Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1983, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR17. MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Á skíðum Það var svo sannarlega tápmikiö skiðafólkiö sem var á skíðasvæði KR í Skálafelli einn sunnudaginn fyrir stuttu. Hvernig á líka annaö að vera þegar veðurguðirnir eru í góðu skapi og komin er fullkomin stólalyfta á svæðið, sem er KR-ingum til mikils sóma. Þaö er greinilegt að skíðafólkiö kann vel að meta nýju lyftuna, sem er mjög afkastamikil. Stöðugt flytur hún brun- ara og stórsvigsmenn upp í brekkurn- ar svo aö þeir geti rennt sér ærlega nið- ur. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er nú oröið hið glæsiiegasta og eiga þeir, sem þar hafa staöið aö málum, miklar þakkir skiliö. Ymis fyrirtæki auglýsa á nýju stóla- lyftunni og þar lætur DV sig ekki vanta. Það er enda alkunna aö DV fer víða. Eigum viö ekki að ijúka þessari ferð * meö því aö taka plóginn og koma okkur svoafturílyftuna? -JGH Það er ekki að spyrja að þvi, DV fer viða. •»>'<y<v; "■ KR-ingar eru á þvi aO það só góð upplyfting fyrir skiðamenn að fara á skiði i Skálafelli. Hann tók sig velúthann Friðleifur, þegar hann þjónaði forseta og fylgd- arliði. Hann mætti i fiskvinnu klukkan fjögur aðfaranótt laugardags en brá sér siðan ibetri gallann nokkrum klukkustundum áður en forsetinn kom i heimsókn. Já, þeim er margt til lista lagt starfsmönnum hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. DV-mynd Bjarnleifur Skellti sér í betri gallann — og þ jónaði forseta og f ylgdarliði Hann kom skemmtilega á óvart, hann Friðleifur Ægisson, starfsmað- ur í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar, þeg- ar forsetinn heimsótti frystihúsið um síðustu helgi. Friðleifur mætti til vinnu kiukkan fjögur aöfaranótt laugardags og skellti sér beint í fiskvinnuna. Nokkr- um klukkustundum áður en forsetinn mætti í frystihúsiö síðdegis á laugar- dag, fór hann í betri gallann og útbjó kokkteil sem hann síðan bar fram fyrirforseta og fylgdarlið. Svo fagmannlega bar hann sig aö allir viöstaddir héldu að frystihúsiö heföi fengið sérstakan þjón til aö bera fram veitingar. Það kom líka i ljós aö Friðleifur er ekki alveg ókunnur þjónsstarfmu. Hann læröi nefnilega til þjóns í um tvö ár á veitíngahúsinu Rán, en hann fann sig aldrei almennilega í því, þannig að hann hélt til Stokkseyrar og hóf að vinna í versluninni Allabúö. Eftir brunann ákvað hann að snúa sér að fiskvinnunni og hefur nú starf- aö um hríð í Hraðfrystihúsi Stokks- eyrar. Það var þé ekki annað að sjá en Friöleifur fyndi sig vel í framreiðslu- störfunum í heimsókn forsetans, því aö vel tók hann sig út. Og aö sjálfsögðu var ekki hægt annað en fá hann á mynd meö forset- anum við þetta skemmtilega tæki- færi. Það veröur að segjast eins og er aö veitingar hans runnu ljúflega niöur og menn eru enn með bragð í munn- inum. Ekki ólíklegt að þetta glæsi- lega frystihús verði heúnsótt fljót- lega aftur af okkur í Sviðsljósinu. -JGH Skærin notuð á Priscillu? — svo vill Michael Landon segja, að maðurinn sé svo leiðinlegur þess utan að varla sé hægt að þola hann. „Jú, hann er sko góður leíkari,” segja þeir hinir sömu. Það nýjasta, sem Michael Landon hefur fariö fram á, er að öll atriði meö Priscillu Presley verði þurrkuö út í myndinni Comeback. Landon fer meö aðalhiutverkið í myndinní og leikur John Everingham, sem feröaðist í Laos á meöan Víetnam stríðið geisaði. I myndinni leikur Priscilla konu, sem kennir Landon réttu tökin áður en hann syndir yfir Mekong-fljótið til aö bjarga kærustunni sinni. Ekki er enn vitað hvort Landon hefur sitt fram í þessu mali. jm > Priscilla Presley leikur inýrri mynd með Michael Landon. Það er greinilegt að ekki hefur orðið góður kunningsskapur með þeim i myndinni. Leikaranum kunna, Michael Land- on, er ekki fisjað saman. Hann leikur „goða manninn” í þáttunum Húsið á sléttunni, en þeir sem til hans þekkja Sá hvíti er vinsælasti — bílliturinn í Bandaríkjunum Þá hafa þeir í Bandaríkjunum skýrt frá því, hvaða litur á bílum var vinsælastur hjá þeim á árinu 1982. Það reyndist sá hvíti eftir allt sam- an. Kom hann í staö þess ljósbláa sem var vinsælastur á árinu 1981. Fast á eftir hvíta litnum kom sá dökkblái. Síðan kom rauðbrúnn, dökkgrár, blágrænn og ljósblár. Sá litur sem hvað mest jók vín- sældír sínar var sá dökkgrái. En litir eins og „beige” og brúnn urðu ekki eins vinsælir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.