Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 9
DV. MIÐVKUDAGUR16. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Spilling meðal embættismanna — Torino-flokksdeild sósíalista leyst upp og vitorðsmenn reknirúr kommúnistaflokknum Héraðsstjórnin í Piedmont á ítaliu hefur sagt af sér og búist er við því að borgarráð Torino víki á mánudaginn vegna spillingar sem uppvís er orðin og vekur mikið hneyksli á Italiu. Þrír vinstri flokkar mynda meirihluta- stjóm Piedmont. Forvígismaður Piedmontstjórnar, sósíalistinn Ezio Enrietti, tilkynnti af- sögnina í gær og skoraði á alla stjórn- málaflokka að leggjast á eitt til þess að leysa kreppuna. Atta borgarráðsmenn og fulltrúar svæðisstjómarinnar hafa verið hand- teknir sakaöir um að hafa þegið umbun fyrir pólitíska fyrirgreiðslu. Fimm þeirra eru sósíalistar. — Tylft annarra sveitarstjómarmanna hefur fengið viðvörun um að þeir kunni einnig að verða ákærðir. Bettino Craxi, formaður lands- samtaka sósíalista, hefur mælt svo fyrir að flokksdeildin í Torino verði leyst upp og einnig í Piedmont. — Pied- mont þótti einu sinni til fyrirmyndar um sveitarstjórn vinstri manna. Kommúnistaflokkurinn, sem deildi völdum með sósíalistum, bæði í borgarráði Torino og í Piedmont, hefur rekið úr flokknum þá félaga sína sem liggja undir ákærum um hlutdeild í spillingunni. Forseti borgarráðsins er kommúnisti. Fjöldi fólks hefur gefið sig fram með upplýsingar varöandi meinta spillingu embættismanna í héraðinu og borg- inni. Enn fleiri hafa þó lagt til upplýsingar í nafnleysi í gegnum símann. Vinna rannsóknardómarar í Torino að málinu. MINNA GAS TIL EVRÓPU Innflutningur á gasi til ríkja Efna- hagsbandalagsins minnkaði á síðasta ári og er það í fyrsta sinn í marga ára- tugi sem slíkt gerist. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofum Efnahagsbandalagsins dróst gasinnflutningurinn saman um 6% og er meginástæöa þess sú að aflstöövar í ríkiseigu notuðu í auknum mæli brennsluoliu og kol í staöinn fyrir gas. Mild vetrarveðrátta hefur einnig dregið úr eftirspuminni og leitt til mun minni framleiðslu á gasi, einkum í Hollandi og V estur-Þýskalandi. Efnahagsbandalagsríkin fluttu inn 42% af öllu gasi frá Sovétríkjunum á árinu 1981 en á síðasta ári hafði hlut- deild Sovétmanna minnkað um 2%. Bandaríkjastjórn hefur lagt hart að bandamönnum sínum í Evrópu að draga úr innflutningi á gasi og öðrum orkugjöfum frá Sovétríkjunum. Á síðasta ári lagði Bandaríkjastjórn út- flutningsbann á allar vörur sem nota átti í gasleiðsluna sem verið er að leggja milliSíberíu og Vestur-Evrópu. Þrír Afghanistanmannanna sýna þingmönnum uppdrátt af þorpinu til skýringar frásögninni af fjöldamorðunum. SJÓNARVOTTAR AÐ FJÖLDAMORÐUM 9 DEN NORDISKE INVESTERINGSBANK (NIB) NIB er en kredittinstitusjon som ble opprettet i 1975 av de fem nordiske land. Bankens formál er á styrke det nordiske okonomiske samarbeid ved á gi lán pá bankmessige vilkár for gjennomfpring av investeringsprosjekter og eksportvirksomhet av nordisk interesse. Banken har sine lokaler i Helsingfors med 42 ansatte. Arbeidssprák er dansk, norsk og svensk. Vi sokerná en MEDARBEIDER TIL UTREDNINGS- AVDELINGEN Spkere bpr ha universitetsutdannelse og erfaring fra okonomisk utrednings- og analysevirksomhet innen bank, storre bedrift, offentlig forvaltning og/eller internasjonal institusjon. Banken tilstreber ána personell fra alle de noraiske land og mangler for tiden en islending blant de ansatte. Utredningsavdelningens fremste arbeidsomráder er folgenae: • Bransjeanalyser av nordisk næringsliv • Konjukturanalyser • Landanalyser av utviklingsland og statshandels- land • Kontaktvirksomhet overfor nordiske offentlige institusjoner samt fagbevegelser og bransje- organisasjoner. Spkere forutsettes á ha god analytisk legning og evne til á uttrvkke seg skriftlig. Stillingen vil medfpre en del reisevirksomnet innen Norden. Arbeidsomrádet vil til en viss grad bli bestemt av sokerens kvalifikasjoner og eriaring. NIBs utenlandske personell som flvtter til Finland, beskattes etter særskilt lov, og vi tilbyr gode sosiale forhold. Banken er benjelpelíg med á skaffe bolig. Nærmere opplysninger fás ved henvendelse til direktör Knud Ross, tlf. (358-0)18001. Spknad med lonnsforlangende, vitnemál og attes- ter merkes "Utredningsmedarbeider" og sendes innen 10.4.83 til: Den Nordiske Investeringsbank Postboks 249 SF-00171 Helsingfors 17, Finland. Nordiska Investeringsbanken í AFGHANISTAN Hópur skæruliða frá Afghanistan, sem voru sjónarvottar aö fjölda- morðum Sovétmanna á íbúum smá- þorps eins um 60 km frá Kabul, komu til Bandaríkjanna á dögunum. Báru þeir Bandaríkjaþingi vitni og hittu einnig forsetann í Hvíta húsinu. — Höfðu þeir frá ýmsu hræðilegu aö segja, eins og notkun eiturefnavopna. 13. september 1982 höfðu þeir verið í þorpinu Pad-khabe-e-Shanna þegar skyndilega streymdu að sovéskir skriðdrekar, herbílar og þyrlur. Þorps- búar, 105 talsins, þar á meðal 12 böm, leituðu hælis í neðanjarðarvatns- göngum.Þorpskarlarnir kviðu því að verða teknir í herinn og bömin óttuðust yfirheyrslur og pyndingar. Þegar þau neituðu að koma út úr göngunum var bensíni og öðru eldfimu hellt niöur í göngin til þeirra og síðan kveikt í. 011105 létu þar lífið. Idi Amin iét bera veislugestum höfuð óvinar sins á fati. Sækjastsér umlíkir Vopnasali, sem sakaður er um að hafa ólöglega selt Idl Amin, elnræðisherra í Uganda, vopn og pyndingartól, hefur verið framseldur til Bandaríkjanna. Hann hafði stungið af til Spánar 1981, þegar hann var látinn laus gegn byggingu, á meðan málaferli voru undirbúin gegn honum og félaga hans, fyrrum erindreka hjá CIA-Ieyniþjónustunui — Frank Terpil að nafni. George Korkala og Terpil voru dæmdir í fjarvem slnni i 17 og 53 ára fangelsi. — Terpil hvarf i Beirút í fyrra eftir að hafa sagt sjónvarpinu frá því að Amin hcfði eitt sinn i kvöldverðarboði iátið bera fram á fati fyrir veislugesti höfuðið af pólitiskum andstæðingi sinum. BILEIGANDI GÓÐUR Tilboð sem þú getur ekki hafnað Bíltæki hinna kröfuhörðu er AUDIOLINE 432 Verð áður: kr. 8.510,- Verð nú: kr. 6.810,- BlH|Bl !» — t -~T »71 Utvarp LW-MW-FM- stereo. Sjálfleitandi á öllum bylgjum. 18 stöðva minni. Segulband: spilar beggja megin (Auto reverse). Spólar fram og til baka. Klukka. Digital Quarts. Magnari 12 vött. MAC AUDIO hátalarar i hæsta gæðaflokki. — 40 gerðir. ML - 164 61/4 Niðurfelldir við afturglugga. Tiðnisvið 30 - 22000 Hz 35 vött. Verð kr. 1.685,- settið. ML202 41/4x61/4 Niðurfelldir viö afturglugga. Tiðnisvið 50-18000 Hz 20 vött. Verð kr. 1.665,- settið 15% AFSLÁTTUR af ísetningu séu tækin keypt hjá okkur. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúla 2 — sími 39090.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.