Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 8
DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Breski kvikmyndaleikstjórinn Richard Attenborough og leikarinn Ben Kings- ley við töku kvikmyndarinnar um Gandhi. Sú kvikmynd sópaði að sér verð- launum á hinni árlegu samkomu bresku Kvikmyndaakademíunnar. Og kvik- myndin hefur verið tilnefnd til tveggja óskarsverðlauna. Gandhí sópar að sér verðlaunum Gandhí — kvikmynd sir Richards Attenboroughs — sópaði að sér verðlaun- inn bresku akademíunnar. Fékk hún fimm viðurkenningar. Þar á meðal var hún valin besta mynd ársins 1982. Sir Richard var valinn besti leikstjórinn og hreppti einnig mestu viðurkenn- ingu breskra kvikmynda og sjónvarps, „Fellowship”-verðlaunin. Ben Kingsley, sem fer með hlutverk Gandhis í myndinni, var valinn besti leikarinn og sá nýliðinn í kvikmyndaleik sem mest þykir hafa skarað fram úr. Rohina Hattangadi, sem leikur eiginkonu Gandhís, deilir verðlaununum sem besta leikkonan í aukahlutverki með Maureen Stapleton, sem leikur í kvikmyndinni Rauðliðar, en þá mynd gerði Warren Beatty um kommúnista í Bandarikjunum. Besta kvikmyndaleikkonan var valin Katharine Hepburn fyrir hlutverk hennar í On Golden Pond, þar sem hún lék á móti Henry Fonda. Besti leikarinn í aukahlutverki var valinn Jack Nicholson fyrir sinn leik í Rauðliðum. Úlfúð innan EBE vegna gengismála Innan Efnahagsbandalags Evrópu þykja nú ýmsar blikur vera á lofti vegna deilu Frakka og Þjóðverja um innbyröis stöðu frankans og marksins, en í bankaheiminum tala menn um að algert öngþveiti gæti hlotist þar af á gjaldeyrismörkuðum. Fjármálaráðherrar EBE-landanna komu saman í gær í Brussel til samn- inga um lausn á deilunni en leiðtogar ríkjanna koma saman í kvöld. Ráðherrarnir létu loka í morgun opinberum gjaldeyrismörkuðum í þeim Evrópulöndum sem eru aðilar að gjaldejTÍskerfi Evrópu, en þeim mis- tókst í gær aö ná samkomulagi um leið- réttingu á gengi einstakra gjaldmiöla. Frakkland hefur haft í hótunum um að draga sig út úr þessu samstarfi og Delors, fjármálaráðherra Frakka, fór af fundinum heim til Parísar í gær- kvöldi til þess að gera meðráöherrum sínum og Mitterrand forseta grein fyrir stöðunni. Átta evrópskir gjaldmiðlar hanga saman í gengisskráningu í þessu sam- starfi (EMS). í nokkrar vikur hefur það verið ljóst, að óhjákvæmilegt mundi að breyta gengi marksins og frankans, og lækka bæði eitthvað. En stjórnimar í Bonn og París greinir á um hversu mikið hvor um sig skuli breyta gengi síns gjald- miðils. Frakkar hafa tvívegis lækkað gengi frankans síðan Mitterrand varð forseti (á tæpum tveim árum) og mun stjóm- in treg tU þriðju gengislækkunarinnar, nema aörir gjaldmiðlar fylgi og að markiö verði lækkað meira en frank- inn. 1 Bonn halda menn því fram að óreglan á gengisskráningunni sé Frökkum að kenna og því standi það frönsku stjórninn næst að koma lagi á efnahagsmál sín. Soltenberg, f jármálaráðherra V- Þýskalands, mun þó hafa lagt tU í viðræðunum í Brussel í gær að markiö mundi lækkað um nær 5% og frankinn um 2—2,9%, jafnhliða einhverjum breytingum á öðrumgjaldmiðlum. Ráðherraskipti í að- sigi í Frakklandi Á meðan Francois Mitterrand Frakklandsforseti situr fundi með öðr- um þjóðarleiðtogum í Evrópu í Brussel í dag og á morgun velta landar hans því fyrir sér heima hverjar breytingar verði á ríkisstjórn hans og hvemig franska frankanum muni reiða af en hann stendur höllum fæti þessar vikumar. Michel Jobert, sá ráðherrann sem stýrir utanrikisversluninni, sagði af sér í gær og Jacques Delors f jármála- ráðherra lét á sér skilja aö í aðsigi væri myndun nýrrar ríkisstjórnar sósíal- ista. Talsmaður Mitterrands forseta lét hins vegar í veðri vaka að engar stór- breytingar væru í vændum á ríkis- stjórninni, hver svo sem útkoman yrði úr samningaviðræðunum í Brussel um gjaldmiðlakerfi E vrópu. Samtök Bandarikjamanna af japönsku ætterni hafa kært bandarísk stjómvöld og krafist 24 milljarða doll- ara í skaðabætur fyrir hönd japanskra Bandaríkjamanna sem hnepptir vom í varðhald í fangabúðum í síðari heims- styrjöld. Talið er að enn séu um 100 þúsund þeirra sem haldiö var föngnum á lífi og er málið höfðað fyrir hönd þeirra. Kæran gengur út á það aö stjórnvöld Hlé var gert í gær á viðræðum fjár- málaráðherra þeirra Evrópulanda er eiga gengi gjaldmiðla sinna hvert undir öðru. Hafði ekki náöst sam- komulag um lækkun gengis þýska marksins og lækkun franska frankans. Franski fjármálaráðherrann sneri til Parísar til þess að gera Mitterrand forseta og Pierre Mauroy forsætisráð- herra grein fyrir stööu mála. Skömmu eftir heimkomu Delors kunngerði Jobert að hann segði af sér þar sem hann hefði ekki fengiö þau völd sem honum þættu nauðsynleg til þess að starfa með árangri að utan- ríkisversluninni. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar að undanförnu. Eftir kosningamar á dögunum, þar sem stjórnarflokkarnir, sósíalistar og kommúnistar, töpuðu nokkru fylgi hafa menn búist við að mannaskipti hafi ólöglega svipt bandaríska borgara af japönsku ættemi réttindum sem þeim voru tryggð samkvæmt stjórnar- skránni, meö því að falsa staðhæfingar um að þetta fólk ógnaði getu Banda- ríkjanna til að standa í stríði. Þá em stjórnvöld einnig kærð fyrir það að hafa komið í veg fyrir að kærendur gætu leitað réttar síns með því að neita þeim um aðgang að upplýsingum. yrði í ríkisstjórninni. Víst þykir nú að það muni bíða þar til samkomulag hef- ur náðst milli stjórnanna í París og Bonn um gengisskráningu gjaldmiðla þessara landa. Danir eignast ballet- meistara Daninn Peter Martins hefur 36 ára gamall veriö gerður aö ballett- meistara við City Ballet í New York. Hann tekur við af hinum fræga George Balanchine, sem borið hefur herðar yfir ballettheim- inn í fjölda ára en er orðinn 79 ára gamall. Peter byrjaði 8 ára gamaU í Kon- unglega ballettskólanum í Kaup- mannahöfn og var um stutt skeiö aðaldansari í heimalandi sínu. Um tvítugt fór hann til New York og hef ur verið viö City BaUett síðan. Starf Peters Martins verður að velja verk til flutnings, ráða nýja dansara og sjá að öðm leyti um að City Centre ballettinn haldi for- ystuhlutverki sínu. Þess má geta að Helgi Tómasson er einn af fremstu dönsurum New YorkCityBallet. IHH, Köfn/JBH Japanir leita réttar síns FINNSKIR ÍHALDSMENN SÆKJA SIG Finnskir Uialdsmenn, sem haldiö hefur verið utan stjórnar síðustu sautján ár af ótta við að styggja Sovét- ríkin, þykja nú líklegir til þess að kom- ast í valdaafstöðu, eftir þingkosning- arnar sem lýkur í dag. Þjóðarsamsteypuflokkurinn, sem er frjálslyndur en þó ögn til hægri, þykir líklegur tU þess að auka fylgi sitt í kosningunum upp í allt aö 25% at- kvæða og þingmannatölu sína upp í 55 úr 46. Spáðu flestir því að flokkurinn yrði aöalsigurvegari kosninganna. Þar með verður flokkurinn í mjög sterkri aðstööu í stjómarmyndunar- viðræöum þeim sem fara í hönd og kunna ef tU viU að dragast á langinn, því aö ellefu flokkar buðu fram til kosninganna. AUir flokkar hafa lýst sig fylgjandi hlutleysisstefnu Finnlands og góðum grannskap við hinn sovéska nágranna. A því þykir einmitt hafa ollíð sjálf stæði Finnlands, sem á 1300 km löng landa- mæri aö Sovétríkjunum. En hægri mönnum hefur verið haldið utan stjórnar í Finnlandi síðan á miðj- um sjöunda áratugnum því að það hef- ur verið útbreidd skoöun meðal hinna flokkanna að stjórnaraðild Ihalds- tstö Umsjón: Guðmundur Pétursson flokksins gæti spUlt viðkvæmri sam- búðinniviðKreml. Kosningarnar standa yfir í tvo daga en kjörsóknin í gær lofaði góðu um að hún mundi veröa mikil og meiri en hin venjulega 75%. Hafði kosningaslagur- inn þó verið með daufara móti. — Á kjörskrá eru3,7 mUljónirFinna. Kosningabaráttan snerist aðallega um verðbólguna og nauðsyn þess að halda henni undir 10% og eins um at- vinnuleysið sem er um 7%. Niðurstöður skoöanakannana gefa tU kynna að kjósendur vUji breytingar og að hugsanlega verði skipti á helm- ingi þingliðsins, en þingmenn eru 200 talsins. Þó er ekki búist við stór- breytingum á hlutfalli flokkanna. I aUmörg ár hafa staðið saman að stjórn sósíaldemókratar, miðflokks- menn, kommúnistar og ýmsir þing- menn úr smærri flokkum. En lýðræðis- bandalag alþýðu, sem er flokkur sam- settur af kommúnistum og sósíalist- um, vék úr stjórninni í desember vegna ágreinings viö Kalevi Sorsa for- sætisráðherra um fjárveitingar tU varnarmála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.