Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. 15 Menning Menning Menning , Menning Er fræöimaðurinn oröinn of ráöríkur við rithöfundinn? Ágúst Sigurðsson: FORN FRÆGÐARSETUR Bókaútgáfan örn og örlygur 1982. Árið 1976 hóf séra Ágúst Sigurðsson aö senda frá sér í bókum sögur af íslenskum merkisbýlum undir sam- heitinu „Fom frægðarsetur” og eru nú komin út f jögur bindi. I þessum fjórum bindum hefur hann fjallað um 20 kirkjustaði „í ljósi liðinnar sögu” en ekki önnur frægöarsetur landsins. Ég réð það af nafninu í öndverðu, að höfundur mundi ætla sér stærri hring og einskorða sig ekki við kirkjuskriflin ein sem mörg hver eiga sér nöturlega frægð og óskemmtilega til upprifjunar. Ég ætlaði að hann mundi hafa annan kvarða til þess að velja frægðarsetrin og fara meir eftir gildi í mannlifs- og þjóðarsögu. Einkum var ég að vona aö í þessa sögu slæddust með einhver „setur” sem höfðu það helst sér til frægðar aö þar hafi alþýða manna hjarað af allar landsins og valdsins plágur, jafnvel þótt ekki væri kirkju- hróf í túni, og stundum orðið forðabúr sveita í svelti. Þá frægð íslenskra setra tel ég satt aö segja mesta í ljósi liðinnartíðar. Nú er líklega ekki mjög um þetta að sakast þótt ákjósanlegra hefði verið að draga ekki kirkjustaðina með þessum hætti út úr samfélagi íslenskraábýla, og saga kirkjusetra er auðvitaö þess virði að hún sé sögö af góöum sögu- höfundi, en nafniö heföi þá átt að vera Fom kirkjusetur, eða jafnvel Forn og fræg, enda getur höfundur þess í for- mála að þessu fjórða bindi að nafnið hafi verið valið af nokkurri skyndingu og án mikillar yfirvegunar. Þá bendir og flest til þess að höfundur hafi ætlað sér að komast yfir fleiri bæi en orðið er og gerast ekki langorður um of því að í fyrsta bindi Kjúklingar 96,00 kr. kg Nautahakk 10 kg 110,00 kr. kg Ærskrokkar niðursagaðir 27,50 kr. kg Lambaskrokkar 66,50 kr. kg Kindahakk aðeins 48,50 kr. kg Unghænur 48,00 kr. kg Hangikjöt eldra verðið London Lamb 152,00 kr. kg Bacon sneitt 119,00 kr. kg Daglega ný egg 55,00 kr. kg Veríö ve/kom/n m & Laugalæk 2 simi 3 50 20, 86511 var saman hóað nær tugi setra, eða litlu færri en í þremur hinum síöari. Þetta bendir til ákveöinnar þróunar. Verkið og afköstin hafa vaxið mjög í höndum höfundar, hann hefur fallið æ meira í freistni sagnfræðingsins, ekki haft fulla stjórn á söfnunamáttúru sinni né heldur frásagnarlöngun. Þættirnir í þessari bók bera því miklu meira svipbragð presta- og kirkjusögu staðanna og yfiriitsfræðslu en t.a.m. í fyrsta bindi þar sem meira kapp virtist mér lagt á liðlega og læsilega frásögn í ætt við ágæt og bráðskemmtileg út- varpserindi höfundar fyrr á tíð. I þessu fjórða bindi Fomra frægðar- setra er getið tveggja stórstaða, og þó í fyrra tilvikinu fremur klasa, Kross- þinga í Landeyjum, en eins frægðar- seturs, og svo Borgar á Mýrum. Segja má að þama komi viö sögu einhverjir mestu og sögufrægustu staðir á landinu, heimavé Njálu og Eglu, og ekki að undra þótt rúmfrekir séu. Við er svo bætt Þönglabakka í Þorgeirs- firði og er hann frægðarsetur af öðm tagi en satt að segja mér allmiklu hug- stæöari og lífstrúrri. Þótt ekkert skorti á mikinn fræða- afla og fræðimannleg skil í löngu og ítarlegu máli í köflunum um Krossþing og Borg drepur það líf frásagnarinnar að nokkm í dróma. Ég hefði til aö mynda talið það mikilvægari miðlun þessa efnis að frá söguríkustu og svip- mestu atburðum í söguríki þessara setra væri sagt með tilþrifum, orð- kynngi og nokkru skáldlegu flugi, sem séra Ágúst hefur á valdi sínu, en tíundað væri allt það prestaregistur, máldagar, kúgildi og kirkjufé sem þarna er fram reitt af fræðimannlegri elju. Svo bregður líka viö að þriðja „frægðarsetriö” sem þarna er frá sagt, Þönglabakki í Þorgeirsfirði, birtist okkur í allt annarri birtu. Þar er FORN FRÆGÐAR SETUR Andrés Kristjánsson telur að nafnið Fom kirkjusetur, eða jafnvel Fora og fræg, hefði átt betur við en Fora frægðarsetur, þar eð eingöngu sé um sögu kirkjustaða að ræða. í raun sögð miklu meiri og stórbrotnari lífssaga og þar birtist kirkja og klerk- ur ekki á hefðartindi heldur sem hald- reipi í baráttu fólks upp á líf og dauöa, og ég verð að játa að sú saga stendur mér miklu nær hjarta. Og ég sé ekki Bókmenntir Andrés Kristjánsson betur en svo sé um höfundinn líka því að ég þykist finna hjarta slá miklu fastar á þeim stað en suður á Borg eða Krossi, og það hvessir mál hans, yljar mannkærleika hans og ljær frásögn- inni þá vængi sem hvílast stundum heldur um of í hinum þáttunum. Lífið á Þönglabakka í Fjörðum var Unnulaust lífsstríð á ystu nöf, og túnið var svo þýft að köttur fótbrotnaði þar aö sögn í Þingeyjarþingi. Þar gerðist mörg átakanleg harmsagan, og séra Ágústi bregst ekki að segja þær af þeirri næmu samúð sem hugtekur les- andann. En saga Krossþinga og Borgar sem séra Ágúst segir í þessari bók er engan veginn nein lognmoUa. Hún rís og hnígur og þar dregur oft til nokkurra tíðinda. Ég hefði kosið að höfundur gerði sér tíðræddara um þau en sleppti í staðinn ýmsu því sem telst tU grúsks eða kirkjusögu einvöröungu. Þarna uröu aUmikil tUþrif og hefði mátt setja Krossreiðina frægu betur á svið, og hefði það orðið læsileg frásögn í höndum þessa höfundar' en hún veröur þarna að nokkru undir kirkjulegri fræðimennsku. Mörgu nýju og for- vitnilegu skýtur upp og má nefna ástæður þess að NjáU lét brenna sig inni á Bergþórshvoli en þar endursegir Ágúst skýrar og athygUsverðar röksemdir séra Jóns Skagans, áður prests á Bergþórshvoli, og bætir nokkruvið. I Borgarsögu sinni leiðir hann Einar skálaglam Helgason skýrt fram og færir Ukur að því að hann sé í raun höfundur Eglu þótt hann hafi kannski ekki ritað hana, heldur Snorri. Þar er ýmislegt skarplega athugaö og er gaman að ganga þá götu meö höfundi. Fjöldi mynda er í bókinni og er einkum fengur að góðum teikningum til skýringar. En einnig eru þar gamlar myndir sem ekki koma stöðun- um viö heldur eru almennar lýsi- myndir tíðar og þjóðhátta. Þær eiga vafasamara erindi í þessa bók. Forn frægðarsetur er — þegar á allt er litið — mjög gimUegt fróðleiksrit manns sem er í senn aflamikiU og ötuU fræöimaður og ágætur rithöfundur en þessi síöasta bók ber þess merki, að hann helgar sig æ meira kirkjusögunni og þjónustu viö hana og það bindur að nokkru hendur hans við að skila lesandanum rismikUU og innblásinni frásögn eins og honum hefur áður best tekist. Til þess yrði hann aö víkja fræðimanninum örlítið tU hliðar — en má þó ekki reka hann úr vistinni. Séra Ágúst er ritsnjaU maður og þessar bækur bera því gott vitni. Jafn- framt er þarna saman kominn mUcUl og gagnlegur fróðleUiur sem bæði er gaman að lesa og gott aö eiga á vísum stað. Þetta ritverk er aUt mikUlar gerðar og safn til stórbrotinnar sögu. Þar er ekkert hálfverk á ferð, heldur öllu fylgt vel eftir og eljan ekki spöruð. Af hendi útgefenda er einnig myndar- lega að verki verið. Andrés Kristjánsson. Lill SUÐUREYRI óskar eftir umboðsmanni á Suðureyri. Upp/ýsingar gefur Helga Hólm í síma 94-6173 og afgreiðslan i sima 27022. 860blaðsíðna glæsilegur vor- ogsumarlisti! I þessum vandaða pöntunarlista frá Grattan International er aö finna á 860 blaðsíðum næstum allt sem hugurinn girnist, og margt á frábæru veröi. HRAÐPÖNTUNARÞJONUSTA: Afgreiðslufrestur pantana er aðeins 3 vikur. * Glœsilegur tískufatnaður * barnafatnaður * dömu- og herra- fatnaður * skór * búsáhöld * vefnaðarvörur * sportvörur * hús- gögn, heimilistœki, * úr, klukkur og skartgripir * hljóm- flutningstœki og hljóðfœri * teppi og dúkar * tjöld, viðlegubún- aður, garðáhöld og margt, margt fleira. llar vörur á einumstad og á gódu verdi! A| 1 AR HRCimm ppmimnAD þrirllsf. HLLHn nnciraui CnlilllVuMn ^82205

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.