Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 7
DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur fáskaglaðningurinn korninn í verslanir: Páskaegg frá 20 kronum og upp í nærri 400 krónur Páskamir eru á næsta leiti. Fram- leiöendur páskaeggja vita vel af þessari staöreynd. í verksmiöjum Nóa og Mónu er verið aö steypa egg allan liðlangan daginn. Crystal framleiðir líka egg en í minna mæli. Erfitt er aö slá á þaö núna hversu mörg egg lands- menn munu láta ofan í sig um páskana. En þau veröa mörg. Þannig slógu Nóa-menn á þaö að þar yrðu framleidd 230 þúsund egg. Mónu-menn þoröu ekki aö nefna neina stykkjatölu en geröu ráð fyrir 18—20 tonnum. Crystal er meö mun minna, meira aö segja minna en í fyrra. Ekki þorði framleiöandinn að giska á neina tölu. Nói er meö flestar stæröimar, 6. Minnsta eggið er 50 grömm og þaö stærsta 620 grömm. Móna er meö 5 stæröir. Minnsta eggið vegur 115 grömm og þaö stærsta 610 grömm. Crystal er einnig með 5 stæröir. Minnsta eggið er 220 grömm en þaö stærsta950. Frjálst verö er á páskaeggjum í verslunum. Þær hafa því margar notað tækifærið til þess aö auglýsa ódýr páskaegg. En veröiö sem gefiö er upp hér á eftir er nokkurn veginn meðalverö. Er þaö aðeins sett fram svo aö menn geti borið saman verð hjá framleiðendunum þrem. Nói nr. 1 kr. 20 50 g nr. 2 kr. 40 75 g nr. 3 kr. 79 155g nr. 4 kr. 130 25Óg nr. % kr. 189 370g nr. 6 kr. 336 620g Þess má geta, sem forsvarsmaöur Nóa sagöi okkur, aö álagning á páska- egg er gífurleg. Þannig kostar egg númer 6 155,15 krónur í framleiðslu. Þegar búið er aö leggja á það vöru- gjald er verðiö komið upp í 195,30. Þegar kaupmaöurinn er búinn að fá sitt og söluskatturinn kominn á er verðið hins vegar oröið 336 krónur. Meira en helmingi meira en framleiösluveröiö var. Ámóta stór egg frá Mónu, Ciystal og Nóa. DV-mynd GVA. Lukkuegg Móna Crystal Þetta síðasta verö er fengið í Versluninni Víði, sem er meö 20% af- slátt af verði páskaeggja. En Crystals- nr. 2 kr. 13,50 kr. 60 20 g 115 g kr. 82.50 220 g eggin fást ekki víöa annars staöar í búöum. Víöir er nær eini söluaðilinn. nr. 4 kr. 120 230 g kr. 151 400 g Búast má því viö því aö í þeim búöum, nr. 6 kr. 160 305 g kr. 198 500 g sem selja átthvert smáræði af Crystals nr. 8 kr. 210 405 g kr. 240 600 g eggjum, að þau séu upp undir 20% nr. 10 kr. 315 610 g kr. 385 950 g dýrari en þama er nefnt. _ -DS. „Fyrsta flokks” hryggur ÖRFÁIR KJÖTBITAR LEYNDUST í FITUNNI ,dSg ætla að gefa ykkur þetta ef þið viljiö eiga þaö,” sagöi Halldór Guömundsson sem kom viö á ritstjóm- inni. „Gjöfin” var lambahryggur. En eins og Halldór bjóst reyndar viö, vildum viö ekki þiggja gjöfina. Ástæðuna má sjá á myndinni. Á hryggnum var nær ekkert nema spik. Örlitlar kjöttægjur mátti sjá ef vel var skoðað. Aö ööru leyti var hryggurinn eins og f eitasta s vínabeikon. Þetta heföi líklega veriö í lagi ef hryggurinn heföi verið seldur sem slíkur. En þaö var hann ekki. Hann var seldur sem fyrsta flokks kjöt, reyndar á gamla verðinu, 52 krónur kílóið. Alls kostaöi hryggurinn 230 krónur og 34 aura. Viö Halldór vorum hins vegar sammála um aö þetta væri ekkert annaö en ruslatunnumatur. Þaö var 15 ára gamall sonur Hall- dórs sem keypti hrygginn. Hann fór í sína venjulegu verslun, Melabúöina, og valdi stærsta hrygginn sem hann sá. Foreldrarnir voru hins vegar ekki eins hrifnir og strákur og vildu ekki hrygg- inn. „En ég vil að þaö komi sérstak- lega fram aö við kennum ekki verslun- inni um. Kaupmaðurinn er einmitt Neytendur Dóra Stefánsdóttir og Þórunn Gestsdóttir mjög vandvirkur. Þaö er hins vegar greinilegt aö eitthvaö er aö kjötmati sem dæmir svona lagað sem fyrsta flokkskjöt,” sagöi Halldór. Kemur f yrir öðru hverju Guömundur Júliusson, kaupmaður í Melabúðinni, sagði aö þaö kæmi fyrir ööru hverju aö svona feitir bitar bærust, flokkaöir sem fyrsti flokkur. Yfirleitt væri kjötiö, sem Melabúðin væri meö, mjög gott en erfitt væri aö sjá þegar bærust upp undir 100 skrokkar í einu ef einn of feitur leyndist innan um. Oft væri þaö líka svo aö einn hluti af skrokknum væri feitur en annar magur. Til dæmis feitur hryggur en mögur læri. Þá væri gripiö til þess ráös aö salta feita kjötiö. Guömundur sagðist ævinlega hafa reynt aö bæta þeim viðskiptavinum sínum þaö upp sem kvörtuöu vegna kjöts. Léti hann þá hafa ný kjötstykki eöa annað sem það vildi. Tapiö bæri Hryggurínn sem sonur hans Halldórs keypti. Eins og sjá má minna hliðam- ar mest á svinabeikon. í endann má sjá glitta i nokkra kjötbita innan um spikið. DV-mynd GVA hann sjálfur. „Þaö er hins vegar þaö versta, sem fyrir mig kemur, þegar viðskiptavinir mínir lenda í því aö vera búnir aö steikja sunnudagsmatinn og eru svo ekki ánægðir meö hann. Matinn get ég bætt en oft ekki óánægju fólksins,” sagðiGuðmundur. Skrokkarnir metnir sem heild Andrés Jóhannesson yfirkjötmats- maöur sagði aö kjöt mætti vera tölu- vert feitt til þess aö falla niður úr fyrsta flokki. Kjöt af skepnunni er metiö i heild og er þá fitumælt á þrem stööum, á baki, aftan á síöu og aftan á bóg. Á hverjum staö má fitulag ekki vera meira en 10 millimetrar. Hann sagöi aö kjötiönaöarmaöur verslunar- innar heföi í þessu tilfelli átt aö hafa samband viö yfirmat kjöts og láta vita afþessu. -DS. frá Audio Technica er tæki meö hljómburð á viö 20-30 þúsund króna hljómtækjasamstæðu en kostar aöeins 4.950 krónur. Hljómborgarinn hefur næstum alla kosti hljómtækjasamstæðu þ.e.-. Tveir hraöastillar fyrir bæöi iitlar og stórar plötur, afspilun í steríó vandaöan Audio Technica pickup með demantsnál. Tengja má viö hann tvö heyrnartól (eitt sett fylgir), nota hann meö rafhlöðum. Síöast en ekki síst, er hægt aö tengja hann ferðakassettutæki, — eða hljómtækjasamstæðu, og láta hann spila gegnum það. Annars ættir þú aö líta til okkar 53? og fá aö hlusta á hann. JAPIS hf. BRAUTARHOLTI 2 - S.lMI 27133 @®QDKK2) STEHEO CMSC PLAYEH SYSTEM AT727 &'audiO-technica

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.