Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1983, Blaðsíða 32
32 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MARS1983. Andlát Þóroddur Guðmundsson frá Sandi, Ölduslóö 3 Hafnarfirði, lést í Borgar- spítalanum sunnudaginn 13. mars. Aðalsteinn Árnason, Sunnubraut 15 Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 12. mars. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Grana- skjóli 38, er látin. Utför hennar hefur farið fram. Viggo Oddson lést hinn 7. mars sl. á heimili sínu í Jóhannesarborg, Suður- Afríku. Guðbjörn Guðmundsson prentari, Hagamel 18, andaðist sunnudags- kvöldið 13. mars í Landspítalanum. Þorkell Jónasson, Ásvallagötu 12, and- aðist að Elliheimilinu Grund 13. mars. Hjörtur R. Björnsson úrsmiður, Hátúni lOa Reykjavík,andaðist 12. þ.m. í Landspítalanum. Rósa Árnadóttir lést í Landakotsspít- ala laugardaginn 12. mars sl. Guöný Jóna Jónsdóttir, Álftahólum 8, lést þann 3. mars. Utförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eirikur Kristinn Gíslason verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 16. mars kl. 15. Minningarathöfn um Láru Guðmunds- dóttur frá Vesturhópshólum verður haldin í Kópavogskirkju nk. miðviku- dag kl. 10.30. Jarðsett verður aö Vesturhópshólum laugardaginn 19. marskl. 14. Árni Magnússon verkstjóri, Boðabyggð 7 Akureyri, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 17. mars kl. 13.30. Sigurður Stefán Bjarnason pípulagn- ingameistari verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 16. marskl. 13.30. Sigurður Guðmundsson klæðskeri frá Hvammstanga, Háaleitisbraut 26 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Tilkynningar Stjórnunarfélag íslands Aukin notkun ritvinnslu Stjórnunarfélag íslands hefur undanfarna mánuði m.a. lagt ríka áherslu á kennslu í rit- vinnslu. Til þess hefur félagið komið sér upp fjölbreyttum búnaði og getur nú boðið kennslu og kynningu á 5 ritvinnslukerfum sem í boði eru hérlendis. Mjög fer nú í vöxt aö fyrirtæki og stofnanir taki ritvinnslutæknina í notkun, enda eru á ferðinni byltingarkenndar breytingar í með- BREIÐHOLTI /Ál l/AAj) | SI'MI 76225 Fersk blóm ch K/Á\ miklatorgi L|Vi/Íi SIMI22822 iglega. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 63. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982, á Grenigrund 16 — hluta —, þingl. eign Oskars Smith Grímssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. mars 1983, ki. 10.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 63., 64. og 70. tölublaði Lögbirtingabiaösins 1982, á Efstahjalla 1 — hluta —, þingl. eign Stefáns H. Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. mars 1983, kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982, á Hlíðarvegi 155, þingl. eign Svavars Svavarssonar, fer fram á eigninni sjáifri f immtudaginn 17. mars 1983, kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 7., 14. og 19. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, á Skólageröi 10, þingl. eign Jóns G. Kristinssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. mars 1983, kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. ferð og vinnslu skjala. Mikilli hagræðingu má koma til leiöar og sparast mörg handtökin viö endurritun bréfa og skýrslna. Nú er að ljúka á vegum Stjórnunarfélags- ins 5 námskeiðum í ritvinnslu, sem sérstak- lega eru haldin fyrir embætti ríkisskattstjóra, en embættið hyggur á notkun ritvinnslu á skrifstofum sínum um allt land. Kennt er á ritvinnslukerfiö Scripsit II, en frágangur námsgagna og kennsla á nám- skeiðunum var í höndum Kolbrúnar Þórhalls- dóttur, ritvinnslukennara Stjórnunarfélags- ins. Það fer í vöxt aö haldin séu sérsniðin nám- skeið fyrir félög og stofnanir. Meö slíkum námskeiðum næst oftast betri árangur en af opnum námskeiðum, þar sem hægt er að leggja megináherslu á þarfir viðkomandi hóps og taka tillit til sérverkefna hans. Bílasalan Bflakaup flutt í Borgartún 1 Bílasalan Bílakaup hefur nú starfað í tæp 7 ár, lengst af í Skeifunni 5, við mjög vaxandi vin- sældir. Nú hefur fyrirtækið flutt í eigið húsnæði viö Borgartún 1, i 105 m! söluhús smíðað af S.G. Einingahúsum hf. Selfossi. Margir sem ekið hafa um Skúlatorg og Sætún, hafa tekið eftir hvernig húsið hefur þotið upp meö leiftur- hraða. Tðk húsasmíðin sjálf aðeins um 13 vinnudaga. Bílakaup hefur ávallt reynt aö tryggja öryggi seljanda og kaupenda eins og hægt er. Vanskila- og gjaldþrotaskrár liggja frammi svo að hægt er að kanna greiðsluferil skuld- ara. Gengið er frá tryggingu bílanna strax við undirskrift samninga, á hvaða tíma sem er. Meiri áhersla er lögð á þjónustu við viðskipta- mennenáður þekktist. Til að mæta enn auknum kröfum hefur Bíla- kaup byggt upp sérstakt sölu- og þjónustuhús fyrir fólk í bílahugleiðingum með bjarta, snyrtilega og rúmgóða aðstöðu við eina fjöl- förnustu samgönguæð landsins, við Borgar- tún og Sætún. Vmsar aðrar framkvæmdir eru þar fyrirhugaðar til þjónustu við við- skiptavini. Fjórir eldhressir sölumenn eru á staðnum. Næg bílastæöi eru fyrir hendi. Eigandi og stjórnandi Bílakaups er Reynir Þorgrímsson. Símar: 86030-86010 í gærkvöldi í gærkvöldi Tveir pk. naglar—þrír I af vatni „Ertu ekki þreyttur munnur minn?” Þannig spuröi einn kokk- anna sjálfan sig í eldhúsinu í gær- kvöldi. I beinni útsendingu sjónvarps var hann aö segja okkur hinum hvernig hin eina sanna uppskrift hljómaöi. Auövitaö var því ekki hægt annað en hnjóta viö þessa speki kokksins og hélt ég reyndar á tíma- bili aö hann þessi heföi fengið sig fullsaddan á smakkinu og snakkinu. Svo reyndist þó ekki vera. En þaö má nú einusinni spyrja. Gamla naglasúpan Ekki var annaö aö sjá og heyra en kokkamir byðu okkur hinum upp á marga rétti í eldhúsinu. Allir segjast þeir eiga réttu uppskriftina aö súp- unni góðu, eöa annað var ekki aö heyra. Einhvern veginn virkar þaö þó á mann sem þeir séu enn aö fást viö gömlu naglasúpuna sem þeir hafa svo oft eldaö á undanfömum misserum. Þaö er greinilegt að kokkamir veröa aö fara að henda nöglunum og setja réttu efnin í súpuna ef vel á aö fara. Annars veröa allir munnar þreyttir. Sjálfstæðiskokkar Sjálfstæöiskokkamir bentu á aö nú væri eyjan græna sokkin ofan í mikið fen og var helst að heyra, aö best væri aö skipta um nafn á eyjunni og kalla hana Feneyju. Mun þaö ekki vera svo óskylt borginni Feneyjum í suöri, en þar mun vera úrvals spag- hetti framleitt á langboröum. Mun maturinn vera í takt viö borðin. Þaö kom og fram að sjálfstæöis- kokkarnir voru í Borgarnesi ekki alls fyrir löngu og hugleiddu réttu elda- mennskuna. Hálfgerðan beyg setti aö manni við þessi orð, enda alkunna aö ein helsta naglaverksmiöja lands- ins er einmitt í Borgamesi. Framsóknarkokkar Framsóknarkokkarnir áttu sína boöbera. Ekki var annaö á þeim aö heyra en þeir vildu hafa meira kjöt í pottunum. Telja þeir kjötsúpu af hinu góöa og í raun bestu súpuna. Vilja þeir helst bera hana fram í ,,ál- málum” en þaö munu vera góö mál. Svo virðist sem framsóknarkokk- amir séu hræddir viö tvennar kosn- ingar á þessu ári, enda ljóst aö niður- talning þeirra gæti tekiö gildi og þá á þeim sjálfum. Þokkalegt það, eöa hitt þó. Alþýðukokkar Og þá var komiö aö alþýðukokkun- um. Með rós í hnappagati bentu þeir á aö allir hinir kokkamir í eldhúsinu heföu fallið á prófinu í matreiðsl- unni. Eiturbrasarar voru þó ekki nefndir til sögunnar, en þaö lá svona í orðunum. Alþýðukokkamir töluöu mikiö um pólitískt hugrekki annarra kokka viö stööuveitingar í ýmsum skápum eld- hússins. Eflaust eru þeir sjálfir hvít- þvegnir af slíku og í hreinum kokka- fötum. Það bendir enda líka margt til þess aö þeir séu tilbúnir í uppvask- iö á næstunni og ætli aö vaska upp eftir hina kokkana, sem hafa útbíaö allt leirtauiö. Allaballakokkar Og ekki má gleyma allaballakokk- unum, sem búa nú í íslenskum ein- ingahúsum. Kom fram í gærkvöldi aö þeir em ákveðin tegund kokka, af sóvéskum toga og boöa eitthvað sem kallað er eining um íslenska leiö. Engin leiö virðist að skilja um hvaö þessi uppskrift fjallar. Menn hallast þó aö því aö þarna sé sam- bland af íslenskum fjallagrösum og kákasusgerlinum margfræga. Matvælafræöingar em þó enn aö átta sig á uppskriftinni. Þeir fullyröa aö þessi bræðingur sé borinn fram af þjónum í skautbúningum. Að lokum er rétt aö geta um jafn- aöarbandalagskokkinn. Þar er mikiö mallaö og muliö. Finnst sumum sem sá kokkur tali meö fullan munninn en það ku ekki vera góður siður hjá kokkum. Er þá ekki rétt að slökkva á kötl- unum og taka pottana af? Súpan er tilbúin og allir hafa fengið sinn skammt, því aldrei má skilja neinn útundan í eldhúsum. Og þá var þing- ið á enda og sjónvarpið hætti að senda. Jón G. Hauksson. Frá Reykvíkingafélaginu Reykvíkingafélagið hefur verið endurreist. Eftirtaldir menn og konur veita allar upplýs- ingar varðandi félagið: Jón Bergmann, s. 14328, Þorsteinn Olafsson, s. 10809, Sighvatur Bjarnason, s. 73016, Áslaug Cassada s. 12929, Erla Geirsdóttir, s. 35009, Guðrún Agnarsdótt- ir, s. 72381, Pálína Þorleifsdóttir s. 20576 og Sverrir Þórðarson, s. 21947. Stjórnin. Sástu hver skemmdi rauðan Datsun við Hagkaup? Starfsmaður í Hagkaup Ieitar að sjónarvott- um sem kynnu að hafa orðið varir við einhvem eða einhverja leika sér aö því að skemma rauðan Datsun 120 fyrir utan Hag- kaup á miðvikudag. Billinn stóö i Skeifunni frá klukkan 9—18 þennan dag en aökoman var heldur óskemmtileg. Framrúðan var brotin og steinn hafði verið barinn niður í húddið á bílnum. Þeir sem hafa orðið einhvers varir vinsamlega hafi samband við lögreglu. 50 ára afmæli á í dag, 15. þ.m., Garðar Á. Guðmundsson forstjóri 25 Ridout St. Lindsay Ont. Kanada. Kona Garöars er Ásdís Guðbjartsdóttir og áttu þau heima hér í Reykjavík en fluttust til Kanada árið 1969. Tónleikar Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar Fyrstu tónleikar á vormisseri tslensku hljóm- sveitarinnar verða haldnir í Gamla bíói fimmtudagskvöld 17. mars kl. 20.30. Burtfaratónleikar í Austurbæjarbíói Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur burt- fararprófstónleika í Austurbaijarbíói mið- vikudaginn 16. mars kl. 7 síðdegis. Þar leikur Sigurður Flosason á saxófón og er það fyrri hluti einleikaraprófs hans. Sigurður er fyrsti nemandi sem lýkur einleikaraprófi á saxófón frá skólanum, og er kennari hans Hafsteinn Guömundsson. Á efnisskránni verður m.a. frumflutt nýtt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, sem hann samdi sérstak- lega fyrir þetta tilefni, og heitir Að leikslokum og er tileinkað minningu Gunnars Ormslevs. Undirleikari Sigurðar er Valgerður Andrés- dóttir og auk hennar koma þrír aðrir hljóð- færaleikarar fram á tónleikunum, Reynir Sigurðsson, Tómas Einarsson og Gunnlaugur Briem. Fundir Aðalfundur Ferðafélags íslands verður haldinn þriðjud. 15. mars kl. 20.30, stundvíslega, á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar þurfa að sýna ársskírteini 1982 við innganginn. Að fundi loknum sýnir Bjöm Rúriksson myndir frá tslandi. Skemmtifundur kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verður haldinn í veitingahúsinu Gafl-inum við Reykjanesbraut í kvöld, 15. mars, kl. 20.30 stundvíslega. Spiluð veröur félagsvist. Hauk- ur Mortens og félagar skemmta, kaffiveit- ingar og bögglauppboð. Málfreyjudeildin Björkin heldur fund nk. miðvikudag, 16. mars. Fundurinn hefst kl. 20.30 á hótel Heklu. Gestur fundarins Dr. Gunnar G. Schram. Allir velkomnir. Heimilisiðnaðarfélag íslands heldur félagsfund í Domus Medica, I hæð, í kvöld, 15. mars, kl. 20.30. Fundarefni: Ot- koma úr glitnámskeiöum félagsins og sýni- kennsla í glitvefnaði og glitsaumi. Kaffiveit- ingar. Hvítabandskonur Muniö aðalfundinn aö Hallveigarstööum þriðjudaginn 15. mars kl. 20. Stjórnin. Skemmtifundur Hafnarfjarðarkirkju verður haldinn í veitingahúsinu Gafl-inn Reykjanesbraut þriðjudaginn 15. mars kl. 20.30 stundvíslega. Spiluð verður félagsvist og Haukur Morthens og félagar skemmta. Kaffi- veitingar, bögglauppboð. Nefndin. Foreldra- og kennarafélag Hvassaleitisskóla heldur f und í bókasafni skólans í kvöld, mánu- dag, kl. 20.30. Félagsráðgjafi ræðir um sam- skipti unglinga og foreldra. Kaffi og umræður. Kvenfélag Bústaðasóknar 30 ára Afmælisfundur félagsins verður haldinn 14. mars í safnaöarheimilinu kl. 20. Kalt borö. Skemmtiatriði. Þátttaka tilkynnist í síma 36212 (Dagmar), 33439 (Björg) og 35575 (Lára) í síðasta lagi miðvikudag 9. mars. Ath. breyttan fundartíma. Fundur Lif og land boðar til félagsfundar í Skólabæ, Suöurg. 26, miðvikudaginn 16. mars kl. 8-30. Gestir fundarins verða Sigurður A. Magnússon og Þórarinn Eldjárn, er munu lesa úr verkum sínum. Allir velkomnir. Stjórnin Leiklist Galdra Loftur — Menntaskólinn við Sund Aukasýningar á Galdra Lofti veröa eftirtalin kvöld: Þriðjudagskvöld, fimmtudagskvöld og sunnudagskvöld. Hefjast sýningar kl. 20.30. Miðapantanir í síma 37441 milli kl. 17.30 og 20.30. Pennavinir Frímerkjasafnari í Þýskalandi óskar eftir bréfasamskiptum við íslending. Hann hefur áhuga á að eignast íslenska vini, skrifar á þýsku, ensku og frönsku. Jurgcn Damm Georg-Arends-Weg 16 56 Wiippertal 21 Deutschland. Spilakvöld Kvenfélag Kópavogs verður með félagsvist þriðjudaginn 15. mars kl. 20.30 í félagsheimilinu. Allir velkomnir. Kvenfélag Bæjarleiða heldur félagsvist í safnaðarheimili Langholts- kirkju í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Félagsvist í Hallgrímskirkju. Félagsvist verður spiluð í kvöld (þriðjudags- kvöld) í safnaðarheimili Hailgrímskirkju og verður byrjað aö spila kl. 20.30. Ágóði af spila- kvöldinu gengur til byggingasjóðs Hallgrims- kirkju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.