Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Ætti að duga næstu þúsund ár í blaði stúdenta var nýlega gerð úttekt á húsnæðismálum Háskólans. Tannlæknadeild- in var afgreidd á einfaldan hátt: Hún væri komin með að- stöðu sem ætti að duga henni næstu þúsund ár. Listðnn alskipað- ur andstæðing- um? Prófkjör Alþýðuflokksins á Vestfjörðum þykir hafa farið eitthvað úr böndunum. Kann- ast sumir frambjóðendur illa við suma kjósendurna sem krata enda jafnvel trúnaðar- menn annarra flokka. En á móti bragði kemur krókur. Nú á að láta á það reyna hversu hoUír þessir ný- liðar í Alþýðuflokknum eru honum. Það á að gera með því að bjóða þeim sæti á framboðslistanum næst á eft- ir Karvel. Eru nú horfur á að framboðslisti Alþýöuflokks- ins á Vestfjörðum verði ein- göngu skipaður andstæðing- um flokksins, fyrr og síðar. Að vera eða vera ekki Pólskur kommúnistaleið- togi tók á móti belgísku drottningarmóðurinni, þegar hún kom til Póllands, og sýndi henni markverðustu staði í Varsjá. Þau komu meðal annars að dómkirkju og biður gesturinn um að henni verði sýnt inn í kirkj- una. Leiðtoginn tvísté um stund en sagði svo: „Þú getur farið inn en ég get það ekki.” „Ertu ekki trúaður?” spyr hún. „Ég er trúaöur en ég segi þaðengum.” „Ertu kommúnisti?” „Nei, ég er ekki kommún- isti en ég lýg því að öUum.” Slagorða- smiðurinn Þó eldhúsdagsumræðumar Albert Guðmundsson: hinn slyngi slagorðasmiður. sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo lcngi þarfnast; hinn slyngi slagorðasmiður? Hinn nýi slag- orðasmiður Heldur var útsending sjón- varpsins, frá eldhúsdagsum- ræðum á Aiþingi, þungbær. Einn sjónvarpsáhorfenda, frekar niðurdreginn, spurði nábúa sinn: „Tókstu eftir því að Tommi og Jenni voru líka cndursýndir?” á eldhúsdagsumræðurnar á mánudagskvöld, er hollt að minnast þess sem Groucho Marx sagði um sjónvarp: „Það er ákaflega lærdóms- ríkt að hafa sjónvarp. í hvert sinn sem kveikt er á sjón- varpinu, tek ég mér bók í hönd og fer í annað herbergi aðlesa.” I i hafi verið drepleiðinlegar í það heila tekið er því ekki að neita að inn á milli vom þar gullin augnablik. Meöal þeirra verður að telja ræðu Alberts Guðmundssonar. Er þar ekkí fundiun maðurinn Sjónvarp er hollt Þeim, sem leiddist aö horfa Umsjón: OlafurB. Guðnason j Kvikmyndir ; Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Laugarásbíó—„Týndur”: 4 takanleg frásögn „Týndur" (Missing). Leikstjórn og handrit: Constantin Costa- Gavras. Kvikmyndataka: Ricardo Aronovich. Tónlist: Vangelis Papathanassiou. Aóalhlutverk: Jack Lemmon, Sissy Spacek, John Shea o.fl. Missing hlaut gullpálmann í Cannes í fyrra ásamt Yol. Jack Lemmon var kjörinn besti leikarinn á sömu hátíð. Áður sýnd á Kvikmyndahátíð í Reykjavík í febrúar. að koma tíðarandanum til skila og ógninni sem ríkir. Þar er ekki síst að þakka frábærum leik. Jack Lemmon sýnir á átakanlegan hátt, hvernig dæmigerður bandarískur mUlistétt- armaður dregst inn í martraðar- kennda atburðarás. Smám saman nær beiskjan yfirhöndinni, honum blöskrar orðagjálfriö í sendiráðs- fuUs, en óttinn færir þau smátt og smátt nær hvort öðru. Costa-Gavras hefur hér fært fram kvikmynd sem er bæði þörf og hvetj- andi til umhugsunar. Þeir sem kunna að halda að hér sé á ferðinni þungmelt, pólitísk mynd, hafa rangt fyrir sér. „Týndur” er spennandi frá upphafi þó atburðarás sé ekki ýkja Það er ekki undarlegt þó kvik- mynd Costa-Gavras, Missing, hafi verið útnefnd til óskarsverðlauna þetta áriö. Hún er áreiðanlega með bestu myndum síöari ára og það sem mestu máli skiptir er að boðskapur hennar er brýnn. Sú harmsaga sem hér er sögð er því miður ekki einstök heldur er hún aö gerast enn í dag. Flestum ætti að vera í fersku minni valdarán herforingjastjómarinnar í ChUe í september 1973 er Allende for- seti var myrtur og fasískri ógnar- stjórn komið á með tilheyrandi hreinsunum. Það hefur löngum verið álitið að Bandaríkjamenn (CLA o.fl.) hafi stutt við bakið á herforingja- stjórninni og leikstjórinn, Costa- Gavras, gengur hér út frá því sem sönnuöum hlut. Enda hefur kvik- myndin komið við kaunin á ýmsum ráðamönnum svo sem þeim í Penta- gon og utanríkisráðuneytinu. Byggt er á sönnum atburöum en nöfnum þó breytt. Charles Horman er ungur rithöfundur og blaðamaöur frá New York sem býr í Santiago, • höfuöborg Chile, ásamt konu sinni, Beth. Hann skrifar fyrir blað sem talið er fremur vinstrisinnað. Nokkru fyrir valdaránið verður hann vitni aö ýmsum einkennUegum at- burðum sem verða til þess að hann fer að punkta hjá sér sitt af hverju og hjá honum vakna grunsemdir. Dag nokkurn er Beth kemur heim finnur hún heimilið í rúst; Charles er horfinn. Hún hefur leit og faðir Charles, Ed, kemur frá Banda- ríkjunum henni til hjálpar. Sjónarvottar bera að Charles hafi verið handtekinn og fluttur á íþrótta- leikvanginn sem breytt var í fanga- búöir. Leitin bar engan árangur, bandarísku sendiráðsmennirnir reynast furöu máttvana og firra sig alíri ábyrgð, bæöi á hvarfinu og ástandinu í borginni. Ed og Beth kanna sjúkrahús, líkhús og leikvang- inn og sífeUt eru þeim gefnar falskar vonir. Hinn hörmulegi sannleikur kemur þó um síðir í lj ós. Costa-Gavras tekst frábærlega vel Ed reynir að hugga Beth eftir að hún hefur fundið sundurskotið lík Franks, vinar þeirra Charles. mönnunum sem í raun hafa kerfiö sín megin en hrófla ekki við því. Eða eins og sendiherrann segir: „Við erum hér aðeins aö gæta hagsmuna fyrirtækja okkarhér; það eru líka þínir hagsmunir.” Hin fíngerða leikkona, Sissy Spacek, leikur einnig prýðUega. Samleikur þeirra Lemmons er af- bragö, í fyrstu er bihö breitt mUU þeirra, Ed skUur ekki ástandið tU hröö, myndataka er feikigóð og tón- Ust Grikkjans VangeUs dramatísk. Þó myndin gerist fyrir nær tíu ár- um, eru sams konar atburðir enn að gerast í Suöur-Ameríku og reyndar mun víðar. Það er kunnara en frá þurfi að segja. „Týndur” er kvik- mynd sem segir slíka örlagasögu á mjög mannlegan hátt. Hún á erindi til allra sem láta sig náungann ein- hverju varöa og unna réttlætinu. Pétur Ástvaldsson. Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bila a geymslusvæöi „Vöku” a Artuns- höfða, þurfa aö gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 31. mars nk. Hlutaðeigendur hafi samband viö afgreiðslumann „Vöku” aó Stórhöfða 3 og greiði áfallinn kostnað. Að aðurnefndum fresti liðnum verður svæðið hreinsað og bil- garmar fluttir a sorphauga á kostnaö og ábyrgö eigenda, an frekari viðvörunar. Reykjavík, 15. mars 1983 GATNAMALASTJORINN IREYKJAVIK Hreinsunardeild FRÍKIRKJUSOFNUÐURINN í REYKJAVÍK Aðalfundur safnaðarins verður haldinn í Fnkirkjunni í Reykjavik sunnudaginn 20. mars kl. 3 e.h., strax að lokinni messu. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaóarstjórnin. SETNING INNSKRIFT - UMBROT Oskum að ráða 2 setjara í pappirsumbrot. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fljótiega. Einnig óskum við eftir fólki til sumarafleysinga við textainnritun. Góð vélritunarkunnátta skilyrði. Upplýsingar gefur Olafur Brynjólfsson. Hilmir hf. Síðumúla 12. Við erum FLUTT Lögmannsskrifstofa okkar er flutt á 12. hæð í Hús verslunarinnar á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar Lögmannsskrífstofa GYLFI THORLACIUS hrl. SVALA THORLACIUS hdl. Hús verslunarinnar Kringlumýri Simi: 81580 og 81570

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.