Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Sjómanni beilsað. Svo skemmtilega vildi til að þegar forsetinn hafði skoðað hið glæsilega frystihús á Stokkseyri, renndi vélbáturinn Jósef Geir að landi. Að sjálf- sögðu var farið og rætt við skipverja og hér sést forsetinn heilsa skipstjóranum, Baldri Birgissyni. Þeir á Jósef Geir voru með 25 tonn af góðum afla, sem þeir fengu undan Þykkvabæjarströnd. Forsetinn skoðar fangaklefa á Litla-Hrauni. Á myndinni má sjá frá vinstri, Jón Thors úr dómsmálaráðuneytinu, Jón Böðvarsson, settan forstjóra fangelsisins, og Jón Sigurðsson aðstoðaryfirf angavörð. Krakkarnir í Þorlákshöfn tóku vel á móti forsetanum. Allir með heimatilbúna fána og auðvitað var Vigdfsi heilsað með handabandi. Vel skal til vanda þegar góða veislu skal halda. Selfyssingar tóku á móti forsetan- ntn af miMMi reisn. Eftir aö hafa skoðaö bæjar- og héraðsbókasafnið og því næst byggðasafnið, var Vigdísi boðið i hádegisverð í Gagnfræðaskóla Selfoss. A myndinni sjáum við hvar matargesMr bíða eftir kræsingunum. Komið í Aratungu. Þar sem annars staðar var sérlega vel tekið á móti forsetan- um. JGH/DV-myndir: Bjamleifur Bjarnleifsson. Forsetaheimsóknin „Mér er skemmt.” Omar gerði mikla lukku á rokkhátíðinni í Broadway síðastliðið föstudagskvöld, eins og aðrir sem þar komu fram. Þar söng hann iagið Mér er skemmt og aö þessu sinni naut hann dyggrar aðstoðar konu sinnar Helgu Jóhannsdóttur. Nú eru 22 ár síðan þau trúlofuðu sig. Omar hcfur verið að skcmmta í 25 ár og lagið Mér er skemmt söng hann inn á plötu 1960. A myndinni sjáum við hvar Omar gefur konu sinni cinn væuan í lok lagsins og honum hefur örugglega verið skemmt sem öðrum á hátíöinni. Öllum er skemmt Rokkhátíðirnar í Broadway hafa vakið mikla athygli og hefur aðsókn á þær veriö meö eindæmum góð. Enda kannski ekkert skrítið, rokkar- arnir eru sannarlega kraftmiklir. Flestir þeirra eru aðeins komnir til ára sinna, eins og sumir nefna það, en það er þó ekkert farið að slá í tónana. Enn er farið létt með að taka Presley og Fats Domino. Ekki alls fyrir löngu birtum við í Sviösljósinu nokkrar myndir frá æf- ingum kraftrokkaranna og þar sást greinilega að allt er lagt í sölumar fyrirrokkið. A rokkhátíðinni síðastliðið föstu- dagskvöld kom Omar Ragnarsson fram og vakti geysilega athygli og hrifningu eins og hann hefur jafnan gertígegnumtíðina. Svo mikill er áhuginn á rokkhátíð- unum að þriðja hátíðin verður haldin á föstudagskvöldið. -JGH Afi og amma komu á sviðið og tóku nokkur spor. Og auðvitað erum við að tala um Sæma og Diddu. Þau eru iöngu kunn fyrir sporin sín. Sæmi er nú orðinn 47 ára en Dldda er nokkru yngri. Þau eru enn ótrúiega frfskleg og gefa ekkert eftir í rokkinu, þótt þau séu orðin afi og amma. Innfellda myndin er af tveim af hinum frábæru söngvurum sem koma fram á hinu liðlega tveggja tíma prógrammi á rokkhátiðinni, en þetta cru þær Anna Vilhjálms og Mjöll Hólm. DV-myndir: EinarOlason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.