Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Qupperneq 1
Gumar fer ekki í framboð: BÍÐUM ÁTEKTA OG FYLGJUMST MEÐ —segja stuðningsmenn hans „Þetta eru okkur aö sjálfsögöu tölu- verö vonbrigði,” segir Benedikt Boga- son, einn af forvígismönnum þess hóps sjálfstæðismanna sem að undanfömu hefur gengist fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á dr. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra að gefa kost á sér til framboðs í komandi kosningum. Dr. Gunnar tilkynnti þessum stuðningsmönnum sínum á fundi í gær að hann yrði ekki í kjöri og eftir því sem DV kemst næst liggja ekki aðrar ástæður að baki þeirri ákvörðun en þær sem stuðningsmenn hafa talið eðlilegar en vonuðu í lengstu lög að kæmu ekki í veg fyrir framboð. Eftir fundinn með dr. Gunnari héldu stuöningsmenn hans annan fund og að honum loknum var gefin út yfirlýsing þar sem segir meðal annars: ,,Á undanförnum árum hefur flokksræði og óbilgimi færst í vöxt innan Sjálf- stæðisflokksins. Um leið og þessi þróun hefir gengið gegn helstu markmiðum flokksins um lýðræði og einstaklings- frelsi, hefur hún valdið vaxandi óánægju og kvíöa hjá fjölmörgum sjálfstæðismönnum. Þrátt fyrir mál- efnalegt andóf gegn þessari þróun hefur það komið æ betur í ljós að í stað umburðarlyndis, stefnir nú í átt til aukins flokksræðis, sem mun þrengja flokkinn utan um harðan kjama fárra, gegn fjöldanum. Með þessu er hinu breiöa fylgi flokksins stefnt í voða.” Síðar segir að þetta hafi meðal annars orðið til þess að ákveðið var að skora á dr. Gunnar að gefa kost á sér til framboðs til að spoma gegn þessari óheillaþróun i flokknum. Hafi þessar áskoranir mætt harðri andstöðu hinna þröngu flokksræðisafla eins og við var búist. I niðurlagi yfirlýsingarinnar segir: „Nú hefur dr. Gunnar Thoroddsen for- sætisráðherra ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi kosningum og höfum við því ákveðiö að bíða átekta en fylgjast vel með framvindu mála.” Undir þetta skrifa Benedikt Bogason, Sveinn Bjömsson og Gunnar Baeh- mann. -SþS. Langvinnum vangaveltum um hugsanlegt framboð Gunnars Thoroddsen for- sætisráðherra er nú lokið. Menn þurfa ekki lengur að leiða getum að þvi hvort ræða hans við þingrofið hafi verið framboðsræða eða kveðjuræða. Forsætis- ráðherrann sendi fjölmiðlum yfirlýsingu i gærkveldi þar sem segir að hann muni ekki fara i framboð i komandi alþingiskosningum. Myndin hér að ofan var tekin kvöldið sem þing var rofið. Þar má sjá Gunnar og Geir kveðjast í sið- asta sinn á þingi. Rétt er að minna á að Geir Hallgrimsson verður á beinni línu hjá DV í kvöld klukkan átta. ÓEF/DV-mynd GVA KristjánArason skoraði 16 mörk úrl6skotum — sjá 8 síður um íþróttir Sólveigvarö númertvö -sjábls.2 Páskaglaðning- urinnkominn í verslanir — sjá Neytendur ábls.6og7 BEIN LÍNA TIL GEIRS HALLGRÍMSSONAR í KVÖLD Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins verður á BEINNI LlNU á ritstjóm DV í kvöld frá klukkan 20 til 21.30. Á þessum tíma Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, svarar spurning- um lesenda DV í kvöld. — síminner 86611 gefst lesendum DV kostur á að hringja á ritstjórnina í síma 86611 og leggja spurningar um stjórnmála- viðhorfið og stefnu Sjálfstæðis- flokksins í komandi kosningum fyrir Geir Hallgrímsson. Þeir semhringja em beðnir að hafa spurningar sínar stuttar og hnitmiöaðar svo sem flestir komist að. I þriðjudagsblaöi DV verða svo spumingar og svör birt eftir þvisem rúm leyfir. Formenn hinna stjómmálaflokk- anna og fulltrúi kvennaframboðs verða síðan á beinni línu næstu daga og vikur en næstur í röðinni er Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins. Hann mun svara spurningum lesenda DV annað kvöld, þriðjudagskvöld. -óm. Tröppugangur hjá Danna it stiga- manni — sjá Sviðs- Ijósiðá bls.44 aa. "3 og45

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.