Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR17. MARS 1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL UPPOG NIÐUR BREKKUNA — og upp aftur með Steingrími Hermannssyni ráðherra Stólalyftan er sannkallað stolt Skálafells, flytur 1200 manns á klukkustund, jafnmarga metra upp i heiðrikjuna. Miklu varðar að menn séu samhentir þegar þeir setjast i stólana, en til vonar og vara eru starfsmenn skiðadeild- ar KR ávallt nærstaddir tilþess að rétta skelkuðum hjálpandihönd. Mynd BH. Faðir og sonur Og Steingrímur Hermannsson hefur hlotið verri byltur en þessa, en það mun ekki ofsagt að hann hefur jafnan sprottið á fætur hress í bragði og tilbú- inn í aðra lotu. Ungur lærði hann íþróttir af föður sínum, Hermanni Jónassyni, sem var orðlagður íþrótta- maöur á sinni tíð, 8 ára gamall fór hann á námskeið í Skíöaskálanum í Hveradölum ásamt móður sinni og systur og hlaut þá tilsögn af Siglfirð- ingi nokkrum, Helga aö nafni. En það var faðir hans, Hermann, sem leiddi sveininn inn í heillandi veröld íslenska vetrarins og kenndi honum aö meta þá töfra, sem skínandi snjóbreiðan býr yf- ir ein, og býður landsins börnum aö njóta. „Faðir minn var oft störfum hlaðinn í pólitíkinni og haföi áhyggjur eins og gengur og þá tók hann sig oft til, jafn- vel um miöjan daginn, og fór til fjails og gekk. Hann var veiðimaður, hafði gaman af göngu, var töluvert á skíðum og ég byrjaði með honum. Hann kenndi mér það að oft væri um að gera að komast burt frá þrasinu og vandamál- unum, því að þá leystust þau oft eins og af sjálfu sér — þá veröur kollurinn klárari og þá liggur svariö oft auðveld- lega fyrir. Þaö er ákaflega nauðsyn- legt fyrir menn, sem eru undir miklu álagi frá morgni til kvölds, að komast burtannaöslagið.” — En hvað gerirðu, þegar veðráttan leyfir ekki skíðaferð í Skálafellið? Steingrimur Hermannsson og eiginkona hans, Edda Guðmundsdóttir, stunda bæði skiðaiþróttina sér til gagns og gamans. „Eg fer í Austurbæjarlaugina svona f jórum sinnum í viku. Þar syndi eg mína 400 metra og svo er gaman aö rabba um daginn og veginn í heita pott- inum á eftir. Eg spilaði lengi badmin- ton, en það hefur dálítið orðið útundan hjá mér á seinni árum. A sumrum stunda ég svo laxveiðar. En þaö góða viö skíðamennskuna er það að hún er fjölskylduíþrótt. Við förum mikiö sam- an og bæði konan og krakkarnir hafa gaman af skíðum. Sonur minn elsti er orðinn töluvert betri en ég, svo að nú fer ég mikið með yngsta syni mínum, tíu ára gömlum. Eg fer nokkurn veg- inn flestar brekkur með krökkunum, mér finnst mjög gaman að því og þá gerir það ekkert til þótt maður fari á hausinn stöku sinnum,” sagði Stein- grímur og spennti á sig skíðið sem losnað haföi. Frá Skálafelli til Montana Crans — Hvar hefur þér nú þótt skemmti- legast að fara á skíöi, Steingrímur? „Eg hef nú langmest haldiö mig hér í kringum Reykjavík. Hér áður fyrr var ég oft í Skíðaskálanum í Hveradölum og Hamragilinu og mikið í Skálafellinu eftir að KR-ingamir fóru að þróa það. Eg kom reyndar oft í Bláfjöllin í gamla daga með fööur mínum. Við gengum þá upp úr Jósefsdalnum — þar var skáli uppi, sem Himnaríki hét — komum upp á Heiðina há og fórum svo oft niöur þar sem nú er skíðasvæöið í Blafjöllum. Síöan gengum við til baka niöur á Sandskeiðið þar sem við skild- um bílinn eftir. A seinni árum hef ég mest verið í Bláfjöllum, Skálafellinu og nokkrum sinnum á Isafiröi, sem er mjög gott skíðaland, og einnig á Akur- eyri. Eg hef líka oft farið með fjöl- skyldunni til útlanda á skíði og betri dægradvöl get ég tæplega hugsaö mér.” — Hvaða staöir erlendis eru í mestu afhaldi hjá þér? „Þaö eru staðir eins og Kitzbuhl og Lech í Austurríki, en upp á síðkastið höfum við meira fariö til Sviss; þar eru staðir eins og Arosa, Zermatt og Mont- ana Crans, sem ég held einna mest upp á nú oröið. Viö fórum einu sinni í fræga ferð til Spánar, upp í Pyreneafjöllin, þar sem heitir í Formigal. Þaö var mjögánægjulegt.” — Þaö mun hafa veriö um bráöa- birgöalagajólin svonefndu? „Þetta voru bráöabirgðalagajóhn, já. Eg vil taka það fram að hér heima hefur öll aðstaða til' skíðaiðkana stór- batnað á liönum árum, sérstaklega eft- ir aö stólalyfturnar komu til sögunnar, en á skíðastöðunum erlendis fær mað- ur miklu öruggari veðráttu og örugg- ara færi og þaö er í rauninni ómetan- legt fyrir menn sem vilja komast burt um sinn frá erh og þrasi. ” Faii er fararheiii — Nú er það eitt hið versta sem fyrir okkur skussana getur komiö að steyp- ast á hausinn eða óæðri endann í skíða- brekku innan um múg og margmenni. Segðu mér nú í hreinskilni, Steingrím- ur: hvernig var þér innanbrjósts áðan þegar þú dast hér í brekkunni? „O, ætli ég hafi ekki fundið það sama og þú,” sagði Steingrímur og hlódátt,” en þaö geta allir dottið og það veröur bara að hafa sinn gang. En ég veit eng- ar stundir dásamlegri en þær sem ég a uppi í f jöllunum þegar fagurt er veöur, logn og heiöríkja og maður sér vítt yf- ir landiö sitt eins og núna. Og kannski eru það eftirminnilegustu stundirnar. ” Að svo mæltu stakk Steingrímur nið- ur stöfunum fast og spymti viö og þaut niður brekkuna og í þetta skipti fataðist honum hvergi, enda var færið oröið þægilegra hérna neðan til og meiri snjór ofan á hjaminu. Gaman er að þeysa niður brekkurnar i Skálafelli, en hvað jafnast á við hvildarstundina eftir á og vænan teyg af volgum drykk i sóiinni? Mynd BH. Það er sunnudagur í Skalafelii, loftiö er silfurtært og mjallhvít auðnin blikar ægifögur hvert sem auganu veröur lit- iö. Það er dálítið kalt og fólkið, sem stendur í biðröðinni, reynir að hoppa eða aka sér til í herðunum svo því hitni. Þetta er löng biðröö, áreiðanlega 200 metrar — kannski lengri. Viö gef- um því gaum sem gerist ofar í hlíðinni. Hundruö manna koma þjótandi niður haröfennið, þaö eru karlar og konur, börn og unglingar. Fimastir eru ungl- ingarnir, þeir skjótast til og frá um hjarnið eins og snæljós, þeir eru háværir og halda uppí dágóðri stemmningu á staðnum. Þrekvaxinn karlmaöur brunar áfram í stórum sveig, hann fer hratt yfir og rennir sér af festu og öryggi. En kannski fer hann of hratt. Færið er nefndega erfitt. Það hefur þiðnaö og frosiö aftur og undir örþunnu snjólagi er fönnin næstum því svellborin. Hann nær ekki beygjunni með góöu móti, skíðin gliöna sundur og hann er nærri dottinn — en með full- kominni einbeitingu og þeim líkamlega styrk, sem hann er gæddur, tekst hon- um að rétta sig af. Hann brunar áfram alls hugar feginn, en hann fagnar of skjótt, því aö fyrir honum veröur dálít- il snjólaus fles eða geiri og það verður honum um megn — aftur reynir hann aö halda veili, en í þetta skipti fellur hann, steypist í skaflinn og þyrlar upp háum, hvítum mekki í fallinu. Annað skíðið hefur losnað — Komdu sæll og blessaöur, Stein- grímur, segiég. „Nei, komdu sæll,” segir hann, rís á fætur og dustar af sér snjóinn, fyrst mjög svo alvarlegur, en svo getur hann ekki á sér setið og fer aö hlæja. „Þetta kemur fyrir bestu menn,” segir hann, „en það er bara eins og gengur í ver- öidinni og þýðir ekki að láta þaö á sig fá.” Skíði Baldur Hermannsson Biðraðimar styttri í miðri viku — segir Valur Jóhannsson Valur Jóhannesson er formaður skíðadeildar KR, og þar sem þetta gamalgróna vesturbæjarfélag á heiðurinn mestan af skíöaþróun í Skálafelli, þá höfðum við tal af honum stutta stund og inntum hann eftir því hve margir færu upp og niður brekk- urnar hjá honum á degi sem þessom. „Það hef ég enga tölu yfir,” sagði Valur, „en ég get reiknaö það út fyrir þig ef þú vilt. Stólalyftan okkar flytur 1200 manns á klukkustund og ef við gef- um okkur að hún starfi 8 stundir þétt- setin, þá verða það samaniagt 9.600 farþegar. Litlu lyfturnar flytja saman- lagt 1000 manns á klukkustund og þaö gerir þá samkvæmt sömu reikningsað- ferö 8000 manns yfir daginn. Svo aö lyfturnar flytja þá allt í allt 17.600 manns, en aö sjálfsögöu eru margir sem fara fleiri en eina ferö eins og gef- uraöskiija.” — Hvað flytur stólalyftan marga menn í einu? „Stólarnir eru alls 157, svo að þá eru um þaö bil 160 manns á leiðinni upp á hverjumtíma.” — Hvaðeru brekkurnar langar? „Stólalyftan er 1200 metrar að lengd, hinar600.” — Nú er hér greinilega gífurleg að- sókn um helgar, þegar gott er veður, en hvernig er hér umhorfs á virkum dögum? „Það veltur allt á veðrinu, en ef það er sæmilegt og færiö í iagi, þá er hér alltaf töluvert af fólki í miðri viku. En ég vil samt benda öllum á, sem þess eiga kost, að skreppa hingað upp eftir þá, því að þá eru alltaf færri, biörað- irnar styttri og ekki eins mikiö at í brekkuniun. Svo erum viö líka meö skíöakennslu hér fyrir neðan þjónustu- miöstöðina og við ráðleggjum byrjend- Sannir vesturbæingar hafa unnið mikið þarfaverk i Skálafelli og efnn þeirra sönnustu er Valur Jóhannsson, lengst til hægri i góðra vina hópi. um eindregið að leita til hennar um fyrstu tilsögn, áöur en þeir hætta sér í brekkurnar.” — Er eitthvað um aö fólk slasi sig í SkalafeUi? „Sáralítið. Þetta eru orönar svo góð- ar bindingar, sem á markaönum eru, og þess vegna er mjög lítið um að fólk jneiði sig þótt þaö detti. En ef illa fer, þá erum við með aöstöðu til fyrstu hjálpar í þjónustumiöstöðinni og svo er nú sjúkrabíllinn ekki nema stundar- fjórðung að þjóta hingað upp eftir.” — Eg heyri á fólki hér að menn eru afar óánægðir meö ásigkomulagiö á diskalyftunum tveímur; það vantar víða taugar neðan í diskana og þetta dregur stórlega úr afköstum þeirra. „Þaö er aöallega veðráttan, sem hef- ur gert okkur gramt í geði, hvaö þetta snertir. Það frýs allt fast inni í hóifun- um og taugamar slitna, en við gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að halda þessu gangandi,” sagöi Valur Jóhannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.