Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. 5 Verslunarráð: Þjóðaratkvæði um atkvæðisréttinn Á fundi stjómar Verslunarráðs Islands fyrir skömmu var samþykkt ályktun í tilefni frumvarps um breyt- ingar á stjómarskrá Islands, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. I ályktuninni er bent á að tillögumar um áframhaldandi mismunun á atkvæðis- rétti landsmanna gangi gegn grund- vallarreglu stjómskipunar um jafn- rétti. Einnig er bent á aö þessar tillög- ur samrýmist ekki mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem Island er aðili að, en þar segir meöal annars: „Vilji þjóöarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjómar. Skal hann látinn í ljós með reglubundn- um, óháöum og almennum kosningum, enda sé kosningaréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafngildi hennar að frjálsræði”. Stjóm Verslunarráðsins telur aö allir kjósendur eigi aö hafa jafnan og sama rétt til áhrifa á stjórn landsins. Hún skorar því á alþingi að breyta stjómarskránni á þann veg að kosningaréttur verði jafn. Ennfremur leggur stjórn Verslunar- ráðs til að vilji þjóðarinnar í þessum efnum verði kannaður í sérstakri atkvæðagreiðslu er fari fram um leið og næstu kosningar til alþingis. -SþS. Bjamarborg verður ekki rifin að sinni „Það er ekki til umræðu um þessar mundir hvort Bjarnarborgin verður rifin, en það er hins vegar mikið rætt hvað eigi aö gera viö hana,” sagði Hjörleifur Kvaran, skrifstofustjóri borgarverkfræðings, er hann var spurður um framtíð Bjarnarborgar við Hverfisgötu. „Það kostar óhemjufé að koma húsinu í gott ástand, og það er oröið mjög gamalt, byggt 1902. Geysi- mikill kostnaöur yrði t.d. við að koma salemi fyrir í hverri íbúð, og svo er brunaútkoma ófullnægjandi. Það eru skiptar skoðanir um það, bæði meðal starfsmanna borgar- innar og stjómamálamanna, hvora leiðina eigi að fara. Fyrir nokkmm ámm kom fram tillaga frá umhverfismálaráði um friðun Bjarnarborgar, en hún gekk aldrei lengra,” sagði Hjörleifur. En hvaö á aö verða um Selbrekk- umar, vestast á Vesturgötunni, sem orðnar em æði hrörlegar? Hjörleifur svaraði því til, að þar væri enn búið í tveimur íbúðum. „Þaö var gerð um það samþykkt í Félagsmálaráði á síðasta kjörtímabili aö rýma húsin og það er á dagskrá að rífa þau. Félagsmálastofnun hefur leigt húsin út og hún mun sjá sínum skjól- stæöingum fyrir húsnæði annars staðar. Það hefur tekið langan tíma að rýma Selbrekkumar, Það er reynt að finna húsnæöi fyrir fólkið í svipuðu umhverfi, svo að þaö þurfi ekki að flytja milli borgarhluta, nema það kjósi það sjálft. -PÁ. Skotveiði- félagið með fræðslu- fundi — fundirnireruað Skemmuvegi 14 íKópavogi Skotveiðifélag íslands stendur fyrir allmörgum fræöslufundum og námskeiðum í vor. I kvöld, 17. mars klukkan 20.00, er hægt að fræöast um hleðslu haglaskota. Högl, hylki, for- hlöð og fleira er afgreitt á staðnum. Fimmtudaginn 7. apríl klukkan 20.30 ræðir Ámi Einarsson líffræðingur um húsöndina og rabbað verður almennt um fugla. Þann 16. apríl klukkan 9.30 er aðalfundur Skotveiöifélagsins. Sama dag klukkan 14.00 er ráðstefna um gæsir. Dr. Ævar Petersen fugla- fræðingur flytur erindi og skýringar með heimildarkvikmynd úr rann- sóknarleiðangri dr. Finns Guðmunds- sonar og dr. Peter Scott um heiða- gæsina í Þjórsárverum. Á eftir verða umræður um gæsaveiðar. Loks verða sýndar kvikmyndir um veiðar, náttúravemd og fuglavemd, leirdúfu- skotfimi og fleira. Umboðin fyrir Winchester og Remington leggja efnið til. Dagsetning er óákveðin. Einnig er óákveðið hvenær fræðsluerindi um snjóflóð og varnir gegn þeim verður flutt. Allir áhugamenn era velkomnir á þessafundi. -JBH. Iðnfyrirtækj- um auðveldað að kaupa tölvur „Með þessari breytingu er stigið enn eitt skrefið í þá átt af hálfu stjómvalda að bæta samkeppnisstöðu íslenskra iðnfyrirtækja gagnvart erlendum samkeppnisaöilum,” segir í fréttatil- kynnningu frá fjármálaráöuneytinu um niöurfellingu gjalda af ýmsum aðföngumtil samkeppnisiðnaðar. Umrædd breyting felur í sér að heimilt er að fella niður aðflutnings- gjöld og söluskatt af tölvubúnaði í tilteknum tollskrámúmerum, sem notaöur er af innlendum framleiðslu- fyrirtækjum, sem era í samkeppni við innflutta framleiösluvöra, er ber engan toll eða nýtur tollmeðferðar, samkvæmt samningum Islands við EFTAeðaEBE. „Tilgangur þessarar niðurfellingar nú er sá að íslensk stjómvöld vilja stuðla að því aö íslensk framleiðslu- fyrirtæki taki upp nýjustu tækni í framleiðslu sinni til að auka sam- keppnishæfni sína gagnvart erlendri framleiöslu, auk þess sem notkun tölva mun auka margs konar hagræðingu í íslenskum iðnaði,” segir ráðuneytið. -KMU. • Bjögun 0.08% • Skápur á hjólum • Digital útvarp • Rúsínan I pylsuendanum: Tækið veit sjálft • 10 stöðva minni hvort plata er á, hvaöa stærö hún er og á • FM-stereo, MB og LB hvaöa hraða ber aö spila. Gefið vandaða gjöf! WJAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 2 71 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.