráða knatt- spyrnuþjálfara fyrir meistaraflokk í sumar. Uppiýsingar í síma 93-6106 eftir kl. 5. Bréffrá Akureyrí: Ekki nógu vel að skíðamótum staðið Skiðaráð Akureyrar hefur farið fram á við DV að birta eftirfarandi bréf um bikarmótið, sem haldið var í Skála- feUi um fyrri helgi. MUtil óánægja var meðal skíðafólks með þetta mót eins og fram kemur í greininni. AB, Akureyri. Og hérer þá bréfiö. „Helgina 5. og 6. mars sl. var haldiö bikarmót fullorðinna í ReykjavUt. Mótiö var haldið í SkálafelU, en þar er aðstaöa til skíðaiðkunar oröin ein sú besta á landinu. Til þeirra er halda bUtar- og punkta- mót eru gerðar miklar kröfur af hálfu keppenda og Skíðasambands Islands. TU að fylgja þessum kröfum eftir er tUkominn svokallaður eftirUtsmaður, sem tihiefndur er af SKl, og skal hann sjá um að búnaður og aöstaða til keppni sé öll hin besta. Nú er málum svo háttað þegar mót eru haldin úti á landsbyggðinni að strangt er eftir þessum kröfum gengið. EftU-Uts- mennimir virðast hafa nægan tíma og eljusemi til að setja út á hina ólíkleg- ustu hluti. Það ergir því orðið móts- haldara úti á landi er þeir þurfa aö horfa upp á það ár eftir ár að félagar þeirra á höfuðborgarsvæðinu geta fengið stórmót á hverju ári. I nær hvert skipti skulu keppendur, er mikið hafa á sig lagt viö æfingar, taka þátt í iUa undh-búnum mótum þar. Þetta ætti að vera verðugt umhugsunarefni fyrir líttstarfandi Skíðasamband Islands. Fyrri dag mótsins var keppt í stór- svigi karla ogkvenna. I kvennaflokki sigraði Trnna Traustadóttir, en hún hefur átt litlu gengi að fagna í vetur, önnur varð Nanna Leifsdóttir og þriðja Ásta Ásmundsdóttir. I kariaflokki sigraöi Elías Bjamason nokkuð ömgglega eftir að hafa átt glæsilega seUini ferð, færi vel að Elías ætti fleiri ferðir sem þessa. Annar varð ReykvíkingurUin Ámi Þ. Ámason og þriðji varð Kristinn Sigurðsson ernnig frá Reykjavík. Síðari dag mótsins var keppt í svigi. Nanna Leifsdóttir sigraði nokkuð ömgglega í kvennaflokki. Eftir þennan sigur sinn hefur hún náð góðri forystu í keppninni um Islandsbikarinn. Önnur varð Tinna og þriðja Guðrún J. Magnúsdóttir. AkureyrUigamU- bættu við fjórða guUi sinu á þessu móti með sigri Björns Víkmgssonar í sviginu. Stutt á eftir honum kom hinn efnUegi skíða- maður Dalvíkinga, Daníel HUmars- son, þá kom Kristinn Sigurðsson, Reykjavík. Fab. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir (þróttir (þróttir íþróttir Þjálfaranámskeið Námskeið fyrir deildarþjálfara verður haldið dagana 25.-27. mars nk. Dagskrá: 1. Heimsmeistarakeppnin á Spáni 1982. Umfjöllun. Taktik liða og fleira. (Fyrirlestur, videósýningar og umræður.). Fyrirlesari: Mr. Pekka Luthanen, fulitrúi Norðurlanda í tækninefnd UEFA. 2. Fundur landsliösþjálfara Evrópu í Júgóslaviu um H.M. ’82. Fyrirlesari Jóhannes Atlason landsliðsþjálfari. 3. Meiðsl (þjálfarar og liðstjórar). Fyrirlesari Sigurjón Sigurðsson íþróttalæknir. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu KSI fyrir 22. mars nk. TÆKNINEFND KNATTSPYRNUSAMBANDSISLANDS. FÓTBOLTASKÓR ÆFINGASKÓR TÖSKUR ÆFINGAGALLAR Sportvöruvcrslun Póstscndum Ingólfs Oskarssonar Klapparstíg 44 — Sími 11783

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.