Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. Útgátuféteg: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSQN. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍOUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍÓUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðste,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning,umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF.,SKEIFUNNI1». Áskriftarverðá mánuöi 180 kr. Verð í lausasölu 15 kr. Helgarblaö 18 kr. Þingflokksformennimir Ekki á af Alþýöuflokknum að ganga. Þaö buldi viö brestur þegar Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýöuflokksins, lenti í öðru sæti í prófkjöri fiokksins á Vestfjörðum. Þaö má teljast von- laust sæti í komandi alþingiskosningum og mikið áfall fyrir Sighvat. Sjálfur kennir hann um þátttöku annarra flokka manna, sem þó er létt á vogarskálunum, því aö Alþýðuflokkurinn hefur státaö sig af opnum prófkjörum^ og boðið þannig hættunni heim. Astæðulaust er að hlakka yfir óförum manna eins og Sighvats Björgvinssonar. Hann hefur aö mörgu leyti reynst nýtur þingmaður og ötull talsmaður síns flokks. Enn hefur sannast að pólitíkin er miskunnarlaus og þar er enginn annars bróðir í leik. Bræðravígin eru verst. Prófkjörin hafa leikið margan manninn grátt á þessum vetri, og þá ekki síst þingflokks- formennina fjóra. Olafur Ragnar Grímsson féll úr þriðja sæti í það fjórða á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Ólafur G. Einarsson hrapaði úr öðru í f jóröa sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Reykjanesi og Páli Péturssyni, þingflokksfor- manni Framsóknar, er stillt upp til höfuðs sérframboði á Norðurlandi vestra undir forystu Ingólfs Guðnasonar núverandi þingmanns Framsóknarflokksins. Fljótt á litið virðist flest benda til þess að þingflokksfor- mennska sé ekki vænleg til fylgis. Menn gjaldi þess hlut- verks að vera talsmenn flokka sinna á þingi. Þá væri illa farið ef sú ályktun reyndist rétt. Menn eiga ekki að gjalda þess að hafa skoðanir og vera málsvarar sinnar stefnu. Þjóðinni er enginn akkur í því að sitja uppi með þingmenn sem sigla milli skers og báru í skjóli skoöanaleysis. Við þurfum menn sem þora, menn sem taka af skarið. Ef kjósendur vildu dæma stjórnmálamenn af skoðunum þeirra og málflutningi, væri eðlilegra miðað við þjóðmálaástandið, að ráöherrar hefðu verið skornir niður við trog. Það eru þeir sem ábyrgðina bera; það eru þeir, sem hafa brugðist. Lítilf jörlegt þinghald í vetur er ekki sök þingflokkanna. Þrákelkni ríkisstjórnarinnar, slímusetur ráðherranna hafa leitt þingið í ógöngur og leitt til stjórnleysis og patt- stööu. Þingflokkarnir hafa ekki haft nein spil til að spila úr og þingflokksformennimir átt við ramman reip að draga í vonlausu þrátefli. En veldur hver á heldur. Ölafur G. Einarsson hefur eins og fleiri sjálfstæðis- menn verið miili steins og sleggju stjórnar og stjórnar- andstöðu eigin flokks. Ólafur Ragnar er fórnarlamb inn- anflokksátaka þar sem öllum þarf að sinna í Alþýðu- bandalaginu, flokksformanninum, fulltrúa kvenþjóðar- innar og talsmanni verkalýðsarmsins. Páll Pétursson hefur sjálfur kallað yfir sig andstöðu með stífni þráhyggjumannsins í Blöndumálinu og Sig- hvatur Björgvinsson mætir sterkum andstæðingi á heimavelli þess síðarnefnda í örvæntingu fallandi flokks. Með öðrum orðum: Hrakfarir þingflokksformannanna er tilviljun frekar en beint orsakasamband milli stöðu þeirra og árangurs í uppstillingum. Þeir eru leiksoppar óvæntra atburða en ekki fórnarlömb vegna stöðutákna. Hitt er annað að í stjórnmálum er allt hverfult. Tap í dag getur snúist í sigur á morgun. Óvænt úrslit í próf- kosningum undirstrika þá staðreynd að enginn maöur getur slegið eignarhaldi á þingsæti. Pólitík er áhætta, þingmennska er lotterí. ebs Bandalag óttans? Þá hafa þingmenn tekiö pokann sinn og lagt út í kosningabaráttuna. A síö- asta þingi kjörtímabilsins hefur nán- ast ríkt upplausnarástand. Rikis- stjómin hefur ekki getað stjórnaö neinu nema með leyfi stjórnarandstöö- unnar, stjórnarandstöðu sem knúin er áfram af mikilli heift í sinni tilfinn- ingalegu sjálfheldu. Engin ástæða er samt til þess að vorkenna ríkisstjórn- inni eitt eða annað. Hún átti einfald- lega að segja af sér þegar í haust, er séð varð aö hverju stefndi. Raunar mátti öllum vera ljóst aö þeir Albert og Eggert myndu halda til föðurhúsanna með góðum fyrirvara svo framboðs- mál þeirra yrðu sæmilega tryggð. Oþarft var að bíða eftir bráðabirgða- lögunum sem gáfu þeim tilefnið er þá vantaöi. Ríkisstjórnin átti aö segja af sér þegar í fyrravor, þegar ljóst var að hana skorti úthald og samstöðu í viður- eigninni við veröbólguna. Sandkassaleikur á eldhúsdegi Það var að ýmsu leyti gaman að horfa á eldhúsdagsumræðumar í sjón- varpi þó ekki veröi sagt að þær hafi verið sérlega rismiklar eða þar hafi einhver ný sannindi komiö fram. Sundmng stjórnarliðsins kom berlega í ljós en vandræði stjórnarandstöðunn- ar vom ekki síður sýnileg. Það vakti óneitanlega athygli að for- maður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grímsson, þagði þunnu hljóði. Það hefðu þótt tíðindi fyrir svo sem ári ef því hefði verið spáð að hann tæki ekki til máls, loksins þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen gæfist upp í enda blindgötunnar. Það var hins vegar Al- bert Guðmundsson, sem blés til orr- ustu. Skyldi engum nema mér hafa þótt skondið að sjá þennan óumdeilda guðföður ríkisstjómarinnar standa í pontu og lýsa hve óalandi og óferjandi Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjarnf reðsson skildist manni helst að þetta væru svarnir féndur að gera út um deilumál sín. Alþýðubandalagsmenn töldu þaö hið þýðingarmesta þjóðfrelsismál að iðnaðarráðherra hnoðaðist áfram með álmálið og tilraunir annarra flokka til þess að losa máliö úr hans tilfinninga- legu sjálfheldu jaðra við þjóðsvik. Var skilmerkilega tíundað að formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefði barasta flogið til Sviss og er ekki að efa að töskur hans veröa úttroðnar af silfurdölum þegar hann snýr aftur því varla lætur hann sér nægja að koma með íslenska seðla frá Svisseinsog sumir. Annars f annst mér forkostulegastur rassskellurinn sem þingflokksformaður Alþýðubandalags- ins skellti á pressuna í landinu þegar hann upplýsti að ritari Framsóknar- flokksins hefði tilkynnt næstu stjórnar- A „AUir sem eitthvað hafa fýlgst með póii- ^ tík vita mætavel að þótt nýtt þing komi saman strax að loknum kosningum gerist akkúrat ekkert í efnahagsmálum. ” hún væri og hefði verið? Ætli enginn hafi munað eftir að það er ekki nema rúmlega hálft ár síðan hann sneri við henni baki? Nokkrar hnútur flugu um borð milli allaballa og Framsóknar. Raunar myndun á þingi, án þess nokkur fjöl- miðlahaukur yrði þess var. Stjórnarmyndunar- brigsl Annars hafa brigsl um næstu stjóm- Kosningabarátt- an er hafin Yfirskrift greinarinnar er staðreynd og allir stjórnmálaflokkar byrjaöir kosningaundirbúning. Athygli vekur þó, sem oft áður þegar svipað er ástatt, að aðeins einn flokkur og flokksbrot að þessu sinni reyna að stjórna og bregöast skynsamlega við aðsteðjandi vanda en eiga erfitt um vik. Hinir viröast fyrir mislöngu vera búnir, „að gefa skít í alla skynsemi” en kapp- kosta í þess stað að heilla kjósendur með slagorðaglamri og kasta ryki í augu fólks. Þetta á einnig við um stjórnarandstöðuna sem hefur reyndar verið í þessum ham allt stjórnartímabilið. Sami rassinn Margir kjósendur eru orðnir þreyttir á þessum síendurtekna leik og allt of margir heyrast segja: „Það er sami rassinn undir þeim öllum. Eg kýs engan.” Þeir, sem finnst lítið til þessarar ákvörðunar sinnar koma, hafa nú fengið annað betra: „Eg kýs bara Vilmund.” En af hverju hann, virðist enginn vita. Að lokum fer þó svo að atkvæðin skiptast á milli flokka, ótrúlega mörg, þrátt fyrir hjal um eins rass. Spurningin er: Hvað ræður þessari skiptingu og af hverju riölast hlutföll lítið á milli flokka þegar til lengri tíma er litið? Ég hef þá trú að innst inni greini sérhver kjósandi mun á stefnum og aðhyllist einhverja þeirra oft með hliðsjón af eigin stöðu í þjóð- félaginu. Atvik, og hvemig til tekst meö slagorðin, geta hins vegar haft afdrifarík áhrif á niðurstöðu einstakra kosninga. Sjálfsagt á þetta helst við um nýja kjósendur og skiptir þá miklu máli hvemig til tekst í kosningabar- áttunni. Snorrí Sigurjónsson Heillandi formaður Eg er ekki í nokkrum vafa um að margir óráönir hafi heillast mjög af formanni Alþýðubandalagsins í þættinum Á hraöbergi um daginn og á ég þar fyrst og fremst viö hinn al- menna launamann (Varla hafa heild- salar veriö mjög heillaðir). Stað- reyndin er hins vegar sú að formaður- inn, meö sinni alkunnu mælsku, komst mjög vel frá spurningum og stjómaöi reyndar þættinum sjálfur án þess að spyrjendur fengju rönd við reist. Viö nánari athugun gapir hins vegar við það ábyrgðarleysi sem svo mjög einkennir flokk hans í kosningabaráttu og utan stjórnar. Gott dæmi um ábyrgðarleysiö og sjúklega ásókn í atkvæði eru viðbrögð flokksins við hvers konar tilraunum annarra flokka til efnahagsúrræða, sem hann kallar gjarnan kauprán. Það sem nú er aö gerast hlýtur að vekja stuöningsfólk þessa flokks til umhugsunar. Nú skiptir ekki lengur máli þótt efnahags- úrræðin sé ættuð frá Alþýðubanda- laginu sjálf u. Kosningar em allt í einu í nánd og þá er bara að berjast á móti „kaupráninu” og verja hag launa- manna gegn vondum úrræðum. Þvílíkt fals. Gegn eigin kjósendum Glögglega kom fram hjá formann- inum að hann falast eftir atkvæðum launþega enda marglýst að flokkur A „Þaö skyldi þó ekki vera að frjálshyggja w hafi átt einhvern þátt í atvinnuleysi, byggöaröskun og landflótta?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.