Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. Þorgils Óttar Mathiesen. Þorgils Óttar ekki með FH-ingum — ífyrstu umferð úrslitakeppninnar um íslandsmeistaratitilinn Þorgils Óttar Mathiesen, landsliös- maöur í handknattleik úr FH, mun ekki leika meö FH-liðinu í fyrstu umferö úr- slitakeppninnar um íslandsmeistara- titilinn, sem hefst um næstu helgi. Þorgils Óttar meiddist á fingri í landsleik gegn Spánverjum í B-keppninni í Hollandi og er hann ekki oröinn góöur af þeim meiösium. Þaö er mikið áfall fyrir FH-inga aö hann getur ekki leikiö meö þeim þar sem hann er einn af lykilmönnum liðsins, sem sést best á því aö hann var einn af markhæstu Ieikmönnum 1. deildarkeppninnar, þó aö hann leiki sem linumaður. -SOS. Góður sigur Birmingham Birmingham vann sigur, 2—1, yfir Arsenal í ensku 1. deildarkeppninni í gær- kvöldi á St. Andrews í Birmingham. Þaö var Belgíumaöurinn Pat Van Den Wauwe sem skoraði fyrst fyrir heimamenn en Tony Woodcock jafnaði fyrir Arsenal. Þaö var svo Kevin Dillon sem tryggði Birming- ham sigur á síðustu mín. leiksins, með góðu skoti — knötturinn hafnaði á stöng- inni á marki Arsenai og fór þaðan i netið. Birmingham fékk þarna dýrmæt stig í baráttunni um falliö en staöa neðstu liöanna í 1. deildarkeppninni er nú þessi: Swansea Luton Birmingham Norwich Brighton 31 8 7 16 40—47 31 29 7 10 12 48-47 31 29 6 12 11 26-40 30 29 8 6 15 31-48 30 30 7 7 16 28-56 28 -SOS ENGLAND Úrslit uröu þessi í ensku knattspyrnunni ígærkvöldi: Bikarkeppnin: Sheff. Wed.-Burnley 0-0 1. DEILD: Birmingham-Arsenal 2—1 Everton-Southampton 2—0 2. DEILD: Cambridge-Derby 0-0 3. DEILD: Bournemouth-Plymouth 1—0 Cardiff-Huddersfield 1—1 Chesterfield-Southend 0-2 Gillingham-Sheff. Utd. 0—2 4.DEILD: Aldershot-Scunthorpe 1—1 Halifax-Swindon 1-0 Rochdale-Crewe 2—0 Wimbledon-Tranmere 4—0 York-Northampton 5-2 Héraðsmót Skarphéðins Héraðsmét á vegum Skarphéðins í frjálsum í- þróttum verða haldin 19. mars og 4. apríl. Fyrra mótið er unglíngakeppni 15—ÍS ára og fer fram að Áraesi. 4. april verður mót f uilorðinna að Flúðum. Bæði métin hefjast kl. 14. Nánari upplýsingar á skrífstofu HSK, Eyrarvegi 15 Selfossi, sími 99- 1189. ÁsgeirSigurvinssonfær lofsamlega dóma íV-Þýskalandi - segir v-þýski landsliðsmaðurinn Kati Heinz Förster Ásgeir Sigurvinsson — knattspyrnukappi frá Vest- mannaeyjum, hefur sýnt frábæra leiki með Stuttgart að undanfömu og fengið lofsamlega dóma í blöðum í V- Þýskalandi. Hann hefur hvað eftir annað verið valinn í lið vikunnar í ýmsum blöðum og knattspyrautímaritið Kick- er valdi hann mann Bundesligunnar á dögunum, eftir leik Stuttgart og Fortuna Diisseldorf. „Ásgeir er mjög þýðingarmikill fyrir okkur og hann hefur gert stórkost- lega hluti,” sagði v-þýski landsliðsmaðurinn Karl-Heinz Förster. Asgeir nýtur geysilegra vinsælda hjá Stuttgart og hafa stórgóöir leikir hans oröiö til þess aö áhangendur félagsins tala ekki lengur um Hansa Miiller, sem Stuttgart seldi til Inter Milan, en hann var lykilmaöur á miðjunni hjá félaginu áöur en Stuttgart keyptí Asgeir frá Bayern Miinchen. V-Þjóðverjar kunna svo sannarlega aö meta stjórnunarhæfileíka Asgeirs á miöjunni og hans frábæru sendingar, sem skapa ávallt mikinn usla í vöm andstæðinganna. Þá eru þrumuskot hans utan af velli rómuö. — Þaö kemur mér ekkert á óvart aö Asgeir sé oröinn lykilmaöur hjá Stutt- gart. Hann var lykilmaöur hjá Stand- ard Liege þegar ég var þjálfari þar og ég þekki vel hæfileika Asgeirs, sem er frábær miövallarspilari — einn sá bestí hér í V-Þýskalandi, sagöi Ernst Happell, þjálfari Hamburger SV, þegar hann var spurður um Asgeir. Ahangendur Stuttgart halda mikiö upp á Asgeir, eða Sigi, eins og hann er kallaður. Og ekki minnkuöu vinsældir hans á dögunum þegar hann gaf út þá yfirlýsingu aö hann heföi engan áhuga á aö fara frá Stuttgart — aftur til Bayern Miinchen. „Eg kann mjög vel viö mig hér í Stuttgart og þegar ég kom hingað frá Munchen var eins og ég væri kominn heim,”sagðiÁsgeir. Blöð í V-Þýskalandi segja aö Stutt- gart sé liö framtíðarinnar þar í landi. Þau segja aö félagið þurfi aöeins einn góöan markaskorara til aö veröa óstöðvandi. Horst Hruberch, hjá Ham- burger SV, hefur veriö orðaður við Hnefarnir réðu ferðinni Þaó var mikill hamagangur í Laugardals- höllinni eftir leikinn milli Vals og Keflavíkur í gærkvöldi. Áhorfendur sem voru á bandi Keflvíkinga urðu sér til skammar einn ganginn enn eftir Ieikinn og iétu hnefa ráða ferðinni, sem ekki er æskilegt í iþróttahúsum. Að minnsta kosti einn áhangenda Vals meiddist i andliti eftir að ráðist var á hann og í framhaldi af svona atburðum cr það spurningin hvort ekki þarf að kalla til lögreglulið fyrir leik liðanna á mánudaginn. _sk. Stuttgart og þá er sagt aö ef Uli Stie- like, sem leikur meö Real Madrid, snúi aftur til V-Þýskalands, muni hann ganga til liðs viö Stuttgart. -SOS i Leikur j 1 Flosi með! j Fram? j * Miklar líkur eru nú taldar á því að ris- ■ Iinn Flosi Sigurðsson komi til landsins til | að leika með félögum sinum í Fram gegn _ IÍR í síðasta leik úrvalsdeildarinnar á | sunnudag, síðasta leik fyrir utan sjálfan Iúrslitaleikinn á mánudag. Framarar eru sem kunnugt er á botni ■ Ideildarinnar með 12 stig en KR hefur 14. I KR á eftir aö leika gegn Njarðvík suður í ■ INjarðvík á föstudag og ef KR tapar I þeim leik eiga Framarar glætu. Þeir ■ Iverða þá að sigra ÍR í síðasta leik sínum á I sunnudaginn og þá leikur Flosi að öllum ■ Ilíkindum með þeim. Verður þá fróðlegt I að fylgjast með viðureign hans og Péturs I IGuðmundssonar. Flosi er 2,12 metrar á | hæð en Pétur sem kunnugt er 2,18 metrar. | I__________________________-KJ Valsmenn unnu f — sigruðu Keflvíkinga ífrábærum leik í undanúrslitunum í bikamum 95:88 - Li „Þetta var mjög góöur sigur hjá okkur og þó við lékjum vel í kvöld leikum við enn betur á mánudaginn, þegar við mætum þeim aftur í úrslita- leik íslandsmótsins,” sagði Tim Dwyer, þjálfari og leikmaður Vals í körfunni, eftir að Valur hafði sigrað Keflavik í hörkuleik í undanúrslitunum í bikarkeppni KKÍ í Laugardalshöllinni í gærkvöldi 95:88. Valsmenn tryggðu sér þar með réttinn til að leika gegn ÍR eða ÍS i úrslitaleik bikarkeppninnar, sem fer fram á fimmtudag, eftir rúma viku. Rúmlega eitt þúsund manns uröu í gærkvöldi vitni að gífurlega spennandi og skemmtilegum leik tveggja bestu liöanna i körfuknattleiknum hér i dag. Valsmenn byrjuðu leikinn af miklum jkrafti og Keflvikingar áttu ekkert svar viö stórleik þeirra. Það var ekki fyrr en líða tók á fyrri hálfleikinn aö 1 þeir vöknuðu til lífsins og staðan i leik- í hléi var 45:43 Val í vil og ljóst að í síð- ari hálfleik yrði barist til síðasta blóödropa. Sú varö líka raunin á, gífurleg barátta hjá báöum liöum og strax á 3. minútu síöari hálfleiks fékk Axel Niku- lásson sína 4. villu og varö aö fara af leikvelli um tíma. Þaö var afdrifaríkt | fyrir Keflvíkinga. En þeir gáfust ekki upp og þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum var staðan jöfn, 55:55, og allt gat skeð. Keflvíkingar komust yfir í fyrsta sinn, 63:62, um miöjan síð- ari hálfleikinn en í kjölfarið fylgdi góöur leikkafli hjá Val og náöu þeir fljótlega forystu sem Keflvíkingum tókst ekki aö vinna upp þrátt fyrir hetjulega baráttu. Lokatölur urðu síðan 95:88 og Keflvíkingar því úr leik í bikarkeppninni aö þessu sinni. Hittni Valsmanna í þessum leik var frábær. Nánast sama hvaöa leikmaður skaut að körfunni, knötturinn fór yfir- leitt rétta boðleiö. Þeir Ríkharöur, Tim Dwyer, Torfi og Kristján voru allir bestu menn Vals en í heild átti allt liöið góðan dag, nokkuð sem þarf til þegar Keflvíkingar eru annars vegar. Stórsig Það var gífurleg bikarstemmning á Hillsborough í Sheffield í gærkvöldi ; þegar leikmenn Sbeffield Wednesday 1 slógu Burnley út úr bikarkeppninni og . tryggðu sér rétt tii að leika gegn Brighton á Highbury í London í undan- úrslitum bikarkeppninnar. 40 þús. áhorfendur sáu leikinn og þeir fóru ekki vonsviknir heim því leikmenn Sheff. Wed. voru hreint óstöðvandi og ,a..aa.bmé Asgeir Sigurvinsson — sendingar hans eru rómaðar í V-Þýskalandi. íþróttir fþróttir fþróttir íþróttir íþi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.