Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Nú ógnar atvinnuleysi skipamiölum í Hamborg og þá f jölgar í biðröðum við vinnumiðlanirnar og á afgreiðslum atvinnuleysisbóta. Atvinnu- leysi í Hamborg Allt að 4000 verkamenn við eina stærstu skipasmíðastöð V-Þýska- lands eiga nú á hættu að missa at- vinnuna ef verður af framkvæmd áætlunar til viðreisnar á verksmiðj- um Howaldtswerke-Deutsche Werft í Hamborg. Áætlun þessari hefur hingað til verið haldið leyndri, sam- kvæmt upplýsingum ráðherra fjár- hagsmála Hamborgar, Volker Lange, en þó hefur borgarstjóra Hamborgar, Klaus von Dohnanyi, verið kynnt skýrslan. '• Lange, sem ekki hefur sjálfur séð áætlunina, heldur því fram að 2000 verkamenn yrðu atvinnulausir í Hamborg og aðrir 2000 í hafnarborg- inni Kiel. Fyrirtækiö hyggst leggja niður nýsmíðar í Hamborg en vinna þar aöeins að viðgerðum. Herferð gegn mafíunni ttalska skattalögreglan hefur skýrt frá því að hin nýju lög gegn mafíunni hafi veriö notuð þegar eignir brota- járnssala og konu hans voru gerðar upptækar eftir að upp komst aö þau liföu betur en skattframtal þeirra gaf tilefni til að trúa. Brotajárnssalinn, Luciano Montechiara og kona hans eru talin hafa staöiö í ólöglegu sam- bandi viö Camorra sem er hin napól- íska mafía. Hin ný ju lög til höfuðs mafíunni voru keyrð gegnum ítalska þingið í septem- ber síðastliðnum vegna almennrar reiði yf ir morðinu á Carlo Alberto dalla Chiesa herforingja og konu hans í Palermo en dalla Chiesa hafði verið sendur þangaö til þess að berjast gegn mafíunni. Samkvæmt þessum nýju lögum er lögreglunni heimilt að kanna fjárreiður þeirra sem liggja undir grun um aðild aö glæpasamtökum og gera upptækar eignir sem keyptar hafa verið fy rir ólöglegar tek jur. Irakar borga ekki Irakar hafa tilkynnt þýskum fyrir- tækjum og stjómvöldum að þeir geti ekki greitt skuldir sínar við þau á þessu ári og því næsta. Fyrir þessu eru tvær ástæður, kostnaðarsöm styrjöld við Iran og lækkandi olíuverð í heimin- um. Á blaðamannafundi sagöi tals- maður þýska verktakasambandsins að Irakar hefðu ekki greitt neinar skuldir frá því í nóvember síðastliðnum vegna iðnverkefna sem þýsk fyrirtæki vinna að þar í landi. Nýlega fengu Irakar lán hjá al- þjóðlegum viðskiptabönkum upp á 500 milljónir dollara og í síðasta mánuði fóru írösk stjórnvöld fram á fjTÍr- greiðslu bandarískra og franskra stjórnvalda til vopnakaupa. Persaflóastyrjöldin, sem hefur stað- ið í 30 mánuði, hefur leitt til þess að útflutningshafnir Iraka viö flóann hafa lokast og þar sem Sýrlendingar leyfa Irökum ekki að flytja oliu um sitt land- svæði geta þeir aðeins flutt olíu um eina leiðslu sem liggur um Tyrkland. Hagfræðingar telja að birgðir Iraka af erlendum gjaldeyri nemi nú aðeins um sjö milljörðum dollara en þær námu mest um þrjátíu milljörðum þegar hagnaöur af olíusölu var mestur. Grikkir vilja hern- aðaraðstoð Bandarískar herstöövar í Grikk- landi þjóna ekki varnarhagsmun- um Grikklands og framhaldið ræðst af því hversu mikla hemaðaraöstoð Bandaríkjamenn vilja láta Grikkjum í té. Þetta sagði forsætisráðherra Grikkja, Andreas Pappandreou, í ávarpi til liösforingja í gríska hemum fyrr í vikunni. Hann bætti því við að stjóm hans hefði ákveðið að tíma- setja brottflutning Bandaríkja- manna. Viðræður milli ríkisstjóma land- anna tveggja hafa staöið í fimm mánuði en hafa ekki leitt til neinn- ar niðurstöðu og stendur ágrein- ingurinn helst um það hversu mikla hernaðaraðstoð Grikkir vilja fá. Síðast voru viðræður í síðustu viku og hefur ekki verið ákveðið hvort eða hvenær þeim veröur framhaldið. Óþekktur kaupandi bauð í gegn- um síma í verk Dadds, „Þver- sögn — Oberon og Titania”, þegar það var boðið upp hjá Sotheby’s. Sérfræðingar segja að þetta sé meira en helmingi meira en áður hefur verið greitt fyrir málverk frá þessu tímabili. Málverkið er inn- blásið af leikriti Shakespears, Draumi á Jónsmessunótt. Dadd lauk því árið 1858, eftir að hafa unnið að því í fjögur ár á Bedlam geðveikrahælinu í London en þar var hann lokaður inni 1843 fyrir föðurmorð. Skæruliðar takagísla Yfirvöld i Tékkóslóvakíu bafa beðið alþjóðastofnanir um aðstoð við að fá tékkneska borgara, sem skæruliðar Unita-hreyfingarinnar í Angola tóku höndum fyrir nokkru, látna lausa. Tékkarnir, sem unnu við pappírsverksmiðju og höfðu Sksruliðar Unita-samtakanna i Angóla á f jöldasamkomu. fjölskyldur sínar með sér, voru 64 talsins en einnig voru 20 Portúgalir handteknir á sama tima. Sam- kvæmt yfirlýsingu frá Unita munu gislarnir fást látnir lausir i skipt- um fyrir sex breska og einn irskan málaliða sem hafðir eru í haldi í Luanda. MILLS RROTHERS The IVIills Brothers Stjörnurnar fra því þegar amma var ung. Hverjir muna ekki eftir þeim á skjánum i nóvember síðastliðnum. Nú gefst ykkur tækifæri tii aö rifja upp gömul kynni við átrúnaöargoðin frá 3ja áratugnum. Safnplata með 16 bestu lögunum þeirra. Einnig fáanleg á kassettu og aðeins á kr. 249. 16 O/taicTiQo^ PAPER DOLL l'LL BE AROUND BY THE WATERMELON VINE (LINDY LOU) CHERRY GOODBYE BLUES LAZY RIVER YOU ALWAYS HURT THE ONE YOU LOVE PUT ANOTHER CHAIR AT THE TABLE I GUESS l'LL GET THE PAPERS AND GO HOME TILLTHEN GLOWWORM SAY "SI-SI" OPUS NO. I PLEASE DON7 TALK ABOUT ME WHEN l'M GONE I GOT HER OFF MY HANDS (BUT I CANT GET HER OFFMYMIND) SMACK DAB IN THE MIDDLE FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, s. 84670 Austurveri, s. 33360 Laugavegi 24, s. 18670. Heildsöludreifing, s. 84670.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.