Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „Ja, nú er eins gott að halda sér fast og umfram allt að halda velli," hugsar sá stutti og logar einbeitnin úr svipnum, en einhver fullorðinn veigjörðamaður fylgist áhugasamur með hon- um, reiðubúinn að koma til hjáipar ef illa fer. Þessi ungi maður er varla meir en fjögurra ára, en yngstur skiðamanna þennan dag i Skálafelli var þriggja ára, Ijóshærð snót sem fór upp i hægu lyftunni i fyrsta skipti og gekk bara vel. Mynd BH. „Snjór er allt sem þarf,” sagöi Hreggviður Jónsson, máttarstóipi skíöamennskunnar, hér um daginn svo eftirmínnilega, en svona eftir á finnst mér aö hann heföi mátt bæta því viö aö gott veður og góö færö væri tíl mikilla bóta. Og sunnudag einn fyrir skemmstu hittist svo vel á aö saman fór öndvegisveöur og sæinilegt skíoa- færi í Skálafelli og var ég þá ekki seinn á mér aö skeiöa á hjólskjóta mínum þangaö upp eftir meö gömlu, góðu svígskíðin klesst milli framsætanna. Eg segi sæmilegt skíöafæri, því aö ekki var þaö eins og best verður á kos- iö. Þaö var hörö fönn undir efsta snjó- laginu og sums staðar glitti í auða jörö. Sagnir hermdu aö ýmsir góöir drengir heföu ætlað sér um of í bröttustu brekkunum og sumir komiö niður ark- andi meö brotín skíöi í fanginu, en sem betur fer haföi enginn skaddast til neinna muna. „Uss, ég heföi betur fariö í BláfjöU- in,” hvæsti kunningi minn einn, sem var fáeinum fetum framar í biðröö- inni. „Æ, þetta eru bara trúarbrögö,” hvíslaði annar og glotti, „sumir láta best af Bláfjöllum, aörir af Skálafell- inu; ég fyrir mitt leyti ek bara af staö í morgunsáriö og læt Fordinn ráöa stefnunni, hahaha.” Og svo var maður kominn upp í heiö- ríkjuna og skyggndist vítt yfir snævi þakta auðnina. Svo þaut maöur af staö eins og eldibrandur niður snarbratta hlíöina, en hvernig sú ferð gekk verður ekki rakið hér — þaö er v.ms og Stein- grímur segir hér á öörum staö: Þaö kemur fyrir bestu menn aö þeir detti á skíöum. Já, svona er nú umhorfs undir snjóhvítum hlíðum Skálafells á fögrum vetrardegi. Biðraðirnar eru firnalangar en lyfturnar hamast allt hvað af tekur og flytja nærri 20.000 manns upp eftir á góðum degi sem þessum. Mynd BH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.