Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 10
10' DV. MÁNUDAGUR21. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Njósnarinn sem sagði Rússunum það allt saman Donald Maclean Ijóstraði upp allri vitneskju Vesturveldanna þau flúðu til Sovétrikjanna. Hún yfirgaf hann síðar fyrir Kim Philby en snerisvo með dóttur sinni aftur til Bandaríkjanna. „Guð einn og KGB vita núna hversu mörg mannslíf Donald Maclean hefur á samviskunni,” sagöi einn af njósnasérfræðingum Breta þegar tilkynningin barst í hinni vikunni frá Moskvu um andlát Macleans. Nafn Macleans var á forsíðum blaða um allan heim fyrir þrjátíu og tveim árum, þegar hann flúöi frá Bretlandi um leið og netið tók að þrengjast að honum og meðnjósnara hans, Guy Burgess, sem fylgdi hon- um til Sovétríkjanna. — Burgess lést þar fy rir tuttugu árum. Þessi flótti var endirinn á ein- hverju mesta njósna- og hneykslis- máli Breta fyrr og síðar. Þegar þá- verandi utanríkisráðherra Banda- rikjanna, Dean Acheson, heyrði fréttimar af flóttanum gat hann ekki oröa bundist og sagði: „Drottinn minn! Þessimaðurveitallahluti.” og ættartengslum á meöan heimur- inn rambaði á fjórða áratugnum á barmi kreppu og atvinnuleysis þar sem fasisminn fékk byr í seglin. Maclean taldi, eins og margir aðr- ir, að kommúnisminn væri eina vopnið sem biti gegn fasismanum. Um leið hélt hann þar að finna félagslega sanngimislausn fyrir mannkynið. Hann einsetti sér að ganga í þjónustu kommúnismans og haga námi sínu svo að hann yröi kennari í Sovétríkjunum. Kynvilla og drykkjuhneigð En jafnframt þreifst einnig kyn- villa í Cambridge. Philby tældi Maclean til lags við sig og notaði það leyndarmál síðar blygðunarlaust til þess að þvinga Maclean inn á njósna- brautina. Á ytra boröinu hafði Maclean því sinnaskipti hvað viðkom kommún- ismanum. Hann kvæntist Melindu* frá Bandaríkjunum og stofnaði heimili. Hann fetaði framabrautina í utanríkisþjónustunni sem hann tók að þurrausa öllum mikilvægari tíð- indum. Sendi hann þau áfram til Sovétríkjanna. Samtímis þessu ágerðist drykkjan. Annaö veifið var Maclean lagður inn á hæli til afvötnunar en féll jafnharð- an aftur. ölvuninni fylgdu áflog og aðrar uppákomur. Hann var í raun- inni stórhættulegur KGB og njósna- hringnum. Það var þó ekki fyrr en á sjötta áratugnum sem grunur tók að beinast að honum og Burgess. Smám saman rann upp fyrir mönnum aö þeir tveir voru upplýsingabrunnam- ir sem Sovétmenn jusu af leyndar- málum Vesturveldanna. Veiki hlekkurinn Kim Philby haföi pata af þessu og vissi að Maclean var ekki sterkur á svellinu. Gerði hann sér ljóst að Maclean mundi brotna undir yfir- heyrslum. Það reið á að smygla hon- um leynileiðina í gegnum Evrópu til Moskvu áður en Maclean ljóstraði upp um aðra njósnara KGB. Flótti var undirbúinn í skyndi. Þegar lögregluna bar að heimilum þeirra Macleans og Burgess voru fuglarnir flognir. Allt komst í uppnám. Fyrsta stórhneykslið í njósnamálum Breta komst í heims- pressuna og síðan hefur eitt elt ann- aö. Virðist raunar enginn endir ætla að verðaþará. Svik En þá hefði alla vega verið of seint í rassinn gripiö. Leyndarmál Breta og Bandaríkjanna úr síðari heims- styrjöldinni, svo sem eins og leyni- áætlanir um skiptingu Evrópu og kjarnorkuleyndarmálin.voru þá fyrir löngu komin í hendurSovétmönnum. Svik Macleans voru hin afdrifarík- ustu og skiptu sköpum fyrir Sovét- Rússland. Með þeim tókst Sovét- mönnum á einu bretti að vinna upp forskot Bandaríkjamanna í kjamorkumálum. — MacArthur hers- höfðingi, yfirmaður herafla Banda- ríkjamanna í Kóreu, var alla daga handviss um að njósnir þeirra Macleans og Burgess hefðu haft úr-1 slitaþýðingu fyrir óvinina í Kóreu- stríöinu. Að hans mati hafa þær legiö til grundvallar því að Rauða-Kína virtist sjá fyrir allar ráðageröir hinna vestrænu bandamanna, við- brögð þeirra og hernaðaráætlanir. Þriðji maöurinn í hinum fræga Cambridge-njósnahring, Kim Philby, starfaði í leyniþjónustu hers- ins. Það var hann sem varaði þessa tvo stómjósnara við. Lét hann þá vita þegar jörðin var farin að brenna undir fótum þeim og síðustu forvöð að sleppa til Moskvu. Lengi var mönnum það hulin gáta hver hnippt heföi í tvímenningana aöeins tveim dögum áður en átti að handtaka þá. Philby flúði sjálfur síðar til Sovétríkjanna þegar hring- urinn tók að þrengjast að honum. Þar er hann enn í dag og er sá eini eftirlifandi af þrenningunni. Einstæðingur Það var Philby sem staöiö hafði í kynvillusambandi við Maclean og notaði það síðan til þess að þvinga hann inn á njósnabrautina. Síðar — eftir að þau voru öll flutt til Moskvu, — stal hann konunni frá Maclean. Hún er nú fyrir löngu flutt til Banda- rikjanna ásamt dóttur Macleans. Synirnir tveir, Donald og Fergus, eru í Bretlandi. Þeir ólust upp í Moskvu en kusu að flytja aftur til Bretlands þegar þeim bauðst það. Bnginn sjá sig. gttingjanna var vlð jarðarför Macleans. Philby lát ekki heldur Ekkert bamanna var nærstatt þegar Donald Maclean skildi við, né heldur eiginkonan, Melinda. Þau voru ekki heldur við jaröarförina. Ekki einu sinni Philby fylgdi honum til grafar. Donald Maclean kvaddi þennan heim sem alger einstæðing- ur. Þeir tveir félagamir sáust ekki í fjölda ára eftir að Melinda flutti til Philbys. Alan, bróðir Macleans, sem starf- ar við bókaútgáfu í London, var sá síðasti í fjölskyldunni sem heimsótti Donald Maclean. Það var í janúar í vetur. Þeir höfðu ekki sést í þrjátíu og tvö ár. Þetta var hinsta kveðjan. Þá var orðið ljóst að Maclean gekk með ólæknandi krabbamein. Auk þess hafði gegndarlaus áfengis- neysla gert hann hálf ruglaðan seinni árin. Þaö bar æ sjaldnar við að hann væri kallaður til starfa við eina af hagstofnunum Moskvu þar sem hann var á launum sem sérfræðingur í breskum málefnum. Síðustu árin vann Donald eitthvað að þýðingum og skrifaði greinar und- ir sínu nýja nafni: Mark Petrovich Fraser. Fleygur í samstarfið Mest gagn hafði KGB af Maclean þegar hann stýrði amerísku deildinni Guy Burgmss vann að þvl mmð Maclean að útvega Rússum leyndarmál Vesturveldanna og flúði með honum austur yfir. í utanríkisþjónustu Breta og þegar hann gegndi trúnaöarstarfi í breska sendiráöinu í Washington. I þá daga hafði hann aðgang að öllum bréfa- skiptum Churchills og Bandaríkja- forseta. Fylgdist hann glöggt með þróun fyrstu atómsprengjunnar. Uppljóstranir þeirra Burgess og Macleans vom örlagaríkar, eins og allir vita, og aldrei hefur síöan náðst aftur sami trúnaöurinn sem áöur ríkti milli þessara tveggja banda- manna, Breta og Bandaríkjamanna. Fleiri njósnahneyksli hafa síðan tröllriðið bresku leyniþjónustunni og hafa þau flest átt rætur að rekja til Cambridge-klíkunnar, sem þeir þrí- menningar spruttu úr. Hefur Banda- ríkjamönnum þótt sem Bretum væri ddd treystandi fyrir leyndarmálum. Það var mikill þröskuldur, eins og þegar Bretar vildu byggja upp eigin kjarnorkuafla og þurftu þá aö leita liðveislu Bandaríkjanna. Hin rétta trú tekin Maclean var sonur frjálslynds bresks ráðherra og ólst upp á vel efn- uðu heimili. Viö honum blasti glæst framtíö og hvaða staða sem honum lék hugur á í embættismannakerf- inu. Hann var maöur ljóngáfaður og Kim Philby þvlngaði Maclean inn á njósnabrautina, stal konunni frá honum og hefur alla tið verið hans mesti örlagavaldur. Hann er síðastur lifs þessara þremenn- inga. myndarlegur á velli. Leið hans eins og annarra heldri manna sona, lá til náms í Cambridge þar sem hann mætti örlögum sínum. Kommúnistar áttu mikil ítök meöal stúdenta í þá daga og fundu góðan hljómgrunn í Maclean. Stúdentinn ungi fann til þess hvernig allt var lagt upp í hendur honum með erfðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.