Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 30
30 DV. MEÐVIKUDAGUR16. MARS1983. Rokkhátíðin til Akureyrar Rokkhátíðin sem haldin hefur verið í Broadway tvö síðustu föstu- dagskvöld hefur vakiö mikla athygli enda verið þar mikil stemmning og fjör. Á hátíöinni koma fram gamlir rokksöngvarar með hljómsveit Björgvins Halldórssonar og halda þeir uppi liðlega tveggja tíma pró- grammi þar sem ekkert er slegið af. Upphaflega átti aöeins að vera ein skemmtun, en þar sem færri komust þá að en vildu var annarri slegiö upp og sú þriðja á að vera á föstudaginn kemuríBroadway. Akureyringar hafa mikinn áhuga á að sjá þessa skemmtun og nú er bú- ið aö ákveða að ein rokkhátíö verði í Sjálfstæðishúsinu þar í næsta mán- uöi. Munu þá akureyrskir rokkarar af gamla skólanum slást í hópinn með þeim sunnlensku. Verða það þau Ingimar og Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdóttir og einhverjir fleiri. Guðbergur Auðunsson listmálari meó meiru tekur lagið á rokkhátíöinni i Broadway á föstudaginn. DV-mynd Einar Ólason. Arne Friðrik Karlsson 12 ára, ber út á Hagamel. Er í Melaskóla, skemmtilegast í skólanum eru frímínút- urnar, nestistíminn og smídi. Honum finnst leiöinlegast aö bera út blaöiö á laugardögum því þá er þaö svo þungt. Arne er að safna fgrir 3ja mánaöa Þýskalandsferð. BLAÐBERA VANTAB í EFTIRTALIN HVERFI: • AUSTURBRÚN • KLEPPSHOLT AFGREIÐSLA UtSlMI 27022 Listi krata á Reykjanesi Framboðslisti Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi hefur verið ákveðinn. I fyrsta sæti listans er Kjartan Jóhannsson ráðherra, 2. Karl Steinar Guönason alþingismaöur, 3. Kristín Tryggvadóttir fræöslufulltrúi, 4. Hauður Helga Stefánsdóttir gjaldkeri, Kópavogi, 5. Olafur Björnsson útgerð- armaður, Keflavík, 6. Olafur H. Einarsson húsasmiður, Mosfellssveit, 7. Ásthildur Olafsdóttir ritari, Hafn- arfiröi, 8. Kolbrún Tóbíasdóttir hús- móöir, Grindavík, 9. Gunnlaugur Stefánsson guöfræðingur, Hafnarfirði, og 10. Emil Jónsson, fyrrverandi ráð- herra,Hafnarfirði. -Oef Sjálfstæðis- listinn á Austurlandi Sverrir Hermannsson mun skipa fyrsta sætið á lista S jálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi við næstu al- þingiskosningar. I öðru sæti veröur Egill Jónsson al- þingismaöur, 3. Tryggvi Gunnarsson skipstjóri, Vopnafirði, 4. Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifstofumaður, Seyðisfirði, 5. Þráinn Jónsson fram- kvæmdastjóri, Fellabæ, 6. Albert Kemp vélvirki, Fáskrúðsfirði, 7. Hrafnkell A. Jónsson verkstjóri, Eski- firði, 8. Sigríður Kristinsdóttir hús- móðir, Eskifirði, 9. Hjörvar 0. Jensson bankastarfsmaður, Neskaupstað, og í 10. sæti er Reynir Zoéga skrifstofu- maður, Neskaupstaö. -OEF Framboðslisti Alþýðuflokks á Vesturlandi Framboöslisti Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi hefur verið samþykktur af kjördæmisráði flokks- ins. Listinnerþannig skipaður: 1. Eiður Guðnason alþingsimaöur, 2. Gunnar Már Kristófersson vélgæslu- maður, Hellissandi, 3. Guðmundur Vé- steinsson bæjarfulltrúi, Akranesi, 4. Jón Haraldsson stöðvarstjóri, Borgar- nesi, 5. Kristrún Valtýsdóttir banka- maður, Akranesi, 6. Guðmundur Lárusson framkvæmdast.iðri, Stykkis- hólmi, 7. Gylfi Magnússon verkstjóri, Olafsvík, 8. Guðrún Konný Pálmadótt- ir talsímavörður, Búöardal, 9. Július Gestsson verkstjóri, Grundarfirði og 10. Guðmundur Gíslason Hagalín rit- höfundur, Reykholtsdal. ÖEF Listi fram sóknarmanna í Reykjavík Framboðslisti Framsóknarflokks- ins í Reykjavík hefur verið ákveöinn og mun Olafur Jóhannesson utanríkis- ráöherra skipa fýrsta sætiö. I öðru sæti verður Haraldur Ölafs- son dósent, 3. Bjöm Líndal deildar- stjóri, 4. Ásta R. Jóhannesdóttir dag- skrárgeröaimaður, 5. Bolli Héðinsson hagfræðingur, 6. Sigrún Sturludóttir skrifstofumaöur, 7. Ámi Benediktsson framkvæmdastjóri, 8. Kristín Eggerts- dóttir fulltrúi, 9. Viggó Jörgensen skrifstofumaður, 10. Dolly Erla Nilsen verslunarmaður, 11. Jón Þór Þorbergsson lögreglumaöur 12. Jakobína Guðmundsdóttir skólastjóri, 13. Bjarki Magnússon læknir, 14. Þóra Einarsdóttir, 15. Gunnar Einarsson kaupmaður, 16. Matthea Jónsdóttir list- málari, 17. Ármann Höskuldssonnemi, 18. Guðrún Harðardóttir nemi, 19. Hreinn Hjartarson verkamaður, 20. Guðrún Einarsdóttir kennari, 21. Giss- ur Jóhannsson húsasmiður, 22. Edda Kjartansdóttir húsmóðir, 23. Þorsteinn Olafsson viöskiptafræðingur og 24. Rannveig Þorsteinsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. ÓEF Listi Alþýðubandalags á Norðurlandi eystra Steingrímur J. Sigfússon mun skipa efsta sætið á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra í kom- andi alþingiskosningum. I öðru sæti verður Svanfríður Jónas- dóttir kennari, Dalvík, 3. Helgi Guð- mundsson trésmiður, Akureyri, 4. Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju, Akureyri, 5. Kristján Ásgeirsson út- gerðarstjóri, Akureyri, 6 Dagný Marinósdóttir húsfreyja, Sauöanesi, 7. Erlingur Sigurðarson kennari, Akur- 'eyri, 8. Eysteinn Sigurðsson bóndi, Amarvatni, 9. Aöalsteinn Baldursson verkamaður, Húsavík, 10. Björn Þ. Ölafsson íþróttakennari, Olafsfirði, 11. Ingibjörg Jónasdóttir skrifstofu- maður, Akureyri, og 12. Stefán Jóns- son alþingismaður. -ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.