Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaðurogútgáfustidri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastióri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstióri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMl 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍOUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverö á mánuði 180 kr. Verð í lausasöly 15 kr. Helgarblað 18 kr. Umboðslaus ráðherra Ríkisstjórn og Alþingi hafa í reynd lýst vantrausti á meðferð Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra á ál- málinu. Hjörleifi ætti að skiljast, að hann er umboöslaus. Þó er skiljanlegt, að hann leiki kosningaleiki. Hjörleifur og Alþýðubandalagið hafa lengi ráðgert að beita álmálinu í kosningunum. Þetta er fyrst og fremst gert til að reyna að koma óorði á framsóknarmenn, þar sem töluverður kjós- endahópur liggur milli þessara flokka tveggja. Alþýðu- bandalagið hyggst beita þeim áróðri, að Framsókn sé sek um „landráð”, álmálinu svipi til landhelgismálsins, þar sem takist á íslenzkir og erlendir hagsmunir. Meirihluti í ríkisstjórn og á Alþingi eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar, að Hjörleifur Guttormsson hafi haldið illa á hagsmunum þjóðarinnar í þessu efni. Hann hafi fórnað meginhagsmunum á altari flokkshagsmuna Alþýðubandalagsins. Iðnaðarráðherra hafi höggvið ótt og títt gegn Svisslendingum en í leiðinni hafi það farizt fyrir, sem mestu skipti, að finna leiðir til þess, að raforkuverð, sem Isal greiðir, hækki eins og réttmætt er. Með því að fara offari í ásökunum blasir sú niðurstaöa við, að við höf- um ekki náð fram neinni hækkun orkuverðsins. Stað- reyndir tala þó sínu máli um, að slíkt hefði náðst fram, hefði verið hugsað nægilega um, hverjir hagsmunir ís- lendinga eru í raun. Svo fór, að fulltrúi Framsóknar í álviðræðunefnd, Guðmundur G. Þórarinsson, sá sig um síðustu áramót til- neyddan að ganga úr nefndinni. Guðmundur benti þá á, aö iðnaðarráðherra hefði ekki sinnt möguleikum til samninga. I framhaldi af því gerðist það, að meirihluti ríkisstjórn- ar vísaði á bug kröfum iðnaðarráðherra um einhliða hækkun raforkuverðsins. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, stóð þá að tillögum um að opna í reynd möguleika á samningum við Svisslendinga. Þær tillögur nutu og stuðnings sjálfstæðismanna í ríkis- stjórn. Með þessu var meirihluti ríkisstjórnar að lýsa vantrausti á meðferð iðnaðarráðherra á álmálinu. Hjörleifur Guttormsson lagði síðan fram frumvarp um einhliða aðgerðir gegn Alusuisse. Það fékk ekki fylgi í Alþingi utan Alþýðubandalags. Meirihluti atvinnumálanefndar Sameinaðs þings, full- trúar allra flokka nema flokks Hjörleifs, sameinaðist um tillögu, þar sem gert var ráð fyrir, að viðræður Alusuisse yrðu alfarið teknar úr höndum Hjörleifs. Alþýðubandalagið sagði sem var, að samþykkt þeirrar tillögu væri ekkert annað en vantraustsyfirlýsing á iðnaðarráðherra. Engu að síður lá fyrir, að meirihluti þingsins var reiðu- búinn að samþykkja slíkt vantraust. Alþýðubandalagsmenn beittu málþófi til að tefja fram- gang málsins. Með því einu tókst þeim að hindra, að van- traustið á iðnaðarráðherra yrði samþykkt og á það reyndi, hvort flokkurinn mundi eftir það ganga úr ríkis- stjórninni. Iðnaðarráðherra hefur því í reynd hlotið vantraust bæði í ríkisstjórn og á Alþingi, þótt skorti, að það hafi hlotið formlegt samþykki. Betur væri, ef Alþingi hefði setið öllu lengur og sam- þykkt tillögu flokkanna þriggja í álmálinu þá gæti nú verið til staðar ný viðræðunefnd, sem tæki upp raunveru- lega samninga. Meðal annars yrði deilum um skatta og hækkun í hafi vísað til hlutlauss gerðardóms, sem væntanlega sakaði ekki málstað Islendinga. Haukur Helgason. MANNRETTINDI TIL SÖLU Kjallarinn Umræður um kosningarétt verða að aukast Umræöan um kosningarétt og kjördæmamálið silast áfram. Stjórnmálamenn ætluöust til þess aö umræöan færi fram hjá almenningi. Tillögur stjórnarskrámefndar komu varla fyrir almenningsaugu, en sam- komulag flokksformanna hefur veriö auglýst. Þær tillögur eru í raun anakrónismi. Gert er ráö fyrir hlut- fallinu 1:2.56 á milli Reykjavíkur og Vestfjaröakjördæmis, þ.e. hver Vestfiröingur hefur 2.56 sinnum meiri áhrif á val Alþingis en Reyk- víkingar. Þetta er mjög svipað hlut- fall og var 1959 þ.e. okkur hefur ekk- ert miðað áfram síöan. Tillögur flokksformannanna eru því algjör tímaskekkja. Umræöur um tillög- urnar eru fyrst og fremst um aö- ferðafræðina, þ.e. hvemig á aö tryggja flokkunum hlutfallslega rétt- an þingmannaf jölda innan hins rang- láta ramma, sem mismunar f ólki eft- ir búsetu. Spumingunni um þaö, hvers vegna ójafn atkvæðisréttur skuli ríkja, er ósvarað. En þaö sem verra er, þá átti aö keyra máliö í gegn án þátttöku almennings. En nokkrir einstaklingar hafa skrifaö nokkuð um máliö, og samtök áhugamanna hafa staöiö fyrir skoöanakönnun í R-kjördæmunum svokölluöu. Menn deila aö vísu um þýöingu skoðanakönnunarinnar, en umræöa hefur nokkur orðið, og er þaðvel. Hver vill kaupa kosningarétt? Utan úr dreifbýlinu heyrast nú raddir, sem segja að þaö þurfi aö jafna fleira en kosningaréttinn. Þétt- býlisbúar em sagðir njóta svo og svo margra forréttinda umfram dreif- býlisfólk. Rætt er um samgöngur, fé- lagsmál, heilbrigöisþjónustu og orkuverö í því sambandi. Gefiö er í skyn aö sanngjamt sé að jafna at- kvæðisréttinn ef áðurnefnd atriöi veröi jöfnuö í leiðinni. Með þessu er aö vísu tekið undir réttmæti þess aö atkvæðavægi landsmanna veröi jafnt, en reikningur er skrifaöur í leiðinni. Þéttbýlisbúar geta fengiö full mannréttindi ef þeir fallast á pólitískar kröfur um jafna stööu eöa jöfnun aöstöðu. Þetta er í raun krafa um óréttlæti eöa undanlátsemi við kröfur vissra pólitískra flokka. Er það verjanlegt aö selja mannréttindi gegn ýktri framsóknarmennsku eöa „sósíalisma fáránleikans”? Öll þessi umræöa er náskyld um- ræöu um kjama réttlætisins. Krafan um jafnan kosningarétt er réttlætis- krafa. Krafa um jafna stööu er ekki réttlætiskrafa auk þess sem hún er Jónas Bjamason óraunhæf. Sá maöur, sem vinnur ekki vegna leti, getur ekki krafist þess aö hafa jafnt milli handanna og sá sem stritar. Sá, sem tekur rangar ákvarðanir, getur ekki búist við því aö hafa sömu stööu og sá, sem tekur réttar. Ibúar Reykjavíkur hafa metiö þá kosti, sem felast í Hitaveitu Reykjavíkur, og þaö er óréttlæti aö leyfa Reykvíkingum ekki aö njóta þeirra. En öll vestræn mannréttinda- lönd viöurkenna vissar jöfnunar- aðgerðir með pólitískum leiöum. Tekjuskattur er alls staöar notaður til tekjujöfnunar svo og tekjutrygg- ing. Hversu langt skal ganga í jöfn- un, er hin klassíska pólitíska deila um öll lýöfrjáls lönd. Enginn heil- brigður máöur telur algjöra jöfnun Ferðamál: AUGLÝSINGAR OG SUMAR- LEYFISFERÐIR Utanlandsferðir Flestar stærri ferðaskrifstofumar í landinu eru nú ennþá einu sinni komnar á fleygiferð viö þá iðju sína aö lokka Islendinga til sumarleyfa erlendis. Auglýsingar í dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi dynja á lands- mönnum, svo að ekki sé nú minnst á öll skemmtikvöldin í samkomu- húsum landsins. Hvert gylliboðið rekur annaö í samkeppninni, sem viröist vera í harðara lagi í ár. Boðiö er upp á fyrirframgreiðslu, sem lækki ferðakostnaðinn, sama verö fyrir alla landsmenn, áratuga reynslu og hagstæðustu samningana um gisti- og flutningskostnað, og svo mætti lengi telja. Nú er greinilega mikiö í húfi, enda spáö samdrætti í utanlandsferöum tslendinga á árinu 1983, af ástæðum sem öllum eru kunnar. Hvað skyldi allt þetta auglýsinga- skrum vera stór hluti af heildarveröi tveggja vikna ferðar til sólarlanda? Til þess aö finna nákvæma upphæö þyrfti upplýsingar frá ferðaskrifstof- unum sjálfum, sem sennilega eru ekki fáanlegar, en fróðlegt er að reyna aö gera sér nokkra grein fyrir Kjallarinn BirgirÞorgilsson þessum kostnaðarlið. Eg gæti trúað að í ár muni birtast sem svarar a.m.k. 200 heilsíðu auglýsingar í dag- blöðum landsins um utanlandsferðir. Ein slík blaösíöa í Morgunblaöinu kostar kr. 18.000,00 og herferöin öll í dagblöðunum því 3,6 milljónir króna. Við þetta bætast auglýsingar í sjón- varpi og útvarpi. I sjónvarpi kostar einnar mínútu auglýsingamynd kr. 14.300,00 og því ekki fjarri lagi að áætla auglýsingakostnað í þessum fjölmiölum báðum u.þ.b. 4 milljónir króna. Enn er ótalinn mikill fjöldi auglýsinga í tímaritum, svo og vita- skuld allar auglýsingar flug- og skipafélaga landsmanna, sem fást viö flutninga farþega. Niöurstaöa mín er sú aö íslensk fyrirtæki í ferða- útgerð verji um 14 milljónum á þessu ári í þeim tilgangi einum að lokka Islendinga til aö eyöa sumarleyfum sínum erlendis. Þessi upphæð er þrisvar sinnum hærri en f járveiting til Ferðamálaráðs, samkvæmt fjár- lögumársins 1983. Ferðir um eigið land En hvaö gera svo sömu aðilar til þess aö auglýsa og kynna ferðir fyrir Islendinga um eigið land? Jú, ef grannt er skoðaö má finna einstaka smá-auglýsingu um skíöaferðir og helgarpakka í vetur. Engin auglýs- ing eða hvatning til landsmanna um að verja sumarleyfum sínum í eigin landi hefur birst það sem af er þessu ári, eftir því sem best er vitað. Hvað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.