Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. 19 Beinútsendingfrá Wembley26.mars: Ekki klippt á framlengingu Islendingar missa ekki af hugsan- legri framlengingu bikarúrslitaleiks Liverpool og Manehester United, sem sýndur verður beint laugardaginn 26. mars næstkomandi. Bjama Felixsyni, íþróttafréttamanni sjónvarps, hefur tekist aö fá Visnews-fréttastofuna til aö fresta fréttamyndasendingu sinni um hálftíma, fari svo aö leikurinn verði f ramlengdur. Eins og menn eflaust muna, gerðist þaö í fyrra aö íslenskir sjónvarps- áhorfendur misstu af framlengingu úr- slitaleiks Liverpool og Tottenham í þessari sömu keppni. Staðan var 1—1 þegar útsendingin var skyndilega rofin vegna þess aö Visnews-fréttastofan átti sjónvarpsrás gervihnattarins pantaöa klukkan 17. Fyrir vikiö misstu Islendingar af lokakafla leiksins og tveimur mörkum. Utsending frá Wembley 26. mars hefst um klukkan 14:50, en leikurinn klukkan 15 afr íslenskum tíma. Frá klukkan 14:15 mun Bjami Felixson kynna liðin meö syrpum úr leikjum þeirra. -KMU. Smáauglýsinger ekki nein smá... 108 símhring- ingar „Eg fékk hundrað og átta sím- hringingar út af bílnum mínum, sem ég auglýsti til sölu meö mynd á smá- auglýsingasíðu í DV,” sagöi ánægöur viðskiptavinur blaðsins okkar þegar hann kom aö ná í afsal og sölutilkynn- ingu. Maöurinnsagöist samt hafa tekið tóliö af símtækinu á tímabili til aö fá friö. Bíllinn sem hann auglýsti er af gerðinni Ford Econoline árgerö ’76 og er innréttaöur. -SGV Námsstefna um vöruþróun Námsstefna um vöruþróun hófst í gær á vegum Iönrekstrarsjóös, Iön- tæknistofnunar Islands og Teknologisk Institut í Danmörku. Stendur náms- stefnan fram á fimmtudag, 17. mars. Námsstefnan fer fram á Hótel Esju og er í tengslum viö Vöruþróunarviku Iðnrekstrarsjóös og Iöntæknistofn- unar, sem hófst á mánudag meö kynn- ingarf undi fyrir ýmsa aðila. Markmið námsstefnunnar er aö stuöla aö markvissri vöruþróun í ís- lenskum iönfyrirtækjum og skiptist hún í þrjú eins dags námskeiö. Á hverju þeirra er miöað viö ákveðin sviö iönaöar, fyrst vélar og tæki, síðan matvæla- og efnaiðnað og loks neytendavörur. Viöfangsefni námsstefnunnar eru stefnumörkun, mat og val á þróunar- verkefnum, leit að nýjum framleiöslu- tækifærum og skipulagning og fram- kvæmd vöruþróunar í fyrirtækjum. -PÁ Byrjum á réttum enda — segir Samband veitinga- og gistihúsa um alþjóða rallkeppnina ,,Á hausti komandi er fyrirhugaö aö halda hér á landi alþjóðlega rall- keppni. Slík keppni og þaö umtal, sem henni fylgir, verður sterk og jákvæö kynning fyrir Island sem feröamanna- land,” segir í yfirlýsingu sem Sam- band veitinga- og gistihúsa hefur sent frá sér. Urtöluraddir hafa látiö hátt um hugsanleg náttúruspjöll af völdum keppenda og vilja á þeim forsendum láta banna keppnina. Meö slíkri afstöðu er öfugt aö hlutun- um fariö. Fráleitt er að banna skipu- lagöan hópakstur um vegi hálendisins á sama tíma og torfærutröll í tugatali vaða vegleysur eftirlitslaust. Væri meö því einu sinni enn verið aö hengja bakara fyrir smiö. Tilvalin tœkifœris gjöf Soda Stream tækið er tilvalin gjöf við öll tækifæri Gerið sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. Sól hf. Þverholti 19, sími 91-26300 ER KOSTURINN — sjónvarpið sem allir kaupendur ráða viðí Vegna margra ára góðrar reynslu, þá bjóðum við 3JA ÁRA ÁBYRGP Á ÖLLU TÆKINUI! KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr. KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr. KOLSTER m/fjarstýringu (staðgreiðsluverð) kr. KOLSTER (staðgreiðsluverð) kr. KOLSTER m/fjarstýringu (staðgreiðsluverð) kr GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Einkaumboð á Íslandi: SJONVARPSMIDSTÖÐIN SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 39090 Útsölustaðir: Akranes: Skagaradíó — Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga Egilsstaðir: Kaupfélag Héraðsbúa Hvammstangi: Kaupfélag Húnvetninga Keflavik: Radióvinnustofan — Selfoss: Radíóver h/f Vestmannaeyjar: Kjami Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga Sauðárkrókur: Radió- og sjónvarpsþjónustan Hella: Mosfell h/f Höfn Hornnfirði: RaclióþjóiHistan » Stykkishólmur: Húsiö Opið laugardaga kl. 10-12.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.