Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. 13 þegnanna samsvara réttlæti. Slíkt felur í sér meira óréttlæti en algjör skortur á jöfnunaraögerðum. Flestir pólitískir ftokkar telja jöfnun á mögu- leikum þegnanna réttlætismál. Hvernig menn nýta sér möguleik- ana, er mál hvers og eins. I dreifbýli verður aldrei sama fé- lagslega aðstaða og í þéttbýli. En margt kemur á móti. Mannmergð hefur bæöi kosti og galla. Ökostir eru meira að segja mjög áberandi. Þaö er ekki sanngjamt eða réttlátt að kostir og ókostir þess að búa í þétt- býli séu útkljáöir með atkvæða- greiðslu í hópi misrétthárra manna. Ef málflutningur Karvels Pálmason- ar um orkuverð er fjórum sinnum þyngri en minn málflutningur vegna aflsmunar atkvæöavægis en ekki vegna ágætis málsstaðar, verður umræöan fáranleg. Hver getur selt kosningarétt? Eg hef nú leitt að því rök að kosningaréttur einstaklinga og aðstööujöfnun eftir búsetu séu ósam- stofna eiginleikar. Mannréttindi eru ekki verslunarvara, sem síst af öllu er föl í skiptum fyrir pólitíska afar- kosti. Ég leyfði mér nýlega á fundi að spyrja Sigurð Líndal, prófessor, aö því, hver heföi leyfi eöa rétt til þess að skammta mér aðeins brot af atkvæðisrétti á viö ýmsa aðra þegna þessa lands. Sigurður sagði þetta flókið og langt mál, og bauð hann mér aö mæta í tímum hjá sér í réttar- sögu fyrir byrjendur og lengra komna. Hafa íslendingar fengiö aö kjósa um þessi mál? Nei, alls ekki. Ætlunin nú er einnig sú að leyfa ekki kosningar um málið. Stjómmála- mönnum getur tæpast verið sjálfrátt nú í þeirri stöðu, sem er að myndast hér á landi. Þingræöið er að komast í ógöngur vegna þess m.a. að þing- menn em famir að flytja fjármagn úr einum vasanum í annan í stað þess að setja landinu almennar leik- reglur. Þess vegna er umræðan um kosningarétt og atkvæðavægi orðin að smásmugulegu reiptogi um f jár- magn, steinullarverksmiðju hér eða þar, gæluverkefni og líf eða dauða einhverra fyrirtækja. Övissan um framtíðina gerir leikinn að hring- ekju, sem snýst stööugthraðar. Krossgötur Þjóðfélagið er á margan hátt statt á krossgötum eða vatnaskilum á milli veiðimannaþjóðfélags og upp- dagaðs landbúnaöarsamfélags ann- ars vegar og nútíma iönþróunar- og þjónustusamfélags hins vegar. Það hriktir í stoöunum. Ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen var í raun frestun á ákvörðunum. Augljóst var að Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra, hefði tekiö þátt í hvaða ríkis- stjórn sem var bara, ef unnt var að framlengja þrælatak heföbundins bændasamféiags á þjóðfélaginu um einhver ár; þ.e. halda því ástandi áfram, sem nákvæmlega mátti ekki. Aðrir stuðningsmenn ríkisstjómar- innar úr röðum sjálfstæðismanna hafa látið glepjast af einhverjum villuljósum. Kratarnir sáu, hvað var að gerast árið 1979, en þeir höfðu ekki þrek til að standa saman að sannfærandi málflutningi. Nú er heimilisfriðurinn brostinn hjá þeim. Framsóknarmenn virðast sumir vera farnir að átta sig á því, að Framsóknaráratugurinn mun ganga inn í söguna sem áratugur hinna glötuðu tækifæra. En hvað það væri gott, ef atkvæöis- réttur landsmanna hefði verið jafn undanfarinn áratug, svo að unnt væri nú að draga alla þjóöina til jafnrar ábyrgðar á öllum erlendu skuldunum, rangfjárfestingunum, strútshættinum og skortinum á iðnaöaruppbyggingu! Sannleikurinn er sá að byggðastefnan svokallaða og sjóðakerfið hefur svipt hin ein- stöku sveitarfélög fjárhagslegu sjálfstæði. Byggöastefnan hefur sennilega veriö dreifbýlinu meira til óþurftar en þéttbýlinu. Þegar litið er yfir farinn veg, má telja sanngjarnt að erlendum skuld- um verði dreift á landsmenn eftir atkvæðisvægi þeirra. Hvaö segja menn þá? Hver vill þá selja at- kvæðisrétt? Til þess aö takast á við þann þjóðhagslega vanda, sem viö blasir, er nauðsynlegt að þjóöin öll beri ábyrgö á áframhaldinu meö jöfnum atkvæðisrétti. Það eru hagsmunir allrar þjóðarinnar aö auðæfi og land- kostir verði nýttir um land allt á arð- saman hátt, og aö fólk sé ekki bundið með átthagafjötrum við ákveðin héruð eða verði að fórna mann- réttindum ef það yfirgefur einhverj- ar atvinnugreinar, sem afturhalds- samir dreifbýlisþingmenn vilja nota sem atkvæðafóöur fyrir s jálfa sig. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur. • „Þetta er mjög svipað hlutfall og var 1959, okkur hefur ekkert miðað áfram síðan. Tillögur flokksformannanna eru því al- gjör tímaskekkja.” veldur? Vera má aðforráðamönnum feröaskrifstofa sé svo annt um að gefa samlöndum sínum kost á sæmi- lega öruggri sólarglætu erlendis, sem erfiðara er að ábyrgjast hér heima. Hitt er þó sennilegra, að hér ráði hagnaðarsjónarmið, sem vissu- lega á einnig rétt á sér í okkar þjóð- félagi. En hvað um sameiginleg hagnaðarsjónarmiö landsmanna? Eiga þau ekki að ráða nokkru um orö okkar og athafnir, einnig á sviði ferðamála? Ekki þarf að eyða mörgum oröum í að útskýra þá miklu þýðingu, sem aukin ferðalög okkar sjálfra um Island, og um leið nokkur samdráttur utanlandsferða, getur haft á efnahag okkar og allt atvinnulíf í landinu. Auk þess myndi slík aukning innanlandsferða flýta mjög fyrir nauðsynlegri uppbygg- ingu á sviði íslenskrar ferðaþjón- ustu, til hagsbóta fyrir innlenda og erlenda feröamenn, en þeir síðar- nefndu eru þýðingarmikill þáttur í gjaldeyrisöflun okkar. Eg er heldur ekki í nokkrum vafa um að ferðalög um eigið land skapa meiri gleði og hvíld, heldur en flatmögun og til- heyrandi á erlendum baðströndum. Margar leiðir má fara í þeim til- gangi að auka ferðalög Islendinga um eigið land. Allar kosta þær umtalsveröar fjárhæðir, en hagnaðarvonin fyrir heildina er um leið mikil. Allar aðgerðir í þessu tílliti þurfa að hefjast með umfangs- mikilli auglýsinga- og kynningarher- ferð hagsmunaaðilanna sjálfra, en þeir eru ferðaskrifstofur, flugfélög, gisti- og veitingastaðir og eigendur fólksflutningabifreiða, svo og samtök á sviöi verslunar, iðnaðar og landbúnaðar. Að sjálfsögðu ber Ferðamálaráöi einnig að leggja fram fé til slíkrar herferðar. Vitaskuld er ekki auðvelt að leggja framan- greindum aðilum þá skyldu á heröar að þeir leggi fram fé í þessum til- gangi. Skattlagning ferðamanna er nú þegar mikil, en stundum getur tilgangurinn helgað meðalið. Ekki þyrfti nema lítinn hluta þeirrar fjár- hæðar, sem varið er til auglýsinga á utanlandsferðum, til þess aö valda straumhvörfum á þessu sviði, enda ekki verið að reyna að skapa ímyndaða þörf fyrir utanlandsferðir, heldur vekja meöfæddan áhuga landsmanna á aö kynnast betur eigin landi. Aöilar íslenskrar ferðaútgerðar hafa frá upphafi sýnt útsjónarsemi, þor og dugnað, við uppbyggingu ferðaþjónustunnar í landinu. Þjóðar- búskapur okkar á nú í miklum erfiö- leikum, m.a. vegna mikillar aukn- ingar á ferðalögum til annarra landa. Við skulum því ennþá einu sinni sýna og sanna að við leysum vandamál íslenskrar ferðaútgerðar sjálfir, með því að taka saman höndum til aukningar ferða Islend- inga um Island. febrúar 1983 Birgir Þorgilsson. Lána- sjóðurínn lifir ekki á loftinu Á þingi sem Verslunarráð hélt 16. febrúar sl. voru lagðar fram hug- myndir um lausn á efnahagsvand- anum, sem meðal annars fólu í sér afnám alls ríkisframlags til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna frá og með 7. maí nk. Flest æskulýðssam- Kjallarinn Mörður Árnason tök landsins hafa þegar mótmælt þessum hugmyndum sem ekki verða túlkaöar ööruvísi en að kippa eigi stoðunum undan Lánasjóðnum og afnema þar með það jafnrétti til náms sem sjóönum er gert að stuöla að. Þessari túlkun reynir blaðafull- trúi Verslunarráðs að andæfa í DV- grein sl. mánudag. Hún heitir „Lánasjóðurinn lifi”. Þaðáekkiað leggja Lánasjóðinn niöur, segir blaðafulltrúinn, heldur á hann að leita fyrir sér á almennum lána- markaöi og finna þar það fé sem hingaðtil hefurkomið úrríkissjóði. Það er sosum ekkert viö því að segja þótt Verslunarráðsmenn hafi gömlum lánum. I ár þarf sjóðurinn einnig að taka að láni 138 milljónir króna, sem samsvara 42% af útláns- fé sjóðsins 1983. Afborganir og fjármagnskostnaöur af þessum iánum jafngilda á fyrsta afborgun- arári framfærslu tæplega 800 námsmanna á Islandi. Þessar lán- tökur hafa lengi veriö að sliga sjóöinn, og það er napurlegt aö námsmenn skuli fyrir hverja fjár- lagagerö þurfa aö nudda í ríkis- valdinu til að borga gömul lán. Námslán eru ekki samanburðar- hæf viö önnur lán í samfélaginu. Þau eru til neyslu, ekki f járfesting- arlán. I samræmi við það búa námsmenn nú við þau kjör aö greiða lánið til baka á 40 árum, verðtryggt, en vaxtalaust, og tekið tillit til tekna þeirra að námi loknu. Starfsemi Lánasjóðsins verður því aldrei „arðbær”, og á ekki að vera það. Kannski Verslunarráð_____? Yrðu hugmyndir blaðafulltrúans að veruleika ætti Lánasjóðurinn því fárra kosta völ. Hann gæti breytt sér í venjulegan banka, lán- aö námsmönnum með venjulegum lánskjörum og hrakið þannig stór- an hluta þeirra úr námi undireins. Annar möguleiki er að skera náms- menn skipulega niður við trog yfir lengri tíma. Þriðji möguleikinn er aö finna elskulegan fjársterkan aöila sem væri reiðubúinn að lána sjóðnum árlega tæpar 400 milljónir til allt að 40 ára vaxtalaust. Kannski Verslunarráð gæti hlaupið undir bagga? Blaðafulltrúinn heldur því enn fram að tillögur Verslunarráðs snúist ekki um aö afnema Lánasjóð íslenskra námsmanna. Látum vera. En þær snúast augljóslega um að skera niður íslenska náms- menn. Við í SÍNE krefjumst þess að ís- • „Afborganir og fjármagnskostnaður af þessum lánum jafngilda á fyrsta afborg- unarári framfærslu tæplega 800 námsmanna á íslandi. . .” ekki vit á málefnum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Þeir ættu hinsvegar að láta ógert aö tala um þaö sem þeir hafa ekki vit á. Þaö vill til að sjóöurinn hefur nokkra reynslu af lánamarkaðnum. Sú reynsla kemur til dæmis f ram í því, að í ár þarf LlN að borga sínum lánadrottnum u.þ.b. 25 milljónir króna í afborganir og vexti af lenskir stjórnmálamenn lýsi af- stöðu sinni til þessara 'hugmynda Verslunarráðs — fyrir kosningar. Við hvetjum námsmenn, fyrrver- andi námsmenn og foreldra náms- manna til að taka vel eftir. Mörður Árnason, formaðurSambands íslenskra námsmanna erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.